Þjóðviljinn - 14.10.1952, Blaðsíða 8
r iDuoaroy
w\
Frumvarp Einars Olgeirssonar og Áka Jakobssonar
um byggingaírelsi til íyrstu umræðu
„Það er kominn tími til að afnema þetta óþolandi ástand
sem birtist t. d. i því að hér á landi leyfast hvcrgi ver'ulegar
íbúðarhúsabyggingar nema á Keflavíkurflugvelli“, sagði Einar
Olgeirsson í gær þegar frumvarp hans um að gefnar verði
lrjálsar byggingar íbúða innan þeirra takmarka um stærð, sem
kveðið er á í lögum um verkamannabústaði, kom til 1. umr. í
Eeðri deild.
Einar minnti á það, að á
Keflavíkurflugvelli eru Banda-
ríkjamenn að byggja þriggja
hæða húsasamstæður, sem inni-
haJda munu allt að því 500
íbúðir, á meðan tslendingum er
stöðugt gert erfiðara fyrir að
byggja, og það jafnvel svo, að
s.l. mannsaldur hefðu lánveit-
ingar til íbúðabygginga alþýðu-
manna sennilega aldrei verið
eins tregar og núna. Ástandið
að því er snertir útvegun bygg-
ingarefnis væri einnig hið fá-
ránlegasta, og sagði Einar
dæmi þess, að mönnum, sem
voru að byggja, hefði verið
neitað um efni, sem 'komið var
til landsins, en það síðan látið
ónýtast.
Ástandið í lánsfjármálum og
útvegun efnis væru sannarlega
miklar hindranir í vegi þeirra,
sem vildu byggja, engu síður
Einsdæmi í sögu
Reykjavíkur!
I gær gerðist það — senni-
lega í fyrsta sinni í sögu
Reykjavíkur að málari vísaði
listdómara út af sýningu sinni!
Björn Th. Björnsson listfræð-
ingur, sem lesendum Þjóðvilj-
ans er löngu kunnur fyrir grein
ar hans um myndlist, — sú
síðasta birtist í fyrradag um
sýningu Veturliða, kom í gær
inn í sýningu Veturliða Gunn-
arssonar í Listamannaskálan-
um. Þegar hann var nýkominn
inn í salinn æddi málarinn að
honum með ókvæðisorðum,
þreif í hann og vísáði honum
á dyr! Þeir Kjan'al og Ragn-
ar Jónsson forstjóri höfðu ver-
ið samferða Birni inn og gengu
þeir báðir út er þeir sáu aðfar-
ir málarans, en áður en Ragnar
fór reif hann niður miða þá er
festir höfðu verið á 2 myndir
með tilkynningu um að þær
væru seldar Ragnarj Jónssyni
forstjóra.
19. þinginu að
ljuka
10. þlng-i Kommúnistaflokks
Sovétrikjanna. er nú um það bil
að ljúka og mun þingið í dag
greiða atkvæði um tiilögu mið-
stjórnar að leggja niður politbúró,
stjórnmálanefnd flokksins. Talið
var sennilegt, að Stalín mundi
taka til máls á þinginu í dag.
en þrjózka Fjárhagsráðs um
veitingu leyfa. En fyrsta skil-
yrðið til úrbóta væri að sjálf-
sögðu það, að aflétt yrði banni
Fjárhagsráðs og gefnar frjáls-
ar íbúðarhúsabyggingarnar.
Sósíalistar mundu síðar bera
fram ýtarlegri tillögur um að
tryggja byggingarefni og láns-
fé til byggingarstarfsemi lands-
manna.
Er Einar hafði lokið máli sínu
var frumvarpinu vísað til 2.
umr. og fjárhagsnefndar.
Vaxandi fyEgi sam
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja
kaus þá Pétur Guðjónsson og
Sigurjón V. Guðmundsson full-
trúa sína á Alþýðusambands-
þingið.
Voru þeir báðir kosnir af
lista þríflokkanna, sem fékk
114 atkv., eða nákvæmlega
jafnmörg og 1951.
Listi sameiningarmanna fékk
nú 70 atkv., en 56 síðast og
hefur því fylgi þeirra aukizt
verulega meðan þríflokkarnir
hafa stáðið í stað.
Sameiningarmenn
sjálfkjörnir í Nes-
kaupstað
I fyrradag kaus Verkalýðs-
félag Norðfirðinga, Neskaup-
stað, fjóra fulltrúa á Alþýðu-
sambandsþing. Voru frambjóð-
endur sameiningarmanna sjálf-
kjömir, þeir Jóhannes Stefáns-
son, Baldvin Þorsteinsson, Anna
Björgúlfsdóttir og Hermann
Jónsson.
Vólstjórafélagið Gerpir, Nes-
kaupstað, kaus í fyrradag ein-
róma sameininganmanninn Flosa
Bjarnason sem fulltrúa sirin á
Alþýðusambandsþing.
Iðnsýningin:
2855 gestir á
simnudaginn
Iðnsýningunni á samkvæmt
áætlun ð ljúka í kvöld, en
aðsókn að henni sýnir hins-
vegar að fullkomin ástæða væri
til að hafa hana lengur opna.
I fyrradag komu á sýning-
ima 2855 gestir og í gær var
aðsóku sæmileg. Hafa nú alls
séð sýninguna 53 þús. 650
manns, en auk þess mikill f jöldi
skólabama, sem ekki hefur ver-
ið tlinn. ^
Góð velói
Norðfirði.
Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Vélbáturinn Freyfaxi hefur
aflað um 700 tunna síldar í
haust, djúpt úti af Austfjörð-
um, eða 200—220 sjómílur. 1
síðustu ferðinni, sem stóð 10
daga, veiddi hann 260 tunnur.
Mikil veiði er nú á greindu
svæði, og t. d. veiddi vélbátur-
inn Ingvar Guðjónsson um 250
tunnur í einni lögn í fyrradag
á þessum slóðum. Nokkurt
regn er hér um þessar mundir,
en veður hlýtt.
Það vifnasf á fimmfu-
daginn
Atkvæði verða talin í prest-
kosningunum á fimmtudaginn.
Meðalþátttaka varð 71,5% en
mest varð hún í Bústaðavegs-
sókn, 81% og minnst í Háteigsi-
sókn, 66,5%.
Á kjörskrá í sóknunnm voru
samtals 8574 kjósendur, en
6128 kusu.
Sanieifliiígar-
Allsherjaratkvæðagreiðsla fór
fram s.l. laugardag og sunnu-
dag í Verkamannafélaginu Þór
á Selfossi um kosningu fulltrúa
á Alþýðusambandsþing. Tveir
listar komu fram, A-listi frá
þrífylkingunni og B-listi frá
sameiningarmönnum. Af 95 á
kjörskrá kusu 83. tírslit urðu
þau að listi sameiningarmanna
sigraði með 41 atkv. Þrífyl'k-
ingin fékk 40 atkv. Tveir seðl-'
ar voru auðir. Atkvæðatölur
eru nákvæmlega þær sömu og
við síðustu fulltrúakosningar.
Fulltrúi Þórs á Alþýðusam-
bandsþingi er Skúli Guðnason
en varafulltrúi Gunnar Ólafs-
son í Haga.
Þriðjudaginn 14. október 1952 — 17. árgangur — 231. tölublað
Erlenf sendiráð esS Esakl satn-
sœris gegn íranssfgórn
Nokkrir samsærismanna handteknir í gær
Utanríkisráðherra írans, sem nýlega hefur tekiö’ við
embætti, Hussein Faterni, skýröi frá því 1 gær, aö komizt
hefði upp urn samsæri tveggia herforingja til aö steypa
stjórn Mossadeghs af stóli og heföu þeir veriö í sambandi;
viö erlent sendiráð í Teheran.
Sameiningarmaður
frá Vörn
Verkalýðsfélagið Vörn á
Bíldudal kaus formann sinn
Ingimar Júlíusson sem fulltrúa
sinn á 23. þing Alþýðusam-
bands fslands. Kosningin fór
fram á félagsfundi fyrir
skömmu.
Annar herforingjanna hefur
verið handtekinn ásamt þrem
bræðrum sínum, sem voru í vit-
orði með honum. Hann var yfir
maður hersins í Teheran í marz
mánuði í fyrra, þegar Breta-
vinurinn Razmara. hershöfðingi,
þáverandi forsætisráðheri'a var
myrtur.
Hinn herforinginn hefur enn
ekki verið handtekinn, en hann
á sæti í þinginu og verndaður
af þinghelginni. Stjórn Mossa-
deghs íhugar nú áð fara þess
á leit við þingið að það svipti
hann og aðra þingmenn, sem
hún segir hafa verið í vitorði
með honum, þinghelginni. Þessi
herforingi heitir Zahedi,- og var
hann innanríkisráðherra í fyrstu
stjórn Mossadeghs. sem mynd-
Ökuþór, Selfossi
Bílstjórafélagið Ökuþór á Sel-
fossi liefur kjörið Brynjólf
Valdimarsson aðalfulltrúa á Al-I
þýðusambandsþing og Snorra
Þorsteinsson varafulltrúa.
Útsölumenn Happdrættis Þjóð-
viljans utan Reykjavíkur
Munið að sölutíminn er stuttur. Dráttur fer fram 1. des.
n. k. Notið tímann vel nú þegar og dreifið öllum blokkum,
sem ykkur hafa verið sendar. Því aðeins næst góður
árangur, að sem allra flestir taki þátt í sölu happdrætt-
isins.
Kosningarnar i Reykjavik
Framhald al 1. sSSu.
væru hindraðir frá því að taka
þátt í kosningunni með því að
framkvæma hana á fundi eins
og gert var!
FulIirúakjcE í S.M.F.
1 gær voru talin atkvæði frá
allsherjaratkvæðagreiðslu sem
staðið hefur yfir á fjórðu viku
í Sambandi matsveina og fram-
reiðslumanna. A-listinn hlaut 69
atkv. en B-listinn 30. Auðir
seðlar voru 6 og 1 ógildur.
Fulltrúi er Böðvar Steinþórsson
og Janus Halldórsson til vara.
Kosið í F.f.H. í dag og
á morgun
Ófrótt er enn um fulltrúa-
kjör í ýmsum smáfélögum út
um land, sem liklegt er að hafi
mörg kosið nú um helgina. Plér
í Reykjavík er aðeins eftir að
kjósa í einu sambandsfélagi, er
það Félag íslenzkra hljóðfæra-
leikara, sem kýs fulltrúa sinn
að viðhafðri allsherjaratkvæða-
greiðslu í dag og á morgun.
Fram eru komnir tveir listar,
A-listi með Svafari Gests og iB-
listi með Bjarna Böðvarssyni
sem aðalfulltrúa og Sveini
Ólafssyni sem varafulltrúa.
Kosið er á Hverfisgötu 21.
Sjálfkjörið í Von á
Húsavík
Aðeins einn listi kom fram
við fulltrúakjör á Alþýðusam-
bandsþing í Verkakvennafélag-
inu Von á Húsavík. Var listinn
borinn fram af stjórn og trún-
aðarmannaráði. Fulltrúar fé-
lagsins eru Þorgerður Þórðar-
dóttir og Guðrún Pétursdóttir.
Er þetta einn vottur um upp-
gjöf afturhaldsins í fulltrúa-
kosningunum.
Sameiningarmaður
frá Hornafirði
Verkalýðstólagið Jökull í
Höfn í Hornafirði (kaus full-
trúa sinn’ á Alþýðusa.mbands-
þing á félagsfundi í fyrrakvöld.
Benedikt Þorsteinsson var kos-
inn aðalfulltrúi og Halldór
Sverrisson til vara.
Arekstur á Suðurlands-
braut
I gær ók öskubíll frá bænum
á fólksbílinn R-2154, braut rúð-
ur í hlið hans og skemmdi
hann töluvert, en bílstjórinn
slapp ómeiddur. Fólksbíllinn
var að fara yfir Suðurlands-
brautina niður á Nóatún.
uð var í maí í fyrra. Hann
sagði af sér embættinu í ágúst-
mánuði í fyrra.
Þing SÞhefst í dag
Allsherjarþing SÞ hefst í kvöld
í New York. Búizt er við, ■ að það
verði sög'ulegt. Meðal þeirra mála
sem rœdd verða á þinginu og bú-
ast má við að veki deilur er
Kóreustríðið og vopnahléssamning
arnir þar, Túnis og Marokkó og
kynþáttaofsóknir Malansstjórnar-
innar í Suður-Afriku.
Bandarísk tlugvél
yfir sovétsvæði
Sovétstjórnin hefur sent Banda-
rikjastjórn mótmæli vegna banda-
rískrar sprengjuflugvélar, sem á
þriðjudaginn í síðustu viku flaug
yfir yfirráðasvæði hennar við
. Kúrileyjar fyrir norðan Japan og
hóf skothríð á orustuflugvélar
sovétflughersins, þegar henni var
gefin skipun um að lenda.
Samfylkingarsigur
I Verkalýðsfélagi Bolungavík-
ur sigraði samfylking sósíalista
og alþýðufldkksmanna í alls-
herjaratkvæðagreiðslu um full-
trúakjörið sem fram fór á laug-
ardag. Fékk samfylkingarlist-
inn 64 atkv. en listi sem íhaldið
bar fram aðeins 40. Fulltrúar
Verkalýðsfélaga Bolungavíkur á
Alþýðusambandsþinginu eru
Ágúst Vigfússon og Ingimund-
ur Stefánsson.
Nýju dansarnir heita
mambó og square-
dansar
Nýju dansarnir í vetur heita
mambó og square-dansar, segir
frú Rigmor Hansson, sem ný-
komin er frá Kaupmannahöfn
af þingi danskennarafélags sem
hún er félagi í. Ætlar hún aðl
kenna þessa nýju dansa hér í
vetur.
Þjóðviljinn hafði tal af Rig-
mor Hanson í gær. Kvað hún
mót þessi haldin til að kynna
þær nýungar sem Alþjóðasam-
tök danskennara hafa ákveðið
að skuli teknar upp. Vilja dans-
kennarar kenna ncmendum sín-
um sömu dansana og eins, svo
þeir geti verið samkvæmishæfir
hvar sem er í heiminum. Rig-
mor, sem hefur kappkostað aÖ
fylgjast með dans-nýjungum
ætlar áð kenna nýju dansana
hér í vetur. Annar nefnist
mambó og er kominn frá Suð-
ur-Ameríku og er einfaldari en
rumba og smekklegri en samba,
segir frúin. Hin nýjungin er
squaredansar og eiga ætt sína
að rekja til enskra þjóðdansa
er hafa tekið breytingum í Am-
eríku.
Dansskóli frú Rigmor verður
í Góðtemplarahúsinu. Á sunnu-
dögum kennir hún nýju dans-
ana, jive, vals, tangó, foxtrot
og mambó. Á mánudögum
verða æfingar fyrir börn og
unglinga sem ekki hafa dansað
Framhald á 2. síðu.