Þjóðviljinn - 05.06.1952, Síða 6

Þjóðviljinn - 05.06.1952, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJLNN — Fimmtudagur 5. júní 1952 Elnahagnr — dýriíð Framhald af 3. síðu. lok síðasta stríðs var þaö sýni- 3egt að ný viðskiptakreppa myndi skella yfir hinn vest- ræna heim ef ekkert yrði að .gert. Nú var viðskiptakreppa ekkert nýtt fyrirbrigði því að hún var búin að herja heim- inn í mörg ár fyrir strið og höfðu Bandarikin ekki farið varhluta af henni. Auðhring- ar þeir er mestu ráða í Banda- ríkjunum hugðust því velta þessari væntanlegu kreppu yfir á Evrópuþjóíirnar. Og minn- ug þess að „sú borg er auð- unnin þar sem asni klyfjaður gulli kemst inn um borgarhlið- in“, útbjuggu Bandaríkin svó- kallaða Marshallhjálp í þeim tilgangi að fá Vestur-Evrópu til að hirða offramleiðslu þeirra burt séð frá hvort Evrópuríkin gætu framleitt viðkomandi vör- ur sjálf. Síðan var hafinn upp lofsöngur um hin ríku göfugu Bandaríki, sem buðust til að gefa vesiings* Evrópu nokkrar milljónir til uppbyggingar efnahagsins eftir hörmungar stríðsins. Það þurfti raunar talsvert ímyndunarafl til að sjá fyrir hvaða hörmungar við Islend- ingar þurftum að sætta okk- Ur við, því að við vorum ný- búin að lifa mesta blómatíma- bil sem yfir þetta land hefur komið, m.a. búin að eignast svo stórvirk atvinnutæki að um annaðeins hefur víst fáa dreymt í svo náinni framtíð fyrir fáum árum síðan. En hvað um það, Marshallhjálpin var þegin með þeim afleiðing- um sem svo mjög hafa verið að bitna á okkur síðan: Markaðir sem nýbúið var að afla í Austur-Evrópu glötuðust, og útgerðin komst af þeirri ástæðu á þá heljarþröm sem hún hef- ur hangið á síðan og hvert ó- yndisúrræðið hefur rekið ann- að síðan undir því yfirskini að verið væri að bjarga henni: fyrst söluskattur, þá gengis- lækkun og síðast bátagjaldeyr- ir. Allar þessar ráðstafanir verkuðu sem lymskulegur nef- skattur sem seilist ofan í vasa hvers einstaks manns í hækk- uðu vöruverði og aukinni •dýrtíð, án þess þó að vera nokkur varanleg hjálp til handa útgérðínni, því að þar stendur hnífurinn í kúnni í byrjun hverrar vetrarvertíðar um hvort bátaútvegurinn stöðv ist eða ekki þrátt fyrir þessar ráðstafanir. Þá höfum við orð- ið að flytja inn í landið full- unnar iðnaðarvörur jafnhliða því sem ekki hefur fengizt innflutningsleyfi fyrir hráefni handa samskonar iðnaði inn- lendum og hann því eðliíega dregizt saman. Iðnaðarvörur þessar eru sem kunnugt er flestar svokallaðar Marshall- gjafir, en andvirði þeirra er lagt í sérstakan sjóð hér sem að vísu er ætlaður fil eyðslu hér innanlands en ekki má ráðstafa eyri úr án samþykkis Bandaríkjanna og heyrt hefi ég því fleygt að okkur- mu’ii ætlað að taka úr honum til að standa straum af framkvæmd- uip hersins hér en ekki veif ég neinar sönnur á því máli og sel það ekki dýrara en ég keypti það. Þannig hafa Bnnda ríkin teygt klærnar í fjárhags- kerfi Vestur-Evrópu og fer þá að minnka göfugmennskan sent á bak við Marshahhjáipina átti að liggja. Af ölhvm þess- um aðgerðum hefur seo leitt að hér hefur skapazt atvinnu- leysi og sívaxandi dýrtíð eftir því sem kaupmáttur 'auna hef- ur minnkað án þess að þau hækkuðu um leið. Þetta er sem sagt allt afleiðing af í- tökiun Bandaríkjanna hér. M. I>. (Framh.) 178. DAGUR hafði borizt undanfarna daga, svo að hann hafði mjög mikið að gera. Allt var óbreytt. Hann reyndi eftir megni að leggja fyrir peninga í ákveðnu augnamiði, sem hún kannaðist. við, en annars hafði hann ekki áhyggjur af neinu — og hún mátti ekki hafa það heldur. Hann hafði eklki skrifað, af því að hann hafði svo mikið að gera og hann átti ekki auðvelt með að skri'fa — en hann saknaði þess að geta ekki hitt hana á gamla staðn- um og hlakkaði til að sjá hana aftur innan slkamms. Ef hún ætl- aði að koma í nágrenni Lycurgus eins og hún sagði og hafði á- huga á að hitta hann, þá var auðvitað hægt að koma því í kring — en var það nauðsynlegt? Hann var svo störfum hlaðinn og hjóst við að hitta hana von bráðar. En á sama tíma skrifaði hann Sondru, að hann kæmi áreið- anlega og heimsækti hana þann átjánda eða helgina þar á eftir. Og vegna iþessara undanbragða og afsakana, sem stöfuðu af þrá hans eftir Sondru og óheilindum hans gagnvart Róbertu og erfiðleikum hennar, átti hann þess kost að hitta Sondru og vera samvistum við hana í umhverfi, sem hann hafði eklki fyrr átt kost á að sjá hana í. Þegar hann kom að bátaskýlinu við Sharon, sem va'r fyrir neðan svalimar á veitingahúsinu við Tólfta vatn, tók Bertína, bróðir bennar og Sondra á móti honum, og Sondra hafði komið í vélbát Grants til að sækja hann. En hvað vatnið í Indian Chain var fagurblátt. Hávaxin, dökkgrænn grenitrén prýddu bakkana báðum megin og vörpuðu mjóum skuggum út á vötnin að vestan- verðu. Lítil og stór, hvít, rauð, græn og brún landsetur voru á báða bóga og bátaskýþ hjá. Baðhótel við ströndina. Á stöku stað voru langar bryggjur byggðar út í vatnið, sem tilheyrðu. glæsilegustu landsetrunum, sem voru í eign Cranstonfólksins, Finchieyfólksins o.s.frv. Grænir og bláir bátar og vélbátar. Glæsilega hótelið og baðhótelið við Pine Point hafði ógrynni af dvalargestum sem komu snemma árs. Og svo kcm bryggjan og bátaskýlið hjá Cranstonlandsetrinu; tveir rússneskir úlfhundar, sem Bertína var nýbúin að kaupa, lágu í. grasinu við ba,kkann og biðu heimkomu hennar, og þjónninn John — einn þeirra tíu eða tólf sem stjönuðu í kringum heimilisfólkið — beið þess að taka við töskum Clydes, tennisspaða hans og golfkylfum. En hrifnastur varð Clyde af hinu umfangsmikla og glæsilega húsi, gangstígunum brydduðum geraníum, stórum svölunum með brúnu tágahandriði og hinu glæsilega útsýni yfir vatnið, bílunum og hinum tignu gestum, sem sáust á reiki í golf-, tennis- eða sumarfötum. Eftir beiðni Bertínu fór John stnax með hann upp í rúmgott herbergi sem sneri út að vatninu; þar varð hann þeirra réttinda aðnjótandi að mega fara í bað og fara í tennisfötin til að geta leikið við Sondru, Bertíntu og Grant. Og Sondra, sem snæddi miðdegisverð hjá Bertínu, skýrði honum frá því, að á eftir ætti l'ann að koma með þeim í Kasínóið, þar sem hann yrði kynntur fyrir helzta fólkinu. Þar átti að dansa. Á morgun, eldsnemma ef honum sýndist svo — átti hann að ríða út með henni, Bertínu og Stuart eftir dásamlegri leið gegnum skógana sem lá til Inspir- ation Point. Og nú fékk hann að vita að skógurinn var illfær mönnum, að undanskildum nokkrum götuslóðum. Og honum var sagt að án fylgdarmanns eða áttavita væri hægt að villast um skóginn og jafnvel verða úti — svo erfitt var ókunnugum að rata. Eftir morgunverð og sund í vatninu ætlaði hún ásamt Ber- tínu og Nínu Temple að sýna leikni sína á vatnasleða Sondru. Síðan var hádegisverður, tennis eða golf og tedrykkja á kasínó- inu. Og eftir miodegisverð átti að fara til Brookshaw fólksins frá Utica hinum megin við vatnið, og þar átti að dansa. Klukkutíma eftir komu Clydes, sá hann að búið var að ráð- stafa hverju andartaki af tíma hans. En hann vissi vel að hann og Sondra fengju áreiðanlega tækifæri til að- hittast ein. Og þá kæmist hann að raun um hvaða fagnaðarefni hin síbreytilega lund hennar hefði búið honum. Þrátt fyrir áhyggjurnar í sam- bandi við Róbertu, sem hann gat varpað frá sér þessa daga, fannst honum hann vera í paradís. Og á tennisvelli Cranstonfjölskyldunnar var Sondra fjöriegri, yndislegri og hamingjusamari en nokkru sinni fyrr, í stuttu, hvítu tennispilsi og blússu, með gul- og brúndröfnóttan klút um hárið. Og brosið sem lék um varir hennar. Og fagnaðarleiftrið í augum hennar jægar hún leit á hann. Og þegar hún hljóp til var eins og hún svifi um völlinn — spaðinn á lofti og það var eins og hún snerti jörðina aðeins með blátánum, höfðinu hallaði hún aftur á bak og brosið vék ektki af vörum hennar. Og fram- koma hennar og tilsvör tóku af öll tvímæli um það, að hún var hans, svo framarlega sem hann var frjáls. En á milli þeirra var múrveggurinn svarti, sem hann hafði sjálfur hlaðið. Og þ^ggj fegurð, þegar sólin hellti geislum sínum yfir grænar flatirnar, sem lágu frá teinréttum furutrjánum niður að silfur- tæru vatninu. Og úti á vatninu blikaði á mjallhvít seglin — hvíta, græna og gula díla, þar sem bátar báru fólk sem unnist yfir kyrran vatnsflötinn. Sumar — hvíld — hiti -— litskrúð — frelsi — fegurð — ást — allt sem hann hafði dreymt um sum- arið áður, þegar hann var svo einmana. Stundum fannst Clyde sem hann ’hlyti að sligast undir þeim fögnuði sem fylgdi því að allar óskir hans virtust vera að ræt- ast; þess á milli (þegar umhugsunin um Róbertu nísti hjarta hans) fannst honum ekkert ömurlega, hræðilegra og óbæriiegra en þessi voði sem beið hans. Þessi hræðilega frásögn af vatninu og fólikinu sem drukknaði. Og líkurnar til þess að þrátt fyrir allar ráðagerðir sínar yrði hann eftir örfáar vikur að segja skilið við alla dýrðina að eilífu. Allt í einu áttaði hann sig á því að hann fylgdist alls ekki með leiknum — að (Bertína, Sondra eða Grant kölluðu til hans: „Clyde, um hvað ertu eiginlega að hugsa?“ Og ef hann hefði átt að svara, hefði hjarta hans hrópað: „Um Róbertu.“ Sama kvöldið var álitlegur hópur samankomin hjá Brookshaw fólkinu. Á dansgólfinu rakst hann á Sondru, hýra og brosleita, og vegna foreldra sinna lét hún sem hún hefði eúiki rekizt á Clyde fyrr. „Ert þú hérna? Það var prýðilegt. Hjá Cranstonfólkinu? Það var gaman. Það er næsta hús við okkar. Við eigum áreiðanlega eftir að sjást. Hvað segir þú um að ríða út í fyrramálið fyrir sjö? Við Bertína gerum það á hverjum morgni. Og við ætlum út á vatn á morgun ‘ef allt fer að skilum á árabátum og vél- bátum. Það skiptir engu máli þótt iþú sért óvanur að sitja hest. Bertína. getur lánað þér Jerrý — hann er bljúgur eins og lamb. Og þú þarft engar áhyggjur að hafa af fötum. Grant á ósköpin —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oO:>— —oOo—• BARNASAGAN Töfrahesturim 9. DAGUR niður með hann, ]iá hvarí og sólin sjónum hans, og geroist niðamyrkur í kringum hann. Yar nú ekki til bess að hugsa, að hann gæti sáð sér út hentugan stað til að íara aí baki, heldur varð hann að gefa hestinum lausan tauminn og breyja þolin- móður, þangað til hann stæði kyrr, þó hann væri bálfhræddur um, að hann kynni að setja sig niður í óbyggðir, vetnsföll eða regindjúp hafsins. Hesturinn staðnæmdist nú loksins, og var þá lið- ið af miðnætti; fór kóngsson af baki, og var næsta máttlítill, því hann hafoi einkis neytt síðan daginn áour. Fór hann nú að skyggnast eftir, hvernig um- horfs væii, þar sem hann var niður kominn, og sá hann, þó myrkt væri, að hann var kcminn niður á flatþak glæsilegrar hallar, en handrið af marmara var allt umhverfis. En er hann hafði kannað stað þenna betur, urðu fyrir honum dyr, og þrepstigi inn- ar af niður í höliina; var hurðin opin í hálfa gátt. Mundu fáir aorir en Fírus, hafa verið svo áræðnir, að fara ofan þrepstigann í myrkrinu, þar sem óvíst var, hvort vinir eða óvinir yrðu á vegi hans; en hann lét það ekki aftra sér. „Ég ætla ekki að gera neinum mein”, hugsaði hann með sér. ,,og þeir, sem fyrst sjá mig svona þreyttan og vopnlausan, munu þá lík- iega láta sér fara svo mannlega, að veita mér á- heyrn áður en þeir ráðast á mig". Lauk hann nú hurðinni upp til fulls og fór sem hljóðlegast, gekk síðan gætilega ofan cg .varaðist að láta sér verða fótaskort, svo að enginn skyldi vakna. Þegar ofan kom, urðu fyrir honum opnar dyr að stórum vel upp- lýstum sal, og heyrði hann þaðan hrotur margra manna, er lágu í fasta svefni. Gekk hann inn í sal- inn, og sá að þetta voru svartir geldingar, og lá hver þeirra með skínandi sverð við síðu. Mátti af því ráða, að þeir mundu vera verðir einhverrar drottningar eða kóngsdóttur, eins og líka raun varð á. Svefn- herbergi kóngsdóttur var næst við salinn, og stóðu dyrnar á því opnar; fortjald hékk fyrir dyrum úr fín-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.