Þjóðviljinn - 07.08.1952, Qupperneq 1
BERLÍNARFARAR!
Ilakíifi verður upp á ársaf-
niaíli Berlínarmótsins með satvi
eigpinlegri kaffidrykkju í Tjarn-
arkaffi (baksalnuni) í kvöid
kl. 8.S0 stundvíslega.
Nefndin.
BANDARISKA HERSTJÚRNIK RÝFUR
Fraiiikværnir bandarisk kiignnarlcig á Kellavikurilngvelli — rekiir is-
lenzka konu irá starii íyrir þá ..sök** að vera giit sésíalista!
t>að á tafarlaust mð segja smwnuingnum upp og lmtm ttmndmríh§mmenn
vita að tslendingmr þmlm þeim engin lögbrat og gfirtroðslur
Bandarísk kúgunariög eru framkvæmd á Keffa-
víkurflugvelli, þrátt fyrir að íslenzk lög og rétfur
skuli gilda þar.
í síðasta mánuði var íslenzkri konu sagt fyrit-
varalaust upp starfi sínu án nokkurra saka. en
samkvæmt bandarískum skoðanakúgunarlögum.
Astæðan fyrir brottrekstri hennar var sú að hún
sé gift sósíalista.
Bandaríkiastjóm hefur þar með þverbrotið
„varnarsamninginn" svokallaða er þau gerðu við
íslenzku ríkisstjórnina, en þar er það sérstaklega
tekið fram að Bandaríkjamenn sem hér dvelja skuli
„EINKUM FORÐAST AÐ HAFA AFSKIPTI AF ÍS-
LENZKUM STJÖRNMALUM".
Það er því skýlaus krafa að hinum svokallaða
„varnarsamningi'1 verði sagt upp, en liðsforingi
sá er þverbrotið hefur íslenzk lög og framkvæmt
bandarísk kúgunarlög á íslandi verði látimn biðj-
ast afsökunar og tafarlaust vikið frá starfi.
CiyiLM B2RS0NÍ&L OFFICE
14D0TB?*AI-R BASB CERCUP
' í&irzmr Aifi ssrvice
afc jMol- o/o pqstmastsr
NS9^TKJRCf N* T.
Tauainatioa
TO: Misa JJoiu 3jomaiottlr
Sb"JS9lt»9péTt- KaiTisvik .Urpsrt aotei
UOOth Air.BaSsr Oroip, MA?3
* :'J'C rfS 1, <2/0 I-'oðtsaster
Ne ,‘i York, íje;*' Yoric
1. loeoxvlance witb oortsraph 5.u,9 ot AFH 205-34, 70u are
hereby nczitl&L th'it your s^rvices -wíth tLis. orgaaitution wiil ao
longer be re .^uired after 14 July 1952. ■
2, It i? ecnsidered t-hat yith the aeveral high claBsification.
projectNS -jotv.lng throc^t. iCefiuYÍk latemutlon^l Alrport that your
oontisued aerrives .ilth the i4QCth Air B*jí« Croup represení a
security riais..
2. Ple^oe reoort to tv.e CiviXian Xwrsomiftl Cffioe ut 0900
hourc on 1-i July 1952 fcr flnul tftriiination tirocoseing.
Uppsagnarbréf majórs Edwards G. Brown yngra
Yery tmly yours,
Cirilí&n Pcraonuel Officer
IICPO
SXT3JFCT:
Konan sem bandaríska her-
stjómin rak fyrirvaralaust úr
starfi, samkvæmt bandarískum
skoðanakúgunariögum, frú
Fjóla Bjarnadóttir, hafði starf-
að um eins og hálfs árs skeið
í hótelinu á Keflavíkurflugvelli
sem verkstjóri yfir stúlkna-
flokki er sér um hirðingu her-
bergja á hótelinu og leyst starf
sitf prýðilega af höndum.
„Samkvæmt 9. málsgrein
!5. greinar AFR 205-34"
Einn daginn í síðasta mán-
uði var hún kölluð á fund maj-
órs Edwadrs G. Brown yngri,
sem er yfirmaður þess starfs-
fólks á vellinum sem ekki er í
herþjónustu og afhent uppsagn-
arbréf það sem birt er mynd
af hér á síðunni, og hljóðar
svo á íslenzku:
„Ungfrú Fjóla Bjarna-
dóttir Yfirþerna flugvallar-
hótelinu Keflavík, Fjórtán-
liundraðasta flugstöðvar-
sveitin, flugdeild bandaríska
flughersins APO //81 c/o
Postmaster
NEW York, NEW York
1. Samkvæmt 9. máls-
grein 5. greinar AFK 205—
34, er yður hérmeð tilkynnt
að þjónustu yðar lijá þess-
ari stofnun verður ekki
lengur þörf eftir 14. júlí
1952.
2. Álitið er, að þar sem
ýmsar mjög leynilegar fyrir-
hugaðar framkvæmdir fara
um alþjóðaflugvöllinn í
Keflavík þá stafi öryggisá-
hætta af áframhaldantli
störfum yðar í þágu fjórtán-
hundruðustu flugstöðvar-
sveitar bantlaríska flughers-
ins.
3. Gjörið svo vel og gefið
yður fram í skrifstofu starfs
fólks sem ekki er í herþjón-
ustu kl. 9 f.h. 14. júlí 1952,
til endanlegrar uppsagnar-
meðferðar.
Yðar einlægur
Edward G. Brown yngri,
majór í bandaríska flughern
um,
yfirmaður starfsfðlks sefti
ekki er í herþjóftustu“.
Agætlega unnið starf,
sagði majórinn, - en . . .
Á'ður en majór Edward G.
Brown yngri afhenti íslenzku
starfsstúlkunni uppsagnarbréf-
ið spurði hann hvort hún vissi
vegna hvers hún væri kölluð
á sinn fund. Hún kvað nei við
því. Sagði majórinn þá að
henni væri sagt upp starfi og
afhenti henni uppsagnarbréfið.
Frú Fjóla Bjarnadóttir spurði
hann þá hvort starfi sínu hefði
í einhverju verið áhótavant.
Majór Edward G. Brown yngri
kváð alls ekki svo vera, hún
hefði unnið starf sitt með prýði
en •samkvæmt reglum banda-
ríska hersins um að fólk sem
ætti kommúnista í fjölskyldu
sinni geti ekki starfað fyrir
herinn, gæti hún ekki unnið
áfram á Keflavíkurflugvelli,
því sér hefði verið» tjáð að
maður hennar væri „aðalfor-
ingi kommúnista á Suðurnesj-
um“.
Orðheldni majórs í her
Bandaríkjanna
Fjóla kvaðst ekki una því að
vera þannig rekin fyrirvara-
laust án saka frá starfi og
spurði hvort hinn bandaríski
majór vildi ekki láta sig hafa
vottorð um hvernig hún hefði
leyst störf sín af hendi.
Majór Edward G. Brown
kvað ekkert sjálfsagðara en
láta hana hafa vottorð um að
hún hefði unnið störf sín með
prýði, sagði henni að koma
aftur seinna og skyldi þá vott-
orð- þetta vera tilbúið.
Það sýnir hinsvegar hve
mikits majór í bandaríska
hernum metur orð sín að
vottorð þett'a mun óskrlfað
enn!
Þáttur rakarans frá
Borgarnesi
Hemámsliðið jók mjög á s.l.
vori njósnastarfsemi sína og
lagði einkum áherzlu á að
tryggja sér íslenzka „hjálpar-
menn“. Rakarinn frá Borgar-
nesi, Þorvaldúr Friðriksson
liðsforingi, tíðast nefndur í
sambandi við kynni bandarískra
hermanna og íslenzkra telpna,
þótti sjálfkjörinn til að stjórna
slíku verki.
„Aðalforingi kommúnista
á Suðurnesjum”
Hi'ð „styrkta“ njósnalið her-
námsliðsins mun hafa tjáð
majór Edward G. Brown yngra
að maður frú Fjólu Bjarna-
dóttur væri „aðalforingi komm
únista á Suðurnesjum". Hér
skal ekki efast um vilja rak-
arans frá Borgarnesi í hans
göfuga starfi, en rétt er þó í
þessu' sambandi að geta þess að
maður frú Fjólu er ekki einu
sinni formaður í neinni sósíal-
istafélagsdeild á Suðumesjum.
U ppsagnarák væðin
þverbrotin
Njósnir íslenzkra manna í
þágu bandaríska hernámsliðs-
ins skulu ekki rædd hér að
sinni, þær eru kafli útaf fyrir
sig. Hinsvegar EIGA íslenzk
lög að gilda á Keflavíkurflug-
velli. Uppsögn frú Fjólu Bjarna
dóttur fyrir þá sök að maður
hennar sé sósíalisti er skýlaust
brot á íslenzkum lögum. Auk
þess braut hernámsliðið með
hinni fyrirvaralausu uppsögn
allar reglur um uppsagnir.
Bandaríkjamenn staðnir
að þjófnaði
Uppsagnaifrestur fastráðins
starfsfólks á Keflavíkurflug-
velli er einn mánuður.
Þegar frú Fjóla fór að sækja
kaup sitt var henni greitt fram
að þeim degi sem hún hætti að
vinna. Hún kvaðst ekki viður-
kenna þá kaupgreiðslu þar sem
sér væri ekki greitt kaup fyrir
uppsagnarfrestsmánuðinn og
því ekki kvitta fyrir greiðsl-
una. Bandaríkjamenn hafa þar
með einnig gert sig opinbera
að því að reyna að stela lög-
mætu kaupj, af íslenzkum
starfsmönnum.
„Eihkum skulu þeir
forðast. ...”
Svikin um kaupgreiðsluna
eru þó smámunir hjá þvi al-
gera broti á íslenzkum lögum
og skýlausa broti á „varnar-
samningnum“ sem hernámslið-
ið hefur gert sig sekt um með
hinni fyrirvaralausu uppsögn.
„Varnarsamningnum“ svo-
kallaða fylgir „Viðbætir um
réttarstöðu liðs Bandaríkjanna
og eignir þeirra“.
2. gr. b-liður þess viðbætis,
er samþýkktur var sem lög á
Alþingi 11. des. 1951, hljóðar
svo: '
„Liði Bandaríkjanna
og skylduliöi liðsmanna
á íslandi ber að vii’ða ís-
lenzk Iög og hafast ekk-
ert það að, sem fer á
bága við anda þessa
samnings. og EINKUM
SKULU ÞEIR FORÐAST
AÐ HAFA NOKKUR AF-
SKIPTI AF ÍSLENZKUM
STJÓRNMÁLUM. Banda-
rikin munu gera viðeig-
andi ráðstafanir í þessií
skyni.“ (Leturbreyting
Þjóðviljans).
Með því að segja frú
Fjólu upp starfi fyrir þær
sakir einar að hún er gift
sósíalista, og framkvæma
þarmeð bandarísk kúg-
unarlög sem hafa ekkert
lagagildi hér á landi hef-
ur það þverbrotið íslenzk
lög og „varnarsamning-
inn”.
Það er því skýlaus
krafa að sökudólgurinn,
majór Edward G. Brown
yngri, sé látinn biðjast
afsökunar og tafarlaust
vikið frá störfum og vís-
að úr landi. í áframhaldi
af því ber svo að svara
slíkum yfirgangi með því
að segja hinum svokali-
aða „varharsamningi“
við Bandaríkin upp. Það
verður tafarlaust að
spyrna við fótum og láta
Bandaríkjamemt skilja
að íslendingar þola þeím
engin lögbrof og yfir-
troðslur. '