Þjóðviljinn - 17.04.1952, Blaðsíða 6
6)
— ÞJÖÐVILJÍNN — í'immtuilagur 17. apríl 1052
^ 1 'l
Nýkomið
H\ltt siikidamask
Blátt sængurveraefni
Flónel með myndum.
H. TOFT
Skólavörðustíg 8
s->
Morgunkaffi
með brauði, áleggi og kökum
kr. 4.50.
Miðdagskaffi
með brauði og kökum
kr. 4.50.
Á öðrum tímum eftir
veitingaverði.
Heitt & Kalt
íslenzkar getraunir
Frestur til að skila 1. get-
raunaseðlinum að verða
útrunninn
Nú tekur að líða að því, að
fresturinn til að skila fyrsta
getraunaseðlinum sé útrunninn.
Utan Reykjavíkur átti að skila
honum fyrir kl. 6 í gærkv., en
í Reykjavík fyrir kl. 6 í kvöld.
Sumum mun hafa fundizt út-
fylling seðilsins allflókin, en
þátttakan í Bretlandi og Finn-
landi bendir til þeSs gagnstæða,
að hún eigi að vera hverjum og
einum auðlærð, því að 3. hver
Breti og 5. hver Finni taka stöð-
ugt þátt í getraunum. Ekki væri
um svo almenna þátttöku að
ræða, nema útfylling eða þátt-
taka væri auðveld, og með jöfn-
um vinningsmöguleikum fyrir
leika sem lærða.
Hjá Norðmönnum væri þátt-
takan ekki í stöðugri aukningu,
nema þetta væri vinsælt og hug-
stætt hugðarefni og ekki sízt
skemmtileg dægrastytting. 1
Noregi kemst veltan sífellt
hærra og hærra á hverju ári og
það furðulegasta við aukning-
una er, að hún er stórstígust,
þegar Norðmenn giaka aðeins á
ensku knattspyrnuna (25—30
leikvikur á ári). Orsakirnar
munu vera erfiðleikar á réttri
ágizkun vegna tvísýni leikja,
og þar af leiðandi hærri vinn-
ingar.
Sú hefur raunin einnig á orð-
ið á hinum Norðurlöndunum,
ensku leikirnir eru vinsælastír,
því að innlendu leikirnir eru
auðveldari viðfangs, og vinn-
ingsupphæðirnar jafnast svo, að
sumar eru ekki greiddar, þegar
niður fýrir lágmark er komið
(5 kr. n., d. og s., en 10 kr. hér).
Það leiðir svo til minnkandi
þátttöku. Frændur vorir líta
síður en svo á notkun enskra
leikja á seðlum sínum sem ein-
hverja neyðarráðstöfun, og án
efa verður það einnig vinsæl-
asta tilhöguhin er fram líða
stundir.
Leikirnir 12 á fyrsta seðlin-
um fara fram á laugardag og
úrslitin verðá síðan birt í blöð-
-unurn á sunnudag og geta þá
þátttakendur borið saman við
stofna sína ög talið sjálfir rétt-
ar ágizkanir s-ínar. Þá er að
reyna aftur á 2. seðli, sem ligg-
ur frammi hjá umboðsmönnum
frá fimmtudegi eða föstudegi
(í Rvík).
tÍTGREIÖIÐ ÞJÓÐVIUJANN OG
I.ÉGGIÐ ÞAR MEÐ YKKAR
SKEBF TII, SJAtFSTÆÐ-
ISBABÁTTU ISUENÖ-
INGA.
Eltlr
HAimiA6A
146. DAGUR
verið — hún væri honum meira virði en allar þessar stúlkur
sem hann umgekkst í samkvæmislífinu, en hann elskaði þó ekki
á þennan dásamlega hátt,
ÞRÍTUGASTI OG ANNAR KAFLI
Þennan vetur tók Clyde í rauninni virkan þátt í samkvæmis-
lífinu. Þegar Griffithsfjölskyldan var búin að kynna hann fyrir
vinum sínum og 'kunningjum, var ekkert sjálfsagðara en að
hann væri velkominn á öll betri heimilin í bænum. En í þessum
takmarkaða heimi, þar sem allir þekktust, sem voru einhvers
virði, var iðulega meira tillit tekið til pyngjunnar en ættemis
og sambanda. Því að þessar fínu fjölskyldur voru sannfærðar
um að ekki einungis ætterni heldur umfram allt auðurinn væri
upphaf og endir alls þess sem miðaði að haming’jusömu hjóna-
bandi og öryggi í lífinu. Og þótt Clyde væri álitinn frambæri-
legur í samkvæmislífinu, þá hafði ýmislegt verið livíslað um
rýran fjárhag hans og af þeim sökum var hann eklki talinn
heppilegur maki fyrir neina af dætrunum. Og þótt honum bær-
ust heimboð úr öllum áttum, voru foreldrarnir einnig ósparir á
að vara börnin við að umgangast hann of mikið.
En hugarfar Sondru og félaga hennar hélzt óbreytt og aðvar-.
anir foreldrarna höfðu ekki tekið á sig ákveðnar myndir, svo að
Clyde hélt áfram að taka þátt í þeim skemmtunum sem hann
nafði mestan áhuga á — og byrjuðú og enduðu með dansi. Og
þótt pyngja hans væri létt, komst hann vel af. Þegar Sondra var
búin að fá áhuga á honum leið ekki á löngu áður en henni varð
ljóst hvernig fjárhag hans var háttað og hún sá um að hann
hefði sem minnst útgjöld af þessari vináttu. Og vegna þessarar
framkomu hennar, sem Bertína, Grant Cranstoon og fleiri tóku
sér brátt til fyrirmyndar, gat Clyde að jafnaði fylgzt með þeim
án mikils tilkostnaðar, einkum -þegar lim inniskemmtanir var að
íæða .Og jafnvel þegar haldin vóru samkvæmi fyrir utan Lycur-
gus og hann ákvað að fara, var einhverjum hinna falið það
hlutverk að aka honum á staðinn.
Eftir ferðina til Schenectady á gamlárskvöld, sem hafði mikil
áhrif á kunningsskap Sondru og Clydes — því að við það tæki-
færi hafði hann komizt í nánara samband við hana en nokkru
sinni fyrr — var það oft Sondra sjálf sem ók honum í sínum bíl.
Honum hafði raunverulega tekizt að hafa áhrif á hana og ein-
mitt á þann hátt sem 'kitlaði hégómagirnd hennar mest — henni
var unun af því að gera ungan mann eins og Clyde, sem var bæði
aðlaðandi og vel ættaður, háðan sér. Hún vissi að foreldrar
hennar myndu aldrei þola ástarævintýri milli hennar og Clydes
sökum fátæktar hans. í fyrstu hafði það ekki heldur verið til-
gangur hennar, en nú var hún farin að óska þess að það yrði.
iEn ekkert tækifæri bauðst til að auka vináttuna fyrr en kvöld
eitt tveim vikum eftir samkvæmið á gamlárskvöld. Þau voru á
leið heim úr svipuðu sanfkvæmi í Amsterdam og þegar búið var
að aka Bellu Griffiths, Grant og Bertínu Cranston heim til sín,
kallaði Stuart Finchley: „Nú ökum við yður heim, Griffiths."
En Sondra sem var ánægð með félagsskap Clydes og vildi ekki
missa hann strax ,sagði í flýti: „Ef þér komið heim með okkur,
þá skal ég hita handa yður súkkulaði, áður en þér farið heim.
Hvernig lízt yður á það?“
„Alveg prýðilega,“ svaraði Clyde fjörlega.
„Jæjá þá,“ úallaði Stuart og ók bílnum heimleiðis. „En sjálfur
ætla ég að fara í rúmið. Klukkan er orðin yfir þrjú.“
„Þú er góður bróðir. Sá sem sefur svndgar ekki,“ svaraði
Sondra.
Þegar búið var að koma bílnum inn í bílskúrinn, fóru þau öll
inn um bakdyrnar og inn í eldhúsið. Þegar bróðirinn hafði kvatt
þau, bauð Sondra Clyde sæti við matborð þjónustufólksins, méð-
an hún náði í það sem til þurfti. En hann varð svo hrifinn af
þessu stórkostlega og nýstárlega eldhúsi, að hann starði undr-
andi í kringum sig og undraðist alla þessa velmegun.
„Þetta er meira stærðareldhúsið," sagði hann. „Og öll þau
ósköp af búsáhöldum."
Og henni varð ljóst að hann hafði ekki átt svona eldhúsum að
venjast áður en hann kom til Lycurgus og var því hrifnari en
ella. Hún svaraði: „Er það? Eru ekki öll eldhús svona stór?“
Clyde minntist þeirrar fátæktar sem hann hafði búið við og
eftir svari hennar að dæma virtist helzt sem hún hefði aldrei
kynnst öðru en þessu, og hann varð jafnvel enn hrifnari en áður
af öllum þessum munaði. Hvílíkur auður. Að hugsa sér að
kvænást slíkri stúlku og allt þetta yrði hversdagslegt og sjálf-
sagt. Þá hefði maður matsvein og þjónustufólk, stórt hús og
bíl, þyrfti ekki að vinna undir stjóm neins heldur gefa skipanir,
og sú hugsun fannst honum heillandi. Hann varð gagnteknari
en áður af öruggri framkomu hennar og látbragði. Og -hún fann
hve mikils virði þetta var í augum Clydes og hann fékk til-
bneigingu til að undirstrika hve hún var samgróin þessu. Hún
sá að í augum hans var hún eins og leiftrandi stjarna, ímynd
munaðar og allsnægta.
Þegar hún var búin að hita súkkulaðið í venjulegum alumin-
íumpotti, reyndi hún að hafa frekari áhrif á hann með því að
sækja þunga silfursamstæðu sem var í næsta herbergi. Hún'
hellti súkkulaðinu í skrautlega útskorna könnu og setti hana á
borðið fyrir framan hann. Svo færði hún sig nær honum og
sagði: „Er þetta ekki vinalegt? Mér finnst alveg dásamlegt að
snúast í eldhúsinu, en ég fæ það aldrei nema þegar brytinn er
ekki við. Hann hleypir engum hingað inn, þegar hann er héma."
„Einmitt það?“ spurði Clyde, sem vissi ekkert um venjur
matsveina á svona heimilum — og þessi orð hans sannfærðú
Sondru um, að hann hefði búið við fátækt sem unglingur. En
henni var farið að geðjast svo vel að honum, að hún lét það
ekkert á sig fá. Og þegar hann sagði eftir nokkra stund: „Ér
elcki dásamlegt að vera saman á þennan hátt ,Sondra? Ég hef
—oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo—>
BARNASAGAN
N. N0SS0W: J
K á f / r p i I f a r !
SIMIN N
9. DAGUR
Við útveguðum okkur staírófið og lærðum: eitt
strik og einn punktur þýðir A. Eitt strik og þrír
punktar þýðir B. Við lærðum allt stafrófið utan-
bókar, og svo byrjuðum við að morsa. Það gekk
mjög hæat í fyrstu, en smám saman jókst hraðinn.
Kling kling kling, og við töluðum saman í punktum
og strikum. Þetta var eiginlega miklu skemmtilegra
en venjulegt símtal. En ekki heldur þetta varaði
lengi. Einn morgun þegar ég ætlaði að fara að morsa
kom ekkert svar.
Líklega sefur hann ennþá, hugsaði ég, og lét það
gott heita. Nokkru síðar gerði ég aðra tilraun, en
það fór á sömu leið. Ekkert svar. Svo ég gekk niður
til hans og barði að dyrum. Mikki opnaði.
Af hverju lemurðu svona á hurðina? kallaði hann
framan í mig. Ertu blindur? Og hann benti með
íingrinum á hnapp við dyrnar.
Hvað er þetta eiginlega? spurði ég.
Hnappur.
Já, ég sé það, en hverskonar hnappur?
Rafmagnshnappur auðvitað. Maður er búinn að
fá sér rafmagnsbjöllu, svo þú getur bara hringt
þegar þú kemur.
Hvernig fékkstu þennan hnapp?
0, ég bjó hann bara sjalfur til.
Og úr hverju?
Úr símanum.
Úr símanum?
Já, af hverju ertu svona hissa? Ég tók bjölluna
og hnappinn og hlöðuna úr símtólinu. Sagðirðu
ekki sjálfur að það væri ónýtt?
Hvaða rétt hefur þú til að taka símann sundur?
Hvaða rétt? Það er minn sími sem ég tók sund-
ur! Ég hef ekki snert þinn síma, og það kemur þér
þessvegna ekki hið minnsta við.
Ég hélt einmitt að við ættum símann saman. Ef
ég hefði vitað að þú ætlaðir að eyðileggja þinn
síma mundi ég aldrei hafa farið að eiga neitt við
þetta. Hvað er hægt að nota einn síma. — viltu
segja mér það?
Hversvegna ættum við svo sem að vera að síma?
Það er nú ekki lengra á milli okkar en það að við
getum bara talað saman augliti til auglitis ,þegar
við þurfum á annað borð eitthvað að tala saman.