Þjóðviljinn - 24.08.1952, Blaðsíða 6
6)
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 24. ágúst 1952
• li 5
Höfundurimi og
verk Iians
Framhald af 3. síðu.
Ef mér auðnast að gefa
sanna mynd af lífi þeirra, ást
þeirra, gleði og sorg, hrifningu
þeirra yfir endurreisninni og
guðmóði þeirra í friðarstarfinu,
ef mér auðnaðist þó ekki væri
nema að varpa birtu yfir
nokkra þætti í hinu auðuga
lífi þeirra — ef mér tækist það
þá yrði þetta bók um ráð
stjórnarskipulagið, sem undir
forustu flokks Leníns og
Stalíns hefur skapað þetta líf
og komið fólkinu á nýtt til-
verustig ef svo má segja.
En mun mér takast þetta?
Hvert skipti sem höfundur
byrjar nýja bók leggur hann í
langa ferð og erfiða. Vinnan út-
heimtir alla þekkingu hans og
starfsgetu. Minningar tengjast
athugunum, ný áhrif blandast
gamalli reynslu, og allt þetta
setur sinn svip á verkið. Að
ógleymdu ímyndunaraflinu,
sem brégður skarpara ljósi yf-
ir staðreyndirnar. Og eftir því
sem líður á söguna öðlast per-
sónumar meira líf og fá sjálf-
stæðari afstöðu gagnvart höf-
undi sínum. Það hefst barátta,
þar sem sögupersónurnar
ganga ætíð með sigur af hólmi.
Meðan höfundurinn er haldinn
verki sínu og neytir allrar
orku sinnar við það, er hann
alltaf viss um að það muni
heppnast vel. Og það er fyrst
við ferðalok, er bókin kemur
fyrir augu lesáBdans, sem það
mun sannast hvort sagan
heppnaðist eða ekki.
En jafnvel stórsigri, jafn-
vel einróma lofstöfum milljóna
lesenda verður ekki jafnað við
þá gleði og fullnægingu sem
höfundurinn nýtur meðan hann
vinnur að verki sínu, hvort
sem hann safnar efni til þess
eða ritar það niður. Hverju
verður líkt við þær stund
ir, daga og vikur er höf
undurinn lifir eingöngu með
persónum sinnar eigin bókar,
er nýjar hugmyndir og sýnir
þyrpast að hvaðanæva, er lífs
reynsla manns sjálfs fær mál
í munni þeirra persóna er liann
skapar. ”
Það er almenn skoðun að
rithöfundurinn sé ævinlega einn
í kvöl og fögnuði sköpunar
sinnar. Það á ekki við um sovét
rithöfundinn, sem ekki þekkir
til einsemdar. Veggirnir í her-
bergi hans einangra hann ekki
frá samfélaginu. Hann getur
reitt sig á samúðarfullan skiln
ing lesandans sem bíður bókar
hans og veit að hún er fram-
lag hinum sameiginlega mál-
stað: uppbyggingu kommún-
isman? og verndun friðarins.
BANBARlSK HAEMSáGA theodore dreiser
Eldflaugaiannsóknir
Pramhald af 5. siðu.
Norðvestur-Grænlandi og þaðan
með skipi þangað til 75 km
eni á segulskautið.
Leiðangursmenn hafa með-
ferðis sjö eldflaugar, sem þeir
vonast til að geta skotið 75
km út í geiminn. Þær verða
sendar af skipsfjöl með loft-
belgjum en þegar komið er í
16 km hæð á loftþynningin að
sjá fyrir því að þær losni frá
og rafneisti kveiki á eldflaug-
imij sem á að þjóta með 4500
km hraða á klukkustund.
I nefinu á eldflaugunum
verða geislateljarar og lítið út-
varpstæki sendir til jarðar upp-
Iýsingar um ástandið í efri loft-
lögunum. Rannsóknarleiðangur
þessi fer til Grænlands vegna
þess að segulsvið jarðarinnar
sveigir geimgeislana i áttina að
242. DAGUR
ekki tekið trúanleg, þá yrði hann tafarlaust dæmdur sekur.
Og þannig undirbjuggu þeir réttarhöldin og reyndu eftir
megni að komast yfir vitnisburði um fyrra líf Clydcs, kosti hans
og manngæzku, en í Lycurgus var þeim gert erfitt fyrir vegna
þeirrar staðreyndar, að Clyde hafði á yfirborðinu virzt fyrir-
myndar piltur, þótt einkalíf hans væri allt annað, og í Kansas
City hafði fyrsta tilraun hans til að standa á eigin fótum end-
að með skelfingu.
Eitt mesta vandamálið í sambandi við Clyde og fangelsisvist
lians var að áliti Belknaps og Jephsons og sækjandans sú
staðreynd að ekki einn einasti úr fjölskyldu hans sjálfs eða
föðurbróður hans hafði komið honum til hjálpar. Og engum
nema Belknap og Jephson hafði hann sagðt hvar foreldar hans
væru niðurkomnir. En öðru hverju veltu Belknap og Jephson
því fyrir sér, hvort ekki yrði nauðsynlegt í sambandi við vörn-
ina að foreldrar hans eða að minnsta kosti systir eða bróðir
kæmu á vettvang til að rétta honum hjáiparhönd. Að öðrum
kosti var eins og Clyde væri útskúfaður, svartur sauður í fjöl-
skyldunni, sem enginn vildi hafa nein afskipti af.
Af þessum ástæðum höfðu þeir rætt við Darrah Brookhart
og spurt um foreldra Clydes, og komizt að raun um að Griffiths-
fjölskýldan í Lycurgus var því mjög mótfallin að leitað yrði
til nánustu ættingja Clydes. Á milli stöðu þeirra. í þjóðfélaginu
var ge^'slegt bil sem Griffithsfjölskyldan í Lycurgus hirti
ekki um að opinbera. Og gat ekki verið að fréttaþjónustan
gæti gert sér einhvem mat úr foreldrum Clydés, iþegar búið
væri að hafa upp á þeim? Bæði Samúel og Gilbert Griffiths
höfðu lagt til að halda nánustu ættingum Clydes utanvið þetta
mál, svo framarlega sem Clyde samþykkti það. Og fjárhagsleg-
ur stuðningur þeirra við Clyde gæti verið undir þessu kominn.
Clyde féllst á þessa ós k frædna sinna, þótt enginn sem við
hann talaði til lengdar gæti blandazt hugur um ást hans á
móðurinni og hryggð hans hennar vegna yfir því sem gerzt
hafði. Sannleikurinn var sá, að tilfinningar hans gagnvart
henni þessa stundina voru blanda af ótta og smán vekna þess
álits sem hún hlyti að hafa á gerðum hans — siðferðilegu hruni
hans. Gæti hún trúað á þá hugarfarsbreytingu, sem Belknap
og Jephson höfðu fundið upp? En hvað sem því leið, þá mátti
hann ekki til þess hugsa að hún kæmi til hans núna, horfði á
hann gegnum grindumar og sæi smán hans að þurfa að standa
augliti til auglitis við hana og tala við hana dag eftir dag.
Augu hennar voru svo skær, spyrjandi og full þjáningar. Að
sjá vantrú hennar á sakleysi hans, því að honum var ljóst að
þrátt fyrir alla fyrirhöfn Belknaps og Jephsons á hans vegum,
þá voru þeír í vafa um sannnlefksgildi frásagnar lians um ó-
sjálfráða, höggið. Þeir trúðu þvi ekki í raun og veru, og ef til
vill segðu þeir henni það. Og væri auðveldara. fyrir móður hans
að trúa þvj, sem elskaði og óttaðisfe guð og hataði syndina?
Og þegar hann var spurður á ný, hvað hann teldi heppilegast
að gert yrði í sambandi við foreldra hans, þá svaraði hann því
til, að hann þyldi ekki enn að hitta móður sína — það yrði eng-
um til góðs og þeim báðum til kvalar.
Og til allrar hamingju virtust foreldrar hans ekki hafa
fengið neinar fregnir af óláni hans enn sem komið var. Vegna
hinna fastmótuðu trúar- og siðferðisskoðana þeirra voru öll
veraldarleg og syndsamleg blöð bönnuð á heimili þeirra og trú-
boðsstöð. Og Griffithsfjölskyldan í Lycurgus hafði ekki fundið
neina hvöt hjá sér til að upplýsa þau um málið.
En kvöld eitt um sama leyti og ÍBelknap og Jephson töluðu
sem mest um fjarveru foreldranna og hvað ætti að gera í því
máli, vildi svo til að Esta, sem hafði gifzt skömmu eftir að
Clyde fór til Lycurgus og bjó nú í suðausturhluta Danver,
las í Rocky Mountain News af tilviljun eftirfarandi frétt:
MORÐINGI VERKSMIÐJUSTÚLKU ÁKÆRÐUR
FYRIR RÉTTI
Bridgeburg, N.Y., 6. ágúst: Sérstakur fundur hæstaréttar
hefur verið boðaður til að taka fyrir mál Clydes Giiffiths,
bróðursonar hins auðuga flibbaframleiðanda í Lycurgus, sem
nýlega var ákærður fyrir morð á ungfrú Róbertu Alden frá
Biltz, New York, á Big Bittern vatni í Adirondack híijn 8. júlí
síðast liðinn.
Þegar Griffiths, sem þrátt fyrir nær óhaggandi sannanir hef-
ur haldið því fram að þarna hafi verið um slys að ræða, heyrði
úrskurð hæstaréttar um að morð hefði verið framið, neitaði
hann sekt sinni. Rcttarhöld í máli hans hefjast 15. október.
Griffiths þessi er aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri og
fram að lrandtöku sinni tók hanh. virkan. þátt í skemmtanalíf-
inu í Lycurgus. Hann er ákærður fyrir að hafa drekkt unnustu
sinni, verksmiðjustúlku, sem liann hafði áður tælt og síðan
ákveðið að yfirgefa til að koma sér í mjúkinn hjá auðugri
stúlku. Laun verjenda greiðir liinn auðugi föðurbróðir í Lycur-
gus, sem hefur fram að þessu haldið sér utanvið málið. Og það
er staðreynd að enginn ættingi hefur gefið sig fram til að veita
honum aðstoð.
Esta hraðaði sér til heimills móður sinnar. Þótt greinin væri
skýr og ótviræð, þá vild hún ógjaraa trúa því að átt vær við
Clyde. En um nöfn og staði var ekki að villast — hin auðuga
Griffithsfjöiskylda í Lycurgus og fjarvist nánustu ættirigja.
Hún flýtti sér með strætisvagninum 'til ibúðar- og trúboðs-
stöðvarinnar, sem gekk undir nafninu „Vonarstjaman" í Bid-
well stræti, og húsakosturmn þarna var engu betii en hann
hafði verið x Kansas City. Enda þótt þarna væru allmörg lier-
bergi sem leigð voru ferðamörmum fyrir tuttugu og fimm
sent á nóttu og starfsemin ætti því að standa undir sér, þá út-
heimti hún mun meiri vinnu, sem varla borgaði sig. Auk þess
\oru Frank og Júlía löngu orðin þreytt á þessu ömurlega lífi,
höfðu reynt að losna að heimaix og létu foréldra sína um trúboð
ið. Júlía, sem nú var niján áxa, var gjaldkeri í veitingahúsi í
hjarta borgarinnar, og Fi'ank, sem kominn var hátt á sautjánda
árið hafði nýlega fengið atvinnu í grænmetisverzlun. Og cina
bamið sem heima var, vár Russell litli, hinn óskilgetni sonur
Estu — sem nú var á fjórða ári — og afinn og amrnan létu á
sér skiljast að hann væri munaðarlaust bam, sem þau hefði
tekið að sér í Kansas City. Hann var dökkliærður drengur, ekki
—oOo— —oOo— —oOo— ——oOo—— ■—oOo— —oOo— —oOíh*
BARNASAGAN
Abu Hassan hinn skrýtni eSa
sofandi vakinn
32. DAGUR
íyrst þú vilt svo vera láta. £g skal ekki vera ó-
kurteis við jaíngóðan gést og þú ert og gera þér á
pióti skapi ,í.,slíku lítilræði. Ég drekk því minni
þeirrar konu, sem þú lofar mér; en fjarri-fer samt,
að ég byggi nokkra von á loforði þínu, því mér þyk
ir vel eins og er".
Kaumast var Abú Hassan búinn að renna út bik-
arinn, fyrr en á hann sóttu ómótstæðileg svefn-
þyngsli og vár hánn nú allur á valdi kalífans. Lét
kalífinn þræl sinn undir eins'Bérá“Tiahn tiniaHa?-
innar, og um leið og hann sjálfur gekk út, læsti
hann dyrunum, því í þetta sinn ætlaði hann ekki
að láta Abú Hassan eiga afturkvæmt. En er til hall-
arinnar var komið, var Abú Hassan lagður í legu-
bekk í sama salnum, sem hann var borinn úr sof-
andi heim til sín, í fyrra skiptið. Lét nú kalífinn að
sér sjáandi færa hann í sömu fötin og þá, og skipaði
síðan öllum að ganga til rekkju. Sagði hann svo
fyrir, að þegar lýsti degi, skyldu koma til Abú
Hassans allir hinir sömu þjónar, söngmeyjar og amb
áttir, sem verið höfðu hjá honum í fyrra skiptið
þar í salnum. Skipaði kalífinn Mesrúr að vekja sig
áður en Abú Hassan vaknaði.
Mesrúr hlýddi skipan þessari rækilega, eins og
nærri má geta, og fór kalífinn undir eins inn í sal-
inn, þar sem Abú Hassan svaf. Stóð bar við dyrnar
allir þjónarnir, geldingarnir og ambáttirnar; lagði
kalífinn ríkt á við hvern um sig, að leysa ætlunar-
verk sitt vel af hendi, og fór síðan inn í grindaklef-
ann, þar er sjá mátti yfir salinn. Þyrftist nú
allt þjónustufólkið kringum Abú Hassan oa fór hann
að bæra á sér, því verkunartími svefnduftsins var
á enda, en ekki lauk hann samt upp augunum. En
allt í einu gullu við hljómar hljóðfæranna og hinar
sætu raddir söngmeyjanna, og lauk þá Abú Hassan
upp augunum, hugíanginn af þessum dýrðlega
söng; leit hann alít í kringum sig og undraðist því
meir, sem -hann þóttist bera kennsl á þjóna þá og
ambáttir, er stóðu í kringum hann. Hann hugðist