Þjóðviljinn - 16.03.1952, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.03.1952, Blaðsíða 8
Sfórfjón af eldi i Grindavik: Lýsis- og beiitaverksmlðjan brann til kaldra kola í gær Munu ekki enáurbyggSar á þessari vertíð Grindavík. Frá fréttaritara Þjóðviijans. Lifrarbræðslan og beinamjölsverksmiðjan hérna brunnu til kaldra kola í gær. 40 tonn af lýsi munu hafa eyðilagzt og ennfremur yfir 100 tonn af béinamjöli. Er þetta gífur- Léiegur afli Grindavík. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Afli er fremur tregur hér. Virðist fiskurinn vera mikið á ÞIÓÐVILIINN Sunnudagur 16. marz 1952 — 17. árgangur — 63. tölublað §3 |ós. siálestir eða 5? |ós. lestans meira en árið 1950 Kailirm 10% aí heiiáamiagninu 1950 en 28% 1951 iegt tjón fyrn- atvinnulíf Grindavíkur því verksmiðjurnar munu ekki verða endurbyggðar á þessari vertíð. — Hrað- frystihús Grindavíkur var lengi í hættu frá eldinum, en varð þó varið. — Við björgunarstarfið varð maður undir lýsistunnu og fótbrotnaði illa. Eldurinn kom upp laust eftir kl. 4 síðdegis í gær. Kom hann upp í beinamjölsverksmiðjunni og breiddist svo ört út að ekki varð við neitt ráðið og varð lifrarbræðslan, sem var í sama húsi, einnig alelda á skammri etundu. Slasaðist við björgunar starfið Reynt var að bjarga lýsi er búið var að tappa á tunnur og tókst að bjarga lítilsháttar. Við það verk féil lýsistunna of- an á einn starfsmann bræðsl- unnar Guðmund Tómasson á Steinum í Grindavík, og fót- brotnaði ihann mjög illa. 40 tonn lýsi — 100 tonn mjöl 40 tonn af lýsi munu hafa eyðilagzt í eldinum og beina- verksmiðjan var full af mjöli, mun hafa verið í henni yfir 100 tonn, sem gereyðilögðust. Um kl. 7 í gær var enn eldur í tveim lýsisgeymum. Slökkvilið Keflavíkur og elökkvilið Keflavíkurflúgvallar brugðu bæði við, en þegar þau komu til Grindavíkur og hófu slökkvistarf var nokkuð af húsinu brunnið niður. Veiðarfæri brunnu einnig Um tíma var Hraðfrystihús Grindavíkur, sem er í næsta húsi, í hættu frá eldinum, en það er í steinhúsi og tókst að verja það. Beinamjölsverksmiðj an og lifrarbræðslan voru hins- Framhald á 6. síðu. Upplesfur Eggerls Stefánssonar er í Gamla bíói í dag 1 dag les Eggert Stefánsson söngvari upp úr hinni nýju bók sinnij Lífið og ég II. Uppiest- urinn er í Gamia bíói og hefst kl. 1,45. Áður en upplesturinn hefst leika þeir Cari Billich og Þorvaldur Steingrímsson kafla úr Sonata quasi una fantasia, eftir Beethoven. Aðgöngumiðar sem kunna að vera óseldir verða seldir við innganginn eftir kl. 1. Tveir menn játa á sig tíu innbrot ¥@m unáir áhníum álengis í öll skiptin er inn- hrotin vora framin Sakadómari skýrði fréttamönnum frá því í gær að síðustu Á árinu 1951 var freðfiskframleiðslan meiri en nokkru sinni íyrr. Fiskur sá, sem frystihúsin tóku á móti til vinnslu varð alls rúmlega 93 þús. smál. og var það rúmlega 15 þús. smál. meira en rnest hafði verið áður á einu ári, en það var árið 1949. Beitusíld er hér ekki talin með. Á árinu 1950 var þetta. fiskmagn hinsvegar mun minua eða aðeins 57 þús. smál. ferð. Annan daginn er vænn fiskur en hinn daginn lélegur. Sigurður Nordal, sendiherra, situr utanríkisráðherrafund Norðurlanda fyrir hönd utan- ríkisráðherra, Bjarna Bene- diktssonar. Fundurinn er hald- inn í Kaupmannahöfn og lýk- ur í dag. — (Frá utanríkis- ráðuneytinu). Nokkru eftir hádegi í gær var hringt til fulltrúa Slysa- varnafélagsins austan frá Laugavatni. Knútur Kristins- son Iæknir var þá staddur á Laugavatni í sjúkravitjun hjá nýfæddu barni og bað um að fá súrefnisöndunartæki sem fyrst austur vegna öndunar- erfiðleika barnsins. Var yfir Vesturlandi Slysavarnafélagið hefur átt súrefnisöndunartæki í nokkur ár og nú á það einnig björg- unarflugvél, í félagi við Björn Pálsson flugmann. Fulltrúi fé- lagsins brá því við að ná sam- bandi við Björn, en hann reynd- ist þá vera uppi í loftinu, á leið vestan úr Dölum til Raykja- víkur. Var náð sambandi við j Björn og honum sagt að full- trúi Sysavarnafélagsins biði Langsamlega mest var af þorski, sem til frystingar fór eða alls um 51 þús. smál , en hans á flugvellinum með súr- efnistæki er hann þyrfti að koma austur að Laugavatni. Góð von um að barniiT lifi Þegar Björn kom á flug- völlinn fór hann um hæl af stað aftur og lenti á ísnum á Laugarvatni eftir tæpan hálf- tíma. Hafði hann klst. viðdvöl á Laugarvatni og sagði lækn- irinn Birni að eflaust mætti þakka það súrefnistækjunum að barninu liði nú miklu betur, var það orðið blátt af súr- efnisleysi þegar tækið kom, en nú væri góð von- um að það myndi lifa. Þjóðviljinn hafði í gær tal af Jóni Oddgeir, fulltrúa Slysa- varnafélagsins og kvað hann hægt að ná til fulltrúa félags- ins hvort heldur sem væri á nóttu eða degi. næst kom karfinn með 26 þús. smál. eða nær 28% af því fiskmagni, sem til frystingar fór. Er hér mikii breyting á orðin frá því, sem var á ár- ■inu 1950 sem var fyrsta ár- ið, sem karfi var frvstur hér nokkuð að ráði. Var magnið sem fór til frystingar aðeins um 5.600 smál., eða 10% af heildanna gninu. Úr fiskmagni því sem frysti- húsin tóku á móti var fram- leitt alls 31.366 smál. Árið 1950 var framleiðslan aðeins 19.800 smál., en það ár var alger undantekning fyrir það hversu lítil framleiðslan var af freðfiski. Árið 1949 var fram- leiðslan hins vegar 29.800 smál. (Frá Fiskifélagi Islands). Dagsbrúnarmenn, Iðjufélagar! Á föstudaginn kemur verður „Sem yður þóknast" sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir Dagsbrún- arrnenn og Iðjufélagá. Aðgöngu miðar verða. seldir í skrifstofum félaganna á miðvikudag og fimmtudag. Sýningar þær sem Þjóðleikhúsið hefur á'ður haft fyrir félagsmenn fyrrnefndra félaga hafa verið mjög vinsæl- ar og ættu menn því að tryggja sér aðgöngumiða í tima. Nýfæddu barni bjargað msð súrefnis- öndunarfæki Slysavarnafélagsins 1 gær var nýfædclu barni bjaTgað frá köfnun með súrefnis- öndunartæki Slysavarnaíélags Islands. Björn Pálsson flaug með það austur að Laugarvatni, en þar var barnið. daga hefði tekizt að upplýsa tíu innbrot og þjófnaði sem framd- ir hafa verið hér í bænum í vetur. Hafa tveir menn játað á sig öll þessi innbrot, annar þrjú og hinn sjö. Annar þeirra hefur tvisvar áður hlotið dóm fyrir samskonar afbrot en hinn ekki fyrr komizt í kast við lögregíuna. Ekkert innbrot hefur verið Timinn lýsir afleiSingum eysteinskunnar: framið í bænum síðasta hálfan mánuð. Flufningskostnaður hækkaði um 44% Framleiðslan óx - en salan minnkaði Tíminn neyðist stöku sinnum til að segja frá afleið- ingum eysteinskunnar fyrir hag bænda. í vetur var frá því skýrt að mjólkursalan hefðii á s.l. ári minnkað í heild um 8% vegna minnkaðrar kaupgetu í bæjunum við sjóinn. Á sínum tíma fortöldu eysteinsmenn og íhaldið bænd- um að gengislækkunin hefði verið gerð til að „bjarga“ efnahag þeirra og þjóðarinnar allrar. Bændiu- hafa nú tenglið reynsluna af þeirri „björgun“, þeir hafa reynt hana í hækkuðu verði á benzíni, búvélum,byggingarefni, tóðurbæti, lífsnauðsynjum öllum. Aðfaranótt 27. febrúar voru fimm innbrot framin hér i bæn- um og auk þess eitt í Kópavogi. Af þeim hafa þrjú hér í bæn- um og Kópavogsinnbrotið kom- izt upp. Framdi sami maður þrjú innbrotin hér í Reykjavík, Gunnar Gígja, tvítugur að aldri, til heimilis að Sunnuhvoji, og hefur hann tvisvar áður orðið uppvís að samskonar verknaði og hloti'ð dóm. Gunnar lagði leið sína að verzlun Jóhanns Ólafssonar og Co. við Hverfisgötu og brauzt þar inn um útidyrnar og síðan í skrifstofuna. Leitaði hann þar í hirzlum en fann ekki annað, sem hann hafði ágirnd á en 30 til 40 kr. Síðan hélt hann að verzl. Sild & Fiskur við Berg- staöastræti og fór þar inn um opinn glugga á bakhlið, sem skilinn hafði verið eftir opinn í ógáti. Or peningakassa í búð- inni tók hann 30—40 kr. og á öðrum stað í verzluninni einn pakka af riffilskotum. FANNST HANN ÞURFA AÐ NÁ í RIFFIL Þegar Gunnar hafði aflað sér riffilskotanna fannst honum hann þurfa að ná sér í riffil. Vissi hann að þeir voru til sölu í verzl. Hans Petersen í Bankastræti og lagði því leið sína þangað og brauzt inn um glugga á bakdyrum verzlunar- innar. Síðan braut hann upp aðrar dyr og komst með því inn í búðina og tók þar úr peningakassa nálega 200 kr. •— Ennfremur tók hann þar riffil og hlóð hann með skotum úr Síld & Fisk. Skaut hann einu skoti á gluggapóst í bakher- bergi en riffillinn tók fimm skot. NEITAR AÐ HAFA MIÐAÐ Á LÖGREGLUNA Rétt á eftir varð Gunnar var við mannaferðir á götunni og er hann ætlaði út bakdyrameg- in varð hann lögreglunnar var þar úti fyrir. Fór hann þá aft- ur inn í búðina en þá var fólk á götunni svo hann treysti sér ekki út götumegin. Aðgætti hann þá aftur bakdyramegin en varð þá ekki var við lög- reglunn og hljóp út í myrkrið og burtu. Hann var með riff- ilinn í höndunum en neitar að hafa miðað honum á lögregl- una eða hafa ætláð að beita Framhald á 7. síðu. I gær skýrði Tíminn frá út- komu Mjólkurbús Flóamanna á síðasta ári. Mjólkurframleiðsl- an óx um 3% á árinu, en mjólkursalan minnkaði um 940 þús. lítra, og fór því hlutfalls- lega meiri mjólk._til vinnslu en árið áður. Kennir Tíminn þetta „flutningaerfiðleikum og EITT- HVAÐ MINNKANDI KAUP- GETU“. — Jafnvel Tíminn, á- hugasamsta forheimskunar- blað landsins þessa stundina, þorir ekki annað en viðurkenna þessa staðreynd. Smjörframleiðslan óx veru- lega, eða úr 17 lestum í 52 ilestir, en taka verður þó tillit til þess að smjörframieiðslan árið áður var óvenju lítil. Ostframleiðslan óx um 36 lest- ir og skyrframleiðslan óx um 134 lestir, úr 485 í 619. Tíminn heldur svo áfram að lýsa afleiðingum ey- steinskunnar og segir að flutningskostnaður á Iítra mjólkur að stöðvarvegg hafi verið 29 aurar, og hafi þvi flutningskostnaðurinn hækk- að um nær helming á árinu eða 44%! Og Tíminn tilgreinir á- stæðurnar: „Stafar aukning- in af ófærð á vegum en ÞÓ MEST AF HÆKKON VERÐS Á VÖRUM SEM TIE FLUTNINGANNA ÞARF, SVO SEM VARA- HLUTUM t BIFREIÐAR OG BENZÍN“. 1000 br. mitmirtgargjöf 1 gær var Slysavarnafélaginu færð 1000 kr. minningargjöf um Jón Stefánsson útgerðar- mann frá Seyðisfirði. Sonur hans og dóttir gáfu þessa gjöf í tilefni þess að í gær liefði hann orðið 70 ára.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.