Þjóðviljinn - 16.10.1952, Blaðsíða 8
Verkafélk greiSi ekki íesignr
Jónas Árnason og Áki Jakobsson flytja á þingi frum-
varp um að heimilað veröi að draga vinnufatakostnað
sjómanna og annars verkafólks frá skattskyldum tekjum.
1 greinargerð segir: „Me'ð
frumvarpi þessu er lagt til, að
kostnaður sá, sem verkafólk
verður fyrir vegna vinnufata-
slits, skuli dreginn frá, þegar
tekjur eru taldar fram til
skatts. Kostnaður þessi er að
vísu mismunandi eftir starfs-
greinum, en hjá mörgum er
hann svo tilfinnanlegur, að full-
komið óréttlæti mætti kallast,
ef ríkisvaldið vildi engu sinna
óskum um, að hér yrði á ein-
hvem hátt létt undir. Þessara
óska er nú mjög farið að gæta,
einkum meðal togarasjómanna,
enda er þyngstur þeirra baggi
í þessum efnum. Hafa þeir og
alloft látið frá sér heyra í
málinu, og á þessum vettvangi
verður sennilega beztur sá rök-
stuðningur að vitna til ný-
skrifaðrar greinar eftir einn
þeirra, en þar segir svo meðal
3000 kr. á sjómann á ári
„Maður, sem fer til sjós á
togara og þarf áð kaupa sér
hlífðarföt, eyðir meiri hluta
þess kaups, sem gera má ráð
fyrir að hann ,fái fyrir túrinn,
ef hann útbýr sig sæmilega með
fatnað. — Nauðsynleg fata-
kaup mundu verða:
Tveir stakkar á 240
kr. stykkið kr. 480.00
Tvö pör stígvél
á 180—240 kr. kr. 400.00
Einn sjóhattur kr. 40.00
Sex pör fingravetl-
inga á 10 kr. parið kr. 60.00
Tvö pör sjóvettlinga
á 20 kr. parið kr. 40.00
Samtals kr. 1020.00
Ótalin eru vinnuföt, svo sem
peysur, buxur og annar nauð-
Opnuð ný hus-
gagnaverzlun
Þorsteinn Sigurðsson, liús-
gagnasmíðameistari, hefúr ný-
Iega opnað húsgagnaverzlun í
sambandi við vinnustofu sína
að Grettisgötu 13.
Að þessu tilefni ræddi Þor-
steinn við fróttamenn í gær og
sýndi framleiðsluvörur sínar,
bæði þær sem eru til synis í
búðinni og aðrar. Húsganga-
vinnustofu sína stofnaði Þor-
steinn árið 1918, en síðan 1920
Framhald á 6. síðu.
synlegur fatnaður, sem óhætt
er að fullyrða að mundi kosta
um kr. 2000.00“. — Þegar síð-
an við þennan byrjunarkostn-
að bætist endurnýjunar- og vi'ð-
haldskostnaður af fötunum, þá
mun varla ofmælt, að saman-
lagður vinnufatakostnaður full-
starfandi togarasjómanns sé
aldrei undir 5 þús. kr. á ári.
Dæmið um togarasjómenn er
að vísu þungvægast í rök-
stuðningi fyrir nauðsyn þessa
máls, en fleiri svipu'ð dæmi
mætti nefna, og þykir því flm.
fara bezt á því að láta ákvæði
frumvarpsins ná til alls verka-
fólks.
Hér er á ferðinni réttlætis-
mál sem óskandi er, að Al-
þingi beri gæfu til að sam-
þykkja“.
ga
?
Allmiklar umræður urðu á
þingi í gær um kjötútflutnings-
hneyksli ríkisstjómarinnar í
sambandi við fyrirspum Har-
alds Guðmundssonar um það
mál, og varð Hermann Jónas-
son mjög vanstilltur og átti
auðsjáanlega bágt. Var auð-
sætt á viðbrögðum hans að
hann hefur nú gert sér ljóst
að bándaríski markaðurinn er
enginn orðinn, á sama tíma og
ríkisstjórnin er með verðbólgu-
stefnu sinni að eyðileggja inn-
anlandsmarkaðinn líka.
Ekki gaf hann neina skýring-
ar á því hverjir ættu að borga
brúsann ef sú verður raunin
að 3—4 milljónir króna sem
Bandaríkin áttu að borga fyrir
kjöt koma aldrei fram. En ekki
væri þaö ósennilégt að það tjón
væri látið bitna á neytendum
næsta ár i hækkuðu vöruverði.
Spjaldskrármannta! fer fram í dag
Sérstakt manntal vegna vélspjaldskrárinnar um alla
landsmenn, sem nú er verið að vinna að, á aö fara
íram í dag.
Færslu manntalslistanna skal
lokið í síðasta lagi á sunnudag-
inn.
í tvíriti.
Vegna þess hvemig mann-
tal þetta er tilkomið er nauð-
synlegt að manntalsskýrslurnar
séu færðar í tvíriti og það sé
miðað við daginn í dag 16. okt-
óber. Skrá skal á skýrslurnar
alla sem heimili eiga í hverju
húsi og alla sem þar dvelja
en eiga lögheimili annarsstaðar.
Hver maður er skyldur til að
sjá um að hann sé skráður á
manntal og gefa þær upplýsing-
ar, sem um er beðið.
Upplýsingarnar eru: Fullt
nafn, atvinna eða staða á heim-
ili, hjús'kaparstétt, fæðingar-
dagur og -ár, fæðingarstaður,
hvenær sezt að í núverandi
hrepp eða bæ, trúarfélag, bú-
staður við manntalið 1950 (og
í Reykjavík við manntalið
1951) og
manna.
lögheimili aðkomu-
Tilgreina ibúðarhæð'.
f kaupstöðum, þar sem fleiri
en ein fjölskylda býr í sama
húsi, skal tilgreina fyrir fram-
an nafn heimilisföður eða -móð-
ur á hvaða hæð hússins fjöl-
skyldan býr. Á skýrslum úr
Reykjavík, Hafnarfirði og
Kópavogshreppi skal au'k þess
tilgreina, ef fleiri en ein fjöl-
skylda býr á hæð, hvort íbúð
13 af hokum Laxness komnar!
samsfœöri úígáfu
Heiman ég fór, hin nýja bók Halldórs Laxness sem Þjéð-
viíjinn hefur áður minnzt á, er nýkomin út og er það áttunda
bókin í lieildarútgáfunni nýju af verkum lians.
Heiman ég fór er uppkast
að Vefaranum mikla og í for-
mála að bókinni segist höfund-
urinn hafa gengið frá þvi 1924
Dr. Stefán Einarsson fékk hand
ritið su'ður í Frakklandi, en þar
hafði Laxness skilið það eftir
í frönsku klaustri. Dr. Stefán
Einarsson o. fl. kunningjar
Laxness lögðu að honum að
gefa bók þessa út og í for-
Leðurblakan verður sýnd í
Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn
19. þ.m. kl. 14.30. Þetta er gert
vegna þess a.ð í gær var upp-
selt á sýninguna í kvöld, sem
átti að vera síðasta sýning, og
urðu margir frá að hverfa.
mála bókarinnar segist Kiljan
hafa látið undan þessum ósk-
um og segir síðan: ......hvað
sem bókmenntagildi þessa litla
verks líöur, þá er það sjálfs-
mynd úr æsku dichtung und
wahrheit æskumanns um gelgju-
ár sín fram til seytján . ára
aldurs“.
Af heildarútgáfunni af verk-
um Kiljans hafa nú verið gef-
in út Vefarinn, Alþýðubókin,
Kvæðakverið, Salka Valka og
Sjálfstætt fólk af eldri bókun-
um og þrjár nýjar hafa komið
út í heildarsafninu Reisubókar-
korn, Snæfríður Islandssól og
nú síðast Heiman ég fór.
Framhald á 6. síðu.
hlutaðeigandi fjölskyldu er til
hægri eða vinstri.
Fimmtudagur 16. október 1952 — 17. árgangur — 233. tölublað
Hafnargerðin í Rifi gengur hægt
16 menn unnu þar í sumar 09 höíðu 2 bíla og
2 krana fil umráða
Fréttabréf frá Hellissandi.
Vinna við hafnargerðina í Rifi hófst 3. júlí í sumar. Sextán.
menn hafa unnið þar og hafa þeir haft tvo krana og tvo bíla
til umráða.
Byrjað var á verkinu í fyrra-
sumar og þá gerður um 100 m
langur kafli af hinum fyrirhug-
aða hafnargarði. Er fyrirhugað
að lokið hafi verið við 400 m
kafla þegar vinna hættir í
haust.
Garðurinn er byggður þann-
ig að gerð er uppfylling ofan
á grjót, síðan er steypt plata
ofan á uppfyllinguna. Aðal-
vinnan er því sú að koma grjóti
i uppfyllinguna og er þetta
merkilegt ráðslag að ekki skuli
notað meira og stærra véla-
afl en gert er, þar sem nægi-
legt fé er fyrir hendi að vinna
fyrir og mikil nauðsyn að höfn
ikomist upp í Rifi sem fyrst,
þár sem um enga góða höfn er
að ræða á utanverðu Snæfells-
nesi, hvorki til útræðis á stærri
Baréff a gegn bandaríska auð-
valdinu ósósialisfrísk!
Steínuyíirlýsing Steíáns Jóhanns:
Stefna Bevar.s og íélaga hans í brezka verkamannaflokknum
og andstaða þeirra við bandarískan yfirgang er „ósósíalistísk
barátta", sagði Stefán Jóhann Stefánsson formaður íslenzika
Alþýðuílokksins á þingi í gær.
Yfirlýsing þessi kom í um-
ræðum um viðtaótarsamning við
Atlanzhafsbandalagssamning-
inn, sem ríkisstjórnin hefur
lagt fram á þingi, í honum felst
Stefán Jóhann Stefánsson
fullgilding á endurhervæðingu
Vesturþýzkalands og aðild þess
að svonefndu „Vamarbanda-
Iagi Evrópu“.
Finnbogi Rútur Valdimars-
son benti á að þetta væri eitt
helzta átakamálið í Vestur-
Evrópu um þessar mundir og
hefði verið um langt skeið.
Væri engan veginn víst að V-
Þjóðverjar sjálfir létu að vilja
Bandaríkjanna í þessu efni, t.
d. væri vesturþýzki sósialdemó-
krataflokkurinn algerlega and-
vígur þessum aðgerðum og
brezki verkamannaflokkurinn
sömuleiðis. Taldi hann ástæðu-
laust að íslendingar færu að
fullgilda þetta mál, áður en út-
séð væri um úrslit þess.
Stefán Jóhann ókyrrðist mjög
meðan Finnbogi lýsti afstöðu
sósíaldemókrata í Vesturevrópu
í þessu máli, og spratt síðan
upp til að flytja þá yfirlýsingu
sem að framan greinir. Jafn-
framt kvaðst hann vita það
af einkaviötölum við ýmsa þú-
bræður sina í þessum löndum
að þeir væru ,,í prinsipinu“ sam
þykkir endurhervæðingu Vest-
urþýzkalands, þótt þeir létu
öðruvísi um sinn.
bátum né fyfir skip að leita til
undan veðrum.
Lítiö útlit er fyrir að bátar
geti haft þar viðlegupláss á
komandi vertíð, þvi þótt lokið
verði áætlaðri lengingu garðs-
ins er eftir að moka upp fyrir
innan hann.
Hæstu yinningarnir
I gær var dregið í A-flokki
happdrættisláns ríkissjóðs. —
Hæsti vinningurinn, 75 þús. kr.
kom á nr. 57013. 40 þús. kr.
vinningur kom á nr. 26841. 15
þús. kr. vinningur á nr. 114899
og 10 þús. kr. vinningar þrír
á nr. 19700; 120167 og 147015.
Fimm 5 þús. kr. vinningar
komu á eftirtalin númer:
87882; 108125; 114519; 124787
og 146891.
(iBirt án ábyrgðar)
Þing SÞ sett með
hamri eftir Ásmund
Pearson, sem í gær var kjör-
inn forseti sjöunda þings SÞ
setti fyrsta fund hins nýja
þings, með fundarhamri, sem
Ásmundur Sveinsson hefur
gert. Rikisstjórn Islands hafði
ákveðið að gefa SÞ tvo fundar-
hamra og var Ríkharði Jóns-
syni falið að gera hinn. Thor
Thors afhenti hamar Ásmund-
ar í gær en Ríkharður hefur
ekki getað lokið við sinn vegna
meiðsla..
Kosningin í F. I. H.
Kosning fulltrúa á þing A.S.I.
í Félagi íslenzkra hljóðfæra-
leikara fór þannig að listi sá,
sem Svavar Gests var aðalmað-
ur á fékk 39 atkvæði. Listinn,
sem Bjarni Böðvarsson var að-
almaður á fékk 30 atkvæði.
Handíðaskólimi eyktir kemislu í list-
sögu og skyldum greinum
Handíða- og myndlistaskólinn hyggst á komandi vetri efna
til síðdegis- og kvöldnámsikeiða, þar sem kennd verði almenn
stilsaga og stílgreining, með sérstöku tilliti til Islands og
Skandínavíu.
Sýningin framlengd
Vegna mikillar aðsóknar hef-
ur Veturliði Gunnarsson fram-
lengt sýningu sína um 2 daga.
Verður hún opin í dag og á
morgun kl. 1—11 síðdegis. I
gærkvöld höfðu um 2500
manns sé'ð sýninguna, og 48
málverk höfðu selzt.
Námskeið þessi veiða í fyr-
irlestra- og viðræðuformi, með
skuggamyndum, og verður rak-
in þróun stíls í listum og sér-
staklega listiðnaði Norður-
Evrópu (sem snertir t.d. gerð
húsgagna, bókagerð, silfur-
smíði, húsagerð, vefnað, mynda-
saum, tréskurð, járnvirki o.fl.)
Gert er ráð fyrir tveimur sam-
felldum tímum í viku og verður
reynt að haga þeim sem bezt í
samræmi við vinnutíma þátt-
takenda.
Skólinn efnir til þessarar
kennslu vegna þess, að hana er
annars hvergi að fá hérlendis
og engar bækur til um þetta
efni á íslenzku. Vill skólinn sér-
staklega vekja athygli ungra
iðnaðarmanna og þeirra, sem
áhuga haía á, eða vinna að list
iðnaði, — kvenna sem karla, —
á fræðslustarfsemi þessari. sem
væntanlega hefst snemma í
nóv. n.k.
Alnienn listasaga.
Fáist næg þátttaka er gert
ráð fyrir því, að n.k. vetur —
svo sem undangengin ár —
verði haldið uppi 'kvöldkennslu
í alniennri listasögu fyrir á-
hugamenn um þau efni. Fyrir-
lestrar og viðræður. Skugga-
myndir. Kennt verður eitt kvöld
í viku f.u.s. hálfan veturinn.
Framhald á 6. síðu.
Anganþeyr —
ný Ijéðabók Þórodds frá
Sandi
Nýkomin er út ljóðabók eftir
Þórodd Guðmundsson frá
Sandi. Heitir hún Anganþeyr,
sem að ofan segir, og eru í
lienni 40 kvæði, mikill hluti
þeirra frá þessu ári.
Þetta er fjórða bók Þórodds,
en áður hefur komið út eftir
hann smásagnasafn, ein ljóða-
bók, og ævisaga föður hans1
Guðmundar Friðjónssonar; og
mun hún kunnast vehka hans.
Bókarinnar verður nánar getið
við hentugleika.