Þjóðviljinn - 27.08.1952, Qupperneq 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 27. ágúst 1952
I * n 5
rr> tfí,\
Þar mætast f egurS
og smáu
Framhald af 5. síðu.
okaða Evrópu sömu slóðir og
hann nokkrum árum áður.
^ Það sem á að
)(vernda''
En það var vissulega \rel til
fundið að Riðgway sótti Ne-
apel heim. Þar birtist í nak-
inni mynd sú ,,vestræna menn-
ing“ sem hann á að verja, þeir
þjóðfélagshættir sem harm á að
halda við lýði, algerustu and-
stæður fegurðar og niðurlæg-
ingar. Bandaríkin hafa hernum-
ið Evrópu til þess að 200.000
manna haldi áfram að búa við
atvinnuleysi í Neapel, til þess
að tötrafjölskyldur lifi og deyi
úr i’.ungri í gluggalausum kytr-
um, til þess að ólæst fólk verði
að stýðjast við merki ef það á
að geta neytt þeirra lýðréttinda
sinna að greiða atkvæði, til þess
að Italir haldi áfram að vera
lánlaus þjóð í fögru lndi.
Þ\n það er ekki óttinn við árás
sem veldur bandarískú her
námi og yfirreið sýklaforingj
ans, heldur óttinn við að kúg-
uð alþýða taki að lokum völd-
in í landi sínu. Og sá ótti auð-
stéttarinnar er vissulega ekki
tilefnislaus í Italiu. Þar vex
alþýðuhreyfingunni fisku.r tun
hrygg með liverjum mánuði
sem líður, liverjar nýjar kosn
ingar sýna stóraukið vald henn
ar, og þær kosningar eru ekki
langt undan sem færa flokk-
um hennar algeran meirihluta.
Stattu á verði...
Framhald af 3. síðu.
. FEITUR
ÞJÓNN'.': .
Þótt hugsjón íslendingsins
hafi aldrei verið hinn smjaðr-
andi þjónn, eigum við — þvi
miður — slíkar manntegundir.
Hvert mannsbarn veit, að
aldrei í sögunni hafa steðjað
jafngifurlegar hættur að ís-
lenzkri þjóð og einmitt nú.
Bandarísk áhrif eru öflugri
en dönsk, ekki sízt þar sem
þeir sitja hór á landi með her
manns, og eru drottnandi vald
um nærri hálfan hnöttinn. —
Samt er hér til fólk, sem kallar
sig íslenzkt, en liggur hund-
flatt fyrir hverju boði valdhaf-
anna bandarísku, og þakkar
kjaftshöggin, sem íslenzkri
menningu eru rétt, breiðu brosi
— Slíkt fólk hefur alltaf verið
til, og þegar saga okkar tíma
verður skráð, mun því ekki
gleymt að heldur.
C ,STATTU Á
VERÐI, STOLTI
ÍSLENDINGUR“
Það er íslenzk alþýða, sem
hefur varðveitt það bezta í
menningu og háttum kynstofns-
ins í þúsund ár. Yfirstéttin lief-
ur alltaf verið á móti menn-
ingunni, af því hún er yfirhöfuð
á móti allri þróun. — Islenzk
skáld hafa löngum kveðið í al-
þýðuna, kraftinn, staðið í
fremstu víglínu í baráttu dags-
ins, — og hvatt til sóknar. —
Kall skáldsins til okkar í dag
er alvarlcgt og kanski þrungið
ugg. — En gerum óttann á-
stæðulausan. Það getum við, ef
við tileinkum okkur þegar
hvatningu skáldsins, — öll sem
eitt: „Stattu á verði, stolti
íslendingur"!
- ó-
SANDARtSK HARM
244. DAGUR
af ótta við að hann sendi honum svarskeyti." (Og síðan: ,,Þú
ert mér hæli og styrkur, ó guð. Hjá þér leita ég skjóls“) „En
þeir hljóta að afhenda honum skeytið, þótt við sendum það til
dómarans eða lögfræðinganna. Betra væri auðvitað að geta
sent honum það beint.“ („Hann leiðir mig á réttan veg“). „Ég
ætla bara að segja að ég hafi lesið um hann í blöðunum og
beri enn traust og ást til hans, en hann á að segja mér sann-
leikann og segja mér hvað ég á að gera. Ef hann þarf
á peningum að halda, þá verðum við að gera okkar bezta.“
(,,'Hann hefur frelsað sál mína“).
Og þrátt fyrir hugarró hennar þessa stundina, þá fór hún
nú allt í einu að núa saman hrjúfum, vinnulúnum höndunum.
„0, þetta getur ekki verið satt. Æ, nei. Hann er þó sonur minn.
Við elskum hann öll og treystum honum. Við verðum að segja
það. Guð mun frelsa hann. Vakið og biðjið. Verið trúaðir. Því
að þú erc mér hæli og styrkur, ó guð.“
Hún var svo utan við sig, að hún \ássi varla hvað hún var
að segja. Og við hlið hennar stóð Esta og sagði: „Já, mamma.
^lá auðvitað. Já, ég skal gera það. Ég veit að hann hlýtur að
fá skeytið." En hún sagði einnig við sjálfa sig: „0, guð miun
góður! Guð minn góður! Er nokkuð til veiTa en þetta — að
vera ákærður fyrir morð! En auðvitað getur þetta ekki verið
satt. Það getur ekki verið satt. Ef hann kæmist að þessu.“
(Hún vav að hugsa um eiginmann sinn.) „Og Russell litli. Og
það sem kom fyrir Clyde í Kansas City. Veslings mamma. Það
er eins og ólánið elti hana.“
Eftir nokkra stund ger.gu þær báðar þegjandi framhjá Asa,
sem var að hjálpa til við hreingeminguna í næsta herbergi,
og fóru niður í aðaltrúboðssalinn, og þar var kyrrð og ró og
mörg spjöld sem kunngerðu miskunnsemi, vizlcu og eilíft rétt-
læti guðs.
ÁTJÁNDI KAFLI
Símskeytið var orðað í þeim anda sem lýst hefur verið og’
sent þegar d stað til lögfræðinganna Belknap og Jepsons, sem
ráðlögðu Clyde hvemig hann ætti að svara þci — að honum
liði vel; að hann hefði góða aðstoð og þyrfti ekki á fjárhags-
legum stuðningi að lialda. Og einnig væri bezt að enginn úr
fjölskyldunni kæmi nema lögfræðingamir ráðlegðu það, því að
búið væri að gera allt hug;sanlegt honum til hjálpar. Um leið
skrifuðu þeir frú Griffiths, fullvissuðu hana um áhuga þeirra
á Clyde og ráðlögðu henni að hafast ekkcrt að fyrst um sinn.
Éndaþótt þannig væri komið í veg fyrir að’ ðríffiÖSfjof-
skyldan kæmi austur á bóginn, þá voru hvorki feelknap né
Jephson því mótfallnir að fregnir um nánustu ættingja Clydes,
heimkynni þeirra, trú og sannfæringu kæmust í blöðin, sem
höfðu frá fyrstu tíð lagt áherzlu á að hann stæði uppi einn
og óstuddur. Og tilviljunin kom þeim til lijálpar, )ægar sím-
skeyti móðurinnar kom til Bridgebui’g, því að áhugasamt fólk
las það þegar í stað, kom efni þess á framfæri við almenning
og blöð með þeim árar.gri að fjölskyldan í Denever var leituð
uppi og spurð spjörunum úr. Og skömmu síðar kom í öllum
blöðum fyrir austan og vestan nákvæm lýsing á högum fjöl-
skyldu Clydes, trúboðsstarfseminni, trúar- og siðgæðisskoðunum
ásamt þeim upplýsingum að Clyde hefði oft sem drengur staðið
á götmn og sungið og læðið — og þessi afhjúpun gramdist yfir-
stéttinni í Lygurgus jafnmikið og honum sjálfum.
En frú Griffiths var heiðarleg kona, einlæg í trú sinni og
sannfærð um gagnsemi starfs síns, og hún hikaði ekki við að
lýsa fyrir hverjum blaðamanninum á. fætur öðrvun hvernig trú-
boðsstarfi þeirra væri liáttað bæði í Denever og annars staðar.
Ennfremur sagði hún að hvorki Clyde né hin börnin hefðu
fengið að njóta þeirra tækifæra sem flestum hlotnast. En hvað
sem ákærunni á Clyde leið, þá var hann ekki slæmur í eðli
sínu og hún gat ekki trúað því, að hann hefði gert sig sekan
um þvílíkan glæp. Þetta hlaut að stafa af einhverjum óheppi-
legum kringumstæðum, sem lvann gæti skýrt út í réttinum. En
í hverju sem brot hans var fólgið, þá stafaði það af óhappi
sem hafði eyðilagt trúboðsstarfsemi þeirra í Kansas City og
neytt þau til að flytjast til Denever og Clyde komst á flæking.
Og það var að hennar ráði, sem liann hefði skrifað hinum auð-
uga mági hennar í Lycurgus, með þeim afleiðingum að hann
fluttist þangað — og þessar yfirlýsingar hennar fylltu Clyde
sárri gremju og reiði í klefa sínum, svo að hann skrifaði móður
sinni og kvartaði yfir þessu. Hvers þegna þurfti hún alltaf að
vera að tala um fortíðina og starfsemi hennar og föður hans,
þegar hún vissi, að liann hafði alltaf verið Jienni andvígur og
aldrei sungið á götunum af frjálsvnn vilja? Margt fóLc leit
öðrum augum á þessa starfsemi en hún og faðir hans, einkum
þó föðurbróðir hans og frændi og ríka fólkið sem hann hafði
kynnzt. Og nú sagði hann við sjálían sig, að Sondra læsi þetta
að líkindum — og kæmist þannig að öllu, sem hann hefði ætlað
að leyna hana.
En þrátt fyrir allt hlaut hann að hugsa um móður sína með
ást og virðingu, og hann var innilega snortinn jcfir hinni traustu
og óbugandi ást hennar á honum. Sem svar við bréfi hans
skrifaði hún, að henni þætti leitt að hafa sært hann á einhvern
hátt. En var sannleikurinn. ekki alltaf sagna beztur? Vegir guðs
voru ævinlega beztir og ekkert illt gat hlotizt af þjónustu í
hans þágu. Hann mátti ekki biðja hana að fara með ósannindi.
En ef hann óskaði þess, þá væri hún fús til að afla sér nauð-
synlegra peninga og koma honum til hjáipar, sitja hjá lionum
í klefanum og tala við hann um framtiðina — halda um hendur
hans — en Clyde vissi þó vel að hún krefðist þess að haim
segði sannleikann — og horfði skærum bláum augunum imi í
djúp sálar hans — og þess vegna mátti hún ekki koma enn
sem komið var. Hann þoldi það ekki.
Því að framundan honum eins og risastórt bjai'g yfir úfnum
sjó, gnæfðu réttarhöldin og alit sem þeim fylgdi — ofsafengin
árás Masons sem hann hlaut að svara með lygúm þeim sem
Jephson og Belknap höfðu útbúið handa honum. Og þótt hann
væri sífellt að reyna að friða samvizku sína með 'þeirri hugsun,
að á úrslitastundinni hefði liann ekki haft hugrekki til að slá
Róbertu, þá var svo erfitt að segja þá sögu og halda fast við
hana — og þetta var þeim báðum ljóst Belknap og Jephson,
og hinn síðarnefndi birtist því oft við klefadyr Clydes og heils-
aði honum með þessum orðum: „Jæja, hvemig gengur í dag?“
En hvað föt Jephsons voru rytjuleg og hvað þau fóru illa!
Og slitni dökkbrúni hatturinn var dreginn niður t augu. Langar,
■ oOo— —oOo - - oQo ——oOo —— oOo— —-oOo-— —oOo-—
BARNHSAGAN
Abú Hassan hinn skrýtni eíía
sofandi vakinn
34. DAGUR
ur, því dagsbrún er þegar á loíti". „Vík írá mér, Sat-
an!" anzaði Abú Hassan, er hann heyrði rödd henn-
„Kallar þú mig drottin rétttrúaðra manna? Þú vill-
ist á mér". En ambáttin kvaðst kalla hann því naini,
er, hoíiujn svo.sem drottni allra átrúenda
Mahómets. ,,Yoar hátign er að gera að gamni sínu",
mælti hún, ,,og iátið eins og þér séuð búnir að
gleyma sjálíum yður, nema þetta séu eftirórar af ein-
hverjum illum draumi. Látið yður nú þóknast að
ijúka upp augunum; þá mun birta upp þokuna, sem
sem nú er yfir hugskoti yðar, og munuð þér sjá,
að hirðmenn yðar og þrælar standa hér umhverfis
yður í höll yðar. Yðar hátign skal ekki furða sig
á því, að þér ekki soíið í sama rúminu og þér eruð
vanur, því þér sofnuðuð svo snögglega í gær, að
við vildum ekki vekja yður og fara með yður inn
í svefnherbergið, heidur lögðum við yður hérna í
legubekkinn, svo að vel fór um yður." En er slík-
um og öðrum þvílíkum orðum hafði verið talað tii
Abú Hassans, þá opnaði hann augun, reis upp og
kannaðist við Hugljúf, Periufesti og hinar ambáttir,
er hann áður hafði séð. Færðu þær sig nú að hon-
ilm og tók Hugljúf þannig til máls: ,,Yðar hátign
leyfi oss enn þá einu sinni að minna yður á það,
að fótaferðatími er kcminn, því nú er farið að ljóma
af degi." ,,En hvað þið eruð frekar og áleitnar!"
anzaði Abú Hassan og neri stírurnar úr augum sér;
„ég er ekki. drottinn rétítrúaðra manna, heldur er
ég Abú Hassan; ofan af því fáið þið mig aldrei,
hvað sem þið rausið." Við þekkjum ekki þennan
Abú Hassan, sem þér nefnið," anzaði Hugljúf, og
langar ekki heldur til að þekkja hann. Við þekkjum
yðar hátign og vitum, að þér eruð drottinn rétttrú-
aðra manna, og aldrei skal yður takast að sannfæra
okkur um, að ekki sé svo."