Þjóðviljinn - 01.05.1952, Side 6
6) — ÞJÓÐVELJINN — Fimmtudagur 1. maí 1952
30. tnarz málaferlin:
Lokaræður verjendanrta
Framhald af 3. síðu.
að þeir hefðu orðið fyrir kylfu-
höggum og orðið við það reið-
ir og sýnt mótþróa og snúizt
gegn lögreglunni. I þessu sam-
bandi vil ég geta þess, að lög-
regluþjónarnir vitna allir að
hafa ekki átt í neinum útistöð-
um við Alfons Guðm.s, Garð-
ar Óla og Stefán Sigurgeirs-
son og lögregluþjónn skaut á
Magnús Hákonarson, eftir
að ákærði myndaði sig til að
kasta í lögreglumanninn. Ég
vil endurtáka það, að lögreglan
hafi hvergi farið út fyrir leyfi-
legar aðgerðir og að fram-
koma hennar hafi í alla staði
verio lýtalaus.
Aðeins fjórir af sakborning-
um hafa orðið fyrir kylfuhögg-
um og það bendir til þess að
lögreglan hafi beitt hinum
stóru kylfum sinum af varú'ð'
-og gætni, en þær eru svo þung-
ar, að hægt er með einu þungu
höggi að mölbrjóta höfuðkúpu
manns.
Egg, mold og grjót.
Að lokum vil ég mótmæla
þeirri skoðun Einars B. Guð-
mundssonar hrl. að eggjakastið
sé refsilaus ærsl, því að þegar
einn kastar eggi, tekur annar
til við mold og sá þriðji kastar
grjóti.
Engar kröfur!
Það- vakti athygli, að sækj-
andi gerði í lok ræðu sinnar
engar kröfur í málinu, sem
hann þó boðaði, að hann mundi
gera. Lagði hann mál sitt
þannig í dóm Hæstaréttar.
•*
RÆÐA EGILS SIGUR-
GEIRSSONAR
Það er óþarfi fyrir okkur
verjendur að vera langorða,
þar eð hv. sækjandi gerði í
sinni ræðu ekki að umtalsefni
hin einstöku máltatvik er snerta
mál skjólstæðinga okkar.
Hv. sækjandi reyndi með til-
vitnunum að sýna fram á að
hótað hefði verið að HINDRA
störf Alþingis 30. marz. Það er
hægt að hindra mál og knýja
ýmislegt fram á Alþingi án
þess að beita valdi eða ofbeldi
og það er það sem liggur í til-
vitnunum. Eg vil endurtaka þá
staðhæfingu mína, að enginn
hvorki einstaklingur né samtök
hafi hótað að hindra með of-
beldi afgreiðslu málsins frá Al-
þingi. Það er sannað, að vald-
beitingar við Alþingi var ekkí
vart og að engin samtök stóðu
að óspektunum. Menn verða að
muna, að 13 andstæðingar máls
ins á þingi höfðu möguleika á
að hafa 39 menn innan veggja
þinghússins nieðan á afgreiðslu
málsins stóð. Ef samtök eða
vilji hefði verið fyrir hendi til
að hin,dra störf Alþingis með
ofbeldi, var hægurinn fyrir and-
stæðinga málsins að senda 39
óeirðarmenn inn í þinghúsið og
láta þá geria uppnám í þinghús-
inu. Engum datt í hug að gera
slíkt, „áheyrendur voru prúðir
og rólegir“ sagði Sveinn Sæ-
mundsson.
Myndir þær, sem lagðar
hafa verið fram í réttinum og
Ragnar Ólafsson mun skýra
hér á eftir sýna, að kl. 3.20
■ var allt með ró og spekt á Aust
urvelli. Hinsvegar hafa fullgild-
ar sannanir komið frám í mál-
inu um, að Stefán Ögmundsson
hafi talað í hátalarann kl. 3 og
styðja þcssi nýju sönnunargögn
enn betur þá fullyrðingu mína,
að orð skjólstæðings míns áttu
engan þátt í að æsa upp fólkið
og koma af stað óspektum.
Koma þessan nýju myndir mjög
vel heim við framburð Ólafs
Magnússonar ljósmyndara, sem
kvaðst hafa tekið sínar mynd-
ir kl. hálf fjögur þegar mestu
óeirðirnar stóðu yfir.
(Á öðrum stað er getið um
nýjan vitnisburð í máli Magn-
úsar Jóels Jóhannssonar).
Itreka ég svo fyrri kröfur
mínar öllum skjólstæðingum
mínum til handa og legg málið
í dóm hins virðulega réttar.
RÆÐA RAGNARS ÖL-
AFSSONAR
Næstur tók til máls Ragnar
Ólafsson og kvaðst ekki þurfa
miklu að svara sækjanda. Út-
skýrði Ragnar hinar nýju ljós-
myndir, sem hann hafði lagt
fram í réttinum. Er hér um
að ræða 4 ljósmyndir af óeirða-
svæðinu en á þeim öllum sést
dómkirkjuklukkan, svo að hér
er um að ræða hin ágætustu
og gagnmerkustu sönnunargögn
í málinu. Myndimar eru teknar
allar frá sama stað. Tvær
fyrstu myndirnar eru teknar
laust fyrir kl. 3. Á þeim er
mikill mannfjöldi, en hólegur
og ekki sést að rúður séu brotn
ar í þinghúsinu. Sést þar greini
lega, að sá mannf jöldi er enginn
óspektarlýður. Þriðja myndin
er tekin 20 mínútur yfir 3, en
þá er nokkuð fæíra fólk, en
allt með ró og spekt eins og
áður. Á fjórðu myndinni, sem
tekin er 22 mínútur yfir 3, sést
að kylfuútrás lögreglunnar er
byrjuð og fólkið flýr eins og
fætur toga og gangstéttaiiiðið
er í kaststellingum og beinir
skeytum sínum að fólkinu á
Austurvelli (hluta af þessari
mynd sýndi Þjóðviljinn í gær).
Vegna ummæla hv. sækjanda
um áskorun þremenninganna til
fólks áð koma á Austurvöll vil
ég geta þess, að litlu máli skipt
ir nú, hvað þeir segja um til-
gang sinn með áskoruninni.
Mergur málsins er sú stað-
reynd, að fóikinu var hóað
þarna saman, ekkert samband
við það haft og því að lokum
tvístrað fyrirvaralaust með
kylfum og gasi, og er þetta að-
alorsök óeirðanna eins og mynd
ir þær, sem ég hef lagt fram,
sýna áþreifanlega. Hv. sækjandi
vildi gera lítið úr kylfuhögg-
um lögreglunnar, en ég vil
benda hinum virðulega rétti á
að þau ummæli eru afsönnuð
með kvikmyndum þeim, er sýnd
ar hafa verið og ljósmyndum
þessum er ég hef nú útskýrt.
Það fengu miklu fleiri kylfu-
högg 30. marz en við vitum
um.
Legg ég svo málið í dóm og
ítreka kröfur minar.
RÆÐA SVEINBJARNAR
JÓNSSONAR
Ég get verið stuttorður að
þessu sinni, sagði Sveinbjörn.
Því vil ég þó kröftulega mót-
mæla hjá sækjanda, að rétt sé,
að skjólstæðingur minn hafi
gert sig líklegan til að kasta
í lögregluþjón þann er skaut
úr gasbyssunni á 2 metra færi
framan í Magnús Hákonarson.
I því efni vísa ég hinum virðu-
lega rétti á samhljóða fram-
burði 8 vitna þessu til sönnun-
9.r.
Ég vil taka það fram, að
skjólstæðingar mínir allir eru
friðsamir menn, urðu á Austur-
vellj fyrir ólögmætri árás lög-
reglunnar, brugðust við þeirri
árás án samráðs við nokkurn
mann og höfðu ekki í hyggju
að móðga neinn, hvorki lög-
reglu né Alþingi.
Legg ég svo málið í dóm og
ítreka kröfur mínar.
RÆÐA ÓLAFS ÞOR-
GRÍMSSONAR
Ekki get ég verið sammála
hv. verjanda Ragnari Ólafssyni
um að ekki skipti máli, hver
tilgangur þremenninganna var
með áskoruninni margnefndu.
Þessi áskotun skiptir minn
skjólstæðing, Stefán Sigurgeirs-
son, öllu málí. Haim kemur nið-
ur eftir vegna hennar og bíður
á Austurvelli I anda hennar,
til að vernda starfsfrið AI-
þingis. Þá allt í einu og fyrir-
varalaust ræðst lögreglan á
hann og slær hann með kylfu.
Þessi gamli verkamaður snýst
reiður við og tekur upp stein,
en kastar honum ekki. Til að
fullkomna ranglætið höfðar
svo ákæruvaldið mál gegn
þessum manni og setur hann
undir kæru með öðrum mönn-
um, sem ákæruvaldið telur að
hafi brotið gegn stjórnskipun
ríkisins og allsherjarreglu.
Málasamsteypan er hin herfi-
legustu réttarspjöll og það
ekki sízt fyrir þennan skjól-
stæðing minn, eins og ég hefi
nú drepið á.
Hv. sækjandi fullyrti,
að kylfur lögreslunnar
væru svo þungar, að
hæglega mætti í einu
höggi mölbrjóta haus-
kúpu á manni. Skárri em
það fréttirnar. Ekki er að
furða, þótt margir hafi
orðið íyrir sársauka und-
an siíkum vopnum, enda
þótt ekki væri slegið
fast.
Itreka ég svo réttarkröfur
mínar og legg málið í dóm
þessa virðulega réttar.
RÆÐA EINARS B. GUÐ-
MUNDSSONAR
Virðulegi Hæstiréttur.
Furðuleg þóttu mér rök hv.
sækjanda að eggjakastið hefði
Ieitt a-f sér moldarkast og mold
arlcastið aftur leitt af sér grjót
kast o.s.frv. og þannig væri
eggjakastið upphaf óeirðanna.
Ekki þarf að eyða orðum að
þessari rökleysu.
Ég vil enn á. ný vara við
því að teygja lögjöfnunina við
108. gr. út fyrir öll skynsani-
leg takmörk. Ég tel fráleitt að
eggjakastið hafi verið móðgun
við Alþingi. I hæsta lagi tel
það til refsilausra ærsla.
Ég ítreka ikröfu mína og legg
málið í dóm.
RÆÐA RAGNARS JÓNS-
S0NAR
Hr. sækjandi taldi málasam-
steypuna í þessu máli eðlilega
og vitnaði til fordæmisins frá
1935 og gat þess, að sér þætti
ekki vera hægt að bera saman
þetta sakamál og lyfsalamálið
frá 1938, sem dæmt var ómerkt
af Hæstarétti vegna málasam-
steypunnar. Þessar skoðanir
hans eru allar byggðar á mis-
skilningi. Að vísu er lyfsala-
málið og þetta mál harla ólíkt
og kannski er ekkert sameigin-
legt með þeim annað en ónauð-
synleg málasamsteypa.
Ástæðan fyrir því að lyfsala-
máiið- vaú dæmt ómerkt og Vís-
áð frá, var sú, að sakborning-
arnir biðu tjón og óhagræði
við málasamsteypuna, á þeim
voru framin réttarspjöll, og það
er einmitt það sem hefur gerzt
í þéssu máli. Hvort menn
fremja afbáot sín á sama tíma
eða sama stað skiptir hér ekki
máli.
Með dómi Hæstarétt-
ar frá 1938 var staðfest
sú meginregla refsirétf-
arins, að ekki má beita
refsiréttarfarsreglnm
þannig að til tjóns sé eða
stórfellds óhagræðis fyrir
hina sakbornu. Málasam-
steypu má ekki beita, ef
hún er til tjóns fyrir hina
ákærðu.
Ég þarf ekki að endurtaka
þau fyrri rök mín, að mála-
samsteypan hefur í þessu máli
orðið til mikils tjóns fyrir alla
hina sakbornu og að sannan-
lega séu fyrir hendi lögfull
skilyrði ómerkingardóms í
þessu máli vegna málsmeðferð-
arinnar, og leyfi ég mér að
ítreka þá kröfu mína við virðu-
legan rétt, að undirréttardóm-
arnir verði ómerktir.
Ég vil nota tækifærið og
benda enn á, að óhæfa er að
ganga með öllu fram hjá hver ju
einasta ákvæði hegningarlag-
anna, sem leyfa lækkun á refs-
ingu sökum aldurs eða ann-
arra tilvika, eins og þau á-
kvæði fyrirfinnist ekki í ís-
lenzkum refsirétti.
Ég vil að lokum ítreka kröfu
mína skjólstæðing mínum til
handa og legg málið í dóm.
RÆÐA SIGURÐAR ÓLA-
SONAR
Það hafa nú komið fram við
þessi réttarhöld óyggjandi
sannanir fyrir því, að gang-
stéttarliðið kastaði eggjum og
öðru að friðsömum borgurum
á Austurvelli.
Þessar sannanir skipta
miklu máli fyrir skjólstæðing
minn, Árna Pálsson. Óspektir
og eggjakast þessa gangstétt-
arliðs valda því, að ómögulegt
er að því sé veitt sama réttar-
vernd og lögregluþjónar njóta.
Það er sönnuð staðreynd í
máli skjólstæðings míns að ein-
hver úr gangstéttarliðinu kast-
aði skítugum hanska í Árna og
varð hann þar með fyrir stór-
felldri móðgun. Þá verður hann
sérl úti um eitt egg og kastar
því í áttina að gangstéttarlið-
inu. Fyrir það er hann dæmdur
í 3 mánaða fangelsi og settur
undir kæru með mönnum sem
hann þekkir ekki fyrir brot
gegn valdstjórninni, stjórnskip-
an ríkisins og allsherjarreglu.
Vegna hinna óræku sannana
um friðarspjöll gangstéttarliðs-
ins tel ég að sýkna beri skjól-
stæðing minn. Vil ég þó til
vara benda á 74. gr. 4. tölulið
hgl. — Legg ég svo málið í
dóm.
RÆÐA SIGURGEIRS
SIGURJÓNSSONAR
Síðastur talaði Sigurgeir Sig-
urjónsson hrl. Skjólstæðingur
hans var aðeins 16 ára 1949 og
yngstur hinna sakfelldu. Með
skírskotun til þriggja merkra
dóma í svipuðu máli og skjól-
stæðings hans sýndi hann fram
á að krafa hans um sýknudóm
er á rökum reist.
Skjólsíæðingur minn, sagffi
Sigurgeir, er sakaður um að
liafa móðgað Alþingi skv. 108.
gr. með lögjöfnun. Klukkan 6
hinn 30. marz 1949 kastar
hann steini í áttina að Alþing-
ishúsinu. Þá sat Alþingi ekki á
rökstólum, allir þingmennirnir
voru farnir heim til sín, og frá-
leitt er að bendla liúsið sjálft
á þessum tíma yið starfsemi
Alþingis.
Ég vænti þess, að hinn virðu-
Syiftgjaiidí
lögregla
Vormeikin birtast eitt af öðru;
í söngrheimum ekki sízt; og þrest-
ir og karlakórar setja nú svip
á bæinn.
Lögreglukór Rvíkur lét til sín
heyra í Gamla bíói nýlega; húsið
var troðfullt og viðtökur með ó-
líkindum góðar. Páll Kr. Pálsson
leiddi raddflug hinna tuttugu og
þriggja einkennisklæddu söngfugla
— utan hvað einn ókenndur hóf
sig um stund úr hópnum fram
í oddann með drengilegu vængja-
blaki, Island, Island, eg vil syngjá
hljómaði rétt eins og hugur
manns og draumurinn skýrðist
um óþvingaðra samfélag syngj-
andi fólks en við eigum nokkru
að fagna, samfélag tónlæsra söng-
nemenda með tíðari og meiri
verkaskipti við frjálsari, einlægari
og erfiðisminni iistsköpun. — Rit-
gerðarefni út af fyrir sig. — Verk-
efnaval kórsins var alþýðlegt í
bezta lagi og alls 9 íslenzk lög
á söngskrá, þ.á.m. Ár vas alda,
raddsett af Þórarni Jónssyni og
þrjú tvísöngslög, raddsett af söng-
stjóranum. Gunnar Einarsson, góð
en óskóluð tenórrödd, fór með ein-
söng í Ólafi Liljurós og rétt eins
og sunginn út úr samtímanum
hljó/i.aði Borðsálmur Jónasar
Hallgrímssonar um „yfirvöldin
amríkönskí ?) á annarri hverri
þúfu".
Sex lög úr nágrenni Dofrafjallá
gaf svo loks að heyra, m.a. Is-
anmaile, ættjarðarljóð úr Finn-
mörk eftir Sibelius, og Kung Lilje-
konvalje eftir Wilkander, en veik-
ur söngur kórsins var þar tiltak-
anlega fallegur, angurvær en ekki
æsandi eins og oft vill verða um
flutning slíkra laga af bældum
röddum. Hins vegar verður lag
eins og Dómaradansinn (O. Olson
radds.) ekki vel sungið með óbif-
anlegum kjálkum og alvörusvip
— enda þótt slík búningsbót sé
afsakanlegri með lögregluklæðun-
um en kjólfötunum.
Að lokum þetta: Innan tak-
marka sinna hafði þessi kór hinn-
ar syngjandi lögreglu í Rvík á-
heyrilega list að flytja. Og ósk-
andi væri, að sem fiestir starfs-
hópar íylgdu fordæmi hans; því
að hvorttveggja er, að það horfir
til meiri menningarauka að íðka
söng en að láta syngja fyrir sig,
og ad því er til áheyrenda tekur:
að hiusta á einfalt sálmalag á
harmoníum en fiókna saxóíon-
stælingu á kirkjuorgel.
P. V.
Leikfélag Hafnarfjarðar
Allra sálna messa
Leikfélaj;' Hafna.rfjarðar ínum-
sýnir á föstudaginn 2. maí írsk-
an sjónleik og er þetta 3. leikrit
félagsins á þessu Ieikári.
Leikrit þetta heitir á frum-
málinu All souls Night, en
í ísl. þýðingu hefur það hlotið
nafnið Allra sálna messa- Höf-
undur þess er Joseph Tomelty
ungur írskur ieikritahöfundur.
Allra sálna messa gerist í litlu
sjávarþorpi í Norður-írlandi og
segir frá hinni hörðu lífsbar-
áttu fólksins þar, en að öðrum
þræði er leikritið slungið hinni
stferku lifandi þjóðtrú íra-
Þarna er m. a. sú trú ríkjandi
að á Allra sálna messu vitji
framliðnir heimkynna sinna.
Þýðandi leikritsins er Árelíus
Níelsson. Leikendur eru 7 allir
úr Hafnarfirði, nema Þorgrím-
ur Einarsson, en hann leikur
sem gestur hjá Leikfélagi Hafn
arfjarðar. Aðalhlutverk leika
Þorgrímur Einarsson, Hulda
Runólfsdóttir, Sigurður Krist-
insson og Auður Guðmunds-
dóttir. Leikstjóri er Einar Páls-
son, leiktjaldamálari Lothar
Grund, Ijósameistari Ásgeir
legi réttur taki til. greina þær
kröfur, sem ég gerði í fyrri
ræðu minni og sem ég nú í-
troka.
Að svo mæltu iegg ég málið
í dóm.