Þjóðviljinn - 28.08.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.08.1952, Blaðsíða 6
6) ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 28. ágúst 1952 Sigluf jörSur vami Sauðárkrók Sanðárkróki í gær. Prá fréttaritara Þjóðviljans Síðastliðinn sunnudag fór fram á Sauðárkróki bæjakepþni í knattspyrnu milli Sauðár- 'króks og Siglufjarðar. Leikar fóru þannig að Siglufjörður vann með 5 mörkum gegn 1. Veður var mjög óhagstætt, norðaustan stormur og rigning, og munu áhorfendur að leikn- tun ekki hafa verið yfir 20. Góðar heyskapar- horfur Sauðárkróki í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans Heyskapartíð hefur verið mjög góð hér í Skagafirði það sem af er sumrinu, þar til nú i síðustu viku að brá til rigninga. Bændur munu yfir- leitt vera búnir að fá meðal- töðufeng, og verði ekki tíð ó hagstæð það sem éftir er sum ars er útlit fyrir að heyskapur verði hér vel í meðallaagi. liiiu'nwiiw BAXDARÍSK HARMSAGA 245. DAOUR A THEODORE DREISER Málsvarar friðar Framhald af 3. síðu. öpu, Bandarikjunum og Kanada, gáfu út, eftir að hafa sé'ð með eigin augum það sem fram fer í Kóreu. KÓREU-skýrslan er óhugn- vmlegt plagg, en því miður enn ein óvéfengjanleg sönnun þess, að hægt er að rækta í mannin- um hvatir villidýrsins, sé á- herzla lögð á það, engu síður en hið háleita og göfuga. ÍSLENZKUM konum til sóma, hafa þær nú einnig gerst for- vígismenn friðarins og aukinn- ar þekkingar og fræðslu á iþessu þýðingarmesta vanda- ipáli alls mannkynsins, varð- veizlu friðarins. Menningar- og iViðarsamtök íslenzkra kvenna voru stofnuð á siðastl. ári og 'hóf starf sitt myndarlega, með því að koma á framfæri við íislenzku þjóðina, skýrslu kvennanefndarinnar sem fór til Kóreu vorið 1951. Kóreu- skýrslan hefur nú verið þýdd á; 21 tunguiflá)? í'*fhst"urri löndJ unum hefur skýrslan verið gef- ín út af kvenfélagsamtökum, sem notið hafa þó fjárhags- légs styrks ýmsra annarra fé- •lagasamtaka vinnandi fólks. ÍSLENZKAR konur, verum á v'erði gegn þeim öflum í þjóð- félagi okkar, sem gengið hafa % mála hjá friðarspillum mann- kjmsins. Látum ekki hinn læ- víslega áróður fyrir þriðju heimsstyrjöldinni, sem nú eylcst dag frá degi, blekkja okkur og rugla svo, að við neitum lað hafa það sem sannarra rejmist! . LESUM um stáðreyndiimar i Kóreu, sem boða það sem koma skal í næsta alheimsstríði! Les- um alla frásögn Monicu Felt on, fulltrúa frá Bretlandi, sem hótað var með dauðadómi þeg- ar heim kom, en var sýknuð yegna millj. mótmæla brezkra kvenna. Kynnum okkur frásögn fulltrúanna, Idu Bachmann, yf- irbókavarðar og Kate Fleron, ritstjóra „Frit Danmark“, sem fórust svo orð á fundi með dönskum blaðamönnum: „Vi'ð sáum fjöldagrafir í Kóreu, þar sem fólkið hafði verið grafið lifandi eía murkað úr því lífið á kvalafullan hátt. Ekki voru öll líkin þekkjanleg, en við rjeddum vifl ættingja nokkurra hinna myrtu. það voru kóresk- ir bændur. Margar konur og born voru þar á meðal, líka smábörn, sem höfðu verið niyrt um Ieið og mæður þeirra“. Móðir. magrar, hnúaberar hendur hans báru vott um óbilandi seiglu. Og hörkuleg, lítil, tolá augun sem voru svo eintoeitt og ísmeygi- leg, þegar hann var að reyna að styrkja hugrekki Clydes, og einhvem veginn tókst honum það! „Hafa komið fleiri prestar í dag? Fleiri sveitastelpur eða piltar á vegum Masons?“ Vegna hinnar geysilegu athygli, sem hinn sorglegi dauði Róbertu hafði vakið og þess sem sagt hafði verið um íiina auðugu og fögru stúlku sem keppti við hana um ástir Clydes, hafði Qyde fengið heimsóknir ótal lögfræðinga, lækna, kaupmanna, predikara, sem höfðu ýmist áhuga á glæp- um eða kynferðismálum, og þetta fólk átti allt kunningja og vini meðal embættismanna í borginni og þegar mimist varði stóð það við klefadyr hans, virti hann fyrir sér forvitnum, skelfdum eða óvinveittum augum, og lagði fyrir hann alls konar spurn- ngar: „Biður þú, bróðir? Fellur þú á kné og biður?“ (Clyde minntist foreldra sinna undir svipuðum kringumstæðum). Hafði hann fundið frið hjá guði? Neitaði hann því í raun og veru, að haim hefði myrt Róbertu Alden? Og þrjár sveitastúlkur spurðu: „Viljið þér ekki segja okkur hvað stúlkan heitir, sem þér elskið, og hvar liún er núna? Við skulum engum segja það. Verður hún viðstödd réttarhöldin?" Og Clyde varð að láta sem hann heyrði ekki þessar spurningar ellegar svara 'þeim út í hött. Þótt hann væri sárgramur yfir þessari áleitni, þá ráðlögðu Belknap og Jephson honum að vera eins kurteis, vingjamlegur og tojartsýnn og hann gat. Og svo komu blaðamenn, konur og karlar, með ljósmjTidara eða listamenn, til þess að eiga viðtöl við hann og teikna hann. En við þetta fólk neitaði hann að tala, samkvæmt ráðleggingum ÍBelknaps og Jephsons eða þá að hann sagði að- eins 'það sem honum var lagt í munn. „Þér megið tala eins mikið og þér viljið," sagði Jephson alúð- lega, „ef þér gætið þess að segja ekkert. Og toerið höfuðið hátt. Og gleymið ekki að brosa. Umfram allt verðið þér að muna eftir listanum.“ (Hann hafði afhent Clyde langan lista yfir allar þær spumingar, sein sennilegt var að yrðu lagðar fyrir liann í réttinum og hann átti að svara þeim i sararæmi við vélrituð svör fyrir neðan þær eða koma með tillögur um betri svör. Þær vom allar í sambandi við för hans til Big Bittem, seinni hattinn, hugarfarsbreytingu — bvers. vegna, .hyenær og hvar.)i „Það er lagabálkur yðar.“ Og síðan kveikti hann sér í sígarettu án þess að tojóða Clyde að reykja. því að hann mátti ekki reykja í fangelsinu, til jxess að hann fengi á sig orð fyrir reglusemi. Og eftir hverja heimsókn hans, trílði Clyde því að hann vildi og gæti gert allt sém Jephson sagði — gengið óhræddur og ömggur inn í réttarsalinn — horft frjálsmannlega í allra augu, jafnvel augu Masons — gleymt því að hann var hræddur við liann, jafnvel jxegar hann stóð í vitnastúkunni — gleymt hinum uggvænlegu staðreyndum, sem Mason hafði aflað sér og liann hafði fengið vólrituð svör við — gleymt Róbsrtu og hinzta neyðarópi hennar, og hjartverk jxeim og þjáningu sem gagn- tók hann eftir missi Sondru og alls sem henni tilheyrði. En þegar skyggja tók eða dagurinn dragnaðist áfram og hann hafði ekki annan félagsskap en liinn magra og skeggjaða Kraut eða Sissell, sem var lymskulegur og hvikull, sem komu stundum að dyrunum og sögðu „Góðan daginrí1 eða fóm að rabba um eittbvað sem gerzt hafði í bænum, tefla við hann eða leika dam, varð Clyde æ jxyngra í skapi og fór smám saman að óttast að aðstaða lians væri voniaus. Hann átti engan að nema lögfræð- ingana, móður sína og systkini. Aldrei frétti hann neitt af Sondm. Þegar hún var búin að jafna sig eftir fyrsta áfallið og fyrstu skelfinguna, hafði hún farið að hugsa um hann á annan liátt — að það hefði ef til vill verið hennar vegna sem hann hafði myrt Róbertu og lirapað niður í yztu myrkur. En vegna hneykslunar og hleypidóma allra, jxorði hún ekki að gera tilraun til að senda honum skilaboð Var hann ekki morðingi? Og svo vom lýsingamar á þessari aumkunarverðu fjölskyldu hans, gem predikaði á torgum og gatnamótum, og hann sjálfur — söng og bað á götum liti sem drengur. En öðm liverju hlaut hún gegn vilja sínum að hugsa um hina áköfu, glóandi og tærandi ást hans á henni. (En hvað hann hlaut að hafa elskað hana, fyrst hann gat hugsað sér að framkvæma slíkan verknað!) Og svo fór hún að hugsa um, hvorc hún gæti ekki, þegar áhugi fólks á þessu máli færi að réna, sent honum nafnlaust bréf í leyni og sagt honum að hún hefði ekki gleymt honum til fulls, vegna hinnar heitu ástar lians á henni. En um leið taldi hún öll tor- mehki á því — foreldi'ar hennar kynnu að komast að jxví — eða almenningur, féiagar hennar. Nei, það kom ekki til mála að svo stöddu. Ef til vill seinna, ef hann yrði látinn laus — eða — eða dæmdur sekur —- hún vissi það ekki enn. En hún þjáðist mikið — og jafnrmkinn viðbjóð hafði hún á hinum ó- —oOo—■ —oOo— ——oOo—- —oOo— —oOo— —oOo— ~oOo~* BARNASAGAN Abu Hassan hinn skrýtni eSa sofandi vakinn 35. DAGUR Abú Hassan leit nú í kringum sig og undraðist stórum, er hann sá, að hann var kominn í sama sal- inn, sem hann fyrr hafði verið í; hélt hann þá enn að sig mundi dreyma og var hræddur um, að illt mundi af hljótast. Hann fórnaði höndum og renndi augum upp til himins, svo mælandi: „Guð minn góður miskunni mér; honum fel ég mig á vald," talaði hann þessi orð eins og sá maður, sem hvorki veit upp né niður; — „eftir allt þetta get ég ekki verið í vafa um, að djöfullinn hefur komizt inn í herbergi mitt og inn í mig, og lætur svo allan þennan hégóma bera fyrir mig.” Að því mæltu lagðist hann aftur niður og lokaði augunum, en Hugljúf tók aftur til máls og sagði, að fvrst drott- inn rétttrúaðra manna ekki risi á fætur, þegar hún samkvæmt skyldu sinui minnti hann á það, og með því bráða nauðsyn bæri til, að hann færi að annast stjórnarstörf sín, þá yrði hún að neyta leyfis þess, er henni var veitt, ef til slíks kæmi. Þreif hún þá í annan handlegg Abú Hassans, og eftir bendingu hennar hófu hinar ambáttirnar hann upp úr legu- bekknum, báru hann út á mitt salargólfið og lögðu hann þar niður. Því næst tóku þær höndum saman, dönsuðu kringum hann og hoppuðu, og slógu hljóð- færi sín og handbumbur yfir höfði hans þétt við eyru honum. Flókin dómaskip- an í Suáuc=A£ríku Afriku, sem skipaður var cftir að hæstiréttur landsins hafði úrskurðað kynþáttalög Maians ógild þar sem þau væru brot á stjómarskránni, feildi þenn- an úrskui'ð hæstaréttar úr gildi í gær, en með því er ekki sagt, að lögin séu formlega gengin í gildi, þar sem hæstiréttur á eftir að úrskurða um, hvort skipun stjórnlagadómstólsins sjálfs er ekki brot á stjómar- skránni. CI0 sæmir ÍSÍ Mkar Benedikt G. Waage, fulltrúi íslandg í Alþjóða Ólympíu- nefndinni (CIO) skýrði blaða- mönnum í gær frá för sinni á íþróttaráðstefnur, sem háðar vom jafnframt ÓL í Helsinki. Skýrslur voru gefnar um imdirbúning ÓL 1956, en j>á verða vetrarleikarnir í Cartina á ítalíu og sumarleikamir í Melboume í Ástralíu. Svíinn Edström, sem verið hefur for- seti CIO, hefur sagt af sér vegna aidurs, en hann er nú 83 ára, og var Bandaríkjamaður- inn Brundage kjörinn í hans stað. í Helsinki veitti Waage mót- töku silfurbi'kar, sem CIO hef- ur sæmt ÍSl í tilefni af 40 ára afmæli þess fyrir frábært starf að eflingu ijxrótta. 2000 ná kind daeOri e§a- I vetur og vor sást til sauð- ‘kindar suður við Herdísarvík en eins og kunnugt er á Suð- vesturland að vera sauðlaust. Réynt hefur verið að ná skepn unni eða skjóta hana en ekki tekizt. Nú hafa Sauðfjársjúk- dómanefnd og Fjárskiptafélag- ið á j>essu svæði heitið 2000 króntim kverjum þeim, sem handsamar kindina eða leggur hana að velli. Wiija ekki ræ& Afvojmuarnefnd SÞ felldi í gær tillögu Maliks um að toanna við sýklavopnum yrði tekið á dagskrá nefndarinnar þegar að Ioknum umræðum um ,afvopnuartillögur“ Vestur- veldanna. Malik gi'eiddi einn atkvæði mcð tillögunni. Pakist- an og Chile sátu hjá. í Kaupmannahöfn liitti liann Jplíus Steindórsson, gamlan KR-ing, sem afhenti honum silfurbikar, sem verður eign }>esg íslenzks hlaupara, sem f.vrstui' hlej'pur 1500 m á skemmri tíma cn 3 mín. 50 sek.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.