Þjóðviljinn - 21.02.1952, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.02.1952, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. febrúar 1952 — ÞJÖÐVILJINN (3 MÁLGAGN ÆSKULÝÐSFYLKINGARINNAR SAMBANDS UNGRA SÓSlALISTA ■'JTJ FEBRUAR Alþjóðlegur baráttudagur gegn nýteuduJkugun Ðagurinn í dag, 21. íebrúar, er haldinn hátíð- legur um allan heim sem baráttudagur heimsæsk- unnar gegn nýlenduskipulaginu. Að tilhlutan Al- bjóðasambands lýðræðissinnaðrar æsku og Al- þjóðasambands stúdenta varð 21. íebrúar valinn sem baráttudagur til að minnast uppreisnarinnar í indverska ílotanum þennan dag árið 1947 og hinn- ar hetjulegu baráttu egypzkra stúdenta þennan sama dag árið 1948. í dag er æsku nýlendnanna vottuð samúð allra lýðræðissinna og henni sendar hugheiiar barattu- kveðjur og þess óskað, að senn muni líða að loka- sigri hennar í baráttunni gegn ranglæti og áþján nýlenduskipulagsins. Frá íslenzkri æsku fær hún í dag baráttukveðiur en dagsins minnast ungir sósíalistar í Reykjavík með fundi í kvöld, þar sem m. a. verður flutt erindi um nýlenduskipulagið. Frá því að síðari heimsstyrjöldinni lauk hefur mikið áunnizt í baráttunni gegn heimsvaldasinn- unum og svo er komið að vísu að tekið er að hilla verulega undir endalok nýlenduskipulagsins, en úrslitaátökin eru þó eítir. Frelsishreyfingar ný- lenduþjóðanna eiga sigurinn vísan, þar eð hin já- kvæða barátta þeirra miðar að útrýmingu hungurs og fátæktar, að öflun frelsis cg menntunar og af- námi arðráns cg kúgunar manns á manni. Lr> Imperíalisminn er síðasta stig auðvaldsskipulagsins. Kapi- talistarnir eru komnir í sjálf- heldu með framleiðslu sína og vörusölu á heimamarkaðinum. Þeir senda vörur sínar á er- lenda markaði og flytja út fjármagn -sitt til fjárfestingar utan heimalandsins. Þessi þró- un er svo langt komin, að nú þegar — og fyrir löngu — er heimurinn upp skipiur milli auðhringa auðvaldsskipulagsins með tiliiti til hráefna og mark- aða. Breytingar á þeirri upp- skiptingu eru að vísu alltaf að gerast og nýlenduþjóoirnar eru hver af annarri að brjótast úr heljarklóm auðhringanna og endalok yfirdrottnunar þeirra þegar fyrirsjáanleg. Þó býr enn óhugnanlegur fjöldi jarðarbúa við nýlendu- kúgun og lætur nærri að um 2/5 lilutar mannkynsins séu undir hana seldlr. Stjórnin á nýlendunum og meðferðin á inýlendubúnunum miðast við bað tvemit að arðræna nýlendubú- ana svo sem nokkur e^ kostur og að halda J>eim á því stigi andlega og efnalega, að þeir verði ekki þess megnugir að KaMkviMdid Æslculýðsfylkingin í Reykja- vík efnlr tll knffikvöids í V.R. (Vonarstræti 4) kl. 8.30 í kvöld. Dagskrá: Upppiestur — Er- indi um foaráttuna gegn ný- endukúguninni — Ýmsir I skemmtiþættir og dans. ! Félagar! Fjölmennið! rísa upp gegn ægivaldi hring- anna. Nýlendukúgunin kemur harð- ast niður á nýlenduæskunni. Henni er fyrst og fremst neitað um brauð. Barnadauðinn í ný- lendunum er svo óskaplegur, að furðulegt er, að slíkt eigi sér stað á 20. öldinni, öld tækn- innar og allsnægtanna. Þau bðrn, sem standast hungrið og vaneldið fyrstu fimm ár ævinn- ar eru þrælkuð svo við vinnu í verksmiðjum, námum eða á ökrum, að þau týna tölunni hvert af öðru með þeim afleið- ingum að meðalaldur • íbúa ný- lendnanna kemst allt niður í 25—27 ár. Börnin fá eins litla. menntun og mögulegt er _og sum fá aldrei að fara í skcia. 90% af íbúum nýlendnar.na kunna hvorki að lesa né skrifa. Æskulýðssamtök nýlendn- anna eru bönnuð, ef þau á nokkum hátt stuðla að auknu sjálfstæði nýlendnanna, hvað þá, ef þau heimta fleiri skóla eðá sjúkrahús. Sama máli gegn- ir um verkalýðsfélögin. Þau eru bönnuð og forustumemi þeirra drepnir eða gevmdir í fangelsum, ef nokkur hætta er á að þeir ógni yfirdrottnun auð- hringanna. íslendingar, sem minnugir eru 7 alda nýlendukúgunar, votta hinu kúgaða fólki ný- lendnanna dýpstu samúð sina og láta þá ósk í Ijósi, að það verði sigursælt í baráttuani víð kúgara sína og fái full og o- skoruð yfirráð yfir löndum sín- um og auðæfum þeim, sem þar eru. 1 heimsfréttum var þess getið nýlega, að Peron, hinn orðhvati. forseti Argentínu, hafi í ræðu lýst yfir því, að Bret- ar yrðu að sætta sig við mikla verðhækkun á kjöti þegar nú- verandi kjötsamningar Breta og Argentínumanna rynnu út en eins og kunnugt er kaupa Bretar feiknin Öll af kjöti til rieyzlu frá Argentínu. Eðlilega mæltist þessi boðskapur for- setans illa fyrir meðal brezks almennings, sem ekki hefur of mikið fé handa á milli, og rétt- lát reiði almennings beindist með hjálp brezkuj Jblaðanna gegn Peron persónulega. En kaldhæðni sannleikans er oft mikil. Því hverjir skyldu það vera, sem í raun réttri eru að krefjast verðhækkunar á kjötinu en. n.ota Peron sem máipípu? Argentína er hálfnýíenda, sem í landafræðinni er kölluð frjálst og sjálfstætt lýðveldi. Efnahagslíf þjóðarinnar lýtur þoði og banni erlendra auð- hringa, sem eiga um helming alls auðmagnsins í atvimiulífi landsins. Hva,ð kjötiðnaðinn áhrærir sérstaklega eru það brezkir og bandarískir auð- hringar, sem drottna yfir hon- um og hirða þánn gróða, sem hann gefur af sér, en útflutn- ingur á kjöti nemur 37% af heildarútfiutningi landsins. Öll helstu niðursuðu- og hrað- frystifyrirtæki kjötiðnaðarins eni í eigu brezkra og banda- rískra auðhringa. Bretar eiga einnig um 80% af járnbrautum landsins. Ti! borSs með nýlenduœsku Það er eins og fátt komi manni á óvart I fréttum af frelsisbaráttu nýlenduþjóðanna, eftir að maðiir hefur átt þegs kost að taía við og kynhast nýlenduæslyinni, sem tók þátt í Heimsfriðarmóti æskunnar í Berlín síðast liðið sumar. — Að vísu er erfitt eða ó- mögulegt að skilja upp eða niður í þeirri baráttu, ef ekki væri annað til þekkingaröflun- ar, en margfaisaðar frétba- slitrur íslenzka Ríkisútvarpsins- og afturhaldsblaðanna. — Til allrár hamingju dregur útvarps- tækið út fyrir svæði lýginnar, a.uk þes3 sem h.ægt er nú að fá póst beint frá þéiín- svörtu sem standa í eldinum gegn hrá- efnaræningjum og striðsmönn- um „hinna frjáslu lýðræðis- þjóða“. Þes3 vegna veit maður nú, fyrir tilstilli fréttaþjónustu æskunnar sjálfrah:! Að gagn- fræðaskólanemendur í' Wadi- Madani í Súdan gerðu „verk- fall“, þegar brezkur skólastjóri rak nokkra nemendur fyrir mótmælagöngu gegn nýlendu- kúgun. Brezki skólastjórinn lét ioka skóianum, en nemendurn- ir tóku. skólann á sitt vald og neituðu að yfirgefa hann. Og þess Vegna veit maður, að ungur Súdanbúi Mústafa Hass- an, sem Bretar myrtu í Port Said, fékk veglegri útför en margur þjóðhöfðinginn. Þannig mætti lengi telja. Það er auðséð á öllu, að heimsvaldasinnarnir munu hafa nóg að gera við sína stríðs- menn gegn hinni velskipulögðu og sívaxandi frelsisbaráttu ný- lenduþjóðanna, þó'tt þei.r hættu að hugsa um árásarfyrirætlan- ir sínar gegn Sovét-þjóðunum og Kínaveldi. Það er ástæða til að hleypa sér í sama góða skapið og hið unga blökku- fólk var í, sem sat til borðs með okkur Gaua Jóns í einu matarhléi á friðarráðstefnu æskunnar eftir Berlínarmótið. Það var ekki á því að heyra, að það óttaðist málalokin í viðureigninni við heimsvalda- sinnana. — Vi'ð vorum öll búin að Þannig eru það brezkir auð- karlar, eigendur cg stjórnend- úr kjörframleiðslu Argentínu, sem eru að krefjast þess að 'brezkur almenningur greiði nú hærra verð fyrir kjötbitann en hingað til. En því leyna brezku blöðin af augljósum ástæðum. bqr.ða og. sátum i geisistórum; viðhafnarsal; skreyttum eiak- únnarorðurri friðarins. Meðau við ræddumst .við, drukkum við mQsel-vín úr mjóu hájglöngu flöskupum — frá Vestur-Þýzka landi. Okkur Gaua tókst að koma hinum svörtu á óvart, þegar við drógum upp sígarett- ur f-rá Ameríku, og sögðum þeim að hægt væri að fá þess- ar sígarettur á ráðstefnunni, einn pakka á dag, gegn fram- vísun seðla úr matarmiðablpkk- inni. Með öðrum orðum: gæða- vörur úr Vestur-Þýzkalandi og Ameríku höfðu hafnað á rétt- um stað, — þar sém æskan gat notið þeirra. Þarna voru tvær indverskar stúlkur, önnur hafði verið vi'ð nám yið Parísarháskóla; svo læknastúdent frá Indónesíu. Þótti þeim hinn mesti fengur í að fá að kynnast mönnunx frá íslandi í fyrsta sinn á æv- inni. Okkur Gaua var mest í’ muna að fá fréttir um cfarir heimsvaldasinnanna, um styrk alþýðuhreyfinganna og sigur- líkur í frelsisbaráttu blökku- fólksins, en við komumst varla að fyrir spurningum um Island. Það voru spurningar eins og þessar: Eni íslendingar marg- ir? Eru kapítalistar á Islandi? Er sósíalistaflokkur á Islandi? Er til friðarhreyfing á Islandi? - Þegar við gáfum þeim upp fjölda Islendinga, þótti þeim talan hiægilega lág, en sendi- nefnd okkar furðulega stór, tíu sinnum stærri en sendi- nefnd Japana. Við fullvissuð- um þá um, að til væru óþverra kapítalistar á íslandi, og gáf- um við á þeim eins mergjaða lýsingu og málkunn'áttan leyfði. Þá hlógu þau mikið og sögðu, að þeir væru aíveg eins og kapítalistarnir heima. — Við sögðuni þeim af Sósíalista- flokknum og baráttu hans. Við sögðum þeim að friðarhreyfing- in væri smá á Islandi, Islend- ingar hefðu ekkert haft af hernaðarsiðum að segja í alda- raðir og væru sljóir fyrir hætt- unum af hinu útlenda menning- arieysi sem nú væri verið að flytja til landsins, eftir a-ð hin- ir gérsþilltu auðmenn og lepp- ar Bandaríkjamanna hefðu af- hent heimsvaldasinnunum part af íslandi, sem árásarstöð. ■ Þessir þeldökku vinir voru cljótir að skilja, hvað var á seiði á Islandi. Framhald á 7. síðu. Þessi mynd skal tálkna samstöðu og samhygS okkar allra hvort s©m við erum gul, dökk eða hvít — i baráttunni fyrir friði, frelsi og sjálfstæði. Heimsæskan tengist bræðraböndunv

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.