Þjóðviljinn - 28.09.1952, Page 1
Simnudagur 28. sept. 1352 — 17. árgang'ur
17. tölublað
ií
Félagar! Gætið þess að glata
ekki flokksréttindum vegna
vanskila. Greiðiö því fiokks-
gjöldln skjlvíslega í byrjun
hvers mánaðar. Skrifstofan er
opin daglega kl. 10—12 f. h.
og 1—7 e. h. Stjórnin.
FjárplógsherferS affurhaldsins á hendur verkalýÓsfélogunum:
falsar samþykkt síðasfa sarnh
- hefyr 237 þús. kr. af verkalýðsfélögunum á fveimur árum
Býr til eigin vísitölu og hefur á þann hótt tekizt að hœkka skatta
sambandsfélaganna um 115%!!
’Rakararnir kæra ólöglega kosningu!
Kvað geiir Alþýðusambandsstjórnin?
Á því kjörtímabili AlþýSusambandsstjórnar sem nú er að
enda hafa skattar verkalýðsfél. til sambandsins verið
hækkaðir um 115%, með því að reikna meö gömlu fram-
færsluvísitölunni sem álagi á grunnskatt, en sú vísitala
er fyrir löngu úr sögunni og hvergi með henni reiknað
annarsstaðar. Þessi skattútreikningur Alþýöusambands-
stjórnar er gerður í fullkomnu heimildarleysj og með
honum þverbrotin samþykkt síðasta sambandsþings um
álagningu og innheimtu skatts af sambandsfélögum.
Með þessum hætti hefur afturhaldsstjórnin í Alþýðu-
sambandinu haft ranglega af verkalýðsfélögunum a.m.k.
237 þús. 640 kr. síðustu tvö árin eða kr. 68.750.00 árið
1951 og kr. 168,890.00 á yfirstandandi ári og komið
skattagreiðslum sambandsfélaganna upp í rúmlega 490
þús. kr. í ár í stað þess að tekjur sambandsins voru
hvort ár áætlaðar 220 þús. kr. í fjárhagsáætlun síðasta
sambandsþings.
Svo tekið sé einstakt dæmi
nra áhrif þessarar fordæma-
lausu ræningjastarfsemi gagn-
vart verkalýf'sfélögunum liem-
ur í ljós að hin ólöglega skatt-
heimta sambandsstjórnar árið
1951 nemur kr. 3.29 af liverjum
Dagsbrúnarmanni eða samta!s
kr. 24.390.00. Sú upphæð sem
sótt er á þennan hátt i
sjóði Dagsbrúnarmanna nemur
þVj hvorki meira né minna en
kr. 34.260.00 á þessum tveimur
árum og nálgast heildarskatt-
greiðslur félagsms til sambands
ins árið 1949 er voru þá um
40 þús. kr.
Það fé sem á þennan hátt
er sótt í sjóði verkalýðsfélag-
anna er síðan notað til þess að
kost.a sundr'ungarstarf og auð-
valdsþjónustu ríkisstjórnarlepp-
anna í núverandi Alþýðusam-
bandsstjórn. Er vissulega kom-
ii:n tími til að stöðva þessa ó-
svífnu fjárplógsstarfsemi aftur-
haídsagentana og endurheimta
heildarsamtö'kin í hendur verka-
Iýffsins sjálifs og tryggja þannig
að upp verði tekin önnur og
heiðarlegri vinnubrögð.
Félagsgjöld svipuð og
áður.
Á þessu sama tímabili hefur
kaupmáttur verkalauna farið
stórlega rýrnandi vegtía að-
gerða rikisstjórnarinnar og vin-
samlegrar afstöðu Alþýðusam-
bandsstjórnar. Verkafólk hefur
a.ðeins fengið 50% álag á kaup
sitt og þá upphæð aðeins síð-
ustu mánuðina. Má og nærri
geta hve nærri gjaldgetu verka-
Jýðsfélaganna þessi fjáxplógs-
starfsemi sambandsstjórnar
hefUr gengið þegar það er at-
hugað að ársgjöld féláganna
hafa verið sára lítið hækkuð
síðustu árin eftir að atvinnu-
leysisins fór að gæta að nýju.
Skatturinn 1949
Grunnskattur til Alþýðusam-
handsins er ákveðinn í sam-
bandslögum og er t. d. kr. 3.64
af karlmönnum í Reykjavík og
Hafnarfirði, en skattur af kon-
um og sambandsmeðlimum ut-
an Reykjavíkur og Hafnarf jarð-
ar nokkru lægri. Miðað við kr.
3.64 varð skatturinn kr. 10.00
árið 1949 og þá reiknað með
vísitölu ársins á undan sem var
sem kunnugt er 300 stig.
Samþykkt sambandsþingsins
Á Alþýðusambandsþinginu
1950 var samþykkt að inn-
heimta skattinn 1951 með með-
alframfærsluvísitölu 1950 og
skattinn 1952 með meðalfram-
færsluvísitölu 1951. Reyndist
vísitalan 1950 109,9 stig og
1951 140,6. Samkvæmt sam-
þykktinni átti skattur af karl
mönnum í Reykjavik og Hafn-
arfirði að vera kr. 12,00 fyrir
árið 1951.
„Vísitala“ sambandsstjórnar
En þá tekur sambandsstjórn
til þess ráðs að reikna skatt
félaganna út með gömlu fram-
færsluvísitölunni, sem hún tel
ur 420 stig, en sú vísitala e:
fyrir löngu numin úr lögum
og hvergi með henni reiknað.
Með þessu kom sambandsstjórn
skattinum upp i kr. 15,29 af
hverjum karlmanni og hafði
þannig ranglega kr. 3,29 af
verkalýðsfélögunum í Reykja-
vík og Hafnarfirði (miðað við
karlmenn) af hverjum félags-
manni og hlutfallslega af kon-
um og meðlimum félaganna úti
ú landi.
Kemur skattinum upp í
krónur 24.73
Eins og fyrr segir reyndist
meðalframfærsluvisitala Hag-
stofunnar árið 1951 vera 140,6
stig og samkvæmt samþykkt
sambandsþingsins bar að reikna
skatta ársins 1952 með því
álagi á grunnskattinn marg-
faldaðan með 300. Hefði þá
skattur af karlmanni miðað við
kr. 3,64 í grunn orðið kr. 15,35.
En sambandsstjórn hélt upp-
teknum hætti frá árinu áður
og taldi nú prívat-visitölu sína
komna upp í 645 stig og fékk
þannig skattinn upp í kr.
23,48. Ti! viðbótar var svo
innheimt að venju kr. 1,25 í
fræðslu- og vinnudeilusjóðs-
gjald og komst skatturinn
þannig upp í kr. 24,73 af hverj-
um karlmanni í sambandsfélög-
unum í Reykjavík og Hafnar-
firði.
Rúmlega 68 þús. kr. rán 1951
Sé tekið meðaltal af skatt-
upphæð karlmanna í Reykjavík
og Hafnarfirði og úti á landi
hefði skattur þeirra átt að
vera kr. 11,30 árið 1951 en
Alþýðusambandsstjórn krafðist
kr. 14,40 af hverjum manni
á grundvelli hinnar tilbúnu vísi-
tölu og fölsunar sinnar á sam-
þykkt sambandsþingsins. — Á
sama hátt átti skattur af kon-
um að vera kr. 7,15 en sam-
bandsstjórn krafðist kr. 9,12.
Sé reiknað. með 19. þús. karl-
mönnum innan verkalýðssam-
takanna og 5 þús. konum hefðu
skatttekjur sambandsins árið
1951 því orðið, kr. 250,450,00
miðað við gildandi framfærslu-
vísitölu og er það mjög nærri
fjárhagsáætlun 22. þingsins og
þó um 30 þús. kr. hærra.
En með fjárplógsaðferð sam-
bandsstjórnar innheim,tir hún
kr. 14,40 af karlmönnum og fær
með því kr. 273,600,00 og af
konum 9,12 og fær með því
kr. 45,600,00, eða samtals kr.
Raikarariiiir hafa nú kært til Alþýðusamba ndsstjórn-
arinnar hina ólöglegu kosningu er fram fór í félagi
þeirra á fulltrúa á næsta, Alþýðusambandsþing, en
þar lét starfsmaðiir Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna,
Þorsteinn Pétursson, útlending og utanfélagsmann
greiða atkvæði.
Kosningin valt á atkvæði hins ólöglega utanfélags-
manns. .
Félagar í verkalýðssamtök’unum; biða nú þess að sjá
livað Alþýðusambandsstjórnin gerir í þessn máli.
319,200,00 og hefur jþannig
ranglega af verkalýðsfélögun-
um kr. 68,750,00 árið 1951.
Skattheimtan kemst í
450 þús. kr.!
Meðalskattur af karlmönnum
árið 1952 átti að vera kr.
14,47 en með einkaaðferð sinni
kom sámbandsstjórn honum
upp í kr. 22,13. Meðaltalsskatt-
ur kvenna átti að vera kr.
9,13 en sambandsstjórn tók kr.
14.00 af hverri konu í sam-
bandinu.
Hefði skatturinn í ár verið
rétt innheimtur og í samræmi
við lög og samþykktir hefði
meðaltalsskattur af 19 þús.
körlum gefið sambandinu kr.
274.930,00 og af 5 þús. kon-
um kr. 45,650,00. Þannig hefði
sambandið fengið samtaJs í
skatta kr. 320,480,00 eða um
100 þús. kr. hærri upphæð ea
gert var ráð fyrir í fjárhags-
áætlun.
Með fjárplógsaðferð sam-
bandsstjórnar er hinsvega.r inn-
heimt kr. 22,13 af karlmönn-
um eða kr. 4,20,470,00 af 19
þús. mönnum og kr. 14,00 af
konum eða kr. 70,000,00 af 5
þús. konum í sambandinu. I
ár kemur því sambandsstjórní
skattheimtu sinni á þennan hátt
upp í kr. 490,470,00 og hefur
þannig kr. 168,890,00 ranglegaJ
af verkalýðsfélögunum. Með
þessum aðferðum tekst aftur-
haldsstjórninni að ræna af
verkalýðsfélögunum krónum
237,640,00 á því kjörtímabili
sem er að ljúka.
Píanótónleikar Nikolaévu vöktu fá-
dæma hrifningu. — MlR-fundur
í Stjörmibiéi i dag
Sovétlistakonan Tatjana Nikolaéva hélt píanótónleika í Anst-
bæjarbíói í gærkvöldi fyrir troþfulhi húsi og við fádæma liriín-
ingu. Meðal áheyrcnda hennar var forsetafrúin.
í dag kl. 1. e. h. he'xdur MÍR
fund í Stjörnubíói. Verða þar
flutt ávörp, sýnd rússnesli
kvikmynd í Agfalitum og sendi-
Dagsbrúnarmenn! Látið
ekki ykkar hlut eftir liggja
Mætið á fundmn annað kvöld í Iðnó kl. 8.30 Mætið stundvíslegaí
DAGSBRÚN, fprústufélag
íslenzkra verkaIýðs.sarntaka
Iiek’ur féíagsfuiid amuul
kvöld í# Iðnó til að kjósa
fulltrúa sína á Alþýðu-
samhandsþing.
Mennirnir sem skipulagt
hafa atvlnnuleysið hjá reyk-
vískum verkamönmmi. lagt
á þá margfaldar tolla- og
skattaklyfjar og rýrt kjör
verkalýðsins með öllu móti
ivtla enn einu sinni að
móðga reykvíska vérkamenn
með því að hjóða þeim að
kjósa þjóna sína og útsend-
ara í Dagsbrún.
Fulltrúakosningar þær sem
fram hafa farið í félögym-
um undanfarið sýna að aft-
urhaldið er á undanhaldi í
liverju félaginu á fætur
öðru. Ósigrar þríflokkanna
hófust þegar í Félagi járn-
iðnaðarmanna og síðast í
fyrrakvöld töpuðu þeir
Sveinafélagi skipasmiða.
Dagsbrúnarmenn, látið ekki
ykkar hlut eftir liggja.
Mætið á fundinuni annað
kvöld. Gefið sendlum ríkis-
stjórnarinnar verðugt svar.
nefndin írá Sovétríkjununa
kvödd.
Tatjana Nikolaéva