Þjóðviljinn - 27.04.1952, Page 3
Sunnudagur 27. apríl 1952 — ÞJÓÐVILJLNN
(3
30. marz máíaférlin:
SOKNIN
MÁL Ólafs
HELDUR HFRHM
Jenssonar
Að loknu máli Stefáns Ög-
mundssonar tók Egill til við
mál Ólafs Jenssonar stud. med.
Ólafur var dæmdur af undir-
rétti í 3 mánaða fangelsi fyr-
ir brot á 106. gr. hgl. og talið
sannað að hann hafi veitzt að
lögreglunni þannig að refsingu
varði.
Framtak einstaklingsins og
þjóðsagan.
I forsendum undirréttar,
sagði Egill, er talið ósannáð
að Ólafur Jensson hafi kastað
í þinghúsið en sannað, að hann
hafi veizt að lögreglunni. Þó
bregður svo við, að Óiafur er
ekki kærður af lögreglumanni
eða „aðstoðarmanni“, Iögregl-
unnar heldur af 17 ára ungl-
ingspilti, Birni Sigurbjörnssyni
og var hann þrunginn af frá-
sagnargleði. Framburður hans
er þó þann veg vaxinn að ekk-
ert er upp úr honum leggjandi,
en hann verður til þess að tveir
menn blandast í málið og búin
er til skemmtilegasta þjóð-
saga í öllum þessum málaferl-
um.
Þessi unglingur, Björn Sigur-
björnsson mætir á skrifstofu
rannsóknarlögregl. skömmu
eftir óeirðirnar og segir svo:
„Ég sá margt manna taka þátt
í að kasta grjóti, for, eggjum
og fleiru á Alþingishúsið ....
en ég þekkti aðeins einn mann
af þeim, sem ég sá taka þátt
í þessum óspektum. Ég veit, að
sá maður heitir Ólafur Jensson
og að hann er stúdent.“
En síðan heldur piltungurinn
áfram:
„En seinna þennan sama dag
hitti ég pilt, sem ég þekki, Jó-
hannes Magnússon, Fjölnisveg
20 og sagði hann mér, að þeg-
ar umræddar óspektir stóðu yf-
ir þá hefði hann séð mann, sem
hann þekkti, taka upp stein
og færa liann í höfuðið á ein-
um lögreglumanni, svo að
lögreglumaðurinn hafi fallið
við“.
Síðan kailar dómarinn þenn
•an ávísaða Jóhannes Magnús-
son fyrir rétt, en honum segist
svo frá:
„Það, sem Bjöm Sigurbjörns-
son hefur haft eftir mér um
umræddan atburð, er áreiðan-
lega á einhverjum misskilningi
byggt. Sjálfur sá ég alls ekki
atburð þann, sem hann segir
að ég hafi sagt honum, að ég
hafi séð. Hinsvegar er það rétt
að ég átti tal við Björn um
þetta og ég sagði Birni frá því,
að maður, sem ég vissi hver
væri hefði sagt mér frá um-
ræddum atburði .... Ég sá
engan mann kasta grjóti í
neinn lögreglumann . . . Mað-
urinn, sem sagði mér frá því
að hann hefði séð mann kasta
steini í einn lögreglumann svo,
að lögreglumaðurinn hcfði fall-
ið við, mun heita Sigurður Guð-
mundsson frá Þingeyri. Þann
mann þekki ég að vísu ekki,
en þegar hann sagði mér frá
þessu var með mér Stefán Guð-
jónssen nemaudi í Menntaskól-
anuin og sagði hann mér nafn-
ið á manninum, sem sagði okk-
ur þetta“.
Og nú er málið orðið flókið
sagði Egill, en rúsínan er eftir.
Nefndur Stefán Guðjónssen,
menntaskólanemi var kallaður
fyrir rétt dg beðinn að leysa
frá skjóðunni og mál hans var
svohl jóðandi:
„Það er rétt, að ég var með
Jóhannesi Magnús^yni, þegar
maður sagði okkur frá því að
hann hefði séð umræddan at-
burð, það er að maður hafi
kastað steini í höfuð á lögreglu
manni svo að lögreglumaðurinn
hafi fallið við.
Manninn. sem sagði
okkur þetta þekkti ég
ekki neitt, en þegar Jó-
hannes spurði mig, hvort
ég þekkti manninn þá bjó
ég bara til eitthvert nafn,
sem mér datt í hug og
mun það vera rétt að ég
hafi sagfi að maðurinn
héti Sigurður Guðmunds-
son frá Þingevri, og bjó
ég nafn þefita bara til. til
þess að segja eitthvað"!
Eins og ég hef áður til-
greint dæmi um, eru vitnisburð-
ir manna í þessu máli all þjóð-
sagnakenndir, en eins og þetta
siðasta dæmi sannar, er mjög
varhugavert að leggja þá til
grundvallar þungum refsidóm-
um, á það vildi ég enn einu
sinni benda.
FÉKK EKKI AÐ STAÐ-
FESTA FRAMBURÐ SINN
En snúum okkur aftur að
Birni Sigurbjörnssyni, sagði
Egill. Fyrst segir Björn í rétt-
inum, að „hann hafi séð Ólaf
Jensson hvað eftir annað
kasta grjóti og for á Alþingis-
liúsið og á lögreglumenn, sem
voru á verði framan við Al-
þingishúsið“. Þegar hann var
leiðréttur í sambandi við fram-
angreinda þjóðsögu Stefáns
Guðjónssen þá sagði Björn:
„Það getur vel hugsast að það
hafi verið byggt á misskilningi
hjá mér“! En síðan er hann
aftur látinn mætg. til að prófa
hann enn betur. Var hann þá
ýtarlega spurður um grjótið,
sem hann sagði að Ólafur hafi
átt að kasta í lögreglumenn,
þá er sannfæringin þessi:
„Kveðst vitnið hafa
séð mann í bláum fíakka
með stúdentshúfu og sá
mann þernian beygja sig
og taldi víst að hann
hefði tekið mpp grjót að
því er hann taldi og virt-
ist hann kasta því. Taldi
jitnið öruggt um, að
þetta væri kærði, Ólafur
fensson, þar sem hann
vissi ekki um neinn ann-
an vera með stúdents-
húfu"!!
Auðvitað er ekkert að marka
þennan framburð Björns Sigur-
björnssonar og er ég sammála
undirréttardómara um að neita
honum um að staðfesta fram-
burð sinn. Þáð er ekki hægt
að leggja trúnað á hann og
þvi mótmæli ég honum sem
röngum.
HAUKUR CLAUSEN
Haukur Clausen er einnig
vitni í máli Ólafs Jenssonar.
Hann var í „varaliði“ lögregl-
unnar. Honum segist svo frá
1. apríl;:
„Vitnið kveðst hins vegar ekki
hafa séð marga menn ráðast
að lögreglunni né varalögreglu
með bareflum, en þó einn og
cinn mann. Af þeim kveðst vitn-
ið ekki geta nafngreint nema
einn, og var það Ólafur Jens-
son, stúdent. Sá vitnið hann
bæði ráðast að mönnum og
kasta grjóti.“
Síðan er hann aftur kallaður
fyrir rétt og þá segir hann:
„að Ólafur hafi hrint varaliðs-
mönnum aftan frá með hönd-
unum og reyndi hann að ná
kyifum af þeim . . . Ólafur var
ekki með barefli, að því er
vitnið minnir . . . Vitnið sá Ól-
af taka upp grjót og hencla
því“.
Síðan kom það upp úr dúrn-
um, að Ólafur Jensson hafi snú
ið baki að Hauki!
Dómarinn sá ekki ástæðu til
að- láta Iiauk staðfesta fram-
burð sinn, þar eð enginn annar
liefur borið það sama og eng-
inr. maður, hvorki í lögreglu né
.aalögreglu, hefur kvartað
undan árás Ólafs Jenssonar.
Þessum framburði Hauks Clau-
sen mótmæli ég því sem röng-
um.
HELGI EYSTEINSSON
heitir maður, sem einnig ber
vitni í máli Ólafs • Jenssonar
Hann var í varalögreglunni og
vitnisburður hans er svohljóð-
andi: „Við ýttum fólkinu frá
Alþingishúsinu og myndaðist
þá autt svæði fyrir framan að-
aldyrnar. Þá sá ég stúdent,
sem ég þekki í sjón og mér er
sagt að heiti Ólafur Jensson,
koma aftan að einum varalög-
reglumanninum og hoppa upp
á bakið á honum og slá hann
með hnefanum. Komu þá aðrir
varalögregluliðsmanninum til
hjálpar“.
Helgi er einn um þennan.
framburð sinn. Enginn varalög-
reglumaður hefur kvartað und-
an því að Ólafur hafi hoppað
upp á bak sér og barið sig og
ekki einu sinni þeir, sem Helgi
segir, að hafi komið varalög-
reglumanninum til hjálpar, hafa
gefið sig fram. Gegn eindreg-
inni neitun skjólstæðings míns
verður því að telja þennan:
framburð ósannaðan og mót-
mæli ég honum sem röngum.
BAÐ MENN KASTA EKKI
Eins og ég hef nú sýnt fram
á, eru vitnisburðir í máli Ólafs
Framh. á 2. síðu
<; i: i j i: iV r i: y ic j av i k
rr\
SKAK
Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson
1
Landsliðskeppnln
Keppnin um skákmeistaratitil
Xslands varð tvísýnni en hún hef-
ur lengi verið. Að vísu var Guð-
mundur Ágústsson greinilega
hvergi nærri essinu sinu, og Gald-
ur Möller fjarri því að vera orð-
inn nógu hraustur í jafn erCiða
keppni og þessa, en ungu mennirn
ir og sumir hinna eldri geistust
frarn í svo breiðri fylkingu að
engin leið var að segja, hver hlut-
skarpastur mundi verða. Þegar
síðásta umferð ' hófst vortl fjórír
jafnir, þeir Árni, Friðrik, Lárus
og Sigurgeir. Árni átti að tefla
við Baldur, Friðrik við Óla Valde-
marsson, og Lárus við Sigurgeir.
Skák þeirra Baldurs og Árna
haggaðist varla úr jafnvægi og
sömdu þeir um jafntefli um
það bil er skákin skyldi
fara í bið. Sigurgeir lék gegn
Lárusi, lék óstyrklega, missti peð
snemma og tapaði skákinni. Æsi-
legust var skák þeirra Óla og
Friðriks. Óli lék hvítu og tefldi
býsna djarflega, sinnti meir sókn-
inni en öryggi sínu, svo að skákin
varð spennandi og örðugt að átta
sig á henni. Henni lauk þó þann-
ig, að Friðrik stóð af sér atlög-
ur Óla og vann örugglega. Þeir
Friðrik og Lárus voru þá jafnir
efstir og tefla nú til úrsilta eins
og mönnum er kunnugt. Fjöl-
menni var við borð þeirra Frið-
riks og Óla allan tímann og gátu
færri en vildu fylgzt með skák-
inni. Má því gera ráð fyrir að
ýmsum leik hugur á að sjá hana.
Hvítur: Svartur:
Óli. Friðrik.
1. Bgl—f3 Rg8—f6
2. b2—b3 g7—g6
3. Bcl—b2 Bf8—g7
4. c2—c4 0—0
5. g2—g3 _ <B—d6
6. d2—d4 c,7—c6
7. Bfl—g2 Dd8—c7
8. 0—0 Hf8—e8
9. Kbl—c3 e7—e5
10. e2—e4 Kb8—d7
11. Ddl—d2
Taflbyrjunin er orðin regluleg
og kóngsindversk, en nú velur
Óli leið, sem er sjaldfarin, hann
hefur sóknina.
kastað.
Teningunum er
ætlar hrókunum e- og
og hyggur á kóngssókn.
f-línuna
11..... e5xd4
12. Bf3xd4 Bd7—c5
13. Hal—el a7—aö
14. Í2—f4 Dc7—b6
15. Kgl—hl a5—a4
Friðrik neytir þeirra færa, sem
staðan hefur að bjóða. En Óli er
í engum varnarhugleiðingum,
hann opnar línur til atlögu og
16. e4—e5 d6xe5
17. f4xe5 Rf6—g4
18. Dd2—f4
Þarna er staðan, sem Óli stefndi
að. Hvítur ógnar peðinu á f7 og
hótar einnig að leika. e5—e6. Af
þeim þremur leikjum, sem til
greina koma (Hf8,Rh6,Dc7), velur
Friðrik þann sem bezt lítur út:
kemur drottningunni í vörnina,
hindrar e5—e6, eykur völd á e5.
18...... Db6—c7
19. Bd4—b5!
Snotur leikur og jafnframt eina
leiðin til að halda sókninni á-
fram, Drepi svartur nú riddar-
ann, kemur Rq3—d5 með miklum
og tvísýnum flækjum (Dd7,Rb6),
svo að Friðrik þiggur ekki boðið.
19. .... Dd7—d7
20. Rb5—d6 Bc5—d3
Nú er röðin komin að svarti og
nú strandar Rxc8 á De6.
21. Df4—d2 Rd3xel
Hér vildu sumir áhorfenda láta
hvít leika Hxf7, sem óneitanlegá
er skemmtilegur möguleiki, þótt
hann sé heldur ekki nógu góður.
Svartur getur jafnvel drepið á e5:
22. Hxf7 Dxe5 23. Hxg7t! Dxg7
(annars leppar hvítur drottning-
una) 24. Rxe8 Dh6! og á að vinna.
22. Dd2xel He8—f8
23. Rc3xal
Hvítur heldur nokkrum þrýst-
ingi fyrir skiptamuninn, og spurn-
ingin er þá sú, hvort svartur
geti hrist hann af sér með því að
drepa peðið á e5 í næsta leik. Ef
t. d. 23. •— Rxe5, þá 24. c5 og
svartur á örðugt á ýmsa lund.
Hvítur hótar þá að vinna skipta-
muninn aftur með Rb6, Bc8 þarf
að komast út en á enga góða
reiti, Be6 dugar ekki vegna
riddarans, Bg4 eklci vegna h3 og
Bd7 skilur b7 eftir óvaldað.
23...... Bc8—e6
24. h2—h3 Rg4—h6
25. Kd6—e4.
En hór slakar hvítur á klónni,
hann verður að halda tökum sín-
um á miðborði i lengstu lög; g3—
g4 virðist rökrétt framhald. Óli
er kominn i slæma tímaþröng, á
aðeins 1-2 mínútur á næstu 12
leiki.
25. . . . Be6—f5
26. g3—g4 Bf5xe4
27. Delxel Hf8—e8
Nú fellur peðið á e5 og þarméð
er draumurinn úti.
28. I)e4—f4 g6—g5
29. Df4—Í2 Bg7xe5
30. Bb2xe5 De7xe5
31. Df2—c2 HaS—d8
32. Ra4—cS He8—f8
33. Rc3—e4 f7—fS
34. Re4xg5 De5—e3.
Hvítur lék tvisvar enn í tíma-
þrönginni en gafst svo upp, ridd-
aranum verður ekki bjargað.
Samkeppnin.
Suður í Barcelona er nýlátinn.
franski tafllokahöfundurinn Henri
Rinck, einhver mesti snillingur
heimsins í sinni grein. Hann varð
82 ára gamall og var efnafræðing-
ur að atvinnu. Hann hefur líklega
samið fleiri tafllok en nokkur
annar maður, og eru mörg þeirra!
fegurstu snilldarverk. Hér er eitt
dæmi.
ABCDEFGH
'■.W BB
WA. & 'Wb..
Það skyldu fáir ætla, sem sjá
þessa staflstöðu, að drottningin sé
dauðadæmd. -Svo er þó.
1. Hh5—h8
Hrókurinn ræðst á drottninguna
og er valdaður óbeint af riddai-
anum, svo að hún verður að flýja,
en af 16 reitum, sem hún kemst
á, er aðelns einn sem hún er ó-
hult á!
1. . . . Dh8—h5
2. Rh4—f5t Ke7—16
3. Hh8—h6f Kf6—e5
Kóngurinn er lika bundinn við
þessá leið, ef drottningin á ekki.
að falla.
4. Hh6—e6t Ke5—14=
Ef Kd5, þá c2—c4t
5. HeO—e4t og vinnur.
15. þraut sanikeppninnar er eftir
Rinck.
CO M M M M
<3 ns§jj M ‘
cn í 'lt ■ ö Wk
CJl ■
4^ '&é wm. Wi mí
03 fm M tfl'É’séfp
to 1® wwi Í!§
H* U !■ ■ ■
A B C D E F G H
Hvítur á að vinna, 3 stig.