Þjóðviljinn - 05.03.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.03.1952, Blaðsíða 6
€) ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. marz 1952 Landgrunnið ... — Framhald af 3. síðu til að lýsa úr gildi fallinn samninginn frá 1901 og öll þau lagaákvæði sem beint eða ó- beint gera ráð fyrir þriggja mílna fiskveiðalandhelgi. Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér landhelgismál okkar og að- gerðir og kenningar annarra þjóða varðandi sína landhelgi, hljóta að hafa veitt því athygli hversu vanþekking og einurðar- leysi reynast afdrifarík. Hér er nóg að nefna friðunarlögin frá 1948 og regiugerðina frá 1950, ásamt yfirlýsingum Ólafs Thórs og aðgerðum Bjama Benediktssonar 1950 og 1951, að ekki sé minnzt á hina sorg- iegu hæstaréttardóma 1931. — Þessi örfáu en örlagaríku dæmi sanna þáð, að þeir sem ekki hafa trú á málstað Islands og réttindum, ættu ekki að hafa nein afskipti af stjórnmálum vorum, en velja sér heldur ann- an starfa. Hinir, sem eru heilir í þessu máli, og skilja þarfir þjóðar vorrar og meta rétt hennar, munu nú verða að taka í taum- ana og koma í veg fyrir að blindir leiðtogar stýri málefn- um þjóðarinnar í voða. Þetta hlýtur að takast. Annars vegar er þjóðin öll, hins vegar örfáir stjórnmálarefir. Sá valdamaður sem hefur ekki heilindi til að hlusta á réttmætar. óskir þjóð- ar sinnar og ekki vilja eða uppburði til að standa gegn villukenningum eða yfirdrottn- unarkröfum útlendinga, á varla hér á landi heimtingu á meiru en felst í þessari gömlu bæn: Þó drukkni hann ekki í djúpum mar, drottinn gefi hon- um nógan sjó. Reykjavík, 3. marz 1951. Þorvaldur Þórarinsson THEODCRE Krossgáta 116. DAGUR tárétt: 1 þófa — 4 fæddu — 5 ráð- herra — 7 mylsna — 9 gera hreint — 10 kverk — 11 svefnlæti — 13 svell — 15 síðasti og fyrsti — 16 reipi. Lóðrétt: 1 flyt — 2 tág-a — 3 dagblað — 4 samtenging — 6 skána — 7 greindu — 8 óhijóð — 12 forsetn- ing — 14 tveir cskyldir — 15 drykkur. Lausn 42. krossgátu. Lárétt: 1 skoppar — 7 K.Á. — 8 óaði — 9 eta — 11 nag — 12 sá — 15 skrá — 17 sæ — 18 lum — 20 stramma. IAðrétt: 1 skef —1 2 kát — 3 Pó — 4 Pan — 5 aðan — 6 rigna — 10 ask — 13 árlk — 15 sæt — 16 áum — 17 ss — 19 mm. hún ihafði orðið uppvís að lygi, vegna þess að hún átti heima í þessum stað og var undir sífelldu eftirliti. Ungfrú Pope bætti vjð með forvitnishreim í röddinni: „Hann er víst ekki írá Lycurgus. Ég man ekki eftir að ég hafi séð hann hér.“ „Nei, hann er ekki héðan,“ svaraði Róberta stutt í spuna, því að það fór hrollur um hana við tilhugsunina um að Grace hefði uppgötvað lygi hennar. Og hún vissi að Grace yrði ofsa- leið yfir þessu leynimakki. Og hana langaði mest til að standa upp frá borðinu, fara burt og koma aldrei aftur. En þess í stað reyndi hún allt til að stilla sig og leit rólegum augum á stúlk- urnar tvær, sem hún hafði aldrei kynnzt að neinu ráði. Og um leið horfði hún ögrandi á Grace og herra Newton. Ef málinu yrði haldið til streitu ætlaði hún að nefna eitt eða tvö gervi- nöfn — vini mágs hennar í Homer — eða þá að neita að gefa nokkrar upplýsingar. Henni bar engin skylda til þess. En þegar. leið fram á kvöldið komst hún að því, að henni yrði ekki. híift. Grace kom skömmu seinna upp í herbergi þeirra og sagði álasandi við hana: „Ég hélt þú hefðir sagt, að þú hefðirfi yerið allan tímann hjá systur þinni?“ „Já, og hvað um það?“ svaraði Róberta einbeitt og hörku- leg og án þess að segja nokkurt orð sér til afsökunar, og hún: vissi að Grace myndi nota tækifærið til að koma með siðfefði- legar prédikanir, þótt reiði hennar stafaði aðallega af |)VÍ, að henni fannst Róberta vera að fjarlægjast hana. „Jæja, þú þarft ekki að hafa fyrir því að ljúga að mér til þess að fá tækifæri til að hitta einhvern hér eftir. Mig langar okkert til að fara með þér. Og mig langar ekkert til að vita hvert þú ferð eða hverja þú umgengst. En eitt langar mig til að biðja þig um, og það er að þú sért ekki að segja mér eitt og annað, sem George og María ’frétta svo að er uppspuni og þú lýgur aðeins til að losna við mig. Eða þau halda að ég sé uð ljúga að þeim til að fegra sjálfa mig í augum þeirra. Ég kæri mig ekki.um að komast í slíka aðstöðu.“ Hún var mjög sár og gröm og Róbertu skildist að hún átti fckki annars úrkosta en að flytjast á burt. Grace var plága — blóðsuga. Hún átti ekkert einkalíf og gat ekki öðlazt það. Meðan hún var í návist hennar reyndi hún að hanga á henni, — fá sinn skerf af cllum hennar hugsunum og ævintýrum. En ef hún segði henni allt af létt?! um Clyde, yrði hún yfir sig hneyksluð, snerist eflaust gegn henni og kæmi upp um hana. Og því svaraði hún: „Jæja, þao er bezt að þú ráðir því. Mér stendur alveg á sama. Ég segi ekki nema það sem mér sýnist.“ Og Grace fékk strax þá hugmynd, að Róberta vildi ekki hafa neitt saman við hana að sælda lengur og geðjaðist ekki að henni. Hún reis á fætur undir eins og gekk út úr herberginu hún var hnarreist og reigði sig í bakinu. Róberta þóttist vita að hún hefði eignazt óvin þar sem Grace var, og hún óskaði þess eins að losna úr þessu umhverfi. Það var alltof mikil þröngsýni þabna. Fólkið þarna gæti aldrei skilið eða sætt sig við þetta launungarsamband hennar við Clyde — sem hahn taldi að minnsta kosti nauðsynlegt að halda leyndu — og var henni svo dýrmætt, en um leið auðmýkjandi og erfiðleikum bundið. Hún elskaði hann svo mikið. Og nú varð hún að finna einhver ráð til þess að vernda sjálfa sig og hann — fixma sér nýjan dvalarstað. En það krafðist næstum meira hugrekkis en einbeitni en hún hafði yfir að ráða. Hún var svo berskjölduð og vamarlaus í herbergi hjá ókunnugum. Það leit svo illa út. Hún yrði að gefa móður sinni og systur einhverja skýringu á því. En henni var ömögulegt að dveljast hérna lengur eftir þetta, þvi að fram- koma Grace og Newtonshjónanna — einkum frú Newton, systur Grace — var eins og framkoma frelsaðs fólks við fallna systur. Hún dansaði — í laumi! Og svo var þessi ungi maður, sem ekki hafði fengizt, skýring á í frásögn hennar að ógleymdri heimsókn hennar í „Starlight". Og Róberta taldi víst að nú yrði vandlega njósnað um hana og Grace var henni fjandsam- leg, svo að hún var hrædd um að hún gæti ekki hitt Clyde fins oft og hún vildi. Eftir tveggja daga hugarvíl og samtal við Clyde, sem taldi sjálfsagt að hún tæki málin i sínar hendur og fengi sér annað herbergi í framandi umihverfi, þar sem eng- in hætta var á að njósnað yrði um hana, fékk hún frí úr vinn- unni í tvo tíma til þess að leita sér að herbergi í suðurhluta. bæjarins, sem var lengst burt frá heimili Newtonshjónanna og því fólki sem hún hafði kynnzt. Eftir alllanga leit fann hún stað sem henni leizt vel á. Það var gamalt múrsteinshús í Elm stræti, eign húsgagnabólstrara og konu hans og tveggja dætra. Önnur þeirra vann í vefnaðarvöruverzlun en hin var enn í skóla. Herbergið sem átti að leigja var á fyrstu hæð, hægra megin ■'úð anddyrið og vissi út að götunni. Úr þessu sama anddyri lágu einnig dyr inn í setustofu, sem aðskildi herbergið frá hin- umi hluta hússins, svo að hún yrði frjáls ferða sinna út og inn. Og af því að helzta áhugamál hennar var að geta haldið áfram að hitta Clyde, þá var þetta mjög mikils virði. Auk þess skildist henni af samtalinu við frú Gilpin, húsfreyj- una, að á þessu heimili væri ekki eins mikil þröngsýni og hnýsni og á heimili Newtonshjónanna. Frú Gilpin var þrekin, róleg, hreinleg kona, ekki mjög rösk og um fimmtugt. Hún oagði Róbertu, að hún væri ekki vön að hafa leigjendur, því að fjölskyldan hefði nóg fyrir sig að leggja. En forstofan væri sjaldan notuð, af því að hún væri svo afsíðis, og af því að maður hennar hafði ekkert á móti því, þá hafði hún ákveð- ið að leigja hana. Og hún kaus helzt vinnandi stúlku eins og Róbertu — stúlku, ekki karlmann — og þá helzt stúlku sem vildi borða morgunverð og kvöldverð með fjölskyldunni. Hún spurði engra spurninga um fjölskyldu hennar eða ættingja, —oOo------oOo— —oOo— —oOo— —oOo--------------oOo— —oOo—« BARNASAGAN Sagan af Hliiú kóngssyni 3. DAGUR BÆJARFRETTIR Framhald af 4. síðu. Mjallsýn, , kvæði eftir Hallgrím frá Ljárskógum: Mikligarður, höfuðborg miðaldanna; Stálið ein- valdi á hnettinum; Úr sandfokinu á Rangárvöllum; Hestavísur; Byr- on lávarður, eftir Baldur Bjarna- ,son, og ýmislegt fleira. — Jón Björnsson, rithöfundur, hefur nú tekið við stjórn ritsins. — Skák- ritið, 1. tbi. þessa árgangs, er ný- komið út. Efni: Eggert Gilfer sextugur; Gilfersmótið; Frá ein- víginu um heimsmeistaratitiiinn; Af innlendum vettvangi; Af er- lendum vettvangi; Raddir lesenda, og úr endurminnúigum Tartakow. ers. Ennfremur skákir, taflþraut- ir og ýmislegt fleira. En þegar rökkva tók, svæíði hún hann og íór í íylgsni sitt. Litlu. síðar heyrir hún, að skessurnar koma og ösla inn í hellinn með fuglakippu. Kveilqa þær upp eld, og fer hin eldri að matreiða, en sú yngri fer yfir að rekkjunni og vekur Hlini og spyr hann, hvort hann vilji borða. Hann þiggur það. Þegar hann er búinn að því, spyr hún hann, hvort hann vilji ekki eiga sig. Hann segist vilja það, ef hún segi sér, hvað rúnirnar þýði, sesn séu á rekkj- unum. Hún segir, að á þeim standi: 1 Renni, renni rekkja mín, hvert sem maó'ur vill. Afgreiðslubaim Framhald af 1. síðu. togararnir alla afgreiðslu eins og ekkert ’háfi i skorizt. Togararnir sem fengu afgreiðslu. Togararnir sem fengið hafa afgreiðslu í Bretlandi eftir að verkfallið skall á og halda nú áfram veiðum vegna sviksemi AI- þýðusambandsstjórnar og seihlætis brezku hægri kratanna eru þessir: Pétur Halldórsson, sem landaði í Hull fyrsta verkfallsdaginn 21. febrúar, Bjami riddari, landaði í Grimsby 22. febrú- ar, Fylkir, landaði í Hull 23. febrúar, Svalbakur, land- í Grimsby 28. febrúar, aði Jóu forseti, landaði í Grims- by 28. febrúar og Geir, sem landaði í Hull 28. febrúar. Hægt að hindra afgreiðslu tog- aranna strax í upphafi. A'ð sjálfsögðu ber að fagna því að togarasjómenn mega nú loks vænta þess að tekið verði fyrir afgreiðslu á salti og ís er- lendis til þeirra togara sem verkfallið nær til. Ætti þar með að vera hindruð sú ætlun tog- araeigenda að halda skipunum í það óendanlega á veiðum í trássi við sjómennina og þau samtök er að deilunni standa. Hefði þó verið auðvelt að taka strax í uppliafi fyrir þetta, ef afturhaldsstjórnin í Alþýðu- sambandinu hefði ekki viðhaft sviksamleg vinnubrögð eins og hennar er vandi og. brezku hægri kratamir brugðið skjót- ar við en raun varð á., Hann lætur vel yfir því, en segir, að hún verði að vinna meira til og segja sér, hvað þær hafist að úti á skóginum á daginn. Hún segir, að þær séu að veiða dýr og fugla; en þegar beim verði á milli með það, setjist þær undir eik eina og hendi á milli sín fjöregginu sínu. Hann spyr, hvort nokkuð sé vandfarið með það. Skessan segir, að það megi ekki brotna, því þá séu þær báðar dauðar. Kóngs- son segir, að nú hafi hún gert vel að segja sér frá þessu, en hann vilji nú hvílast til morguns; hún biður hann ráða því og svæfir hann síðan. Um morguninn vekur hún hann til að borða, og þiggur hann það. Þá spyr skessan hann, hvort hann vilji ekki koma með þeim út á skóg í dag;, en hann segist heldur vilja vera heima. Síðan kveður skessan hann og svæfir, og fara þær að því búnu báðar burtu. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.