Þjóðviljinn - 05.06.1952, Síða 1

Þjóðviljinn - 05.06.1952, Síða 1
Fimmtudagur 5. júní 1952 — 17. árgangur — 122. tölublað Jórdanskóng- ur brjálaóur Ríkisráð hefur verið skipað í Arabaríkinu Jórdan og telja fréttaritarar að Talal konung- ur, sem dvelur f Fra:kklandi, verði brátt settur af fyrir fullt og allt vegna brjálsemi. Vesturveldin í vandræðum með Rhee Hófar oð kalla her sinn úr viglinunni ef reynt verSur að hindra einrœÓisbrölt hans Af ótta við almenningsálitið í heiminum hafa stjórnir Vesturveldanna séð sig til neyddar að mótmæla ein- ræðisbrölti Syngman Rhee, forseta Suður-Kóreu. Af orð- um Rhee í gær varð það hinsvegar helzt ráðið að hann væri staðráðinn í að hundsa Vesturveldin og fara sínu fram. Skýrt var frá því í Wash- ington í gær að Truman for- seti hefði sent Rhee persónu- legt bréf, þar sem hann lýsir yííf að hann sé „hneykslaður og furðu lostinn" yfir fram- ferði Rhee, sem hefur sett her- lög í þrem héruðum Suður- Kóreu og fangelsað andstæð- inga sína á þingi í skjóli þeirra. Brezki sendifulltrúinn í Fusan afhenti Rhee í gær orðsend- ingu, þar sem brezka stjórnin skýrir frá að hún hafi þungar áhyggjur af framferði Rhee. Hótar aðgerðum Casey, utanríkisráðherra Ástralíu, lýsti yfir í gær að stjórn sín hefði sent Rhee orð- sendingu í svipuðum dúr og þá brezku og bandarísku. Hann sagði að hingað til hefði ekki tekizt að fá Rhee til að halda stjórnarskrá Suður-Kóreu og ef samræmd mótmæli Vestur- veldanna dygðu efcki að heldur yrði „herstjórn SÞ“ að gera sínar ráðstafanir. Aðstaða Rhee sterk Reutersfréttastofan segir að í London forðist ráðamenn að ganga eins langt og Casey í að hóta aðgerðum gegn Rhee og stafi það rnest af því hversu öflug aðstaða hans sé. Hann hefur hótað því að taka suður- kóreska herinn undan banda- rísku herstjórninni í Kóreu ef svo býður við að horfa en það myndi veikja víglínuna svo að stórhætta stafaði af fyrir her Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra. Bmbættismenn I Suður- Kóreu eru áhangendur Rhee og öngþveiti myndi hljótast af ef þeir hættu samvinnu við Banda ríkjamenn. Rhee er, þess vel meðvitandi hvað hann má leyfa sér, því að eftir að hann hafði fengið í hendur mótmæli Vest- urveldanna lýsti hann yfir að hann myndi rjúfa þing eftir tvo daga ef það léti efcki að vilja hans og breytti ákvæðum stjórnarskrárinnar um kjör forseta. Brezk blöð harðorð Brezku blöðin fóru í gær hörðum orðum um ástandið í Suður-Kóreu. Tinies segir að Vesturveldin geti ekki horft á það aðgerðalaus að einræði sé komið á í Suður-Kóreu með stjórnlagarofi. Ncws Chroniole segir að stjórn Rhee hafi verið gegnrotin og spillt frá upp- hafi. Nú sé svo komið að „SÞ“ verði að endurskoða afstöðu sína frá grunni. Þær hafi sent Skotizt á í Merlín Hermenn frá hernámshluta Sovétríkjanna og franska her- námshlutanum í Berlín skipt- ust í gær á skotum í kirkju- garði á svæðamörkunum en ekkert skotið hitti. Bandarísk- ur herlögreglumaður kvartaði í gær yfir að skotið hefði verið á bíl sinn frá Austur-Berlín. her til Kóreu til aS verja „hug- sjón“ en ekki til að halda harð- stjóra við völd. Daiiy Herald, málgagn Verkamannaflokksins, segir að Rhee rói að því öllum árum að ná algeru einræði í Suður-Kóreu og slíkt geti ,,SÞ“ ekki látið viðgangast. Brezka stjórnin hefur ákveð- Framhald á 8. síðu. Franska stjórnin fangelsar 60 verkalýðsforingja Verkföll gegn fangelsunum og kjaraskerðingu Franska ríkisstjórnin lét í ystumenn verkalýðsfélaga í Verkalýðsforingjar þassir unnu að undirbúningi verk- fallanna, sem boðuð höfðu ver- ið í gær. Þrátt fyrir handtökurnar var þátttaka i verkföllunum mikil. Brune innanríkisráðherra hélt því fram í tilkynningu i Vinstrifylkingin sigraði í kosn- ingunum ó ítalíu Af sundurliöuðum tölum um úrslit kosninganna á ítalíu í síSðustu viku er ljóst að vimstri fylkingin vann sigxm. ' Kosningabandalag konungs- sinna og nýfasista og kosninga bandalag stjórnarflokkanna fengu til samans í 23 stærri Munið í kvölá kl. 9 í Stfomubíói: V erkalýðssendinefndin segii frá lör sinhi fil Sovétríkjanna Það er í kvöld kl. 9 í Stjörnubíój sem verkalýðssendi- nefndin er för til Sovétríkjanna segir frá för sinni. Reykvíkingar hafa beðið þess með óþreyju að heyra frásögn r.efndarinnar af því sem hún heyrði og sá í Sovétríkjunum — munið þvi að ná ykkur í miða tíiftan- lega i dag! Á fundinum I kvöld flytja ræður þeir Þorvaldur Þór- arinsson lögfræðingur, er var fararstjóri, Þórður Hall- dórsson er var fulltrúi Sveinasambands byggingamanna, Sigurður Guðnason formaður Dagsbrúnar og Árni Guð- rnundsson er voru fulltrúar Dagsbrúnar. Auk fullítrúa frá áðurnefa(Tum samtökum voru full- trúar frá Iðju, félagi verksmiðjufólks, mff í Hafnar- firði, Snót í Vestmannaeyjum, Verkalýðs- og sjómanna- félagi Ólafsfjarðar og Verkamannafélagi Akureyrar- kaupstaðar. Nefndin dvaldi 3 \dkur í Sovétríkjunum, ferðaðist m. a. suður á Krímskaga og skoðaði verksmiðjur og menn- ingarstofnanir og kynnti sér fjör fólksins I Sovét- ríkjunum. Palmiro Togliatti. borgum 66,8% atkvæði en höfðu í ikosningunum 1948 70,5%. Vinstrifylking kommún- ista og vinstri sósíaldemokrata fékk þar 33,2% atkvæðanna en hafði árið 1948 29,5%. Stálu útvarpsstöð, boðuðu loÍtárás Tuttugu og fimm stúdentar hafa verið reknir í eitt ár úr Cornell Iiáskólanum í Ithaca í New York ríki í Bandaríkj- unum. Þeir tóku útvarpsstöð skólans á sitt vald fyrir viku síðan og útvörpuðu þaðan frétt- um um að sovétflugvélar hefðu gert kjarnorkuárásir á Marse- illes og London og væru á leið til árása á Bandaríkin. — Stúdentarnir sögðu, að þetta hefði verið „venjulegt grín“ við lok vorprófa. Baó Dai, leppur Frakka í Viet Nam, þéttbýlasta hluta Indó Kína, setti ráðuneyti sitt fyrirvaralaust af í fyrradag og fól innanríkisráðherranum að mynda stjórn. Sá kvað það verða aðalmarkmið sitt að tvö- falda kvislingahersveitirnar, sem berjast með Frökkum gegn sjálfstæðishreyfingu lands búa.. \ Kosningarnar voru til bæja- og sveitastjórna á Suður-Italíu og á nokkrum stöðum í öðrum landshlutum. Nýfasistar og konungssinnar unnu geysilega mikið fylgi af stjórnarflokkun- um en til samans minnkaði fylgi borgaraflokkanna en fylgi verkalýðsfylkingarinnar jókst. Mest var fylgisaukning vinstri- flofckanna í sveitum Suður- ítalíu, þar sem sótsvart lderka- og lénsaðalsvald hefur hingað tjl haldið almenningi í einhverri Verst u kúgun og fáfræði, sem þefckist í Evrópu. Palmiro Togliatti, foringi Kommúnistaflokks Italiu, segir í viðtali við blaðið Paese Sera að enginn geti borið á móti sigri vinstriflokkanna. Af úr- slitum bæja- og sveitastjórna- kcsninganna um alla Italíu í fyrra og á þessu ári sé ljóst að á Norður-Italíu sé fylgi vinstriflokkanna mikið og vaxi stöðugt og á Suður-ítalíu sá að hefjast sá straumur til vinstri, sem átti sér stað fyrir mörgum árum um norðurhluta landsins. fyrrakvöld fangelsa 60 for- Frakklandi. gærkvöldi að eir.ungis tvö pró- sent verkamanna hefðu lagt niður vinnu en frásagnir frétta- ritara. bera annað með sér I bílasmiðjum Renaults, þar sem 42.000 manns vinna, var al- gert innisetuverkfall eins og í fjölda annarra verksmiðja í París. Fréttaritarar segja að á ýmsum leiðum hafi ekki ein einasta járnbraut verið í för- um. I mörgum stáliðnaðarborg- um var vinnustöðvunin alger. I verksmiðjum og skipasmíða- stöðvum í Marseilles lagði meirihluti verkamanna niður vinnu. Verkalýðssambönd kaþólskra og sósíaldemókrata höfðu var- að meðlimi sína við að taka þátt í verkföllunum, sem gerð voru bæði til að mótmæla fang- elsun foringja Kommúnista- flokks Frakklands og til að á- rétta kröfu um hækkajð kaup til að mæta kjaraskerðingu. ^Sósíalistafélags-' fundur annað kvöld Fundurinn í Sósíalistafé- (lagi Reykjavíkur er haldaj látti sl. fimmtudag en var2 )þá frestáð, verður haldinn^ ) annað kvöld í Góðtemplara- )húsinu og hefst kl. 8.30. Á fundínum verða rædd) ) félagsmál, forsetakjörið og] ^dómarnir í 30. marz málun-! |Um, — Tekið verður á móti) ,nýjum félögum. — Flokks-i , menn eru beðnir að fjöl-\ .menna og sýna skírteini viðj . innganginn. Don og Volga saineinaðar með 100 kisi skipaskurði Laugardaginn fyrir hvítasunnu rann vatn úr stórfljót- unum Don og Volgu samán í 100 km löngum skipa- skurði. Skipaskurðurinn liggur um hæðótt landslag og er í mörg- um „hæðum“ méð skipastigum á milli. Hver ,,hæðin“ af ann- ✓ arri hefur verið fyllt af vatni undar.farnar vikur og á laug- ardaginn tók vatnið að streyma inní þá síðustu. Tengir fimni höf Með skurðinum milli Don og Volgu er orðið skipgengt milli fimm innhafa við strendur Evr- ópuhluta Sovétríkjanna, Eystra salts, Hvítahafs, Kaspíahafs, Asóvshafs og Svartahafs. — Moskva, sem er inní miðju landi hundruð kílómetra frá sjó verð- ur hafnarborg þessara fimm hafa. Skurðurinn er ómetanleg samgöngubót fyrir þann hluta Rússlands, þar sem járnbraut- arkerfið er ófullkomnast. Auk þess verða í sambandi við skurðinn gerðar miklar áveit- ur um þurr landsvæði með frjósamri mold allt suðurundir Kákasus. MfM HAFNARFIRÐI Fundur verður haldinn ÍGóðtemplarahúsinu annaðt ikvöld kl. 9. — Ólafur Jóns-t ison o. fl. munu segja frá föri isinni til Ráðstjórnarríkj-Í >anna. — Sýndar verða kvik-í imyndir. — Félagar, f jöl-/ tmennið og takið með ykkur( kgesti.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.