Þjóðviljinn - 05.10.1952, Side 3

Þjóðviljinn - 05.10.1952, Side 3
Sunnudagur 5. október 1952 — ÞJÓÐVILJINN (3 ÁGÚST H. BJARNASON Fáein kveðjuorð Á morgun verður hafinn út Ág-úst H. Bjarnason, piófesso r, sem lézt hér í bænum 22. sept- ember sl. 77 ára gamall, eftir stutta banalegu. Starfsævi hans varð bæði fijósöm og löng. Með honum er hniginn ein'n helzti full- trúi þeirrar bjartsýnu skynsemi- og menntastefnu sem setti einkum svipmót á tímabilið frá aldamót- um fram yfir fyrri heimsstyrjö’d. Ágúst var fæddúr hér á iandi, en fluttist ungur til Danmerkur Og hlaut þar alla skólamenntun sína; lauk stúdentsprófi d Kaup- mannaböfn árið 1894, prófi i for- spjallsvísindum árið cftir, og meistaraprófi í heimspeki vorið 1901. Þá h’aut hann styrk af sjóði Hannesar Árnasonar til fram- haldsnáms sem hann stundaði í Berlín, Kaupmannah. og Strass- búrg. Var siðan kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1905 til 1911, og flutti á þvi skeiði hina frægu fyrirlestra sína: Yfirllt yfir sögu mannsandans. Haustið 1911 var hánn skipaður prófessor í heimspeki við hinn nýstofnaða Háskóla Islands, en hafði áður lokið við doktorsrit sitt um heim- spekistefnu Jean-Marie Guyau sem hann varði við Kaupmannahafnar- háskóla mánuði siðar. Prófessors- embætti sínu við háskólann gegndi hann til ársins 1945. Hann var einn af stofnendum Visindafélags íslendinga, og átti að auki sæti i mörgum erlendum vísindafélög- um. Ágúst varð fyrsti skólastjóri Gagnfræðaskóla Reykjavíkur árið 1928 og gegndi því starfi til ársins 1944. Svo mikiil fjöldi rita liggur eftir Ágúst um ýmis og óskyld efni að manni finnst áhuga hans og af- köstum hljóti að hafa verið næsta lítil takmörk sett. Þetta er því furðulegra þegar tillit ev haft ti! þess að oft var um algert braut- í-j-ðjendaverk að tefla. Iðulega varð að smiða flest orðin því að hugtökin voru áheyrendum og les- endum yfirleitt ókunn. I stuttu máli má segja að þetta starf hafi tekizt með ágætum, þó að jafn- an megi deiia um einstök atriði. Ég læt nægja að nefna hér af handahófi nokkur af helztu ritum Ágústs, og aðeins fyrstu útgáfur, en mörg hafa verið endui-prentuð: Nítjánda öldin (1906); Austurlönd (1908); HeJlas (191Qj; Vesturlönd H915). Þessi rit voru uppistaðan i ! fiakknum Yfirlit ylir sögu mannsandans. Af öðrum ritum má geta þessara: Jean-Marie Guyau (Í911); Alm. rölifræði (1913); Drauma-Jói (1915); Alm. sálar- fræði (1916); Uin tilfinningaiífið (1918); Siðfræði (1924-26); Himin- geimurinn (1926); Heimsmynd vís- indanna (1931); Vandamál mann- legs líís I-II (1943 og 1945). Hann stofnaði árið 1915 ásamt fleirum Iðunni nJfL og var ritstjóri I.-VII. árg. 1915-1922. Kallaðist hún „tíma- rit til skemmtunar, nytsemdar og fróðieiks". Geri ég ráð fyrir að Ágúst hafi ráðið nefni, enda varð Iðunn hið vinsælasta rit undir stjórn hans, og sýnir glögglega hversu hann var óþreytandi að fræða landa sina og kynna þeim nýjungar í heimspeki, stjórnmálum og bókmenntum. Hið ágæta tíma- rit Vöku I-III gaf hann út ásamt fleirum 1927-29. Ritaði hann í það ýmsar athyglisverðar greinar, þar á meðal hina stórmerku ritgerð sína um sandgræðslu og skóg- rækt. Nokkuð fékkst Ágúst við 'jóðagerð, einkum í þvi skyni að kynna í þýðingum erlend öndveg- isskáld. 1 bókinni Sjöfn (1917) var safn ljóðaþýðinga. Þegar Ágúst hafði fengið lausn frá prófessorsembætti réðist hann í það stórvirki að endursemja og gefa út að nýju hið mikla rit sitt um sögu mannsandans. Kallaðist ritið nú Saga mannsandans, og éru komin út þrjú bindi af sex: Forsaga manns og mennlngar (1949); Austurlönd (1949) og Heil- as (1950). Auk þessa iagði hann hönd að ritgerðasafninu Undur veraldar sem Mál og menning lét þýða og gaf út árið 1945, og loks þýddi hann fyrir Mál og menningu bókina Kjarnorka á komandi tímum (1947). Ágúst skrifaði margar greinar um þjóðfélagsmól, en var aldrei háður flokkum í viðhorfi sínu. Hann kynnti sér nýjar stefnur og miðiaði öðrum af þeim fróð- !eik. Sumum þótti hann nokkuð nýjungagjarn í þessum efnum, en öðrum of íhaldssamur. Þó er vafa- laust að hugmyndir hans hnigu aliar í þá átt að hefja efnahag alþýðu og skapa fjárhagsiega und- irstöðu bóklegrar og siðferðilegi-ar menningar. Af þessum rótum var runnin tortryggni hans i garð stjórnmá’asnápa og stjórnmála- flokka, sem hann taldi vera ó- þarfa að mestu leyti. Hinn ágæti fyrirlestur Mennlng og slðgæði sem hann flutti á háskólahátið haustið 1939 sýndi að liann var ágætléga fróður um helztu rit í þjóðfélagsvísindum. Bensýnilegt er að hann ta’di hið sundurvirka SKAK Ritstj.: Guðmundur Arnlaugsson Frá olympíumóti skákmanna í Helsinki ÁGÚST H. BJARNASON þjóðfélag verða að víkja fyrir æðra þjóðskipulagi. Erindi þessu lauk hann svona: „Ég skal játa, að ég er einn þeirra manna, sem hofi látið mig dreyma slíka sæludrauma, um lögtryggð réttindi einstak- linga og þjóða, um siðferðilega þróun, og um, að mannkyninu auðnist það að ’okum að koma ó ævarandi friði. Og ég vildi óska að landi voru og þjóð og þá ekki sízt háskóla vorurn mætti auðnast að njóta slíkra drauma sem lengst. En þó kysi ég miklu fremur, að háskólinn og hans menn mættu jafnan leggja sinn litla skerf til þess, að þau siðferðilegu verðmæti, sem ég nú hefi lýst, verði að ævarandi veruleika“. Án efa hefur Ágúst H. Bjama- son haft enn meiri áhrif með þeirri fræðslu sem hann beindi til almennings heldur en skyldu- kennslu sinni í háskólanum, enda varð hann oft að berja öfuga strauma í því starfi, eins og aðr- ir. Hið almenna fræðslustarf hans varö svo víðtækt og áhrifaríkt að um það munu verða ritaðar marg- ar bækur. Hann gekk af he’vít- iskenningunni dauðri, og hin heiða skynsemitrú sem hann var óþreyb- andi að boða, strauk svo glýjuna af augum manna að þeir tóku að sjá vandamál sín og þjóðfélagsins og snúast við þeim. Menn fóru að skilja að það var einmitt bók- vitið sem jók livað mest skammt- inn í öskunum. Ég tel að Ágústi hafi tekizt á sama hátt og Guð- mundi Finnbogasyni að gera góð- 1 keppninni við Dani varð jafn- tefli milli Lárusar Johnsen og Palle Nielsen, bezta manns Dana. Lárus tekui' við drottningarbragði og leikur svokailað A’jechinaf- j brigði (3. — — , a6 og þvínæst Bg4) og er þetta einhver liprasta leið fyrir svart í þessari vörn. Hvítur leikur 6. Rc3 í stað Db3 sem algengast er og trúlega bezt. Er hvítur þvinæst leikur tvíeggj- aðan leik (a4) getur svartur hindrunariaust náð æskilegustu staðsetningu manna sinna (Rc6, Bd6) í þessari byrjun, og má hvítur eftir það hafa sig allan við li! þess að sókn svarts nái sér ekki hættulega á strik. Hon- um tekst á réttu augnabliki að neyða svart í drottningakaup og þó svártur hafi eftir sem áður betri möguleika, raskast jafnvægi stöðunnar, þó ekki svo að það fái breytt úrslitunum — jafntefii. DROTTNINGARBRAGÐ 5. umferð. Palle Nielsen — Lárus Johnsen 16 Ha4 g4 17 Bc2 Rc6 18 Bd2 Bbí 19 bxg4 Iixg4 20 Rbi Bxd2 21 Rxd2 Hd5 23 f3 e5 23 Re4 Illií! 24 Bc4 Hxa5 25 Hxa5 Rxa5 26 Bxf7 gxf3 27 gxf3 Rxc-1 28 fxe4 Rc6 29 Hdl jafntefli. Palle Nielsen, sem tefldi hér í Re5rkjavík 1950 á Skákþingi Norð- urianda, hefur verið „lifakkeri" dönsku sveitarinnar í Helsingfors, og hefur skilað langbeztum á- rangri þeirra þar, en hann teflir á 3. borði. 30. skákþraut. U. Reitberger — B. Cunnstatt ABCDHFGH 1 d4 d5 2 c4 dxc4 3 Rf3 a6 4 c3 Bg4 5 Bxc4 e6 6 Rc3 Rf6 7 a4—RcG 8 0—0 Bd6 9 Be2 h5 10 h3 Bxf3 11 Bxf3 I)d7 12 Hel 0—0—0 13 a5 g5 14 Da4 Rb4 15 Dxd7f Hxd7 I Lausn á öðrum stað í blaðinu. * Um BÆKtJK og annacS * NÖFNIN: Davíð, Kiljan, Gunnar, Nordal, Gjallandi, Sandeinose, Shaw, Fupik DóKAÚTGÁFA, þó eink- um góðra bóka, hefur dregizt sam- an hérlendis á síðustu árum af skiljanlegum ástæðum. Bókaútgef- endur hafa verið venju frcmur svarafáir í sumar, þegar þeir hafa verið spurðir um fyrirætlanir sínar. Lánsfjárkreppa, ofboðs’egt. pappírsverð og þverrandi kaupgeta fóiks, — allt gerir þetta útgefend- ur varfærna og takmarkar mjög framboð frambærilegra !)óka. Þáð er því sérstakt gieðiefni að á næstunni og fyrir jól er von all- margra bóka, sem fengur er að. Þ 'AÐ er lofsvert, að bóka- útgáfan Hélgafell sendir frá sér innan skamms nýtt bókmenntæ tímarit, sem eingöngu er unnið af ungum skáldum og listamönnum. Fyrsta heftið verður á annað hundrað síður, myndskreytt í stóru broti. Það er að vona, að þet(.a nýja tímarit verði langlífara en margir fyrirrennarar þess, og varia ætti það að þurfa að deyja úr efnisskorti. Hi lELGAFELL mun einnig innan skamms gefa út hei’dar- safn rita. Davíðs Stcfánssonar. Verður það í fjórum bindum.... Bó.kin, sem hálf eða jafnvel öll þjóðin hefur beðið með eftiivænt- ingu, nýja bók Halldórs Kiljans Láxness, er nú komin í setningu og vœntanleg fyrir jól.... Fram- hald af Heiðarharmi Gunnars Gunnarssonar kemur einnig á markaðinn innan skamms ogheitir sú bók Sálumessa. I>að mun vera fyrsta skáldsaga höfundarins, sem að öllu leyti er unnin á Islandi.. . . Þá er væntanleg ný útgáfa af, bók Sigurðar Nordals um Vö’u- spá. Hún verður í því safni sýnis- horna íslenzkra bókmennta, sem Ilelgafe’l hóf með Pilti og stúiku. .... Skáldsaga Þorgils Gjalianda Upp við fossa mun einnig koma í þessu safni áður en langt líður. D’ ANSK-norski rithöfund- urinn Aksel Sandemose (hann er fæddur í Danmörku og alinn upp, en fluttist til Noregs og skrifar á norsku) gefur út timarit, sem sjálfsagt á sér fáa lika. Hann skrifar það allt sjálfui'. Það nefn- ist Árstíðirnar og er aðeins selt áskrifendum. — Sandemose mun mörgum kunnugur á Islandi, þó engin bóka hans hafi verið gefin út á íslenzku. (Ein þeirra liggur í þýðingu ' hjá útgefanda og hef- ur verið þar i nokkur ár). Tima- ritið kemur út fjórum sinnum á ári. Hann yrkir í það og ræðir þar þau mál, sem efst eru á baugi. Um þessar mundir beitir hann hvössum penna sínum gegn lögleiðslu sæðingar, en um það mál standa nú liáværar deilur i Noregi. •—■ Sandemose valcti ann- ars á sér rnikla athygli i Noregi fyrir nolikrum mánuðum þegar hann neitaði að taka á móti höf- undariaunum, som norska þjóð- þingið veitti honum í heiðurs- skyni. Ho.nn gaf þá skýringu, að við það mundi skattur sinn auk- ast svo mikið, að heiðurslaunin hrylckju eklii til að borga aukn- inguna. Hann notaði þetta tæki- færi til að ráðast gegn skattayfir- völdunum, sem í Noregi, eins og hér, leggja skatt á rithöfunda eftir sömu reglum og aðra menn, þannig að ritlaun þegin á einu ári koma öll til skatts það ár, þó þau séu þóknun fyrir margra ára \innu. SíÐASTA árið sem G. B. Shaw lifði, gaf enskúr forleggjari út hei’darsafn leikrita hans, öll 50 leikritin frá Widower’s Houses, sem skrifað var tæpum áratug fyrir aldamót, til Shakes versus Shav frá árinu 1949, en þar tak- ast þeir á, risarnir í enskri ieik- ritagerð, Shakespeare og Shaw, án þess þó að yfir ljúki. — Safnið er allt í einu bindi, 1400 læsilegar síður, sem er skipt í tvo dálka Það var áðeins se’t áskrifendum, en nú hefur bókasölu XÆunks- gaards í Kaupmannahöfn tekizt að ná í það sem eftir var af upplaginu og selur eintakið á 10 kr. dansltar, cða um 100 ísl kr„ og má það teljast ódýrt. Mik- ill ljóður er það þó á jafngóðri bók, að öllum formálunum cft' sleppt. ar fróðleiksbækur að háskóla. al- þýðunnar. Slikur skóli cr ó’.íku meira virði en háifsofandi em- bættismannavél, þar sem einhverj- um svokölluðum lærdómstitlum er klínt á blóð’ata auðmannasyni, oftast sárnauðuga. Þess vil ég minnast persónuloga að þegar ég fór fyrst að heiman tóif ára gamall og leiðindin hefðu gotað.,gátt jiÍL hát urðn. rit .Ágústs H. Bjarnasonar kærkomin viöbót við langan, erilsaman sumardag. Oftast voru þau tekin fram yfir hina breiðu og virðu’egu kili Forn- bréfasafnisins í skápnum. 1 há- skólanum var óg lélegur nemandi Ágústs og með hugann við ann- að. Við kynntumst ekki neitt að ráði. Einu sinni lenti ég við hann í Íllvígri deilu, og taldi að hann hefði látið hagsmuni nákomins ættingja stjórna gerðum sínum í viðkvæmu og afdrifamiklu má’i. Mér þótti mjög vænt um þegar í ljós kom að ég hafði haft rangt fyrir mér. Og jöfnuðum við þetta i bróðerni. Seinna urðum við ná- grannar og kynntumst nokkru ger. Þá sannfærðist ég um að við- horf hans til menningar- og fram- faramála mótaðist aldrei af þein-i píreygðu peningahyggju sem spyr a.ðeins um það hversu margir skildingar séu í boði fyrir að svíkja góðan málstað. Ég tel að dréngskapur hans og undirhyggju- laus hol’usta við vísindi og fram- farir geti verið góð fyrirmynd handa ýmsum af hans minni bræðrum. Þrátt fyrir nokkur veikindi síð- ustu árin hélt Ágúst áfram að starfa að ritum sínum af sama dugnaði og fyrr, en gaf sér þó tóm til að sinna nýjum hugðar- efnum og afla sér nýrra rita um eldri. Hann hélt óskertri foiwitni hins vakandi visindamanns til hins síðasta. Aðeins fáeinum vik- um áður en hann dó lét hann mig segja sér ítarlega af þjóð- skipu’agi sósíalismans í Ráðstjórn- arríkjunum, og spurði fróðlega um flest. Hann fyigdist ágætlega mgð bió^málum til síðustu stund- ar, og va.r mjög uggandi sm-af- leiðingar hernámsins fyrir menn- ingu vora og sjálfstæði, en bar þó engan kala til Bandarílcjaþjóðar- innar, þó að hann vi’di að vér stæðum fast á rétti vorum gagn- vart stjórn hennar. Mér hefur ekki þótt öllu vænna um margt heldur en þegar Ágúst kom til mín í vor ótilkvaddur að skrifa einna fyrstur undir ávarpið til forsetans um sakaruppgjöf til handa þeim sem dæmdir voru vegna 30. marz-málanna. Svo af- dráttarlaus var réttlætiskennd hans. Ágúst var kvæntur Sigríði Jóns- dóttur ská’ds Ólafssonar. Hún lifir mann sinn ásamt fimm uppkomn- um börnum þeirra. Sigríður er kona liámenntuð, og mun hafa verið manni sínum góður vinur og öruggur förunautur alla ævi. Ég heyrði nýlega haft eftir ell- efu ára gömlu barni að sá þyríti ekki að kvartá sem liefði góðar bækur og nógan mat. Ágúst H. Bjarnason hefur ekki látið fróð- leiksfúsa alþýðu fara á mis við góðar bækur. En grunur mínn er sá að hann eigi lika drjúgan skerf i hinum matnum. Þorvaldur Þórarinsson. ■ fréttabrcfi frá Prag (Prague New Letter) er sagt frá þvi, að bók Júlíusar Fuciks Með snöruna um hálsinn, sem hann skrifaði í fangelsum nazista, hafi nú kornið út í 106 útgáfum á 48 tungunjaium, rneira eni helúiingur þeirra cru tungur nýlenduþjóða, sem nú berjast fyrir frelsi s.nu. 1 Bandaríkjunum hafa þrjár út- gáfur komið af bókinni, og eins og við var að búast, fyrirsliipaði ein óameríska nefndin að- höfund- ur hennar skyldi handtekinn Það, sem auglýst var í 61., 62. og 63. tbl. Lög- birtingarblaðsins 1952 á Baldursgötu 39, hér í bæn- um, eign db. Margrétar Þórarinsdóttur Wilson, fer fram á eigninni sjálfri laugardaginn 11. otkóber 1952, kl. 2 e. h. Eignin veröur til sýnis fimmtudaginn 9. þ.m. kl. 2—4 e. h. . j Söluskilmálar eru til sýnis hjá undirrituðum, sem veitir allar upplýsingar um eignina. UppboÖshaldarinn í Reykjavík, 3. okt. 1952. Kr. Kristjánsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.