Þjóðviljinn - 10.05.1952, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.05.1952, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 10. maí 1952 þJÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Guðm. Vigfússón. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rlts>jórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 7500 (3 linur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 18 annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans b-f. Bandaríkja-Benjamín níðist jafnt á látnnm sem lifandi Níðingsháttur hins ameríska erindreka, Benjamíns Eiríkssonar, kann sér auðsjáanlega engin takmörk.. Ekki aðeins hinir lifandi íslendingar verða nú fyrir barðinu á aðgerðum hans, heldur níðist hann líka á þeim látnu, til þess að ætla þeim þær verstu hvatir, sem hann sjálfur er haldinn af. En það skal honum sagt út af svívirðilegum aðdróttunum hans, að ástsælustu forustumenn íslenzkrar þjóðar, eins og Sigfús Sigurhjartarson, þarf ekki að verja fyrir árás fyrirlitnasta mannsins, sem nú er uppi á ís- landi. Hitt er nær að þeir menn, er lifa, skipi sér þéttar saman, til varnar þeim árásum, sem amerískt og íslenzkt auðvald hafa gert á lífskjörin hér undanfarin ár eftir leiðsögn Benjamíns Eiríkssonar. íslenzk alþýða hafði skapað sér góð lífskjör með sókn sinni 1942—47. Hún hafði öll vinnu, þannig að hver verk- fær maður í fjölskyldu vann fyrir góðum launum. En amerískt auðvald, sem ásældist land vort, til þess að gera það að drápsskeri sínu, hóf afskifti af innanlandsmál- um þjóðar vorrar, smeygði fjötrum lánveitinga og gjafa á valdhafa landsins og gaf út fyrirmæli sín um hvernig brjóta skyldi niöur efnahagslíf landsbúa, til þess að eyði- leggja þannig mótstöðukraft lítillar þjóðar gegn ágangi erlends stórveldis. Hið ameríska auðvald þurfti að fá nógu samvizkuliðug- an ódreng til þess að breiða vísindalega blæju yfir ráns- skapinn, helzt mann, sem væri íslendingur að nafninu til. Benjamín Eiríksson var fús til verksins. Undir hans leiðsögn hefur nú afkoma íslenzkrar al- ,þýðu varsnaö um helming síðan 1947. Undir hans leið- sögn hafa þúsundir verkamanna búið við atvinnuleysi meirihluta ársins. Undir hans leiðsögn hefur atvinnunni verið stolið af ungum sem gömlum, sem áður höfðu ör- ugga vinnu. Undir hans leiðsögn hefur neyðin aftur setzt að á alþýðuheimilunum. Það eru fingraför þessa svikara við íslenzka þjóð, sem marka má á börnunum, sem nú sér á undan skorti und- anfarinna ára. Það er hin drepandi hönd þessa fjandmanns íslenzkrar alþýðu, sem notuð er til að banna íslenzkum verkamönn- um að vinna við að byggja hús yfir sig og sina. Það er „vísindamannsheiður“ þessa manns, sem notað- ur var ssm drusla til að breiða yfir ránsskap gengislækk- unarinnar, þegar stolið var drjúgum hluta af tímakaupi þeirra verkamanna, sem Benjamín & Co. ekki tókst að svifta vinnunni. Og svo heldur þessi leigði erindreki útlends valds að liann sé einn af æöstu mönnum íslenzku þjóðarinnar og heimtar að sér sé troðið sem leppi i æðstu sessi á hátíð- legustu stundum þjóðarinnar. Þaö er mjög skiljanlegt að maður, sem reiknaði vitlaust, þegar hann átti aö undirbúa gengislækkunina, — þekkti hvorki staoreyndir né aöstæður, sem hér voru, þegar hann átti að „ráðleggja um efnahag íslands“, og hefur því orðið sér til skammar með öllum afskiptum sínum af efnahag íslenzku þjóðarinnar, (— máske af því hann varð alltaf að þykjast vera að ráðleggja heilt, þegar hann var a.ð vinna skemmdarverkin), — það er skiljanlegt að slíkur maður kjósi heldur að fara að ljúga um Sovétríkin, þegar skemmdarverk hans gagnvart íslenzku efnahagslífi eru orðin lýðum ljós. En þótt Benjamín Eiríksson geti hjálpað amerísku og íslenzku auðvaldi til að stela af íslenzkum alþýðuheimil- um helmingnum af þeim raunverulegu tekjum, sem þau voru áður búin að afla sér, — þá þarf hann ekki að halda að hann steli af alþýðunni vitinu líka. Það er Morgun- blaðiö hans búið að reyna í þrjátíu ár og hefur alltaf gengið ver og ver. Benjamín gerir sér auðsjáanlega ekki ljóst að það dóu allir menn úr hungri í Rússlandi, þúsund sinnum hver, fyrir þrjátíu árum, í Morgunblaðinu, svo það hafa ekki verið til nednir menn tþar síðanl Byggingareíni — Áburður — Helgríma Gunnar R. Hansen Garðar. Svavarsson. — Nespresta- kall: Ferming í Dómkirkjunni kl. 11 f.h. Sr. Jón Thorarensen. — Rafmagnstakniörkunln á morgun Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðar- árholtið, Túnin, Tfeigarnir, íbúðar- hverfi ,við Laugarnesv. að Klepps- vegi og svæðið þar norðaustur af. Laugardagur 10. maí 1952 — ÞJÓÐVILJINN (5 KÓPAV OGSBÚI SKRIFAR: Nú fara byggingar að hefjast hjá þeim, serti þeirrar náðar hafa orðið aðnjótandi að fá fjárfestingarleyfi. Ég er einn þeirra. Eitt af því sem við eigum við að striða er hve erf- itt er að afla efnis og fyrst og fremst þö e.t.v. það, hve verð á vörum er mismunandi. Nú vildi ég biðja Bæjarpóstinn að vekja athygli byggingarverk- 'takanna á þessu, að þeir geri okkur valið auðveldara með því að auglýsa nú í blöðunum verð á þeim vörum, sem þeir hafa að sjálfsögðu áhuga á að selja okkur. Fyrst og fremst vildi ég nú beina þeirri ósk til þeirra sem framleiða byggingarsteina og frárennsl- ispípur, að þeir birti verð- lista sína yfir sem flestar teg- undir af vörum sínum. — Kópavogsbúi. ★ Börn Munið að taka merki Slysa- Og gæfu Gunnari R. Hansen varnafélag-sins í dag í Grófin 1. kost á að leggja fram krafta sína þar. Þá er það tillaga mín að útvarpsfyrirlestrar Gunn- ars verði gefnir út á prenti, vegna þeirra mörgu sem hafa áhuga á þessum málum en misstu af þeim í útvarpinu. jk Laugardagur 10. maí (Gordian- us). 131. dagur ársins. — Elda- skildagi. — Tungl í hásuðri kl. 0.30. — Árdegisflóð kl. 5.30. Síð- degisflóð kl. 17.52. — Lágfjara kl. 11.42 og' kl. 24. SkipadeUd S.I.S.: Fastir liðir eins óg venjulega. Kl. 18.00 Útvarpssaga barn- anna: „Vinir um veröld alla“ eftir Jo Tenfjord, í þýð- ingu Halldórs Kristjánssonar (Ró- bert Arnfinnsson leikari les) 19.30 Tónleikar: Samsöngur (pl.) 20.30 „Ferð í tónurn": Frú Inger Lar- sen kynnir ýmis vinsæl lög og söngvara (flutt af segulbandi). 21.05 Dagskrá slysavarnadeildar- innar Ingólfs í Reykjavík: a) Ávarp Henry A. Hálfdánarson skrifstofustjóri). b) Sagt frá sjúkraflugi (Björn Pálsson flug- maður). c) Erindi: Aldarafmæli dönsku s'ysavarnanna (séra Jakob Jónsson). d) Upplestur: Gils Guð- mundsson ritstjóri les kvæði. 22.10 Danslög (pl. til kl. 24.00. Kvenréttindafélag Islands heldur fund n.k. mánudagskvöld kl. 8.30 í Félagsheimili verzlunarmanna. Hvassafell er í Kotko.. Arnar- M. a. mun Rannveig Þorsteins- fell fórVfráT. Kotka 7. þrh; áleiðis dóttir, alþm., flytja erindi um lög n n c:-K-RTtr>A r? . , til Djúpavogs, Jökulfell er vænt- um heimilisaðstoð og segja frá G. G. bKRIFAR. Bæjarpostur. ánlegt til Rvíkur í dag frá N. Y. reynslu nágrannaþjóða okkar í góður! Viltu kcma eftirfar- þessu efni. andi fyrirspurn á framfæri: Eimskip — 1 Morgunblaðinu 29. marz Brúarfoss fór frá Vestmanna- Næturvarzla í Ingólfsapóteki. — s.l. segir ræktunarráðunautur cyjura 6- Þm. tii London, Ham- Sími 1330. Rvíkurbæjar, E. B. Malm- bor-ar °S Rotterdam. Dettifoss quist, að áburður í 350 ferm. fn% f™ N;.Y' f; þm' ti! Rvikur' Læknavarðstofan Austurbæjarskól- . , ..CT ,. , „„ Goðafoss for fra London 8. þm. anum. Simi 5030. Kvoldvorður og kartoflugarð kostl kr. 90,00. til Antvverpen og Hull. Gullfoss næturvörður. Nu langar mig til að spýrja. fer jrn RVjk á hádegi í dag til Hvaða áburðartegund hefur Leith og Khafnar. Lagarfoss fór ræktunarráðunauturinn í frá Rvík í gær tif Akraness, Hafn- huga, þegar hann gefur þess- arfjarðar, Keflavíkur, Vestmanna- ar upplýsingar? Allar þær á- eY)'a °s útianda. Reykjafoss fór burðartegundvr, sem ég hef íra ^vik 8’- Þm- tb Álaborgar og reynt, rafa reynzt mér dýr- fotka; Seflfosl er ! *vik- Tröiia- n A- A ÓA 1 - ■ ,. foss for fra P.eykjavik 7. þm. til an en það, að 90 krona virði ÞA-rprCnNiM Málverkasýning Hjörleifs Sigurðs- sonar er opin daglega kl. 1—10. af þeim væri nægilegt. Vin- samlegast. — G. G. VERKAMAÐUR SKRIFAR: Þegar ég hlustaði á liina syí- N.Y. Foldin fór frá Rvik 8. þm. til Vestur- og Norðurlands. Rikisskip Hekla fer frá Rvík kl. 20 í kvöld, austur um land til Akur- eyrar; fer þaðan til Norðurlanda. Esja er væntanleg til Rvíkur í virðulegu ræðu Steingríms vestan og norðan úr Steinþórssonar 1. maí datt hri?urfer5' Skjal^breið er á Húna- ™N mer i hug samtal sem eg atti , . „,, . . . ,.... við kunmngja mmn, nokkru á su3urfeið. Armann fór frá Rvík gærkvöldi til Vestmannaeyja. eftir að núverandi stjórn tók við völdum. Hann var böl- sýnn mjög og spáði öliu bví Flugfélag íslands ver3ta. Ég lét .þau orð faila 1 daS verður flogið til Airureyr- að tæplega gæti það orðið ar' Vestmannaeyja, Sauðárkróks verra en stjórn Stebba Jo. og' ^afjarðar. A morgun tii Ak- Þá sagði kunningi minn: ureyrar og Vestmannaeyja. „Slæm var Stefánía, en verri verður Helgríma“. Það vai einmitt þetta nnfn sem mér datt í hug þegar fasistinn tal- aði 1. maí. Allt það böl, ö-ll sú niðurlæging og vorileysi, sem Fríkirkjan: Messa kl. 5. Sr. Þorsteinn Björnsson.— Óháði frlkirkjusöfnuður- inn: Messa í Aðv- entkirkjunni kl. 2 þessi stjórnarókind hefur e-h- Sr- Emir Björnsson. — Laug- skapað þjóðinni, .gefur ástæðu ameskirkja: Messa ki. 2 e.h. Sr. til að þetta nafn festist við hana. GUNNAR R. HANSEN er einn aí þeim útlendu mönnum sem við megum vera lánsamir a. skuli hafa tekið sér bólfesti Jiér á landi. Aðrar þjóðir gerr. allt til ;þess að laða til sír menn, sem skara framúr : cinhverju sviði, hvaðánæfa að En skilyrði fyrir því að slík ir menn unj hér til lengdar, ci ao þeir fái nægan startsgrund völl. Það er ljóst af útvarps íyrirlestrum Gunnárs un uvikmyndir, að hanr. hefui mik.’a þekkingu og reynsJp ? því sviði, engu síður en sviði leikstjórnar. Við verðun að nota okkur kunnáttu þessr manns, Þótt landið okkár s't fagurt eru flestar „háfjalla- kvikmyndir“ afleitar . jafnvel sem amatör-vinna. Þótt þeir séu gáfaðir í Þjóðleikhúsinu gætu orðið svolítið gáfaðri ef •þeir brytu odd af oflæti sínu Samskot til Árnasafns Framlög hjá þjöðminjaverði: Ó- riafngreindur stonandi 100; Stúd- entafélag Reykjavíkur 1000; Á. B. 20; F.P.B. 100; P.Á. 50; Þórdís 100; E.Ó.D. 50; Fátækur stúdont 40; N.N. 50; Félag ísl. stórkaup- manna 10.000; Fjsk. í Borgarfirði 100; S.S.S. Keflavík 100; S.16 100; 20; N.N. 15; Önefnd kona 100; 3 sjómenn 200; Ónafngreind kona 1000; Stúdentafélag Siglufj. 1000; Áheít 100; Starfsmenn ítaf- orkumálaskrifstofunnar 365; Kven félag Laugarnessóknar (tilkynr.t) 1000. — Framlög afhent formanni Stúdentafélagsins: Eyjólfur Jór hannsson 500; Magnús Kjaran 1000; Farmanna og fiskimanna- samband Islands 1000. ÚTGREISIÐ ÞJÖÐVILJANN OG LEGGIÐ ÞAR JIEB YKKAR SKERF TIL SJÁLFSTÆÐ- ISBARÁTTU ÍSLEND- INGA. RœSa Einars Olgeirssonar fyrir Hœstarétti: RAKNSÚKNARAÐFERÐ OG DOMUR SAKADOMARA Framhald af 3. síðu. hátt og átti sakadómari að leyna því? ÆSISKRIF MORGUNBLAÐSINS. Ég tel rétt, að ég skýri hin- um virðulega dómi frá því, hvað það var, sem enn frek- ar studdi þennan grun minn um að hér hafi verið um fyrir- fram skipulagðar ögranir (provokationir) að rteða af háifu valdamanna landsins. Var það ekki hvað síst hin ofboðs- legu æsiskrif málgagns dóms- málaráðherra eftir 30. marz og kröfur þess um ofsóknir gegn Sósíalistafiokknum séðar í ljósi þess er skrifað var í þetta sama blað 23. sept. 1946 og 1. marz 1933 og nú skal greina. BANNAÐI ÓEIRÐIR! Ég hef áður komið við sögu, þegar svipaðar æsingar voru í borginni og áttu sér stað 30. marz 1949. Það var 1946. Þá var „heitt“, bæði inn- an þinghúss og utan. Þegar svokallaður Keflavíkursamning- ur var lagður fyrir átti að knýja hann í gegnum þingið á 1—2 dögum, eins og Atlanz- hafssamninginn 30. marz. En þá tókst fyrir tilstilli Sósíal- istaflokksins og annarra að knýja fram þinglega meðferð á málinu. Það var 15 daga í þinginu, í stað 1 y2. eins og gerðist 30. marz. Málið var rætt í utanríkismálanefnd, ekki ,bara í eina mínútu, eins og á fundinum aðfaranótt 30. marz. Nefndarálit fengust rit- uð og prentuð, — en þingsköp voru ekki brotin, ritun og prentun nefndarálita raunveru- • lega hindruð eins og 30. marz. Það voru líka mannfundir mikl- ir í samb. við Keflavíkursamn- inginn. Þann 22. sept. hafði verið slíkur fundur. Mannsöfn- uður mikill var fyrir utan Sjálfstæðishúsið og hefðu þá ef til vill orðið óeirðir, ef' ekki hefði verið farið skyn- samlega að. Lögreglustjóri var þá Agnar Kofoed Hansen. Hann var ekki búinn undir stórátök, hafði hvorki búið lið sitt stóru kylfúnum né haft á af' skipa vopnuðu varaliði, en hann hafði hátalara í góðu lagi. Hann fyrirskipaði fólkinu a'ð sundrast og gaf því 5 mínútur til þess. Síðan talaði hann skýrt og greinilega: Nú er liðin 1 mín. o. s. frv. Ég heyrði greini- lega í hátalara hans, en ég var þá staddur inn í svokölluðu ráðherraherbergi þinghússins. Er 2 mínútur voru liðnar, gekk ég til lögreglustjóra og átti tál við hann um, að allt þyrfti að gera til að forða því, að til óeirða kæmi. Hann hafði hótað fólkinu tára- gasi, ef það færi ekki burt. Ég ráðlagði honum að tala um það áður við ráðherra. Gerði hann það. Svo fór, að ekki kom til slagsmála af því skynsam- lega var að farið. En hvað skeður svo ? Hvernig leit Morgunblaðið á þetta, sem eftir 30. marz sagði fullum hálsi, að SósíalistafJokk- urinn hefði skipulagt árás á Al- þingi og heimtaði ofsóknir gegn honum. I fimm dálka fyrirsögn segir Morgunblaðið hinn 23. septem- ber 1946 með leyfi réttarins: „Göíulýður ræðsi að forsæiissáðherra og Bjarna Benedikissyni borgarstjóra. Lögregiusijóri æilar að dreifa aðsúgsliðinu en Einar Olgeirsson bann- ar það.“ Þessar furðulegu fyrirsagnii* eru komnar beint úr innsta hugskoti aðstandenda Morgun- blaðsins. Hvernig gat ég sagt lögreglustjóranum fyrir verk- um? Hvílík heimska! Og af hverju þessi magnþrota reiði út af því, að ekki skyldi hafa komið til átaka? Átti kannski að nota slík átök sem á- tyllu til ofsókna á hendur Sósíalistaflokknum ? Það var greinilegt að hér, voru öfl að verki, sem hörmuðu að eigi kom til óeirða, öfl, sem vildu óeirðir, til að nota þær sem átyllu til ofsókna gegn verkalýðnum. BRUNI VIÐ AUSTURVÖLL Ég vil leyfa mér að benda hinum virðulega rétti á, að slíkar átyllur hafa ekki aðeins verið notaðar, heldur hafa þær beinlínis verið skapaðar af sjálfum valdsmönnunum og síð- an notaðar til árása á verka- lýðshreyfinguna. 1 því sam- bandi nægir áð minna á þing- liúsbrunann í Þýzkalandi árið 1933. Með því að k veikja í þýzka þinghúsinu og kenna kommúnistum um , sköpuðu nazistarnir sér átyllu til að ráðast á verkalýðshreyfingu Þýzkalands og fengu brotið hana á bak aftur. En hvernig tók Morgunblaðið því ódæðis- verki, blaðið sem harmaði það, að ekki kom til átaka 22. sept- 1946, og heimtaði ofsóknir gegn verkalýðshreyfingunni og Sósíalistaflokknum eftir 30. marz 1949? Morgiuib'.aðið sagði eftirfar- andi í leiðara um þinghúsbrun- ann 1. marz 1933 með leyfi réttarins: „í gærmorgun bárust hingað þær fregnir, að býzkir komm- únistar hefðu í fyrrakvöld gert hina stórkostlegu íkveikju I þinghúsi þýzka lýðveldisins,. sem skýiú er frá á öðrum stað hér í biaðinu. Átti þinghús- bruninn að verða uppreisnar- íákn fyrir gervallan byltinga- lýð Þýzkalands. En hvað gerir stjómmála- nefnd Alþýðublaðsins við fregn þessa? Hún snýr henni við. Það eru ekki kommúnistar, sem kveikt hafa í þinghúsinu í Beriín, seg- ir hr. alþm. Héðinn Valdimars- son. Öðra nær. Það eru þýzk yfirvöld, sem lagt hafa hina glæstu þinghöll að rnikiu leyti í rústir (!). Eins og hann viti þetta ekki langtum betur, en t. d. lögreglan í Berlín (!) En hvers vegna þessi yíiíbEeiðsla yiir talandi staðreyndis, hvers vegna þessar feaznalegu máls- bætur íyrii athæfi og byltingastari þýzkra komxnúnisia? Skýringin ei auðfund- in. AfþýðnblaSið, skfól og skjöldui hins íslenzka kemmímisma, bzeiðir í lengstu lög yfis óvisðing- ar erlendra skoðana- bræðra — samsiarfs- manna — til bess að al- þjéð mar.na hés á Islandi gasigi þess sem lengst dulin, a3 hér es flökkus manna, ssm hlakkar yfis hesmdasverkunum í Þýzkalandi, og bíðus þess með óþreyju, að þeim takist að láta loga hés við Austusvöli". Svo mörg voru þau orð. Það er óþarfi að. geta þess, að það var dómsmálaráðherra Þýzkalands, sem lét kveikja í þinghúsinu, og það var lögreglustjórinn í Berlín, sem stjórnaði íkveikjunni! Mosgunfelaðið sagði að ti! væri íslenzkus flokk- ur manna, sem feiði efiis því að honum tækisf að kveikja í Alþingishúsinu. Á bak við þessi skrif feúa sömu hugcenningar og hjá nazizlum Þýzkalands, sami vilji til að skapa á- tyllu til réttasofsókna gegn verkalýðshreyfing- imni. KRÖFUR MÍNAR Virðulegu dómendur! Ég hef nú rakið fyrir yður sérstöðu mina í þessu máli. Ég •hef skýrt yður frá ástæðunum fyrir yfirlýsingu minni í réttar- haldinu 8. marz ‘49 og lýst fyr- ir yður ýmsum staðreyndum, sem styðja þá skoðun mína, að framkoma lögreglustjóra 30. marz ^ og rannsóknaraðferð sakadómara sé liður í ofsókn- um á hendur verkalýðshreyf- ingu landsins og pólitískum flokki hennar, Sósíalistaflokkn- um. Ég hef sýnt fram á van- rækslu og afglöp lögréglu- stjóra. Hann vopnaði lið sitt þungum kylfum og bauð út varaliði með sömu vopnum, þótt það kynni ekkert með þau að fara, en gætti þess ekki að hafa hátalarann í lagi, sem var þó það tækið, sem hann átti mest að nota. Ég hef krafist þess, að lög- reglustjóri væri kallaður fyrir rétt og hann látinn gera grein fyrir mistökum sínum. Ég hef krafist þess að formenn þing- flokka Sjáifstæðisfl., Alþýðufi. og Framsóknarflokksins yrðu einnig kallaðir fyrir rétt og þeir látnir skýra frá ástæðun- um fyrir hinni frægu áskorun þeirra til fólks að koma á Aust- urvöll. Yfirlýsing mín í réttin- um 8. apríl var gefin til þess að reyna knýja fram rannsókn á framferði lögreglu- stjóra og hinna þriggja for- manna þingflokkanna tryggja óhlutdræga réttarrannsókn, sem hlífði ekki valdsmönnum lands- ins. í stað þess að taka kröfu mína til greina nota ákieruvald- ir og sakadómari, hana til nýrra ínálshöfðana. En mér er enn spuHa: Af hverju kallaði sakadómari ekki þessa. menn fyrir? Þó ekki væri til annars en að afsanna með ýt- arlegri rannsókn þá skoðun mína, að um hafi verið að ræða, vísvitandi ögranir af háJfu valdsmanna taridsins hinn 30. marz 1949. Hvað í veröldinni gat hindrað rannsóknardómar- ann í því að rannsaka öll máls- atvik og yfirheyra alla þá valdsmenn, sem ég hélt fram að bæru ábyrgð á óeirðunum og hefðu jafnvel viljað framkalla þær í vissum tilgangi. GRILLUR SAKADÓMARA Gengur sakadómari með þær hugmyndir, að ráðherrar og lögreglustjóri séu rétthærri en verkamenn, sem standa fyrir utan Alþingishúsið 30. marz á grundvelli réttar síns samkv. 74. gp-. stjómarskrárinnar ? Almenningur hefur orðíð að heyja margra alda baráttu til þess að fá viðurkennt jafnrétti fyrir lögum landsins og dóm- stó’unum. Þessa baráttu hefur hann orðið að heyja gogn Framhald á 7. síðu. Friðiim Þingvö Við höfum beðið sex vikur, ókunni mað- ur, sagði sá sköllótti. Þessi skeggjaði hundingi er bróðir minn. Faðir okkar er dáinn, og við höfum skipt öllu nema geit- inni. Nú á emírinn að skera úr því hvor- um hún her. Hvar er hinn hluti arfsins? spurði Hodsja Nasreddín. — Við höfum gert okkur pen- inga úr honum. Maður verður að borga þeim sem semja kierurnar, og riturunum sem taka við þeim verður að borga — og vörðunum- og ennþá Cieirutu. Sá sköllótti þaut skyndi’ega upp og hljóp móti óhreinum og berfættum presti, með oddhúfu, er hélt á stóru skrini undir handleggnum. — Heilagi faðir, biðjið að dómurinn' falli mér í vil. Presturirin tók við peningum hins sköKpttá, og fór að biðja. Hvert skipti sem hann lauk bæn sinni kastaði sá sköllótti nýjurn peningi í skríni hans, svo hann endurtæki bænina enn á ný. Nú er sumarið komið. Sum- ardagurinn fyrsti er liðinn hjá, en liann hefur skilið eftir fyr- irheit um sól og grænt gras, hlýja og brosandi náttúru. En því miður ber marga skugga á þá gleði er fyllir ís- lenzk hjörtu um sumarmálin. Það er engum vafa undirorpið, að færri munu fá- notið ís- lenzkrar náttúrufegurðar og hvíldar í sumar en í mörg ár, eða síðan löggjöfin um sumar- leyfi var sett, eftir harða bar- áttu. Sumarleyfi og hvíld, að njóta sólar og íslenzkrar nátt- úruf egurðar, er ekki ætlað verkalýðnum — nei, það eru forréttindi, og forréttinda nýt- ur aíþýða aldrei í núverandi þjóðskipu’agi. Þeir fjölmörgU- Reykvíkingar og íbúar annarra kaupstaða, er búið hafa við atvinnuleysi og sliprt, myrkur og kulda vetr- arins, hafa mesta þörf fyrir súmárléýfi, að vera lausir við áhyggjur og kviða, losna úr vetrardrungarium ,í.. nokkr.a daga. Möguteikarnir ,til.. að svo. verði eru ekki til. Ástæðúrnar fyrir því þarf ekki að rekja, öllum eru þær kunnar. Það liggur -í augum uppi að fólk er fær ékki að starfa fær engin laun. ekki heldur orlofsfé. Ofan á áhyggjurnar um öfl- un brauðsins liafa bætzt aðrar áhyggjur, sumum ekki minnij: hernám landsins, framtíð æsk- unnar. Mörg heimili eiga þegar um sárt að binda vegna her- námsins. Alltof margar dætur Islands hafa orðið fótaþurrk- ur hinna áfsiðandi hermanna auðvaldsins. Sú óumræðilega áðdáun leppanna á þe:m mönn- um er gert hafa hermennsku að lífsgtarfi sínu, og sú íotn- ing er þeir bera fyrir þeim er sendu þá liingað, hefur þó ekki megnað að loka augum allfa fyrir þeirri hættu er þjóðinni og ekki sízt æskunni stafar af dvöl ,,verndaranna“ hér á landi; Jafnvel sumir þeirra hafa rnmskað í vímunni og viður- kennt í oúði',- að það geti verið „óæskilegt“ að hafa lier i land- inu áv friðartimum. Þeir eru' víst ekki fáir, er geta veitt sér venjulégt. orlof, sem hafa ætlað sér að skreppa út úr bænum úm helgar með áætlunarbílum, og þá helzt eitt- hvað í nágrenni bæjarins, elleg- ar veita uríglingunum þann munáð. Þingvöllur yrði þá váfalaúst oft fyrir valinu. Þingvöllur, helgasti staður þjóðarinnar, er allt líf hennar er nieira og minna bundið við. Þar stóð Einar þveræingur og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.