Þjóðviljinn - 05.10.1952, Blaðsíða 6
Q) __ ÞJÖÐVILJINN — Suimudag-ur 5. október 1952
* u-
r' tft I
Herðubreið
austur um land til Siglufjarðar
ihinn 11. þ. m. Tekið á móti flutn
ingi til Hornafjarðar, Djúpa-
vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvar-
fjarðar, Mjóafjarðar, Borgar-
fjarðar, Vopnafjarðar, Bakka-
fjarðar, Þórshafnar, Raufar-
hafnar, Kópaskers og Flateyj-
ar á Skjálfanda á þriðjudag og
miðvikudag. Farseðlar seldir á
fimmtudag.
Skaftfellingur
til Vestmannaeyja á þriðjudag.
Vörumóttaka daglega.
Sófasett
og einstakir stólar, margar
gerðir.
Húsgagnabólsfrnn
Erlings Jónssonar
Sölubúð Baldursg. 30, opin
'kl. 2—6. Vinnustofa Hofteig
30, sími 4166.
ð&i
i2
//Kaupum gamlar bækur ogí(
/ timarit. Ennfremur notuð ís-/
^lenzk frímerki. Seljimi skáld-ý
fesögur, ódýrt, Námsbækur og/
í'ýmsar a'ð’rai- bækur fyrir-)
, liggjandi. Útvegum ýmsar■
[sjaldgæfar bækur. Sendumt
,gcgn póstkröfu.
BÖKABAZARINN
f'Traðarkotssundi 3. Sími 4663
Lálí'ð okkur annast
hreinsun á fiffri
og dúti úr göml-
um sœngur-
fötum.
Fiðurhreinsun
Hverfiegötu 52.
BANDARfSK HÁRll
Bæjarfréttir
Framhald af 4. síðu.
Úr vígsluför Gissurar Einarsson-
ar biskups: Rínsgyllini og Ro-
stockaröl (Björn Th. Björnsson
listfræðingur). 21.00 Einsöngur:
Þorsteinn Hannesson óperusöngv-
ari syngur; dr. Urbancic aðstoðar.
a) An die ferne Geliebte, lagafl.
oftir Beethoven. b) Dichterliebe,
lagaflokkur eftir Schumann. 21.45
Upplestur: Kvæði eftir Einar
Braga (Gunnar Eyjólfsson leikari)
22.05 Dansiog. 23.30 DagskrárJok.
— Útvarpið & morgun: 19.30 Þing-
fréttir. — rónleikar. 2020 Útvarps
hljómsveitin leikur. 20.45 Um dag-
inn og veginn (Ólafur Jóhannes-
son prófessor). 21.00 Einsöngur:
Sig. Ólafsson. syngur; Fritz Weiss-
happel leikur undir. 21.20 Erindi:
EgJ'ptaland (Baldur Bjarnason
magister). 21.40 Tónleikar pl.:
Vallée d’Obermann, píanóverk eft-
ir Liszt. 21.50 Búnaðarþáttur: Ráð-
stafanir vegna lambanna (Páll A.
Pálsson dýralæknir). 22.10 Désii-ée,
saga eftir Annemarie Selinko
(Raghheiður Hafsteln). — II.
MESSÚR I DAG:
Kópavogsskólinn.
Messa.kl. 2 síðdeg-
is. Sr. Gunnar
Árnason, einn af
■umsækjendunum
um Bústaðapresta-
kall. Óháðl fríkirkjusöfnuðurinn.
Messað í Aðventkirkjunni kl. 2
e. h. Sr. Emil Björnsson.
Þjóðviljann vantar unglinga
til að bera blaðið til kaupenda í eftirtalin hverfi:
S i g t ú n ,
Skjólin.
Talið við afgreiðsluna. — Sími 7500
SS2S2S8SSSSS2SSSSSSS2SSS2S25SS382S2SS;
SSSSSSSSS8SS2SSSSSSSSSSSSS2SSS3SSSSSSSS?
Haustmót mástaraflokks
í dag kl. 2 leika
UM %
8P
KR—Víkingur
Strax á eftir keppa
Fram — Valur
Þetta eru síðustu leikir sumarsins
MÖTANEFNDIN.
•o*o*o*ðfo«o«oéCj«o«c>*o*o«f)«D*o»o*o«o«o«o*o«o«r)«ruiottr>«0#o«»o*o«a*o*o«0«o«o«Ofö*o«oéOéoéO«<i«o*o«o*o
Langholtspresfakall
Stuðningsmenn séra Páls Þodeilssonar
hafa opnað kosningaskrifstofu í Holts-apoteki
við Langholtsveg. — Opin kl. 8—10 síðdegLs.
Sími 81246.
EINANGRUNARKORK
nýkomið — lækkað verð
Korkiðjan h.f.
Skúlagötu 57 — Sími 4231
273. DAGUR
,,Ég veit það“, svaraði Clyde — enda hafði hann í fulla tvo
jnánuði æft þetta svar í samráði við Belknap og Jephson. „En
eina áætlunin, sem ég veit um“, — og hann reyndi eftir megni
að vera hreinskilinn og sannfærandi á svip, — „var þessi á-
ætlun sem ég hafði lágt fyrir hana hvað eftir amiað“.
„Og hvaða áætlun var það?“
„Nú, að hún færi burt og leigði sér lierbergi annars staðar,
og ég veitti henni fjárhagsaðstoð og kæmi í heimsókn stöku
sinnum“.
„Nei, nú skjátlast yður", sagði Jephson ísmeygilega. „Þetta
getur ekki verið áætliuiin, sem hún hafði í huga. 1 einu bréfinu
segist hún vita, að að það só erfitt fyrir yður að verða að
fara burt og dveljast svo lengi í burtu, en það sé ekkert við
þvi að gera“.
„Já, ég veit“, svaraði Clyde fljótt og rösklega eins og honum
hafði verið sagt, „en það var áætlun hennar en ekki mín. Iiún
var alltaf að segja við mig, að hún vildi að ég gerði þetta og
ég reyndi að gera það. Hún sagði það hvað eftir annað í símann
og það getur ved verið að ég hafi sagt allt í lagi, en ég var
ekki sammála henni, heldur vildi ég tala betur um það við liana
seinna".
„Ég veit að minnsta kosti að ég samþýkkti aldrei áætlun.
liennar. Ég bað hana bara að bíða og aðhafast ekki neitt, fyrr
en ég hefði safnað nægum periingum til að koma til fundar við
liana, tala við hana og reyna að fá hana á mitt mál“.
„En ef hún liefði ekki viljað eamþykkja ráðagerð yðar, hvað
þá?“
„Þá ætlaði ég að segja henni allt um ungfrú X, og sárbæna
hana að sleppa mór“.
„En ef hún neitaði samt sem áður?“
„Þá hafði mér dottið í hug að flýja, en ég reyndi að hugsa
sem minnst um það“.
„Eins og þér vitið, Clyde, þá eru sumir þeirrar skoðunar að
þér hafið þá þegar verið staðráðinn í að fara með henni undir
fölsku nafni á einhvem afskekktan stað og myrða hana á hinn
svívirðilegasta hátt, svo að þér gætuð kvænzt imgfrú X. Er nokk-
uð til í því? Gefið kviðdómendum svar við því — já eða nei?
„Nei. Nei. Mér datt aldrei í hug að myrða hana eða nokkum
annan", hrópaði Clyde með tilfinniitgu, greip-'báðum höndum
um amia stólsins sem hann sat á og reyndi að leggja mikla á-
herzlu á orð sín. Um leið reis hann upp úr sæti sínu og reyndi
að vera alvarlegur og sannfærandi á svip, en í huga hans og
hjarta bjó vissan um það, að hann hafði einmitt áformað slíkan
verknað, og það dró úr honum mátt þessa stimdina, eyðilagði
áhrif orða hans. Augu alls þessa fólks. Augu dómarans, kvið-
tíómenda, Masons, blaðafólksins. Og aftur spratt kaldur sviti
íram á enni hans og hann sleikti varirnar vandræðalega og
kingdi munnvatni, vegna þess hve háls hans var þurr.
Og svo voru rakin bréfin frá Róbertu til Clydes eftir að hún
kom lieim, unz hún skrifaði síðasta bréfið, þar sem hún krafðist
þess að hann kæmi, að öðmm kosti færi hún til Lycurgus og
íletti ofan af honum. Jeplison minntist á öll smáatriði og gerði
allt sem honum var unnt til að draga úr og rífa niður allt sem
vitnað hafði verið fram að þessu.
Hvers vegna hafði hann ekki skrifað Róbertu. Jú, hann hafði
óttazt afleiðingarnar af þvi í sambandi við ættingja sína, starf
sítt og fleira. Og sama var að segja um þá ákvörðun hans að
hitta hana í Fonda. Hann liafði engar áætlanir í huga um ferða-
lag með henni. Honum hafði aðeins dottið í hug að hitta hana
einhvers staðar — hvar sem væri -—og reyna. að fá hana til að
fara bui*t. En þegar komið var fram í júlí og hann hafði ekki
fengið neinar jákvæðar hugrnyndir, datt lionum í hug að þau
gætu farið saman á einhvem ódýran sumardvalarstað. í Utica
hafði Róberta stungið upp á vatnahéruðunum fyrir norðan. Og
á gistihúsinu, ■eikki á járnbrautarstöðinni, hafði hann fengið kort
og uppdrætti yfir þess hóruð — en í þessu varð honum á hættu-
leg skyssa, því Mason hafði í fórum sínum kort, sem á var
stimplaö Lycurgus House, en Clyde vissi ekki um það. Og meðan.
hann sagði frá þessu, var Mason að hugsa um þetta kort. Og'
ástæðan til þess að hann fór frá Lycurgus, svo að lítið bar á —
var sú að hann hafði ekki viijað láta fréttast um brottför þeirra
Róbertu, en aðeins vegna þess að hann viidi ekki að skuggi
félli á nöfn þeirra. Og þess vegna ferðuðust þau sitt í hvorum
vagni, gengu undir nafninu Clifford Golden og frú, og þannig
var allur feluleikurinn rakinn. Hvað hattana tvo snerti, þá var
hatturinn óhreinn og þess vegna keypti hann annan sem honum
léizt vel á. Og þegar slysið vildi til og hann missti hattinn, þá
öetti hann auðvitað hinn hattinn upp. Vissulega liafði liann átt
myndavél og verið með hana, og hann hafði verið með hana.
meðferðis fiegar hann kom tii Cranstonfólksins í fyrsta skipti