Þjóðviljinn - 11.05.1952, Blaðsíða 3
Sunnudagur 11. maí 1952
ÞJÓÐVILJINN — (3
RUNÖLFBR í DAL:
FEÐGAR - FRÆNDUR - TENGDALIÐ
Sigurhjörtur Jóhannesson
bjó á Urðum í Svarfaðardal
frá því laust eftir 1880—1916.
Hann var skapgerðarmaður
allmikill, náttúrugreindur og
gæddur þeirri eðlisgáfu að sjá
í hendi sér, hvert ráð skyldi
upptaka þá er vandi fór að.
Maður hóflyndur í meðlæti, ó-
kvartsár og æðrulaus í mann-
raunum. Hann var dulur í
skapi og hvergi framhleypinn
hávaðamaður, traustur í trún-
aði og eigi lausmáll og kunni
að þegja yfir leyndarmálum.
Ekki íhlutunarsamur, nema
hann væri til kvaddur, og hélt
sér hvergi fram til ráðríkis
eða metnaðar. Enginn of-
nautnarmaður, notaði aldrei
tóbak' og neytti lítið áfengra
drykkja. Maður bónþægur og
gestrisinn, án yfirlætis og
kjassmælgi. Hann þótti far-
sæll húsbóndi og kunni að
meta manngildi hjúa sinna.
Umhyggjusamur fjölskyldufað-
ir og búþegn góður. Sigur-
hjörtur naut álits og trausts í
héraði og varð nefndarmaður.
Hann var um efnahag og
manngildi talinn í röð hinna
beztu bænda í Svarfaðardal.
Og hélt auði og sæmd til æfi-
loka.
Sigurhjörtur á Urðum var
tvíkvæntur. Átti fyrst Soffíu
Jónsdóttur bónda á Litlulaug-
um í Þingeyjarsýslu Þorgríms-
sonar. (Hraunkotsætt). Soffía
Jónsdóttir var fríðleikskona og
vel að sér um flesta hluti,
líknsöm og góðfús svo að orð
fór af. Hún andaðist á bezta
aldri, frá 5 dætrum þeirra Sig-
urhjartar öllum á bamsaldri.
Eigi miklu síðar kvæntist
Sigurhjörtur í annað sinn, og
gekk að eiga Friðriku Sigurð-
ardóttur frá Draflastöðum i
Fnjóskadal. Hún var móður-
systir Sigurðar Sigurðssonar
síðar búnaðarmálastjóra og
þeirra systkina hans. Eitt
þeirra var Ingimar Sigurðsson
er úti varð á Héðinsskörðum í
foraðsveðri. Maður eigi svo
bráðger að greind éða gáfum
og var það þó í betra lagi
Seiggeðja og drjúgur í skift-
um. Mannvinur einn hinn
mesti og öðlingur í skapi. Sig-
urð búnaðarmálastjóra þekkti
öll þjóðin. Hann var hugsjóna-
maður og brautryðjandi fræk-
inn og farardjarfur og aðsóps-
mikill einhugi til sóknar og úr-
bóta á sviði íslenzkra landbún-
aðarmála. Þegar Friðrika Sig-
urðardóttir kom að Urðum
fylgdi henni sonur hennar ung-
ur. Hann hét Kári. Þennan
svein gerði Sigurhjörtur að
kjörsj'ni sínum samkvæmt gild-
andi lögum og gekk honum um
atlot og kostnað í föðurstað
og gerði í engu hlut hans
minni en sinna eigin barna.
Vannst Sigurhirti sú önn og
umhyggja til fyllstu sæmdar.
Friðrika Sigurðardóttir var
eigi búin að fara lengi* með
húsfreyjuráð á Urðum er sýnt
þótti að hún kynni nreð bús-
efni að fara. Var hún um það
einhlít, hversu stjórna skyldi
allmannmörgu heimili svo að
vel færi. Fór og efnahagur bús-
ins á Urðum mjög batnandi á
þeim árum. Hávaðalaus og
sanngjörn fyrirmæli konunnar,
studd hagsýni og öðru mann-
viti, léysti margsháttar hagsæld
úr læðingi, leiddi til gegndar
batnandi efnahag og jók þroska
og menningu allra þeirra er
ráðum hennar lutu. Gestakom-
ur voru allmiklar á Urðum á
þeim tímum. Var aðkomumönn-
um svo og heimilisfólki veitt til
fyllstu nauðsynja og verðmæt-
um öllum til .skila haldið. Og.
er það ekki tístætt menningar-
vitni hverjum einstaklingi og
hverri þjóð?
Það var alsagt í Svarfaðar-
dal að Friðrika á Urðum,
reyndist ráðheil og umhyggju-
söm stjúpdætrum sínum, sem
og líka allar mönnuðust vel og
allmiklu betur en algengt var
á þeim tímrnn. Friðrika hús-
freyja var vinnusöm kona með
afbrigðum og hlífði sér hvergi,
kunnáttusöm og smekkvís. Heil-
steypt skapgerðin og öfgalaust
málfarið og skoðanir. Vinveitt
og ráðholl jafnan. Og líkt því
að fastmótuð lund og. taminn
geðþungi stæði að baki hins
ytra lífs.
Börn þeirra Sigurhjartar og
Friðriku voru .þrjú. Andaðist
eitt þeirra mjög ungt, en tvö
komust til fullorðinsára. Ann-
að þeirra er Soffía Sigurhjart-
ardóttir kona Pálma Einars-
sonar landnámsstjóra og hitt
var Sigfús A. Sigurhjartarson
er eigi alls fyrir löngu lézt í
Reykjavík.
Sigfús A. Sigurhjartarson
var fæddur á Urðum í Svarf-
aðardal 6. dag febrúarmánaðar
árið 1902. Ólst upp þar á Urð-
um með foreldrum sínum til
12 ára aldurs. En árið 1914
andaðist Friðrika húsfreyja
móðir hans. Eftir það var Sig-
fús með föður sínum og systr-
um til frumvaxta aldurs og þar
til hann hvarf að námi.
Sigfús vandist strax í æsku
landbúnaðarstörfum og gerð-
ORÐSENDING
1 dag er diplomat brezkur
með drottningu á hendi.
Og „ríkisstjórn hennar hátignar
hefur þá (viðteknu) skoðun”
að strýkja landgrunn, stela björg,
arðræna eyþjóð
við úthafsins sortaél körg.
í ár fékk íslenzka þjóðin
þann ásinn á hendi
gegn mannspili hennar hátignar,
er hæfði þess viðteknu skoðun.
Svo eigi víkja íslands börn.
Einn fyrir alla
og allir í landhelgisvörn.
KRISTINN FÉTURSSON.
ist maður kappsamur við Íivért
verk er hann lagði hönd að!
Léttur á fæti og greiður
göngumaður. Röskur í fjalla-
ferðum, brattgengur og fjár-
leitarmaður ágætur. Snemma
hýr á svip og glaðvær í við-
móti og samræðum, en þó
snemma íhugull og leikfús við
hóf. Sá ég hann að vísu taka
þátt í leikjum jafnaldra sinna,
en oft sá ég hann aðeins sem
athugulan áhorfanda. Hann
var strax ungur greindarlegur
og greinagóður í ávarpi og
svörum, hvarvetna hinn prúð
asti og kurteisasti piltur, fór
að engu ráðlauslega, jafnan til-
lögugóður og þokkasæl’
snemma. Öll var framkoman
og háttsemin hvortveggja og.J
senn hiklaus og varfærin. Sig-
fús var að vísu mannblendinr
unglingur, en hann mun þr
hafa kunnað því vel að dvelja
aðeins með sjálfum sér, og fór
þá á stundum með einræður
svo að heyra mátti rödd hans
og orðaskil í nokkurri f jarlægð.
Um margt voru strax á ungum
aldri tiltektir hans og siðblær
með nokkuð sérstæðum hætti.
Og benti meðal annars til þess
að eigi væri hann með öllu,
háður ytri kringumstæðum svo
sem almennt gerist.
Ég sem þessar línur rita
var orðinn frumvaxta að aldri
þá er Sigfús Sigurhjartarson
fæddist og orðinn fulltíða mað-
tir þá er hann var enn í barn-
dómi. En brátt vakti atferli
hans og ráð athygli míria og
veitti ég þessum unga sveini
því meiri eftirtekt en almennt
gerist. Með okkur var engin
Framhald á 6. síðu.
•••' ' •'■1
Wm
i
LISTAkLAÐURINN OG ÞRJÁR MYNDIR HANS
Hjörleifs í Listvinasalnum
Það virðist ætla að verða
góð • uppskera í myndlistinni
hjá okkur þetta árið. Varla var
Sverrir Haraldsson búinn að
taka niður, þegar annar ungur
málari opnar fyrstu sjálfstæðu
sýningu sína hér í bæ. Er það
Hjörleifur Sigurðsson, sem und-
anfarin fimm ár hefur verið
við nám í Svíþjóð, Frakklandi
og Noregi, en er nú kominn
heim til dvalar.
Þótt fátt sé líkt um myndir
þeirra, eiga þeir marga góða
kosti sameiginlega: framúr-
skarandi vandvirkni, heiðar-
leika í verki og látleysi, sem
er aðeins góðum listamanni
gefið. Og raunar er það lát-
leysið, sem einkemiir þessa sýn
ingu Hjörleifs Sigurðssonar
einna mest. Það er eins og
myndirnar séu hálf feimnar,
— það verður ekki komizt að
þeim með offorsi heldur hægri
yfirvegan.
Sem heild þykir mér þetta
mjög falleg sýning. Litirnir eru
mettaðir og ajúpir, flataskipt-
ingin róleg, — ef nota mætti
músíkalskt heiti, eru myndimar
í moll. Það er rómantískur, dá-
litið tregafullur strengur í þeim
öllum, sem er túlkaður á slíp-
uðu listrænu máli.
Yfirleitt eru myndimar nokk-
uð jafngóðar. Kirkjumyndin frá
Úlfljótsvatni þykir mér þó
lang.sizt. Það kennir einhverr-
ar væmni í litunum og hana
skortir þá innlifun, sem hinar
myndirnar bera með sér. Fall-
egust finnst mér hinsvegar
„Ópersónuleg samstilling" nr.
7, en þó er ekki langt milli
hennar og margra annarra, svo
sem löngu myndarinnar og port
rettsins af Gerði, sem er fram-
úrskarandi fallega málað.
Ég hef tekið eftir því, að
mönnum þykja myndirnar nokk
uð einhæfar við fyrstu sýn. Það
vantar meira fútt, segja þeir.
Framhald á 6. síðu.
fifl
Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson
Reshevsky - Najdorf
Undanfarið hafa fréttir verið að
berast af einvígi þeirra Najdorfs
og Reshevskys og þótt heldur ó-
trúlegar. Fyrstu átta skákirnar
voru tefldar í New York og vann
Reshevsky þar með miklum yfir-
burðum. Hánn vann 6 skákir,
tvær urðu jafntefli, en Najdorf
vann enga.
Síðari hluti einvígisins var tefld-
ur í Mexíkó City og þar fór Naj-
dorf að ganga betur. Hann vann
niundu og elleftu skákina, en sú
tíunda varð jafritefli. Nýrri frétt-
ir hefi ég ekki séð, þegar þetta
er skrifað, en sennilega er einvíg-
inu lokið.
Dálítið er kostulegt að heyra,
hvernig keppendurnir brugðust
við þessum úrslitum. Þegar Res-
hesky gekk sem bezt kallaði hann
til sín biaðamenn og benti þeim
á hve þýðingarmikið þetta einvígi
væri. Hann sjálfur hefði eigi
komizt til Búdapest til þess að
tefla um áskorunarréttinn á
heimsmeistarann og þvi væri
þetta einvigi í raun réttri keppni
um heimsmeistaratign hins ó-
kommúnistiska heims. (Eins og
margir muna fékk Reshevsky
ekki vegabréf til Búdapest síðast
þegar teflt var um áskorunarrétt-
inn, en eftir interzonalmótið í
Stokkhólmi í sumar verður teflt
á ný um þennan rétt, og þar mun
Reshevsky eiga þátttökurétt).
En þegar Najdorf vann sína
fyrstu skák, 4>ÉL níundu, þá lýsti
hann yfir því, svellandi huga, að
ef svo ólíklega tækist, að hann
biði ósigur i þessu einvígi, mundi
hann tafarlaust skora Reshevsky
á hólm að nýju. Hér koma tvær
skákir úr einvíginu.
Þriðja skákin.
Tilraunir Najdorfs til þess að
taka frumkvæðið stranda á ör-
uggri taflmennsku Reshevskys,
svo að Najdorf hefur ekkert upp
úr þeim annað en veilur i peða-
fylkingu sína. Þegar skákin fer í
bið er liðsaflinn jafn hjá báðum,
en greini’.egt að svo verður ekki
lengi. Najdorf athugaði skákina
heima en sannfærðist um að stað-
an væri vonlaus, svo að hann
gafst upp án frekari teflingar.
Reshevskj’
Najdorf.
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3. Rc3 Bb4
4. Dc2 c5
s. dxc5 0—0
6. aS Bxc5
7. Rf3 Rc6
8. M Be7
9. e3 b6
10. Bb2 Bb7
11. Bd3 Hc8
12. 0—0 h6
18. Hfdl a6
14. De2 Dc7
15. Hacl d6
16. Rhö axb5
17. cxb5 Db8
18. bxcO Hxc6
19. Hxc8 Bxc6
20. Rd4 Bb7
21. e4 Da8
22. f3 Rd7
23. Bc4 Re5
24. BbS Ba6
25. bó Bb7
26. a4 Kh8
27. De3 Hc8
28. Re2 Ith7
29. Rg3 Da5
(29. Dxb6, d5)
30. f4 Rc4
31. Bxc4 Hxc4
32. ÐdS Dxa4
83. e5f Kg8 .
34. exdS Bd8
35. Rh5 Hc2
86. Hd2 Hxd2
87. Dxd2 f« .■».
38. De2 De4
S@. Dxe4 Bxe4 ■
40. :g4 Kf7
41. Kf2
en gafst svo upp án þess að teflai
lengra.
■ "
Sjötta skákin.
Najdorf leikur svörtu og beitir
slavneskri vörn gegn drottningar-
bragði. Leikar stóðu jafnt þar til
í 31. leik að Najdorf freistast til
að leika peði helzt tll langt fram
með þeim árangri að það fellur.
Hann fórnaði svo manni í tíma-
þröng, og þótt talsverðar sveiflur
yrðu í skákinni eftir það, hélt
Reshevsky alltaf undirtökunum
og vann.
Reshevsky.
Najdorf.
1. d4 d5
2. c4 c6
3. Rf3 Rf6
4. Rc3 e6
5. e3 a6
6. BdS dxe4
7. Bxc4 b5
8. Bb3 c5
9. 0—0 Bb7
10. 7>’-2 Rbd7
11. Hdl Db6
12. dö e5
13. e4 c4
Framhald á 7. siðu.
17. þraut samkeppninnar.
wú.
m., wm, mw; "mm
jj i fjj H H
( l 'M
%!§ ■ lf i M
-*m ^ mr-' -
***■■*!*
A B C D C F G H .
Hvitur á að vinna. 3 stlg.. j