Þjóðviljinn - 26.03.1952, Síða 1

Þjóðviljinn - 26.03.1952, Síða 1
MÆTÍÐ ÖLL í FLOKKSSKÓL- ANUM í KVÖLD KL. 8.30 STUNDVÍSLEGA AÐ ÞÓRSGÖTU 1. Miðvikudagur 26. marz 1952 — 17. árgangur — 70. tölublað Yerða settar eríendar herstöðvar I blómlegustu byggðir landsins? Eru herstöðvar nauðsynlegri íslendingum en kornrækt? Austur að Hellu á Rangárvöllum er kominn 15 nxanna' bandarískur herflokkur og mun eiga að stækka hann upp í liálft hundrað á næstunni. Striðsmannasveit þessari kvað þó aðeins vera ætlað það hlutverk að undirbúa komu fjölmennara liðs, og mæla upp sandana til flugvailagerðar og byggingu nýiTar her- stöðvar. Austur þar líta menn scnd- ingu þessa óhýru auga og fá ekki skilið nauðsyn þess að setja erlenda herstöð niður í blómlegustu byggðum landsins. Það sem af henni kann að leiða mega bændurnir austur þar þakka flok'ksmönnum sínum er sviku sig inn á þing í síðustu kosningum. Stríðsmönnum þessum hefur til bráðabirgða verið komið fyr- ir í húsa'kynnum sláturhúss, og þykir mörgum að ekki fari sem óþokkalegast á því, þótt síðar sé herraþjóðinni ætlaður vist- legri samastaðúr. Herstöðvar nauðsynlegri en kornnökt. Undanfarið hafa farið fram kornræktartilraunir á söndun- um, og síðustu árin í allstórum stíl. Hefur Klemenz Kristjáns- son fullyrt að korn spretti betur og fljótar á söndunum en öðru landi. Stjórnarvöldum landsins þykir víst nauðsynlegra að verja íslenzkri jörð undir er- lenda hermennsku en kornrækt innlendra manna. Eysteinn og Bjami sáu fyrir því. Hugsazt gæti að einhverjum dytti í hug að það muni gefa meirj og fljótfengnari tekjUr af söndunum að lá.ta þá í hendur erlends* hers en rækta á þeim korn, en Bjarni Ben. og Ey- steinn með eymdina hafa séð fyrir því. 1 II. grein svokallaðs ,,varnarsamnings“ er Bjarni Ben. undirritaði 5. mai s.l. segir: ,,lsland mun afla heimildar á landsvæðum og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að í té verði látin aðstaða sú, sem veitt er með samningi þessum og iBER BANDARÍKJ- UNUM EIGI SKYLDA TIL AÐ GREIÐA ÍSLANDI, ÍSLENZK- UM ÞEGNUM EÐA ÖÐRUM MÖNNUM GJALD FYRIR ÞAÐ.“ Emil hefnir sín! AB-floltkurinn í Hafnarl'irði heíur á undanförnum árum alltaf „gefið“ Ihaldinu annan þeirra fulltrúa er það hefur átt í niðurjöfnunarnefndinni. — Á bæjarstjó rna rf undi í gær hefndu þeir Emil og Helgi sín á ílialdin'u, fyrir að vilja ekki þegja skilyrðislaust um útsvars- hneykslið fræga, og sviptu íhald ið öðrum fulltrúanum! — Nán- ari frásögn á morgun. helduv fund í Goodtemplara- húsinu á fimmtudaginn lil. 9 e. h. Guðgeir Jónsson for- maður bókbindarafélagsins mun segja frá för sinni til Sovétríkjanna, sýndar verða fréttam.vndir og ennfremur mjög' i'róðleg og skemmtrieg mýnd er sýnir byggingar- framkvæindrr í Sovétríkjun- um, hvernig 'unnið er að því að leysa húsnæðismálin þar. — Pélagar taJkið með ykkur gesti. Færeyingar vilja stærri landhelgi Færeyska, Lögþingið sam- þýkkti í ga*r að fela Færeyja- stjórn að gera ráðstafanir til að víkka landhelgi Færeyja. Kröfur um stærri landhelgi komu fram í Færeyjum eft- ir að hin nýja landhelgislína umhverfis ísland var tilkynnt. nrgegn stjórn S-Afr&u Kyndilvíkingar, samtök upp- gjafahermanna í Suður-Afríku til varnar stjórnarskránni og gegn kynþáttakúgunarstjórn Daníels Malans, héldu í gær útifundi í öli- um stærri borgnm lands- ins. Voru þar haldnar ræður og samþykktir gerðar gegn yfirlýstri fyr- irætlun Mal- ans að fá sett afturvirk lög sem bönnuðu Atalan j. dómstólunuim að kveóa á um hvort lagasetn- ing þingsins samræmdist stjórn- arskránni. Víðast fóru fundirn- ir fram með kyrrð og spekt en nokkur átök urðu í Pretoria. Maian, sem hefur lýst yfir að stjórn sín rnuni ekki þola starfsemi K.yndilvíkinga, hefur ítrekað fyrri heitingar við hæstarétt landsins og lýst yfir að hann mimi ekki láta þröngva sér til að efna til nýrra kosn- inga fyrr en sjálfum honum sýnist. — Leiðtogi stjómar- andstæðinga í efri deild þings- ins hefur borið fram vantraust- tillögu á stjórnina og lýst yfir, að gerðir hennar hafi skapáð mesta hætt.uástand, sem um getur í sögu Suður-Afríku. Eisenhower biðst lausnar Nánustu samstarfsmenn Eis- enhovvers hershöfðingja skýrðu frá því í París í gær, að hann myndi einhvern næstu daga biðja Truman Bandaríkjafor 3eta að leysa sig frá em- bætti yfirhers- höfðingja A- bandaiagsins um miðjan maí. —Kváðu þeir hershöfð- ingjann þá myndi hverfa Dwight Eisenhowei heimleiðis til Bandaríkj- anna til að taka virkan þátt í seinasta þætti baráttunnar um útnefningu forsetaefnis repu- blikana. Samstarfsmenn Eisen- howers segja, að hann sé stað- ráðinn í því að beita áhrifum sínum til að koma því til leiðar að samningur um stofnun Vest- ur-Evrópuliers verði undirrit- aður fyrir 1. maí. Ætlar hann síðan að hrósa sér af því þeg- ar heim til Bandaríkjanna kem- ur, að hann sé sá maður, sem hrundið hafi sameiningu Vest- ur-Evrópu drjúgan spöl áleiðis. Síðasta verk Eisenhowers í lEvrópu verður ferðalag til hafnarborga A-bandalagsríkj- anna. Hvers vegna er gert við Esjuna í Danmörku? Heíur viðgerðarkestnaður ntargialdazt og við- gerðarírestur íarið iangt íram úr áætlun? Islenzku smiðjurnar eru í hópi þeirra iðnfyrirtækja sem orðið hafa fyrir barðinu á ofsókn íslenzlkra stjórn- arvalda og einnig þar er að búa um sig geigvænlegt atvinnuleysi. Stjórnarvöldin hafa ýtt undir það að ís- lenzk 'skip væru send til útlanda til viðgerða og erlent vinnuafl greitt í gjaldeyri við verk sem eins vel eða betur væri hægt að vinna hér heima. Sem dæmi má nefna að síðari hluta f.yrra árs lét Skipaútgerð ríkisins senda Esju út til viðgerðar. Islenzku smiðjurnar gerðu þá sameigiulegt tilboð í viðgerðina, en því boði var hafnað á þeirri forsendu að danskt tilboð væri ódýrara — og var þá ekkert sinnt um hitt þótt greiða yrði vinnulaun í gjaldeyri og þótt verið væri að kasta íslenzkum mönnum út í atvinnuleysi. Nú mun hafa komið í ljós að hið danska tilboð var svikjn einber, kostnaðurinn orðinn margfaldur á við það sem lofað var og viðgerðin tekið miklu lengri tíma. Fyrir hönd íslenzkra atvinnuleysingja vill Þjóðviljinn því beina eftirfarandi fyrirspurnum til forráðamanna skipaútgerðarinnar: Hvernig var íslenzka tilboðið í viðgerðina og hvernig var það danska? Er það rétt að Danir hafi boðizt til að gera við skipið fyrir eina milljón íslenzkra króna, en kostnaðurinn sé nú kominn upp í um það bil fjórar milljónir? Er það rétt að Danir haíi lofað að ljúka viðgerðinni fyrri hluta febrúar en hún eigi þó enn nokkuð í land? Telur þetta ríkisfyrirtæki sig ekki hafa neinar skyldur við íslenzkt atvinnulíf og þá menn sem að því starfa? Aéfarir VesturveMaima í Trieste vek|a andúð ftaia Hópg'öngur voru farhar í flestum borgum Ítalíu í gær til a'ö mótmæli aðförum hernámsstj órna r Breta og Barida- ríkjamanna í Tiieste. Verkfall í olíustöð Stúdentar gengust fyrir fund- um og kröfugöngum, þar sem látin var í ljós andúð á Vest- urveldunum og Júgóslavíu og krafizt tafarlausrar sameining- ar Trieste við Italíu. I Róm og Neapel Ikom til árekstra milli stúdenta og lögreglunnar. I Róm söfnuðust 5000 stúd- entar saman fyrir framan banda ríska sendiráðið eftir að nefnd frá þeim með ávarp til sendi- herrans var gerð afturreka. Stúdentar fóru cinnig hópgöng- ur til bústaðar De Gasperi for- sætisráðherra og utanríkisráðu- neytisins. Lögreglusveitir réð- ust á stúdenta með táragas- sprengjum og brunaslöngum. Meiddust 70 stúdentar og 50 lögregluþjónar en 100 stúdentar voru handteknir. 1 Neapel kom til átaka útifyrir bandarísku ræðismannsskrifstofunum. Mikil ólga er um alla Italíu vegna þess er herlögregla Breta og.. Bandaríkjamanna í. Trieste særði hundruð Triestebúa, sem Öll vinna lá niðri í gær við olíuhreinsunarstöð mikla, sem olíufélagið Anglo-Iranian er að láta reisa við ósa Thames í Bretlandi. Hafa 6500 verka- menn lagt niður vinnu og krefj- - síðustu helgi fóm hópgóng- S' ur til að krefjast sameiningar borgarinnar við Italíu. Árið 1948 lofuðu Vesturveldin að afhenda ítölum Trieste til að hafa áhrif á þingkosningarnar, sem þá stóðu fyrir dyrum. Síð- an hafa þau engan lit sýnt á að uppfylla það loforð og þrá- sinnis neitað kröfum Sovétrikj- anna um að gera Trieste að sjálfsstjórnarsvæði undir vernd SÞ eins og fyrir er mælt í friðarsamningnum við Italíu. Vilja Brctar og Bandaríkja- raenn fyrir engan mun sleppa þessari mikilvægu flotastöð við botn Adríahafs. ítalski sendiherrann í London ræddi Triestemálið í gær við Eden utanríkisráðherra. Á Italíuþingi sagði De Gasperi forsætisráðherra, að hann vildi góða sambúð við Bretland en hann gæti ekki tekið gildar skýringar brezkra stjórnarvalda á atburðunum í Trieste. búnaðar. Eftir missi olíustöðv- ar Anglo-Ira.nian í Iran var mikið kapp lagt á að Ijúka sem fyrst byggingu þessarar nýju hreinsunarstöðvar. aniaS kvöld Almennur félagsfundur í Sósíalistafélagi ReykjavíUur verður 'haldinn annað kvöld kl. 8.30 að Köíli. A fundimun verða rædil ýmis áríðandi flokksmál og verður dagskrá fundarins nánar tilkynnt í blaðinu á morguu. Skorað er á félaga að fjölmenna á fundinn og taka með sér nýja meðlimi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.