Þjóðviljinn - 03.08.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.08.1952, Blaðsíða 1
Sunnudagur 3. ,ágúst 1352 — 17. árgangur — 172. tölubíað *_• / jjgt •■•• F|o9vil[inn kemur næst út miðviku- daginn 6. ágúst. Atvinnuleyslng]ar I Reykjavik! fram kröfur ykkar m atvinnu og brauð! Atvinitfileysisskránitigin hefst á þriðjndaginn og stendur í 3 daga Hin lögboðna atvinnuleysisskráning hefst þriðjudaginn 5. þ. m. og stendur í þrjá daga, 5., 6. og 7. ágúst. í allt sumar hafa tugir og hundruð manna gengið at- vinnulausir hér í Reykjavík. í Reykjavík voru í fyrradag skráðir hjá Ráðningarstofunni 100 manns atvinnulausir. Hundruð atvinnulausra manna í júlí og ágúst — um „hábjargræðistímann“ þýðir ekkert annað en það, að varanlegt atvinnuleysi —v hungurvofa áramia fyrir sið- ustu heimsstyrjöld — er komín aftur. Ríkisstjórnm hefur ekkert gert til að ráða bót á þessu ástandi, en hún hefur skipað nefnd til að rannsaka „árs- tíðaatvinnuleysi“, — það þýðir: ríkisstjómin neitar stað- reyndum, neitar að komið sé varanlegt atvihnuieysi. Það er undir þátttöku atvinnuleysingjanna sjálfra í atvinnuleyáisskráningunni komið hvort stjómarvöldin verða neydd til að viðurkenna staðreyndir — og gera ráðstafanir til að ráða bót á atvinnuleysinu. Varanlegt atvinnuleysi hefur verið raunverulega hér í Reykja vík frá því haustið 1950, því á 6.1. sumri gengu tugir verka- manna atvinnulausir við höfn- ina einhvern hluta hverrar viku. Kókakóla-Björn og sannleikurinn Á s.l. hausti jókst atvinnu- leysið hröðum skrefum, en stjórnarvöldin börðu höfðinu við steininn og neituðu að viður- kenna það og kókakóla-Björn lýsti yfir í útvarpsræðu að ekki vissi hann um neitt atvinnu- leysi. Atvinnuleysingjarnir heim sóttn ráðherrann þá í Arnar- hvol til að koma honum í skiln- ing um sannleikann. Enn hefur Iþessi ráðherra ekki lært að kannast við sannleikann. Barátfa Dagsbmnar Á s.l. hausti hóf Dagsbrún baráttu fyrir atvinnuaukningu. Benti á að þar sem þjóðin hefur eignazt nýtízku togara og ágæt- an bátaflota og frystihús og fiskvinnslustöðvar í landi, þyrfti ekki að láta fólkið ganga at- vinnulaust ef afli skipanna væri unninn hér heima. Krafa Ðagsbrúnar í bæjarsfjórn Kröfu Dagsbrúnar um aukna atvinnu, vinnslu aflans hér, flutti varaformaður Dagsbrún- ar, Hannes Stephensen, í bæj- arstjórn Reyikjavíkur og ítrek- aði hana fund eftir fund. En Ihaldið þvældist fyrir, án þess að framkvæma þessa sjálfsögðu ráðstöfun. í umræðum í bæjarstjórn- inni fuílyrti íhaMlð hvað eft- ir annað að atvinnuleysið væri nú alls ekki einm mikið og Dagsbrúnarstjórnin vildi vera láta, og benti á að miklu færri hefðu mætt tll atvinnu- leysisskráningar. — Þetta er atriðj sem atvinnuleysingj arnir ættu að muna við skráninguna nú. Ríkisstjórnin lolai bót... Verkalýðsfélögin í Reykjavík ikusu sér sameiginlega atvinnu- málanefnd; gekk hún á fund ríkisstjórnar og flutti þar kröfur verkalýðssamtakanna um atvinnu og ríkisstjórnin neyddist til að lofa nokkurri Nú 10—30 en vom 160 Raunverulegasta atvinnu- aukningin er knúin var fram á S.l. vetri var sú ófullnægjandi framkvæmd á kröfu Dagsbrún- ar um að vinna afla skipanna hér í landi. Alltaf var þó mikill hluti aflans fluttur út óverk- aður. Alltaf var þó tilfinnanlegt atvinnuleysi, eins og vonlegt er í landi þar sem bygg- ingarvinna hefur verið næst- um alveg stöðvuð og verið er að drepa innlendan iðnað. Þrátt fyrir það að nú sé há- sumar JÓKST þó atvinnuleysið mjög þegar frystihúsinu hættu að taka á móti fiski. Gott dæmi um það er Fiskiðjuver ríkisins á Grandagarði. Þar vinna nú frá 10—30 manns, en unnu áð- ur um 160. Það ei á ykkar valdi Það er augljóst að alþýða Reykjavíkur getur ekki sætt sig við það að vera neitað um að vinna fyrir brauði sínu jafnvel' sjálfan „hábjargræðistLmann“. Hinsvegar munu stjórnarvöldin engar raunhæfar framkvæmdir hefja til atvinnuaukningar, nema henni sé sannað að á- standið er óþolandi. Það er á valdi atvinnuleysingjanna sjálfra að gera það með þvíi að mæta til atvinnuleysisskráning- arinnar og lylgja fram kröfum verkalýðssamtakanna um at- vinn'u og bralið. Þegar atvinnumálanefnd Full trúaráðs verkalýðsíelaganna ræddi við ríkisstjórnina fyrir rúmri viku heimtaði kókakóla- Björn enn sannanir fyrir því að til væri atvinnuleysi. Næstu daga gefst atvinnuleys ingjunum kostur á að leggja fram þær sannanir með því að mæta til atvinnuleysisskráning- arinnar. Hafnarverkamenn í Reykjavík ganga á fund kókakóIa-iBjörns í Arnarhvoli á s.I. hausti til sanna homim að þeir væru atvinnulausir. — Enn heimtar þessi sami ráðherra sannanir fyrir því að til sé atvinnuleysi! Ætlið þið að draga hann á svarinu i þetta sinn? bót, en þegar til kcm varð sú' atvinnuaukning kák eit't. Tlugbrautin ókomin enn Eitt af fyrirheitum stjórnar- valdanna. þá var vinna við leng- ingu flugbrautar á Reykjavík- urflugvelli, þar sem hundruð manna áttu að fá atvinnu. Hvernig þau loforð voru haldin sést bezt á því að ílugbraut sú er ólögð enn. Blygðimailaiísai Strax eftir síðustu ára.niót komu stjórnarvöldin af stað miklum sögum um stórkostleg- ar framkvæmdir hjá hernáms- liðinu í Keflavík.sem ættu að leysa öll atvinnuleysisvandamál. Borgarstjóri Reykja.víkur notaði þetta sem rök á bæjarstjórnar- fundum!! Allir verkamenn vita að þetta reyndust blygðunailausar blekk ingar. Ilanclarískai* fliigvélar 489 sfnvtiifii yfir Miita á 5 dögum í frétt frá Peking er sagt frá því, aö á tímabilinu 12. —16. júlí hafi bandarískar flugvélar flogið 489 sinnum inn. yfir Mansjúríu og framiö landhelgisbrot gegn Kína. Pablo Neruba Neruda iverfur heim úr útlegð Blöð í Chile skýra frá því að skáldið heimskunna Pablo Ner- uda, sem verið hefur i útlegð í fjögur ár, muni hverfa heim inn.- an skamms. Neruda varð að flýja land til a.ð forðast handtöku þegar Cliile- stjórn barði niður verkalýðshreyf- ingu landsins, en hann var einn. af þingmönnum Kommúnistaflokks Chile. Nú er málum þannig komið í Chile að ríkisstjórn Conzales Videla, sem fyrirskipaði handtöku Neruda, stendur höllum fæti og mun ekki treystast til að leggja. hendur á hann þótt hann hverfi heim, vegna þess hve ástsæll hanii er af allri þjóðinni. Útlegðarár sín hefur Neruda lengst af dvaiið í Austur-Evrópu. Eva Peron 1 verður smurð Peron Argentínuforseti til- kynnti í gær að útför konu: hans Evu hefði verið frestað til 10. þ.m. til að gefa sem, flestum kost á að ganga fram- hjá líkbörunum. Síðan kvað hann ár myndi líða þangað til jarðneskar leyfar hinnar látnu' yrðu aftur til sýnis en svo langan tíma myndi taka að gera jþær óforgengilegar off uppfylla þar með ósk hins brottkallaða mikilmennis. Einn af ráðherrum Perons hefur látið gera kerti, sem er 90 kiló á þyngd. Kveikt verður á því einn klukkutíma á mán- uði hverjum og Ijósið slökkt klukkan 22.20 ’á 26. degi mán- aðarins en það var andláts- stund Evu. Vonazt er til að kertið endist í 100 ár. Samband veitingahúsastarfs- manna Argentínu hefur sent Piusi páfa skeyti og skorað á hann að taka Evu Peron. í helgra manna tölu. Þess var einnig getið, áð Kórverjar og kínverskir sjálf- boðaliðar hafi, þann 14. júlí, 'hrundið landgöngutilraun Bandarikjamanna við Kamsu á vesturströnd Norðurkóreu, óg viðar suðaustur af Monggum- po. — Landgöngutilraunirnar gerðu rúmlega 300 manns, studdir herslkipum og flugvél- um. Fimmtugsafmæli Einars Olgeirssonar 1 tilefni af fimmtugsafmæli Einars Olgeirssonar verður samkvæmi haldið að Hlégarði í Mosfellssveit 14. ágúst næstkomandi. Síðar verður nánar auglýst um tilhögun samkvæmisins og ferðir uppeftir. Áskriftarlistar Iiggja frammi í skrifstofu Sósíalista- flökksins, Þórsgötn 1. Ennfremur er hægt að tilkynna þátttöku í síma 7510. UNDIRBÚNINGSNEFNDIN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.