Þjóðviljinn - 04.06.1952, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 4. júni 1952 — ÞJÓÐVILJINN
(3
Brentíordh eimsóknin:
Bretarnir unnu F ram — Víking 3:2
Það var engan veginn sam-
stillt lið sem mætti Bretunum
að þessu sinni. En mörkin
telja en þau segja ekki alltaf
allan sannleikann og svo var
hér, því 9:i0 eða 6:1 hefði veri'ð
sanni nær eftir. gangi leiksins
og því sem sýnt var af listum
knattspyrnunnar. Niðurröðun
liðsins var óánægjuefni meðal
félaganna og leikmanna og það
ekki að ástæðulausu.
Það var því stórt skarð
höggvi'ð í leikgleðina og sam-
lyndið er liðið fór út á völlinn.
Fyrri hálfleikur varð lika svo
til einhliða sýning af hálfu
Brentfopd á: knattmeðferð,
staðsetningu, skiptingum á stöð
um, sparköryggi og öryggi
með skalla. Vörn Fram-Víkings
var truflandi og gat hindrað
aö sett yrðu fleiri mörk en
gerð voru og mátti oft kalla
það meira heppni en hnitmið-
aðan leik þeim tókst mjög
sjaldan að ná uppbyggðu
áhlaupi því samleikur slitnaði
venjulegast á þriðja manni. I
eitt skipti þó komst mark
Breta í hættu er bakvörður
bjargar í markinu. Bæði mörk
JBretanna í fyrri hálfleik voru
sett með skalla. Þa'ð fyrra gerði
vinstri innherji eftir horn er
22 mín. voru af leik og hitt
gerði miðherjinn 5 mín. síðar
eftir horn líka.
Síðari hálfleikur var betri þó
af hálfu ísl. Þeir reyndu af og
til að finna hvorn annan og
nú var leikið meira á vinstri
arm liðsins. Reynir hafði lítið
verið með í fyrri hálfleik.
Bjarni Gúðna var ekki svipur
hjá sjón úr fyrri leik sínum
enda lék hann innherja sem er
ekki hans staður ennþá. Guðm.
Lárus og Dagbjart vantar alla
en mikið til að fylla upþí skörð
framlínunnar móti svona sterk-
um mönnum. Karl sérstaklega,
Sæmundur og Magnús í mark-
inu báru þungan af sókninni
og undra vert hve liðið varðist
mörkum. í þessum hálfleik
settu Bretar eitt mark. Eftir 3
mín. gerði vinstri útherji það
eftir góða skiptingu vi'ð mið-
herjann.
Er 31 min voru af leik gerði
Reynir mark og var óneitan-
lega heppinn með skotið svo lít
ið sem markið var frá hon-
um séð. Hitt markið gerði
Lárus eftir aukaspyrnu.
Eftir þessa tvo leiki virðist
styrkur Breta liggja í ágætum
leik úti á vellinum en fyrir
framan markið virðast þeir
ekki eins öruggir og ákveðnir.
Aftasta vörnin virðist heldur'
ekki eins örugg og maður gæti
búist við eftir öðrum kostum
liðsins að dæma.
Veður var gott og áhorfend-
ur margir. — Dómari var Ingi
Eyvinds.
Getraunirnar
Fram — Akranes 2
KR — Víkingur 1 (X)
Skeid — Brann 1
Örn — Viking 2
Odd — Asker 1
Arstad — Váerengen 2
Sparta — Kvik 1 2
Strömmen — Lyn 1 1
Djurgárden — Gais 1 (X)
Göteborg — Ráá 1
Hálsingb. - Jönköping 1 (X)
Malmö — Degerfors 1
Kerfi 32 raðir.
Brentford vann Akranes 4:2 eftir mjög
hressilegan leik
Það var auðsé'ð á áhorfenda-
fjöldanum sem mætti til þessa
leiks að eftirvænting var mik-
il hver leikslok yrðu og þó ef
til vill öllu meiri að sjá leik
Akraness, fslandsmeistarana
frá s. 1. ári. Áhorfendur urðu
ekki fyrir vonbrigðum, því
leikurinn var frá upphafi til
enda fjörugur og á hverri
stundu gátu óvæntir atburðir
gerzt. Að vísu var leikurinn
all harður á köflum en hraði
.hans var undramikill, og sýndu
Akurnesingar að þeir hafa út-
hald, Þó Bretarnir hefðu yfir-
höndina í leiknum þá náðu
Akurnesingar oft laglegum og
hröðum áhlaupum sem ógnuðu
oft marki Bretanna og munaði
í nokkur skipti litlu að knött-
urinn hafnaði í neti Bret-
anna. Sérstaklega virtist Hall
dór útherjinn hafa opið tæki-
færi er hann fær knöttinn 3 m
frá marki, en reynir að stöðva
hann í stað þess að skjóta
strax. Annars getur Akranes
liðið verið ánægt með þessa
frammistöðu og leik sinn í
heild gegn þessu ágæta brezka
liði. Að vísu fékk það mlkinn
styrk þar sem Karl Guðm.
var og Gunnar Guðmannsson
úr KR lék vinstri útherja.
Hann var oft skemmtiiegur í
síðari hálfleik, en í fyrri hálf-
leik var ekki leikið nóg á hann.
Halldór hægra megin átti
sýnilega áð koma knettinum
upp og gerði það í fyrri hálf-
leik nokkuð vel en það er of
einhæft. Helgi Dan úr Val
varði oft mjög vel. Var ó-
heppinn í fyrsta markinu. þar
sem hann var útúr jafnvægi er
knötturinn datt ofaní markið.
Úthlaupjn ha.ns eru enn ekki
nógu örugg. 1 því efni er raun-
ar verra að leika með vörn sem
markmaður er óvanur að leika
með. Dagbjartur reyndist m jög
traustur miðframvörður með
hreinar spyrnur og reyndi
líka að byrja samleik ef svo
bar undir.
Sveinn Teitsson hafði góð
tök á leik sínum, og er sterk-
ur í einvígi. Fjarvera Guðjóns
Finnboga. er slæm fyrir liðið.
Hann batt oft vel saman sókn-
araðgerðir með stuttum sam-
leik sem smitaði út frá sér.
Þetta virtist framlínuna vanta.
Einstaklingar voru of dreifðir
þegar til alvörunnar kom.
Þórður og Ríkharður höfðu of
mikla hneig'ð til einleiks í stað
þess að nota samherjana. Rík-
harður var að þessu sinni ekki
nema svipur hjá sjón miðað
við leiki hans undanfarin ár,
óöruggur í spyrnum, og vantaði
kraftinn til að brjótast í gegn
sem oftast hefur verið hans
höfuðstyrkur, og honum tókst
heldur ekki að finna samherj-
ana eða að láta þá finna sig.
Leikur hans var þvi nokkur
vonbrigði, hvað sem því veld
ur. Að vísu lék hann á móti
manni sem var ólöglegur og
óprúður í framkomu og sem
fékk á sig fjölda aukaspyrna.
Framkoma mannsins minnti
mig á Scharnota úr bandaríska
íshockeyliðinu á OljTnpiuleik-
unum í vetur!
Þórður er sterkur einstakl-
ingur, en hann var oft of ein-
mana, ýmist vegna þess að
honum er ekki fylgt eftir eða
hann vill gera hlutina einn.
Skiptingar þeirra Gunnars og
hans í síðari hálfleik voru góð-
ar og kom annað markið úr
einni slíkri. Eftir þessum leik
'að dæma. mætti spá því að
Akranesliðið yrði ekki auðvelt
viðtireignar í Isiandsmótinu.
Fyrsta marki'ð setti Ledger-
ton vinstri útherji eftir '7 mín.
Þetta jafnar Akranes á 30.
mín. er Dagbjartur tekur auka-
spyrnu af 20 m. færi og sendir
knöttinn óverjandi upp í hægra
ííjóíreiðamenn í keppninni frá Varsjá um Berlín til Praha á leið
í gegnum Varsjá, Keppendur voru 95 frá 17 löndum, Bretar
unnu keppnina. Húsið á myndinni er skrifstofubygging Verka-
mannafiokksins pólska.
Norræim bygpngamáladagur
Þann 27. marz s.1. var gengið frá stofnun Islandsdeildar innan
N.B.D. (Norrænn byggingarmáladagur). N.B.D. eru 25 ára gömul
samtök félaga og opinberra aðila, er starfa að einhverju eða öllu
leyti á sviði byggingamála og byggingariðnaðar og vinna að
bættum byggingarháttum á Norðurlöndum.
horn marksins. Bretar taka
forustuna eftir fimm mín. er
Monk miðframherji skaut af
stuttu færi, sem Helgi virtist
ekki átta sig á og gerði enga
tilraun til að verja (maðurinn
lokaður?) og stóðu leikar svo
í hálfleik 2:1. Er 14 mín. voru
af síðari hálfleik skallar hægri
irinherjinn Dore inn 3. mark
Breta. Á 30; mín gerir Þórður
svo annað mark Akraness eft-
ir góða sendingu frá Gunnari.
Aðeins 6 mín síðar er skotið
á mark Akraness. Karl ver á
marklínu, en knötturinn fer til
Monk sem gerir fjórða maik
Brentford.
Leikur Bretanna var allur
heilsteyptari en Isl. Þeir ráða
yfir meiri kunnáttu á öllum
sviðum knattspymunnar. Þó
urðu þeir að hafa sig alla við
að hrinda af sér sókn þessara
frísku og harðskeyttu Akur-
nesinga. Þeir voru þetta harð-
astir í horn að taka í þessum
leik, og átti Hannes fullt í
fangi með að halda leiknum
niðri. Brezka liðið er mjög
jafnt og erfitt að segja hver
var beztur. Þó virðist Monk
mjög hreyfanlegur miðhcrji
(hann var bakvörður tvo
fyrstu leikina) og takast betur
að oppa vörnina en þeim tókst
í fyrri leikjunum, Miðframvörð
urinn var líka ágætur.
Áhorfendur voru um 5000,
og veður var einnig mjög gott.
Dómari var Hannes Sigurðs-
son.
Lið Akraness var þannig
skipað: Helgi Daníelsson, Karl
Guðmundsson, Sveinn Bene-
diktsson, Ólafur Niljóníusson,
Dagbjartur Hannesson, Sveinn
Teitsson, Gunnar Guðmannss..
Pétur Georgsson, Þórður Þórð-
arson, Ríkharður Jónsson og
Halldór Sigurjónsson.
Fimmta hvert ár eru haldn-
ar ráðstefnur, byggingardagar
i einhverri höfúðborga Norður-
landa til skiptis.
Á ráðstefnum þessum er gef-
ið yfirlit yfir árangur síðustu
ára á flestum sviðum bygging-
armála. Eru þar sýningardeild-
ir hinna einstöku þátttökuríkja
samtakanna, kynning vinnuað'-
férða í byggingariðnaði, sýn-
ing byggingarefnis, húsagerð
skipulag. Ennfremur er það
ætlun N.B.D. að koma á sem
nánastri kynningu og samskipf
um þeirra einstaklinga og
stofnana, er að málum þessum
starfa, og einn liður ráðstefn-
unnar byggist á erindaflutningi
um byggingarmál frá hverju
Norðurlandanna, o. fl.
Undirbúningur að N. B. D.
er í höndum fastanefndar (Den
permenta Komité), er stjórnir
deildanna mynda.’ Hefur nefnd
þessi árlega fundi, og samband
við hinar einstöku deildir.
Málefni N.B.D. eru í hverju
Norðurlandanna í höndum sér-
deilda, er kýs sér stjóm hver
um sig, en óháð liver annarri
fjárhagslega, og vinna þessar
deildir heima fyrir að undir-
búningi ráðstefnunnar og þátt-
töku.
Hingað til hafa Islendingar
ekki verið beinir aðilar í sam-
tökum þessum, en tóku þátt í
byggingarmá'aráðstefnunni í
Osló 1938. Voru þar mættir
fyrir Islands hönd þeir Geir
Zöega, vegamá'astjóri, Guðm.
Hannesson prófessor og húsa-
meistari ríkisins Guðjón Sam-
úelsson. Það hefur lengi verið
ósk hinna Norðurlandanna að
Islendingar gerðust beinir að-
ilar að samtökum þessum og
hefur Húsameistarafélag Is-
lands nú gengizt fyrir stofnun
íslenzkrar deildar.
Eftirfarandi aðilar eru stofn-
endur að hinni íslenzku deild:
Atvinnudeild Háskóla Islands,
(Haraldur Ásgeirsson. verk-
fræðingur). Félagsmálaráðu-
neytið, (Hörður Bjarnason
skipulagsstjóri). Fél. íslenzkra
iðnrekenda, (Axel Kristjánsson
forstjóri). Húsameistarafél. Is-
lands, (Gimnlaugur Pálsson
arkitekt). Húsameistari ríkis-
ins (Bárður Isleifss. arkitekt).
Landssamband iðnaðarmanna,
(Guðm. Halldórsson bygging-
armeistari). Reyk j avíkurbæ-r,
Sigurður Pétursson byggingar-
fulltrúi). Samb. ísl. byggingar-
félaga, samvinnu- og verka-
mannabústaða (Tómas Vigfús-
son byggingarmeistari.) Skipu-
lagsstjóri ríkisins (Hörður
Bjarnason). Teiknistofa land-
búnaðarins, (Þórir Baldvinsson.
arkitekt). Vegamálastj., (Geir
Zöega). Verkfræðingafélag Is-
lands, (Haraldur Ásgeirsson
verkfræðingur).
Öðrum félagssamtökum er
frjáls þátttaka, ef störf þeirra
samræmast reglugerð N.B.D.
Á framhaldsstofnfundi hihni
3. apríl sl. var kjörin þriggja
manna stjórn, auk tveggja með-
stjórnenda. — Stjórnina skipala
Hörður Bjarnason skipulags-
st jóri, formaður; Gunnlaugur
Páisson arkitekt, ritari; Axel
Kristjánsson forstjóri. gjald-
keri; Tómas Vigfússon húsa-
smiðameistari og Guðmundur
Halldórsson trésmíðameistari.
Fastanefnd samtakanna (Den
permanenta Komité) hefur ný-
lega lokið sínum árlega fundi,
er að þessu sinni var haldinn
í Helsingfors. Gunnlaugur Páls-
son, arkitekt, sat fundinn af
hálfu íslenzku deildarinnar. —•
Ákveðið var að næsti furdur
fastanefndarinnar skuli hald-
xnn í Reykjavík næsta ár. —-
Næsta byggingarmálaráðstefna
verður í Helsingfors árið 1955
og sjá Finnar um undirbúning;
hennar.
HLJÓMLEIKAR F.Í.H.
Framhald af 8. síðu.
syngur með hljómsveitinni. —
2. Klarinet-kvartett skipaður
Agli Jónssyni, Gunnari Egii-
son, Braga Einarssyni og Vil-
bjálmi Guðjóns: yni. Kvartért-
inn leikur klassíska músík.
3. Rhumba-hljómsveit. Ein’eik-
ari méð hljómsveitinni verður
Carl Billich píanóleikari. —*
4. Kvintett Eyþórs Þorláksaon-
ar leikur jazzmúsík. — 5. Sig-
rún Jónsdóttir syngur með að-
stoð hljómsveitar Kr. Kiist-i
jánssonar. I