Þjóðviljinn - 14.10.1952, Blaðsíða 3
Verða brotin bætf?
Áður hefur verið vi!kið nokkr-
uð að skyldum þeim er íþrótta-
flokkar hafa í ferðalögum , og
reynt að draga fram hvar höf-
uðástæðan liggur fyrír þeim
tíðu misbrestum som fyrir
koma á ferðum íþróttamanna
bæði utan iands og innan. 1
þessum þætti verður reynt að
draga fram þær afleiðingar sem
brot á almennum velsæmisregl-
um íþróttanna liafa í för með
sér, og þá tekið sem dæmi hið
nærtæka mál síðustu olynpíu-
fara án þess þó að taka beina
afstöðu til þess í heild að þessu
sinni.
Atvikaröðin er eitthvað á
þessa leið: Flokkur ísl. íþrótta-
manna er búinn undir það að
ta'ka þátt í Olympíuleikunum í
Helsingfoi’s. Margar félags-
stjórnir hafa fórnað mi'klum
tíma til að afla fjár til þessa
undirbúnings. Félagsheildir
hafa lagt sitt til að vel mætti
takast til um förina. Auk þess
hefur verið veittur drjúgur
skildingur af opinberu fé til
þjálfunar, fé sem þú og ég
höfum greitt með beinum og
óbeinum gjöldum.
Áður en lagt er af stað í
förina eru samdar reglur um
það hvernig leikmenn og far-
arstjórar eigi að koma fram.
Reglur þessar eru raunar ekk-
ert öðru vísi en þ-ær reglur
sem hver einasti xþróttaraaður
á að hafa óstkráðar í hjarta
sínu. Hver einasti maður skrif-
ár undir þær með eigin hendi
og gefur þar með heit sem
sgnnur íþróttamaður á ekki að
þurfa að gefa með undirskrift.
— Flokkurinix leggur af stað,
kostaður beixit eða óbeint af
fé almennings og má segja að
ekki fari illa á þvi. Þar eru
fulltrúar Islands á ferð, full-
trúar íslenzikrar -æslcu, á veg-
legustu íþróttahátíð sem haldin
er fjórða hvert ár —Olympíu-
leikana. Flo'kkurinn kemur til
leikjanna og keppir. Árangur-
inn varð lakari en búizt var
við. Við því í sjálfu sér ekkert
að segja. Það sem verra var
að nú tóiku heitin og loforðin
um sjálfsagða. framkomu sem
staðfest voru með eigmhandar-
undirskrift að verða léttvæg og
þau brotin. Fai*arstjómin hefur
ekki 'kjark til að taka hart á
málinu og refsa þegar í stað,
og nota heimild sem hún hafði
til þess. Ákveðnir menn brjóta
sjálfsögðustu reglur um hegð-
un: með neyzlu áfengis, með
óhlýðni, og óforsvaranlegu
framferði við fararstjóm.
Þegar heim er komið eru
þrír menn úr flokknum dæmdir
fyrir framlkomu sína, í áminn-
ingu og nokkurra daga og ca.
5 mán. útilo'kun og því hefur
hvergi verið mótrnælt: að þessir
menn séu ekki sekir um það
sem á þá er borið. Málið er
nú ekki svo einfplt nð þar með
sé öllu lokið: Þeir fái sinn dóm
og taki hann út. Síðan þeir
komu heim úr þessari sögulegu.
för hafa félög, félagsheildir og
einstaklingar varið f jölda dags-
vérka til að ræða þetta
hheykslismál fram og aft.ur
Péssir menn eru tilneyddir að
oýða frítíma sínum í þetta svo
það gangi fonnlegar leiðir sam-
kvæmt reglum íþróttahreyfing-
urinnar. Þessir menn vinna að
íþróttum af áhuga, cndurgjalds-
laust. Þeir verða að gjalda
svona eftirminnilega afglapa
þessara fulltrúa íslands. Er
þetta eitt ekki nóg til þungrar
refsingar alveg sérstaklega.
Það er ekki nóg a.ð bæta þess-
um, í eðli sínu neikvæðu störf-
um á herðar þessara manna
sem standa imdir erfiði og
þunga íþróttastarfsins. Þeir
brjóta niður með uggvænu
kæruleysi svo og svo mikið af
þeim hróðri og því áliti sem
mætir menn hafa á löngum
tíma byggt upp með elju sinni
og trú á gott málefni, og þetta
leyfa þessir menn sér að gera
á Olympíuleikum, þar sem þeir
dvelja sem sendimenn Islands.
Þessi stórkostlegu brot verða
ekki metin í áminningum eða
Framhald a' 7. síðu.
Þriðjudagur 14. október 1952 — ÞJÓÐVTLJINN — (3
Hvað ávelnr lýðrœSssheli-
O ff
Meirihlufi íéiagsmaima í EaliarasveinaSélagi
Keykfavíkar ífrekar kærurnar vegna éleglegu k©sn-
ingaima í Sélaginu á dégunum ©g enðúrtekur kröí-
una um kosningu að ný|u
Svo sem kunnugt er kom í
ljós, þegar kosningu stjórnav
og fulltrúa á sambandsþing var
lokið í Rakarasveinafélaginu nú
á dögunum, að einn maður, sem
ekki hafði félagsréttindi hafði
verið látinn greiða atkvæði, en
úrslitum réði eitt atkvæði 1
þessum kosningum.
Þetta var kært þegar í stað
fyrir sambandsstjóm og þess
krafizt að kosning yrði látin
fara fram að nýju. 'En til þessa
hefur sambandsstjórn stillt sig
um að svara, hvað þá meira.
Yfirklórsgrein Þorsteins Pét-
urssonar í AB-blaðinu fjuir
skömmu staðfesti grun manna
um að ekki væri allt sem hrein-
ast í pokahorni sambandsstjóm-
ar i þessu máli. — Yfirlýsing
hins ólöglega atkvæðis, Willys
Bl. Nielsens i atvinnurekenda-
málgagninu, Mogganum, fyrir
skömmu, og afstaðan sem þar
kemur fram, dregur af allan
efa um að einmitt þetta atkvæði
réði úrslitum í kosningunum,
núverimdi sambandsstjórn í vil.
Athugun á fundargerðum fé-
lagsins leiðir í Ijós að hr. Nlel-
sen heí'ur ekki svo miliið sem
atvhinurétt án fyrirvara af fé-
lagsins hálfu, hvað þá heklur
félagsrétt. Allt þetta leiðir at-
hygli að eiuum aðila: miðstjórn
Alþýðusainbands fslands.
Nú hefur meirihluti félags-
manna Rakarasveinafélagsins
undirritað áskorun til stjóraar
ASf þar sem áréttuð er kæran
út af hinum ólöglegu kosning-
um í félaginu og endurtekin er
krafan um áð kosning skuli
látin fara fram að nýju.
Ætla lýðræðishetjumar í sam-
bandsstjóm að virða svars und-
irskrift meirihlutans og leið-
rétta lögleysuna eftir ósk hans
eða ætla þær að halda enn
dauðahaldi í utanfélagsatkvæð-
i'ð til að punta upp á Iýðræðið?
Yfirlýsingar frá formanni og
gjaldkera R akaras v. fé!agsins
f Póllandi er nýlokið landskeppni í bogaskoti. Hér sést sigur-
vegarinn í kvennaiteppninni speima bogajm.
Willy Bl. Nielsen fór
ésasmindi
1 titefni af yfirlýsingu Willy
Black Nielsen í Morgunblaðinu
miðvikudaginn 8. október s. 1.
þar sem hann skýrir svo frá
að á fundinum í Rakarasveina-
félagi Reykjavíkur 23. f. m.
liafi verið ræt.t um það bvort
liann skyldi hafa kosningarétt
Af fjörrum
löndum
Léttara hjal frá Moskva
VI cr viSbrugðið að Moskva-
förum hætti til að verða bæði
yfirborðslegir og leiðinlcgir þegar
þeir fara að lýsa nokkurra vikna
dvöl í Sovétríkjunum. Joan Robitv
son heitir brezk kona, prófessor í
hagfræði í Cambridge og einn
kunnasti hagfræðingur Bretlands.
Hún sat efnahagsráðstefnuna í
Moskva í vor og birti eftir heim-
komuna bækling: Bissmyndir frá
ráðstefnu: Moskva í apríl 1952,
sera nokkrar glefsur eru hér tekn-
ar úr. Joan Kobinson reynir ekki
að vera djúpsæ en víða eru iýsing-
ar hennar á þvi, sem hún sá og
heyrði, ferskar og fjörugar. Og
enginn getur sakað hana um að
þurrar hagskýrslur séu henni
munntamastar.
HEYBT 1 FOBSALNUM.
BREZKUR FULLTRÚI (al-
varlega): Þú hlýtur að vera
mér sammála um hvílíka
þýðingu það hefur að við
segjum satt og rétt frá
öilu, sem við höfum séð hér.
ANNAR BRETKUR FULL-
TRÚI (órór): Rétt er nú
það, en ég ltasri mig ckkert
um a.ð fólk heima kalli mig
kommúnista.
0
/pBEISVIKNI. 1 Moskva eru
meira að seg'ja vasaþjóf-
arnir. hugulsamir. Ef þeim telcst
að hnupla af manni veskinu skila
þeir nafnskírteininu í pósti.
Starfsmenn brezka sendiráðsins
verða. þessa aðnjótandi engu síður
en samlar.dar þjófanna. — Að
kynnast Bússum. Ég hef ekki
hugmynd um hvað til er í því
sem almennt er álitið við sondi-
ráðið, að fólk í Sovétríkjunum
neiti áð umgangast útlendittga
af ótta við að koraast í klípu.
Én mér finnst að méginástæð-
an sé nokkurskonar hrollkennd
skelfing er því verður hugs-
að til þess að eiga að taka í
hendina á kapitalista. Það virð-
ist hafa svipaða afstöðu til kapí-
talista yfirleitt eins og kristnir
menn á miðöldum hljóta áð hafa
haft til heiðingja, finnst þeir
vera eitthvað hættulegt og ó-
óhreint. Þegar allt kemur til alls
er líka brask einn versti glæpur,
sem hér þekkist.... Fólkið, sem
við hittum í veizlum gæti ekki
verið .alúðlegra (líkiega er það
bara umburðarlyndasta fólkið,
sem sækir þær), og það er auð-
vel-t að eignast kunningja á förn-
um vegi. I leikhúsinu lenti ég
við hliðina á konu, sem var alin
upp í Englandi og hafði misst
mann sinn í stríðinu. Hún bauð
mér heim til sin---- 1 annað
skipti fór ég þangað með félaga
minn af ráðstefnunnni, kaupsýslu-
mann en sósíaldemokrata, vin-
gjarnlegan náunga, sem kom á-
gætlega saman við drenginn henn-
ar. Eitthvað var rætt um það i
ertnistón að hann væri kapítalisti.
Seinna sagði móðirin við mig:
„Ég' er svo fegin að þú skyldir
koma með hann, svo að drengur-
inn sæi með eigin augum að
kapítalisti er ekki með horn og
hala".
©
ThTÆLONSOKKAE, dellur. —
Okkur er sagt að nælon-
Eokliar með svörtum hæl séu svo
eftirsóttir að venjulegir nælon-
sokkar seljist ekki.... „Hér gengu
þrjár farsóttir í vetur — inflú-
ensan, Tarzan og svörtu nælon-
sokkamir". Tarzanmyndirnar, sem
voru herteknar í Þýzkalatldi, eru
sýndar enn og við miðasölurnar
eru iangar biðraðir. „Maður utan
af landi fær skeyti frá konu sinni:
„Ég elska þig hjartað mitt upp-
hrópunarmerki". Hann sýnir það
vini sínum: „Hvað er um að vera?
Er konan orðin geggjuð?" „Nei,
skilurðu ekki að hun vonast til
að þú færir sér svaita nælon-
sokka." Tarzanbrandararnir eru ó-
þýðanlegir orðaleikir, setn snúast
um það hvað Georgíumenn sóu
ómótstæðilegir.
0
|jBÍLAB. ... Meðalstór bíll, Sig-
-**ur, kostar um tíu mánaðakaup
skólakennara, og litill fjögurra
manna bíll, Litli Moskóvítinn, cr
tæplega helmingi ódýrari ........
Mér er sagt að í janúar hefði
vcrið hægt að fá hvort heldur
Sigur eða Litla Moskóvíta keypt-
an samdægurs en nú er biðiisti.
.... Enskumælandi vinkona m:n
er á bílabiðlistanum og vonaðist
til að fá sinn .... nógu snemma
til að geta ferðast á honum í
sumarleyfinu. Ferð inn í liðinn
tíma. Þrjátiu milur fyrir utan
Moskva er fornt klaustur þar sem
prestaskóli er nú til húsa ......
Prestur, krýndur og skrýddur dýr-
gripum, réttir hinum trúuðu gim-
steinum settan kross til að kyssa
á. Mannþröngin treðst áfram til
hans, kyssir og heldur á-fram ....
Gömul kona krýpur afsíðis og
hneigir ennið niður á forugt gólf-
ið. .... Karlmaður stendur fyrir
fra.man helgimynd og krossar sig,
andli-t hans ljómar eins og hann
sé horfinn út úr heiminum.
0
W ÖGIN og fjölskyldan. Ýmsar
•“^ konur, mæður skóladrengja
og kennarar, sögðu mér að margir
væru því hlynntir að taka aftur
upp samskóla .... Ein meginrök-
semdin er áð drengir verði of
snemma skotnir ef þeir starfi ekki
með stúlkum í skóla .... Enginn
virtist hafa miklar áhyggjur út
af fóstureyðingum. Getnaðarverjur
eru nú seldar hverjum, sem hafa
Framhald & 6. síðu.
eða ekki og síðan samþykkt
með samhljóða atkvæc-um að
hann skyldi hafa þennan rétt,
ska-1 þetta tekið fram:
Á þessum fundi var aldrei
rætt þetta mál, aldrei borin
fram nein tillaga um það né
lieldur látin fara fram nein
samþykkt um þetta. Ummæli
Nielsens eru því staðlausir staf-
ir.
Reykjavík 10. október 1952
Gísli Einarsson.
Willy Black Nielsen
ei ekki félagi í Rakara-
sveinafélaginu
Willy Black Nielsen birtir
yfirlýsingu í Morgunblaðinu 8.
okt. s. 1. og lætur fylgja kvitt-
un frá mér sem gjaldkera Ríik-
arasveinafélags Reykjavíkur
fyrir félagsgjaldi 1951. Vill
hann gefa í s'kyn að þessi
kvittim eigi að sanna óskoraðan
fálagsrétt hans í R. S. F. R. og
virðist byggja þetta á því- að í
'kvittuninni stendur: „félagi í
R. S. F. R.“
Þessu vil ég svara á þenna
hátt:
Kvittanir frá mér sem gjald-
kera félagsins hafa. aldrei ver-
ið annað en viöurkenning fyrir
mótteknum peningum, enda
ekki í valdi gjaldkera að gefa
frekari viðurkenningu.
Kvittanir mínar hafa yfirleitt
verið með sama orðalagi, hvort.
sem í hlut átti aðalfélagi eða
aukafélagi, ef til vill einnig
menn með vinnuréttindi ein um
óákveðinn tíma, — í granda-
leysi þeirrar trúar að enginn
reyndi að misnota það.
Hinsvegar vil ég benda hr.
W. N. á það, ef hann vill
hanga í orðalagi, að aukafélag-
ar eru líka félagar, þótt þeir
séu ekki aðalfólagar, og auka-
félagar hafa ekki kosningarétt,
þótt þeir greiði félagsgjöld.
Ef menn vilja vi.ta liið
canna um réttindi W. N. meðal
félagsbundinna rakarasveina
hér, þá eru fundargerðir félags-
ins öruggasta vitnið: 5. marz
1951 er samþýkkt á félágs-
fundi samkv. bréflegri beiðni
Kjartans Ólafssonar rakara-
Framhald á 7. siðu.