Þjóðviljinn - 05.10.1952, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 5. október 1952
Sunnudagur 5. október 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (5
þlÓOVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokurinn.
Kitstjórar: Magnús Kjartansson, (áb.) Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Olafsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 18
annarstaðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Erfföleikar jseirra, sem byggja
fyrir framtíðina
Margir íslendingar eru að vinna að því að byggja í-
búðarhús fyrir sjálfa sig og framtíðina. Mörgum.er að
vísu bannað það af stjórnarvöldunum, sérstaklega þó
iðnlærðum byggingamönnum.
En aðrir eru að reyna að brjótast í því að konaa upp
smáíbúð yfir sig — og maður skyldi ætla að þjóðfélagið
ætti að vera þessu fólki til aðstoðar, sem af miklum dugn-
aði er að skapa varanleg verðmæti fyrir framtíðina.
En því fer fjarri. Það er eins og stjómarvöldin og þrí-
flokkarnir geri. allt til þess að gera þessu fólki sem erfiðast.
Bankarnir eru samkvæmt sérstakri fyrirskipun ráð-
herra íhaldsins, Björns Ólafssonar, látnir neita mönnum
um lán til húsbygginga og Benjamín Eiríksson ráðinn
með 63 þúsund króna launum á ári, til þess að vakta
bankana eins og varðhundur, svo þeir láni ekki út á hús-
byggingar.
Ríkisstjóm íhalds og Framsóknar hindrar innflutning
á eins miklu af byggingarefni og þjóðin hefði efni á að
kaupa. En þessi sama ríkisstjóm gerir krók á leið sína til
þess að gera mikiö af byggingavörunni dýrari en vera
þyrfti, ríkisstjórnin brýtur lög með því a.ð setja bátaút-
vegsgjaldeyri á vöruna, en fyrir því er engin lagaheimild.
Fjárhagsráð íhalds, Framsóknar og Alþýðuflokksins
sezt svo að byggjendum smáíbúða með því að neita þeim
um að nýta efni og húsnæði sem bezt, þannig að haft
sé íbúðarhæft ris á húsuum. Á sama tíma er verið að leyfa
að hækka ris á gömlum húsum, til að gera risin íbúðar-
hæf.
Sá fjandskapur, sem valdhafamir sýna þeim íslending-
um sem eru að byggja fyrir þjóðina, er óþolandi.
Hér verður að verða algjör breyting á. Það verður að að-
aðstoða alla, sem vilja setja vinnu sína og fé í að byggja í-
búðarhús, í' að gera það. Ríkisstjórn, bankar og valda-
nefndir verða að vinna í þjónustu fólksins.
Sósíalistaflokkurinn er nú byrjaður að flytja frumvörp
og tillögur á Alþingi til að tryggja þetta. Þingsályktunar-
tillaga Finnboga R. Valdimarssonar og Jónasar Ámasonar
út af rishæðunum og frumvarp Einars Olgeirssonar og Áka
Jakobssonar um frelsi til bygginga eru fyrstu tillögurnar.
Fleiri munu á eftir fara.
„Dýpra og dýpra — sagði andskotinn"
Þerinan dag fyrir sex árum síðan var Keflavíkursamningurinn
samþykktur á Alþingi Islendinga. Allur Sósíalistaflokkurinn, hálf-
ur Framsóknarflokkurinn og 2 Alþýðuflokksmenn stóðu á móti.
En, ef hér væri um herstöðvasamning að ræða, sagði Stefán
Jóhann, þá værum við allir á móti!
Hættuiegasta óvini íslands, amerlsika auðvaldinu, var með
Keflavíkursamningnum réttur litli fingurinn.
30. marz 1949 tók hann alla höndina.
ísland var hernaðarlega lagt undir auðvr/ld Bandaríkjanna, inn-
limað í hemaðarkerfi þess opinberlega. — Þá stóð Sósíalistaflokk-
urinn allur á móti, en aðeins einn Framsóknarmaður og tveir
Alþýðuflokksmenn á Alþingi. — Áróður Bandaríkjavaldsins og
lielgreipar MarshaJlkerfisins höfðu haft sín áhrif á þríflokkanna.
— Það sem þeir sóru að þeir væru að forða landinu frá 1946, er-
lendri hersetu, það voru þeir að leiða yfir það 1949. En þeir
sóru um leið að aldrei yrði Atlantshafssamningurinn notaður til
þess að hafa hér herstöðvar á friðartímum.
Þá eiða rufu þeir 7. maí 1951.
Þá létu fiokkarnir þrír, Ihald, Framsókn og Alþýðuflokkur,
•— erlendan her hernema landið. Og þá stóðu allir þingmenn þess-
ara flokka að því að brjóta stjórnarskrá landsins.
Dýpra og dýpra hafa þríílokkarair sckkið þessi sex ár.
En þeir hafa líka sokkið í áliti fólksins.
Sósíalistaflokkurinn hefur staðið einn alira fiokka vcrðinn um
málstað Islands.
En nú er þörf að stöðvað sé sigið á ógæfuhiið.
Allir þjóðhollir Islendingar þurfa að taka höndum saman við
Sósíaiistaflokkinn og segja við næstu 'kosningar: Hingað og ekki
lengra. Nú skal snúið við og Í3Íand aitur verða fyrir íslendinga
eina.
„Útvarpssagan" —
ÚTVARPSHLUSTANDI sfcrif-
ar: „Óumræðileg hrifning hef-
ur gagntekið ritstjóra Morg-
unblaðteins og Þjóðviijans,
menningariegur fögu úðu r
þeirra er svo hjartnæmur og
einlægur, að ekki má á milli
sjá. Bæði þessi blöð birta í
dag langt viðtal við yndislega
frú og skinandi fagra mynd
af henni í broddi lífsins Sá
einstæði viðburður hefur gerzt
að frúin hefur setið við skrif-
borð að undanförnu og stvúið
á íslenzku mikiu skáldverki
eftir austurrískan kvensnili-
ing, Annemarie Selinko a.ð
nafni, en hæstvirt útvarpsráð
komizt á snoðir um snúning-
inn og beðið frúna að lesa
ðTir þjóðinni þessa heims-
frægu sögu. Frúin hefur náð-
arsamlegast orðið við tilmæi-
um útvarpsráðs, og í kvöld
ætlar hún að byrja að lesa.
Það er von að ritstjórarnir
hagi sér eins og lítil bö'm á
aðfangadag og setji upp mik-
inn hátíðasvip. Sjálfur forseti
neðri deildar Alþingis Islend-
inga skrifar undir viðtalið í
Morgunblaðinu!
★
FYRIR fáum dögum var farið
að lesa í útvajrpið sögu eftir
nýiátinn bandarískan rithöf-
und, Sinclair Lewis. Sennilega
hefur ritstjórum Morgunblaðs-
ins og Þjóðviljans þótt það
harla ómtrkileg nýjung, að
minnsta kosti sömdu þeir enga
frétt um það’ né birtu viðtal
við þýðanda sögunnar. Guð
forði oss líka frá þvi að nefna
SinClair Lewis í sömu andrá
og austurríska kvensnilling-
inn! Nóbelsverðlaunahöfund-
urinn Sinclair Lewis var talinn
vera helzt til hreinskilinn með-
an hann lifði og jafnvel óam-
erískur í anda, enda ritaði
hann bækur eins og Babbitt,
Main Street, Arrowsmith og
Kingsblood Royal. Aftur á
móti hefur Annemarie Selinko
(vei þeim sem kaíla hana Önnu
Maríu) hlotnazt sá sjaidgæfi
sómi að víðfrægt blað, Hjemm-
et, hefur boðið henni að sofa
til fóta hjá sér um skeið.
Hæstvirðu útvarpsráði hlýtur
að vera kimnugt um það, að
þetta stórmerka danska menn-
ingarrit hefur verið að prenta
sem framhaldssögu skáldverk-
ið undursamiega, sem nú á að
fara að lesa yfir þjóðinni
þrisvar í viku. Danskir kossa-
teiknarar hafa skreytt verkið.
Sagan er sem sé af því tagi,
sem vondir menn með úreltan
bókmenntasmekk kalla eidhús-
reyfara ellegar meykellinga-
munað, einskonar Kapítóla og
Forever Amber. Milli hennar
og svonefndra listrænna skáld-
verka er óbrúandi djúp.
★
HUGKVÆMNI ÞEIRRA spek-
inga, sem veija útvarpsefni,
kemur að vísu fáum á óvart,
né heldur viðbragð Morgun-
blaðsins og forseta neðri deild-
ar Aiþingis. Það er ofur eð’<-
legt að framhaiidssaga úr
ríanska biaðinu Hjemmet verði
þeim í senn bókenntaieg ióia-
gieði og andieg uopstigning.
Á hinn bóginn þvkir sumum
fnrðu sæta. að Þjóðviljinn skuli
takast á löft iíka. Kannski
hann ætli nú að verða góða
barnið og fara að vegsama þá
sérkennilegu menningu, sem
rvður sér óðfiuga tii rúms á
íslandi!
- Um leiksýningar
ÞAÐ VAR HEPPNI að leik-
sýningar féd’lu ekki niður í
Iðnó, þegar Þjóðleikhúsið tók
til starfa. Leiklist hefur aldrei
staðið .þar með meiri blóma en
nú, og það svo að þeir í Þjóð-
leikhúsinu hafa ekki getað
leyft sér að lognast útaf í sljóu
hugmyndaleysi, sem virðist
eðli þeirra vegna þess að Iðnó
er orðið hættulegur keppinaut-
ur Leikflokkur Gunnars Hans-
en er skipaður fólki sem met-
ur list sína meir en lífcam-
lega vellíðan ef um tvennt er
að velja. Gunnar Hansen er
smekkmaður og frjór í starfi
sínu. ÞaJ5' er ekkert logn í
Iðnó.
„Vór morðingjar" er iíklegast
bezta leikrit Kambans. Hinum
ungu leikendum hefur farið
ótrúlega mskið fram síðan
maður sá þá seinast. Enn um
sinn gefast mönnum fcostur á
að sjá „Vér morðingjar" og
er það vei þess virði.
★
Sunnudagrur 5. október (Placi-
dus). 277. dag:ur ársins — Tung-1
í hásuðri kl. 1.30 — Háflæði kl.
6.15 og ki. 18.37 — Lágfjara kl.
12.27.
Skipaútgerð ríkisins:
Esja fer frá Rvík kl. 13 á morg-
un austur um land í hringferð.
Herðubreið er á Vestfjörðum á
norðurleið. Skjaldbreið fór frá
Akureyri í gær á suðurleið. Þyriil
er í Rvík. Skaftfellingur fer frá
Rvík á þriðjudaginn til Vestm,-
eyja,
EIMSKIP.
Brúarfoss fór frá Neapel 3.10.
til Barcelona. Dettifoss kom til
Rvíkur 2.10. frá Hull. Goðafoss
kom til N.Y. 28.9. Gullfoss fór frá
Kaupmannahöfn á hádegi í gær
4.10. til Leith og Rvíkur. Lagar-
foss fór frá Bremen 4.10. til Ham-
borgar og Gdynia. Reykjafoss kom
til Jakobsstad 2.10. fer þaðan til
Veitsiliouto. Selfoss kom til Siglu
fjarðar 2.10. frá Kristiansand.
•Tröllafoss fór frá N.Y. 26.9. til R-
víkur.
WTÍ ¥B -SÖNGFÉLAG verk-
lýðssamtakanna í
Reykjavik óskar eftir söngfólki,
sérstaklega tenórum. Þeir, sem
kynnu að vilja syngja með kórn-
um, tali 7ið stjórnanda kórsins,
Sigursvein D. Kristinsson, Mávst-
hlið 18. Sími 80300 — eða komi á
æfingar kórsins i Edduhúsinu á
þriðjudags- og föstudagskvöldum.
Kvennadeild Slysavarnafélagsins
í Reykjavík heldur fyrsta fund
sinn á þessu hausti annaðkvöld
í Sjálfstæðishúsinu kl. 8.30.
Frá Skólagörðum Reykjavíkur.
Skólaslit verða í dag kl. 3 e.h.
í kvikmyndasal Austurbæjarskól-
ans (gengið inn frá Barónsstíg).
Prentarar.
Fundur í H.l.P. í dag kl. 1.30
í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu.
— Kosnir fuiltrúar á Alþýðusam-
bandsþing o. fl.
Leiðrétting.
1 grein Haralds Jóhannssonar
hagfræðings i biaðinu í gær féll
niður dagsetning þess tölublaðs
Economist, sem vitnað var í, en
hún er 30. ágúst 1952. Enn frem-
ur misritaðist greinarhöf, í töflu
V., en það átti að vera: Vísitala
fyrra árs = 100.
Verkamannafélagið Framsókn
heldur fund annað kvöld til að
kjósa fulltrúa á Alþýðusambands
þing. Fundurinn verður í Alþýðu-
húsinu og nefst kl. 8.30.
11.00 Morguntón-
leikar. 13.15 Erindi
Hvalurinn (Júlíus
Havsteen sýslumað
ur). 15.15 Miðdeg-
istónleikar. 16.15
Fréttaútvarp til Islendinga erlend
is. 17.00 Messa í Dómkirkjunni
(séra Jón Auðuns). 18.30 Barna-
tími (Þorsteinn Ö. Stephensen).
a) Upplestrar og tónleikar. b)
Tómstundaþáttur barnatímans
(Jón Pálsson). 20.20 Tónleikar:
Myndir frá Brazilíu, hljómsveitar-
verk eftir Respighi. 20J5 Erindi:
Framhald á 6. síðu.
Lausn á skákþraut nr. 30:
1. Bf4—c7.
Heimssögulegt flokksþing
KJÓLAR
Kápur
Telpukápur
á 2ja til 4 ára.
Verð frá kr. 145
Eirmig drengjiöt
á 12 til 14 ára
Veizl. N0TAÐ & NÝTT,
Lækjargötu 8.
Hjón
með 3ja mánaða bara vant-
ar íbúðarpláss strax eða
seinna. Fyrirframgreiðsla ef
þess er óslkað. Tilboð sendist
afgreiðsíu Þjóðvi'ljans sem
fyrst, œerkt: „Þ. G.“
I dag setur Kommúnista-
flokkur Ráðstjórnarríkjanna 19.
þing sitt eftir 13 ára viðburða-
ríkt hlé. Síðasta flokksþing var
háð á öndverðu ari 1939. Síðan
það var hafa Ráðstjórnarrík-
in háð eitt mannfrekasta og
dýrasta stríð, sem um getur í
sögunni. Síðan það var hafa
Ráðstjóraarríkin grætt hin
miklu svöðusár þeirrar styrj-
aldar, reist atvinnulíf sitt úr
rústum á furðuskömmum tíma
og hafa nú tvöfaldað iðnaðar-
framleiðslu sina miðað við ár-
ið 1940. Nítjánda þing Komm-
únistaflokks Ráðstjórnarríkj-
anna hefur nú verið kvatt sam-
an til þess að kanna það, sem
áunnizt hefur, líta yfir farinn
veg og marka þá braut, sem
ganga skal hin næstu ár,
Hveraig sem afstaða marnia til
Ráðstjóraarríkjanna er, þá fer
það ekki á milli máia, að á-
kvarðanir þessa flokksþings
orka meir á pólitíska og efna-
hagslega framvindu ails heims-
ins en flestar aðrar ráðstefn-
ur, sem haldnar eru í okkar
málglaða heimi.
Á.iþessu flokksþingi Kommún.
istaflokks Ráðstjóraarríkjanna
er hin 5. fimmáraáætlun það
dagskráratriðið, sem mesta at-
hygli vekur. Áætlun þessi tek-
ur yfir árin 1951-1955 og er því
þegar komin hátt á annað ár,
þótt ekki hafi hún verið birt
í heild fyrr en nú. Samkvæmt
þeim tölum, sem birtar hafa
verið um atvinnuþróun Ráð-
stjórnarríkjanna á þessu tíma-
bili, er gert ráð fyrir að iðn-
aðarframleiðslan í heild muni
aukast um 70%, landbúnaðar-
framleiðslan sömuleiðis um
70%, raunveruleg laun verka-
manna skuiu vaxa um 35%
og tekjur bænda um 40%. Til
þess að menn geti fengið
nokkra hugmynd um hvað þessi
hlutfallslega hækkun merkir í
beinum tölum, skal birt eftir-
farandi tafla um framleiðslu-
magn í nokkrum iðngreinum
Ráðstjómarrikjanna, og fylgja
því til samanburðar samsvar-
andi framleiðslutölur frá árinu
1913, síðasta friðarári hins
gamla Rússaveldis keisaxanna:
(Stál, jám, olía og kom í millj-
ónum tonna; raforka í milljörð'-
um kvst)
1913 1940 1950 1955
Stál 4,23 18,2 27,3 44,2
Járn ■4,22 15,0 19,4 34
Olía 9,0 31,0 37,8 70
Kol 29,0 166,0 260,0 372
Korn 7,0 118,8 124 ,6 180
Raforka 2 48,0 90,0 182
Svo sem sjá má af töflu
bessari mun framkvæmd hinn-
ar nýju 5-áraáætlunar skipa
Falsanir Jóns Sigurðssonar
Jón Sigurðsson reynir enn
í gær að klóra yfir skatta-
fán Alþýðusambandsstjórnar
með smágrein í AB. Svo
langt er nú framkvæmda-
stjóri skattræningjanna leidd
ur að hann grípur til þess
örþrifaráðs að falsa tölur
sem Þjóðviljinn hefur birt
um þá skattupphæð sem
heimilt var að innheimta
samkvæmt lögum sambands-
ins og samþykkt 22. þings-
ins.
Kemst Jón Sigurðsson að
þeirri vísdómslegu niður-
stöðu að „samkvæmt kenn-
ingum Þjóðviljans" hefði
skattur af karlmönnum í
Reykjavík og Hafnarfirði
orðið kr. 4.00 árið 1951 og
kr. 5.12 árið 1952! Þessar
fáránlegu tölur fær J.S. með
því að bæta framfærsiuvísi-
tölu hvors árs á GAML.4
grunnskattinn einan.
J. S. veit betur. Hann veit
að allir hafa talið sjálfsagt
að gamli grunnskatturinn
væri margfaldaður með vísi-
tölunni 300 alveg á sama
hátt og kaupið eftir að geng
islækkunarlögin tóku gildi.
Með þessu hefur Þjóðviljinn
jafnan reiknað og aldrei kom-
ið annað til hugar eins og
sést af því að í frásögn blaðs
ins af fjárplógsherferð sam-
bandsstjórnar 28. sept. s. 1.
er skýrt tekið fram að rétt-
ur skattur af karlmönnum í
Reykjavík og Hafnarfirði
Iiefði orðið kr. 12,00 fyrra
árið og kr. 15,35 seinna árið
í stað kr. 15.29 og kr. 23,48
sem sambandsstjórn kom
skattinum í með hiimi til-
bútiu prívat-„vísitölu“ sinni.
Sá sem grípur til svona
augljósra blekkinga hefur
vondan málstað að verja, og
það er greinilegt að J. S. er
það Ijóst að það er ekki auð-
velt að bera í bætifiáka fyrir
féflettingu afturhaldsins á
verkalýðsféiögunum. Að öðr-
um kosti yrðu honum áreið-
anlega aðrar varair hendi
nær en þær, sem hvert
mannsbarn getur gengið úr
skugga um að eru reistar á
ósannindum og fölsunum.
Ráóstjórnarríkjunum í fremsta
sæti iðnaðarvelda veraldarinnar,
þegar undan eru skilin Banda-
ríki Norður-Ameríku. Hinsveg-
ar minkar óðum bilið milli hins
tröllaukna framleiðslubákns
Bandaríkjanna og Ráðstjóraar-
ríkjanna, svo að sjá má fyrir
endann á þeim yfirburðum, sem
Bandaríkin hafa nú haft í
heimsbúskapnum. — Á ýmsum
sviðum matvæla- og hráefna-
framleiðslu landbúnaðarins eru
Ráðstjórnarríkin komin fram úr
Bandaríkjunum. I framleiðslu-
tölum hinnar nýju 5-áraáætiun-
ar kemur ekki til greina að
fullu sú aukning, sem fólgin
er í þeim miklu mannvirkjum,
sem kölluð eru stórvirki komm-
únismans. Innan ramma þessa
tímabils verður Kúíbýsjeforku-
verið eitt fullbúi’ð af þeim
mannvirkjum, auk Lenínskurð-
arins, sem þegar er fuilbúinn.
Á 5-árabilinu 1955-1960 má
því búast við frekari hraða-
aukningu í atvinnuþróun Ráð-
stjóraarríkjanna.
Hin stórkostiegu umskipti,
sem atvinnuþróun Ráðstjórnar-
ríkjanna hefur valdið í fram-
leiðsluhlutföllum veraldarinnar
verða því mikilvægari fyrir þá
sök, að alþýíulýðveMin í Evr-
ópu og Asíu eru nú ásamt
Ráóstjórnarsambandinu orðin
kreppulaus atvinnuheiid, sem
með fullum rétti má kalla sósí-
aliskan heimsbúskap. Með
hverju ári sem líður mun hag-
skipulag hins sósíaliska heims-
hiúta orka meir á efnahags-
þróun auðvaldsheimsins, bæði
beint og óbeint. I sama mund
og atvinnukerfi alþýðuríkjanna
og sósíalismans freystir við’-
skiptabönd sín, gefst þeim
heimi, sem utan við þau stend-
ur, kostur á að auka viðskipti
sín við þau og draga úr þeirri
kreppu, sem nú grúfir eins og
svart óveðursský yfir höfði
hans. Það verður að minnsta
kosti ekki löndum sósíalismans
að kenna ef þetta tækifæri verð-
ur látið ónotað.
Allar atvinnuáætlanir Ráð-
stjórnarríkjanna eru bundnar
einu skilyrði: að friður hald-
ist. Þegar hinir einstöku liðir
5-áraáætlunarinnar eru athug-
aðir, þá kemur einnig í ljós,
að hér er um að ræða friðar-
áætlun. en ekki undirbúning að
styrjöld. Ríki, sem ætlar sér að
auka sölu neyzluvara um 70
prósent, ætlar sér ekki í árás-
arstríð. Jafnvel andstæðingar
Ráðstjómarríkjanna viðurkenna
þetta er þeir ræða hina nýju
áætlun. Þessar langsýnu áætl-
anir um áveitur, skóggræðslu,
vatnavirkjanir og ræktun eyði-
marka eru allar sprotnar upp
’C' \ i Rftie airAMsnOTi SnlAvjnflá -ft frifchþigar N
? :ÍT. v’tf® fM
221. dagur
-SET
iwm
íj>2>2/í ;5l1 : W'W'm.':
þvj-i ítfJ 'cnoi»» pÁr .p "*i •
Emírinn hefur r'áF-ir hevrt það! t das
sesrir betta fyrir'itleva eamalmenni ?8
bmn eiri kánu mína. belti og vef'arhött.
Á moreuu’ e- b.ann vís til að sevja aö hon-
um beri rikið og kvennabúrið!
Rétt wi’ir hú, mrelti emirinn. Þessi máður
er emnsamleirur og hiettulesrur, býr vfir ili-
um hufrsunum. ov bað mundi rétt að nanga
milli bo's o<r höfuðs á honum nú þegar. —
Sá gramii féll á kné og bar sig hörmulega
með veinan og ópan.
En Hodsia Na.sreddin rat ekki bo'að að
saklaus maður væri sendur á höarvstokk'nn.
Hann iaut emírnum og sagði: Það verður
al'taf timi til að höggva af honum höfuðið
Fyr,st sltulum við rannsaka nafn hans -og .
fyrirætlanir. Látið mig yfirhey-ra hann.
Ég skal loka hann inni, biðja bæna sem
ég einn þekki svo hann geti ekki opnnð
dyrnar með galdri, og pir.a hann til að
segja allt af létta. — Já, þvi ekki það sagði
emirinn. það er skynsamlegt. Gjör vjð
hann hvað þú vilt.
hjá þjóðum, sem þurfa frið
eins og þyrstur maður þarf
vatn. Þær beinast allar fyrst og
fremst að því að skapa skilyrð-
in fyrir síaukinni neyzlu, aukn-
um og fjölbreyttari mat, klæð-
um og skæðum, betra húsnæði,
auðngri menningu á ölium svið-
um mannlegs lífs. Ef þetta er
striðsundirbúningur, þá er þaá
stríðsundirbúningur að draga
að sér súrefni úr loftinu.
I greinargerð Kommúnista-
flokks Ráðstjórnarríkjanna er
svo talið að með hinni nýju
5-áraáætlun sé lagðúr grund-
völlur að því þróunarskeiði, er
sósía!isminn breytist smámsam-
an yfir í kommúnismann, þ.e. að
þjóðfélag allsnægtanna rísi upp
í stað þjóðfélags naumleikans
og hinna skömmtuðu launa. Um
stjórnarríkin munu komast á
þetta þróunarstig mannfélags-
þróunarinnar á næstu 15—20
árum, ef þau ekki verða trufluð
í friðsamlegri önn sinni af
fjandsamlegum öfium. Sú kyn-
slóð, sem nú er miðaldra, mun
verða sjónarvottur að þessum
sögulegu aldahvörfum, hún
mun mega iíta þær Furffiu-
strandir félagslegra framfara,
er spámenn og spekingar lið-
inna alda hafa griilt í draumum
sínum. Raðstjórnarsambandið
er landið, þar sem mannkyns-
draumarnir rætast. Fyrir þá
sök fylgja 19. þingi Komm-
únistaflokks Ráðstjórnarríkj-
anna hugheilar ámaðaróskir
allra góðviljaðra manna.
Sverrir Kristjánssoit.
Varizt sundrungaröflin
Viðvík jandi grein Haraldar
Hjáimarssonar í Morgunblaðinu
1. október sl. viljum við taka
fram eftirfarandi:
B-listinn er borinn fram af
18 meðlimum innan SMF og al-
gerlega ópólitískur, enda munu
stuðningsmenn hans vera úr
öllum flokkum, þótt við hins
vegar getum ekki fullyrt um
pólitískar skoðanir þeirra allra.
Þetta að fram komu tveir
listar í rösklega 170 manna fé-
lagi teljum við mjög svo eðli-
legt, og sýnir það glögglega
að félagsmenn eru ekki alls
kostar ánægðir með uppástimgu
sambandsstjórnar á Böðvari
Steinþórssyni, og í beinu fram-
haidi af því, þá notfæra þeir
eðlilega rétt sinn til þess að
stilla upp öðrum fulltrúa, sem
félagsmönnum er svo aftur á
móti frjálst að kjósa eða hafna
við almenna allsherjaratkvæða-
greiðslu, og stórfurðulegar eru
þær hugdettur H. H„ að halda
því fram að hér sé um póli-
tískar kosningar að ræða, því
að á sambandsstjómarfundi, er
haldinn var mánudaginn 22.
sept. s’l. var kosning rædd og
lýsti Böðvar Steinþórsson því
þá yfir að hvorugur listinn gæfi
neitt tilefni tli þess að hér væri
um pólitíska kosningu að ræða.
H.H. heldur því fram að
framreiðslumenn á Hótel Borg
hafi sprengt félagshópinn fyrir
10 árum. í þvi sambandi viljum
við ráðleggja H.H. að lesa Al-
þýðublaðið og Morgunbiaðið frá
þeim tíma til að komast að hinu
sanna.
Hins vegar er rétt að benda
H.H. á það, að hann sakar
Janus Halldórsson varfulltrúa
á A-listanum um mikil spell-
virki gagnvart þessum samtök-
um, vegma þess að Janus Hall-
dórsson var einn af þeim þjón-
um, sem störfuðu á Hótel Borg
þegar félagið klofnaði, og höld-
um við að H.H. sé bezt að ráð-
færa sig við Janus áður en
hann ritar næstu . klausu.
H.H. fer með heiber ósann-
indi, er hann hefur eftir um-
mæli Haralds Tómassonar, er
hann viðhafði á fundi þar sem
kosningin var rædd. Haraldur
Tómasson sagði orðrétt „það
er ósk mín að hver sá sem nær
kosningu. að hann beri gæfu ti!
þess að vinna þannig að má’um
okkar á þsssu A.S.I. þingi, aí
getum vel við unað; þá tel ég
tilgangi okkar náð“.
I rauninni er okkur óskiljan-
legt með öilu, í hvaða ti’.gangi
H.H. ritar þesza endileysis rök-
ieysu.
H.H. fu’lyrðir að B-listamenn
skapi sundrung og úlfúð innan
S.M.F. En félagar: það er ein-
mitt H.H., sem gefur tilefni til
óeiningarinnar innan S.M.F.
Með þessari grein 1. okt.
stígur hann sjálfur sitt óheilla-
spor gagnvart okkur og við
sökum hann um skemmdarstarf
semi og óheilindi. H. H. gekk í
S.M.F. sl. vor og þetta var
fyrsta og lítilfjörlegasta verk-
efni, sem hann gat tekið sér
fyrir hendur, og við fullyrðum
að hanix hefur skapað sér aí-
menna fyrirlitningu með þessu
frumhlaupi sínu á meðal okk-
ar.
H.H. segir að Haraldur Tóm-
asson og Tryggvi Jónsson séu
báðir imgir og lítt reyndir í
félagsmálum samtakanna. En
við sem erum eldri í S.M.F. vit-
um betur um þetta en H.H.
Haraldur Tómasson er mjög
svo áhugasamur um velferðár-
mál sambandsins, hefur gegnt
og gegnir þar mörgum trúnað-
arstörfum, t.d. formaður fram-
reiðsludeildar, gjaldkeri S.M.F.
fulltrúi framreiðsludeiidar, í sjó
mannadagsráði o. fl.
Haraldur Hj. telur stuðnings-
menn B-listans reka mikinn og
dularfullan áróður fyrir lista
síniun. Því er til að svara að
við treystum einungis á vilja og
skilning félagsmann^ sjálfra,
við viljum láta þá dæma án
alls áróðurs.
Að öðru leyti hirðum við
ekki um að svara þessum frá-
munaJegu aðdróttunum í garð
okkar og vonumst fastJega eftir
því að félagsmenn innan S.M.F.
sýni festu og stéttvísi og láti
ekki glepjast af óheilMvænleg-
um míðskrifum um einstaka fé-
lagsmenn.
Stuðningsmenn B-listans.
ATH. Morgunbiaðið sá sér
ekki fært að birta þessa grein.
Happdrætti
B»$óðvil$ans
Félagar.
Happdrætti Þ.ióðvlljans er
glæsilegasta happdrætti sem
Sósíalistaíiokkurinn hefur
stofnað til. 1 því eru 20
úrvals vinningar, þ.á.m. ferð
til Parísar kr. 15000, kiæðn-
aður kvenna kr. 5000, kla'ðn-
aður karla kr. 5000, stofu-
skápur kr. 8500, þvottavél,
ryksuga og margt annarra
ágætra muna.
Reynslan hefur þegar sýnt
að happdrsettið er mjög út-
genffilegt off smekklegt að
öUum frágangi.
Tökum öll þátt í söiunni,
meö því eina móti getum
við tr.vggt góðan árangur.
Hringið í síma 7500 eöa
7510 sí venjulegum skrif-
stofutíma og ykkur verða
sendir miðar heim.
Þeir félagar sem þegar haía
selt eitthvað af mióuni oru
vinsamlegast beðnir að hsvfa
samband við skrifstofuna
á Þórsgötu 1 og skiia því
s.om þegar er inn komið.
Mmiið: Ilappdrætti Þjóðvilj-
ans er í fuilum gangi.