Þjóðviljinn - 28.08.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.08.1952, Blaðsíða 1
'Æ. F. It Fimmtudagur 28. ágúst 1952 — 17. árgangur — 192. tölublað Féíagsfundur verður í kvöld kí. 9 að Þinghoitsstræti 17. Þar verða kosnir i'ulltrúar á 11. þing ÆF og Þörsteinn Valdi- marsson flytur frásögn frá Danmörku. Eiturbyrlararnic að verkí í Vesímannaeyjum: SfyEka f fylgd með ameriskum her- manni kastar klæðum á almannafæri og viðhefur hneykslanlega tilburði Ætlar dómsmálaráSherrann enn aS hundsa kröfuna um gagngerSa rannsókn ! bœki- sföSvum hernámsliSsins á Keflavikurvelli? Stj órnarblaðið Tíirnnn skýrir frá því í gær samkvæmt frásögn yfirlögregluþjónsins í Vestmannaeyjum Stefáns Árnasonar, að þar hafi sl. sunnud. gerzt sá atburður, að íslenzk stúlka í fylgd með amerískum hermanni hafi á almannáfæri „skyndifega kastað klæðum að verulegu leyti og tekið að hafa í frammi við hermanninn hina hneykslanlegustu tilburði í viðurvist fólks.“ Virðist auð- sætt af lýsingu Tímans að stúlkan hafi verið lítið eða ekki undir áhrifum áfengis heldur hafi hér verið um afleiðingar eiturbyríunar að ræða. Það er athyglisvert að lýsingunni á tiltektum stúlkunnar í Vestmannaeyj- um ber alveg saman við lýsinguna á þeim áhrifum sem neyzla ,,frygðarlyfsins“ hafði á ameríkanann á Hótel Borg, er hann ætlaði borðdömu sinni en neytti síðan sjálfur óafvitandi. Eftir þennan atburð til viðbótar því sem áður er kunn- ugt og á almenningsvitorði, verður vandséð hvernig Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra ætlar að skjóta sér undan því að láta framkvæma tafarlaust rannsókn á Keflavíkurflugvelli, í höfuðstöðvum þeirrar eiturlyfja- notkunar og margháttaðrar siðspillingar sem siglt hef- ur í kjölfar hins ameríska hemáms. Bandaríska herstjórnin viðurkenndir ný hryðju- verk á stríðsföngum MöMar heunar hafa mw§rt 49 sœrt 64 í þessum mánuði Nam II, formaður samninganefndar Kóreumanna í Panmunjom, ákærði Bandaríkjamenn á fundinum í gær fyrir að halda áfram að fremja hryðjuverk á varnarlaus- um stríðsföngum. Harrison, formaður bandarísku nefnd- arinnar, svaraði ekki ákærunni á fundinum, en seinna um daginn var gefin út skýrsla um málið af bandarísku herstjórninni í Kóreu. Frásögn Tímans af atburðin- um í Eyjum fer orðrétt hér á eftir: „Stefán Árnason, yfirlög- regluþjónn í Vestmannaeyjum, skýrði blaðinu í gær frá atviki, er gerðist á sunnudaginn, og mjög er umtalað í Eyjum. Efnt hafði verið til knatt- spyrnuleiks á gamla íþróttavell inum við Hástein. Voru þennan dag nokkrir hermenn í Vest- mannaeyjum. Yfirlögreglu- þjónninn skýrði blaðinu svo frá, að einn hermannanna hefði verið rétt ofan við knatt- spyrnuvöllinn og í fylgd með honum stúl'ka, er með honum hafði komið frá Reykjavík. Samkvæmt frásögn sjónar- vottar segir yfirlögregluþjónn- inn, að stúlkan hafi skyndilega kastað klæðum að verulegu leyti og tekið að hafa í frammi við hermanninn hina hneyksl- anlegústu tilburði í viðurvist fólks. Hlupu þá til tveir her- menn, er verið höfðu í slagtogi með þeim þriðja, og báru stúl'k- una brott. Sokkar hennar urðu eftir, og hirti sjónarvottur þá til sannindamerkis. Sjónárvotturinn taldi sig, að sögn yfirlögregluþjónsins, ekki geta um það dæmt, hvort stúlk- _an hefði verið til muna drukkin eða aðrar eiturverkanir kynnu að hafa átt þátt í hinu furðu- lega framferði hennar, er vak- ið hefur almenna hneykslun í Vestmannaeyjum." Við þessa frásögn er á þessu stigi litlu að bæta öðru en því, að ekki gerir það hlut þeirra er á atburðinn horfðu sérstak- lega stórmannlegan að koma ekki sjúkri stúlkunni til hjálp- ar og bjarga henni úr klóm hinna amerísku niðinga, er sýnilega hefur tekizt að koma eiturlyfjum sínum ofan í hana og svifta hana þannig viti og velsæmistilfinningu. Nú spyr almennmgur: Hvað gerir dómsmáíaráð- kerra? Lítur har.n á það sem hlutverk sitt að sjá um að íslenzk Iög nái yíir þá amerísku glæpa- menn sem hér eru að verki? Það er skýlaus kraía almennings að her- mennirnir sem voru í fylgd með stuikunni í Efestmannaeyjum verði leiddir fyrir leg og rétt sg látnir standa reikn- ingsskap gjörða sinna. Mlt annað væri svívirð- ing og móðgun við sið- gæðiskennd og réttarvit- imd þjéðarinnar. Síðustu fiéttir: YFIRHEYRSLUR HAFNAR Seint í gærkvöld barst Þjóðviljanum sú frétt úr Eyjum að dómsmálaráðherra Iiefði falið bæjarfógetanum þar rannsókn málsins. Voru sjónarvottar yfirheyrðir í gær og Iagði einn þeirra sokka stúlk'unnar fram í réttinum. Fréttamanni blaðs- ins var ekki kunnugt um hvort amerlsku hermennirn- ir og stúlkan sem með þeim var dveldust enn í Eyjum. Jóhann Hafstein bankastjóri í Út- vegsbankanum Á fundi bankaráðs Útvegs- bankans h.f. er haldinn var í gær var Jóhann Hafstein alþm. ráðinn bankastjóri Útvegs- bankans frá 1. sept. n.k. að telja. Það er hið auða sæti Ásgeirs Ásgeirssonar sem ráðstafað er með ráðningu Jóhanns Haf- stein. Fyrir i bankastjórn Út- vegsbankans eru, sem kunnugt er, þeir Helgi Guðmundsson og Valtýr Blöndal. Dulles, sem um langt skeið hefur verið ráðgjafi Trumans um utanríkismál og átt mikinn þátt í að mynda og móta ut- anríkisstefnu Bandarí'kjanna er einn af leiðtogum repúblikana og talinn líklegur til að gegna embætti utanríkisráðherra, ef repúblikanar sigra í forseta- kosningunum í haust. Hvetur til skemmdar- verka. I ræðu sinni sagði hann enn- fremur, að Bandaríkin undir stjórn Trumans hefðu ekki get- að stemmt stigu fyrir út- breiðslu kommúnismans, hins vegar hefði áhrifavald þeirra erlendis minn'kað. Hann sagðist hafa trú á að takast mætti að Sendiherrar Breta og Banda- ríkjamamia áttu Ianga viðræðu við Mossadegh í gær og var rætt um orðsendingu írönsku stjórnarinnar til Bretastjórnar I þeirri skýrslu segir, að 4 fangar hafi fallið og 64 særzt í viðureign við fangaverði í þessum mánuði. Fangarnir hafi jafnan átt upptök að óeirðun- um og þeir sem féllu fyrir bandarískum kúlum hafi verið skotnir á flótta. iBoatner hershöfðingi, sem hefur yfirstjórn fangabúðanna á Kojeeyju, þar sem oftast hef- ur komið til árekstra sagði í gær, að föngunum hefðu verið „gefnar fyrirskipanir að koma af stað óeirðum, þar sem vitað væri að með því móti væri sam einuðu þjóðunum komið í klípu“. Bandaríkjamenn í klípu. Það fer heldur ekki hjá því að uppljóstrun Nam Ils um hryðjuverkin hafi komið illa grafa undan valdi kommúnista í þeim löndum sem þeir réðu nú, ef iBandaríkjastjórn veitti skemmdarverkamönnum og undirróðursmönnum öflugan stuðning. ðnjoar i tjoil a Norðnrlandi Norðanátt er nú ví'ðast um landið og mjög kalt miðað við árstíma. Veður hefur verið þurrt hér sunnanlands, en fyrir nor'ðan hefur snjóað í fjöll og niður í miðjar hlíðar. Munaði litlu í gær að Siglu- fjarðarskarð yrði ófært, en það mun vera hæsti bílvegur á landinu. Lentu bí]ar þar í erf- iðleikum í gær, en komust þó leiðar sinnar a'ð lokum. Gerði krapahríð og síðan rigningu fyrir norðan upp úr hádegi í gær. við Bandaríkjamenn. Sú spurn- ing hlýtur að vakna, af hvaða ástæðu Bandaríkjamenn hafa beðið í margar vikur með að skýra frá atburðum sem gerast á yfirráðasvæði þeirra i Kóreu. Bandarísku herstjórn- inni hefur augsýnilega verið ljóst að málstaður hennar var ekki góður í þessu efni, því að hún flýtti sér í gær að gefa. „skýringu“ á því, hvernig stæði á því, að tafizt hefði að skýra frá þessum siðustu hryðjuverkum. „S'kýringin" er sú, að farið hafi fram ýmsar breytingar undanfarið á skipu- lagi og stjórn fangabúðanna á Kojeeyju, og hafi þess vegna ekki verið skýrt frá þessum atburði fyrr en nú. Reynt að afsaka. Harrison reyndi eftir fund- inn að afsaka hryðjuverkin. Hann sagði að ekki væri tak- andi mark á kröfum „kommún- ista“ um að Bandaríkjameim færu eftir gildandi alþjóðasam- þykktum um meðferð stríðs- fanga, þar sem þeir brytu sjálf ir í bága við þær með því að neita sínum striðsföngum að taka við matarpökkum. 3andarískn her- llði hvarvetna fagnaðíé Stevenson forsetaefni demo- krata hélt í gær ræðu á fundi uppgjafarhermanna úr Banda- ríkjaher. Ræða hans átti að vera svar við ræðu Eisenhowers sem hann hélt í sama félagsskap á mánudaginn, en það kom í Ijós sem reyndar var vitað, að þá greinir ekki á um neitt sem skiptir máli. Stevenson sagði, að aldrei í veraldarsögunni hefði neitt stórveldi haft jafn- mikið traust annarra ríkja og Bandaríkin nú. Það væri ekki nóg að allir viðurkenndu for- ustuhlutverk Bandaríkjanna, bandarískum hermönnum væri jafnvel fagnað allsstaðar þar sem þeir settust að. Bandarískar sprengjuflugvél- ar frá Okinava gerðu i gær loftárás á Pyongyang. Sprengj- unum var varpað af hánda- hófi, þar sem þyk'k ský lágu yfir borginni. Stríðsæsíngamar setja svip sinn á kosningahríðina í Bandaríkjunnm BuIIes hvehir fil skemmdarverka eg undirróðurs í löndum sósíalismans John Foster Dulles réö'st í gær á stjórn Ti’umans og utanríkisstefnu hennar í ræðu sem hann hélt í Buffalo. New York. Hann sagð'i, að nú yrði Bandaríkjastjórn aö hverfa frá þeirri stefnu aö láta sér nægja aö halda kommúnismanum í skefjum. Þaö yröi aö lijálpa þjóöun- um að brjótast undan oki kommúnismans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.