Þjóðviljinn - 26.07.1952, Page 6

Þjóðviljinn - 26.07.1952, Page 6
6) ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 26. júlí 1952 . O ' > *' i Streber fer á stúfana Framhald af 5. síöu. hinn fyrirskipaða forseta sinn. Að lokum sáu hinir hrelldu sjálfstæðisrnenn sýslunnar að við svo búið mátti ekki lengur standa, hóuðu sér saman á Flat- eyri á iþriðjudaginn og gérðu ályktun, hverrar megininntak var var það að Þorvaldur nok'k- ur Garðar Kristjánsson gæfi kost á sér til þingmennsku fyrir þetta yfirgefna kjördæmi á vesturkjíilkanum,- Bráat .Þor- valdur þessi hið ibezta við ósk- um hinna vestlenzku nauðleit- armanna, ,,og er framboð hans þar með ráðið“, segir Mbl. í fyrradag. Valdi þessi hefur allt frá fermingaraldri verið opinber krati, sat hér á árunum fyrir þá í stúdentaráði, sótti nú ný- lega alþjóðlegt þing fyrir þá, er enn í dag varamaður þeirra. í útgerðarráði Reykjavikur, hef- ur s'krifað nokkuð í AB— þó það sé auðvitað fyrir bí úr því það er hætt að koma út — og tekið talsverðan þátt í félags- starfi AB-flokksins hér í þæ, svo sem á spilakvöldum hjá 11. hverfinu o. s. frv. En hann hef- ur ekki aðeins verið opinber krati, heldur er hann einnig og eigi síður týpískur krati. Hann þurfti að komast áfram í þjóð- lífinu, hvað sem það kostaði, og þá hlaut svo að fara að hann gæti ekki til eilífðar bundið trúss sitt við minnsta flokk þjóðarinnar. Þvi varð hinum nýkjörna forseta íslands auð- velt verk að útvega Sjálfstæðis- flokknum þennan frambjóðanda, enda bættist hér við sú mikla nauðsyn að útvega kjördæmi Jóns Sigurðssonar nýjan þing- mann. Það hefðj verið hin mesta ódyggð að láta . flokksbönd hindfa-sig i að gerast fulltrúi íólksins, vinna þjóðirini gagn á þeim víðasta vettvangi. Föð- urlandinu liérumbil ajlt -r- og þá liggur auðvdtað beinast við að maður sjálfur fái afganginn. BáNDARlSK HARMSAGA theodore dreíser Bælaffréttir Framhald af 4. síðu. franibjóðandi Iians. Sag-t er að hinn nýkjömi forseti liafi orðiii fár við ok svarað með annarri spurningu: „Hefur I»orv. Garðar Kristjánsson nokkurntíma verið All»ýðufiokksmaður?“! Það fylgir ekki sögunni hvernig Gylfa Iiafi orðið við svar Ásgelrs en ekki er ótrúlegt að hiyin hafi minnt for- setann á að pessi skjólstæðingur hans liafi setið í stúdentaráði fyr- ir AB-stúdenta, verið nýlega full- trúi AB-fiokksins á alþjóðaþingi sösíaldemókrata og sé enn vara- fulltrúi hans I útgerðarráði R.-vík- urbæjar. MESSLR A MORGUN: CiilVi’B Dómkirltjan. Messa kl. 1.30 f. h. Prestvígsla. Biskup landsins - vígir 5 guðfræði- kandidata. — Séra Óskar J. Þorláksson. — Hallgríms kirkja. Messa kl. 2 e.h. R.æðuefni: Skálholt. — *>éra Jakob Jónsson. (Ath. breyt'tan messutíma). — Rafmagnstakmörkunin í dag KI. 9—11: Austurbærinn íog miðbærinn mi’li Snorrabrautar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vcst- an og Hringbraut að sunnan. Kl. 10:45—12:15: Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu. Mel- arnir, Grímsstaðaholtið með flug- vallarsvæðinu, Vesturhöfnín rpeð Örfirisey, Kap’askjól og Seltjarn- arnes fram eftir. Hafnarfjörður og nágrenni. — Roykjanes. Eþ f)ér kaúpijl erlejuijar iðnaðar- vöruiy sem hæjgjt ey .að. fram- leiða innanlánds á hngkv:emaji hátt, er það safúa og' aið' fij’tfa’ Inn erlent verkafólk, og stuðla að minnknndi atvinnu i landinu. 218. DAGUR „Síðan á föstudaginn held ég. Ég sá hann að minnsta (kosti á föstudagsmorguninn. Er> hann kemur bráðum sjálfur og þá getið þér spurt hann,“ sagði Baggott, en honum fannst hcrra Mason óþarflega forvitinn og sá auk þess að hann var ekki úr sömu stétt og hann og Clyde. Um leið kom Frank Harriet í áttina til þeirra með tennis- spaða undir handieggnum. ,,Hvert ertu að fara, Franki?“ „Ég ætla að reyna völlinn sem Harrison bjó til í morgun.“ „Með hverjum ?“ „Violet, Nadínu og Stuart.“ „Komast fleiri fyrir?“ „Já, já, vellirnir eru tveir. Geturðu ekki náð í Bertu, Clyde cg Sondru?“ „Það getur vel verið, þegar ég er búinn að ganga frá þessu.“ Masan hafði lagt við hlustimar: Clyde og Sondra. Clyde Criffiths og Sondra Finehley — unga stúlkan, sem skrifað hafði bréfin og kortin, sem hann var með í vasanum þessa stund- ina. Og ef til vill liitti hann hana bráðum ásamt Clyde — og gæti spurt hana um Clyde. En nú komu Sondra, Bertina og Wynetta út úr tjöldum sín- um. Bertína kallaði: „Heyrðu, Harley, hefurðu nokkurs stað- or séð Nadínu?“ „Nei, en Frank var héma rétt áðan. Hann sagðist ætla upp á völl að leika tennis við hana, Voilet og Stuart.“ „Jæja? Komdu þá Sondra. Og þú líka Wynetta. Við skuliun sjá, hvemig þeim gengur.“ Um leið og Bertína nefndi nafn Sondru tók hún um hand- iegg hennar, svo að Mason fékk þær upplýsingar, sem hann óskaði eftir — að sjá og virða. fyrir sér stúlkuna, sem hafði þokað Róbertu iburt úr hjarta Ciydes á þennan raunalega hátt, án þess að hafa hugmynd um það. Og nú sá hann hana með eigin augum að hún var fegurri, glæsilegri og betur búin en hin stúlkan hefði nokkru sinni getað orðið. Og hún var lifandi, cn hin lá látin á líkbörunum í Bridgeburg. Meðan hann horfði á þær, gengu þær burt og leiddust allar þrjár,-og Sondra kallaði til Harleys: „Ef þú sérð Clyde, viltu þá segja honum að koma til okkar.“ Og hann svaraði: „Held- urðu að' ég þurfi' að ségjá skugganum þínum það?“ Snortinn af jiessum litskrúðuga harmleik ihorfði Mason með ákafa í kringum sig. Nú lá í augum uppi, hvers vegna hann vildi losna við stúlkuna — þama var hinnar sönnu orsakar að ieita. Þessi fagra stúlka og uuðlegðin og munaðurinn í kringum liana. Að hugsa sér að ungur maður með allt lífið framundan skyldi ieggjast svona lágt! Það var ótrúlegt. Og aðeins fjórum: úögum eftir morð vesalings stúlkunnar var hann kominn á hnotskóg eftir hinni stúlkunni í von uxn að kvænast henni eins og Róberta hafði ger't sér vonir um að giftast honum. Manii- vonzkan kom fram á hinn ótrúlegasta hátt. Þegar Clyde lét ekki sjá sig, var Mas-on að þvi komkin að segja til sín og taka eignir Clydes í sina vörzlu, en um leið birtist Ed Swenk og gaf lionujn bendingu urii að kóma. Ojf begar þeir voru komnir í hlé bakvið trén benti 'Íiann. á niann, sem var enginn annar en Nikulás Kraut og grannan, vel búinn mann, sem var svo fölur og tekinn í andiiti, að hann þóttist strax viss um að þama væri Clyde. Og hann flýtti sír í áttina lil hans, nam aðeins staðar til að spyrja Swenk hvar honum iiefði verið náð og hver hefði náð honum — *íðan beindi hann í.ivarlegum rannsóknaraugum á Clyde eins og verði laganna sæmdi. „Svo að þér emð Clyde Griffiths?" „Já.“ ,,Jæja, herra Griffiths. Ég heiti Orvilie Mason. Ég er sak- sóknarinn i héraði því sem Big Bittern og Grænavatn tilheyra. Ég býst við að þér séuð nákunnugur þessum tveim stöðum.“ Ilann þagnaði til þess að sjá betur áhrif orða sinna. Og þótt bann bj’ggist við að Clyde færi- að titra og slcjálfa, starði hann eðeins á hann stórum dökkum, þunglyndislegum augum. „Nei, bað er ég alls ekki.“ Því að með hverju skrcfi sem hann1 gekk gegnum skóginn l’afði liann orðið einbeittari i þeirri ákvörðun sinni, að livaða sannanir sem þeir liefðu gegn honum, ætlaði hann ekki að láta neitt uppi um samband sitt við Róbertu, ferð sína til Big Bittern eða Grasavatns Harin þorði það ekki. Því að með því játaði hann sig sekan um vcrknað, sem liann hefði í rauninni alls ekki framið. Og enginn mátti trúa því — aldrei — hvorki Sondra, Griffithsfólkið eða hinir tignu kunningjar hans — að liann hefði gert sig sekan um annað eins og þetta, ekki einu jsinni í huganuni. Eri ngjvoru þeir þama á næstu grösum, og á hverri stundu gátu þeir komið og fengið að vita allt um lrnnd- töku hans. Og þótt honum væri ljóst, að hann yrði að neita öilu, þá var hann um leið lamaður af ótta við þennan mann — ótta við gremju þá og andúð sem neitanir hans kynnu að vekja. Þetta brotna nef. Þessi stóru hörkuiegu augu. Mason starði á hann eins og hann væri óþekkt óargadýr, gramur yfir þrjózku lians en áleit þó vegna aumingjalegs útlits hans að hann hlyti bráðlega að játa sekt sína. Hami hélt ofram: „Þér vitið auðvitað livað þér eruð sakaour um, herra Griff- lths?“ „Já, þessi maður er nýbúinn að segja mér það.“ „Og játið þér það?“ „Nei, auðvitað játa ég það ekki,“ svaraði Ciyde; þunnar, —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— —oQo— -—oOo— —oOo-» BARNASAGAN Ábú Hassan hinn skrýtni eSa sofandi vakinn 9. DAGUR varð Abú Hassan litið á sængurábreiðuna og sá hann, að hún var hárauð og staíað í gulli og alsett perlum og demöntum. Hjá rúminu sá hann að lágu íöt úr samkyns veínaði og jaín glitmikil, en kalífahúfan lá á sessu. Varð hann óumræðilega glaður og eins og utan við sig, er hann sá alla þessa dýrð. Hélt hann enn sem komið var, að þetta væri ekki nema draumur, en þó íannst honum allt svo verulegt, að hann óskaði þess, að það væri enginn hugar- burður. ,,Mikið gaman!" segir hann við sjáifan sig, „skyldi ég þá vera kalífi? En mér er bezt að draga ekki sjálfan mig á tálar, því þetta er ekki annað en draumur, og draumurinn sprottinn ai óskinni, sem ég lét í ljós við aðkomna manninn í gærkvöldi." Því næst lokaði hann aítur aug- unum og ætlaði að sofna út aí aftur. 1 sama vetfangi kom geldingur og sagði með lotningu: „Drottinn rétítrúaðra manna! Yðar hátign. ætti ekki að sofna aítur, því nú er kominn tími til morgunbæna; morgunroðinn er íarinn að koma í ljós." Vissi Abú Hassan ekki, hvaðan á hann stóð veðrið, er hann heyrði þetta, og segir vio sjálían sig: „Seí ég þá eða vaki ég? — Ég sef," svaraði hann sjálfum sér með augun aftur, „á því er eng- inn efi.” En ,rer Abú Hassan svaraði geldingnum engu né heldur myndaði sig til að rísa á fætur, bá byrjáðí hann á nýjan leik' og mælíi: „Drottinn rétttrúáðra manna! Yðar hátigri misvirði ekki, að ég segi vður í annað sinn, að timi er til kominn að þér íarið á fætur, ef þér eigio ekki að verða af morgunbænum, sem aldrei er vandi yðar há- tignar." tölur sem blaðinu bárust vorv Mathias 2639, Caompbell 2500, Simmons 2229. Campbell hijóp 100 m á 10,7, Mathias 10,9, Heinrich vann langstökkið 7,10, Campbell 7.09, Mathias kúlu- varpið- 15,30, Campbell 13,89. ííeinrich varð í fjórða sæti eft- ir dáginn í gær. . Ýmislegt. i C Framhald aí 1. síðu. 200 m hlaup kvenna. Þar voru undanúrslit í gær, og náði ástralska stólkan Marjorie Jackson, sem um dag- inn vann 100 m hiaupið þar beztum tíma, einsog búizt hafði verið við. Hún rann skeiðið á 23,4, en það er nýtt heimsmet og náttúrlega olympíumet um leið. Gamla metið kar 23,6, sett af pólskri stúlku í Beriín 1836. Tugþrautin. Bob Mathias varð stigahæst- ur í tugþrautinni fyrri daginn, eins og búizt var við og í næstu sætum voru landar hans tveir, Cammpbeil og SimmonaiSÍðustu Gúdedoff (Sov.) vann lyft- ingar í bantamvigt á nýju' heimsmcti. Urigverjaland vann, nýju fimmþrautina, Svíþjóð J öðru sæti, Finnland þriðjái’ Bandarikjamaður vann ökot- keppnina með skammbyssu með 553 stigum fyrir 60 skot í 50 m fjarlægð. í gær fóru fram und- anúrslit í 1.500 m hiaupi. Jo- hansson frá Svíþjóð fékk bezta tíma 3; 49,6.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.