Þjóðviljinn - 18.10.1952, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.10.1952, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. október 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Ragnar Ölafsson ihæstaréttarlögmaður og lög-'j (giltur endurskoðandi: Lög- (fræðistörf, endurskoðun ogí Jfasteignasala, VonarstrætL '12. Síml 5999. Sendibílastöðin Þór SÍMI 81148 Saumavélaviðgerðir Skrifstofuvéla- viðgerðir SYLGJA ^Laufásveg 19. — Sími 2656. Útvarpsviðgerðir k A D I Ó, Veltusundi 1, |sími 80300. Ljósmyndastofa Laugaveg 12. i1 14K 925S Tralofnnarhringar lull- og silfurmunir í fjöl- breyttu úrvali. - Gerum við og gyllum. - genduin gegn póstkröfu VALTJK FANNAR Gullsmiður. -- Laugaveg 15. Munið kaffisöluna í Hafnarstræti 16. Vönduð húsgögn Jgeta allir eignast með því aðj j) aotfæra sér hin hagkvæmui ^afborgunarkjör hjá okkurJ Bólsturgerðin, [Brautarholti 22, sími 803881 Höfum fyrirliggjandi fný og notuð húsgögn o.m.fl.^ Húsgagnaskálinn, iNjálsgötu 112, sími 81570. /, Stofoskápar Húsgagnaverzlunin Þórsgötu 1. Fornsalan (Óðinsgötu 1, sími 6682, kaup- (ir og selur allskonar notaða^ (muni. Húsgögn íDivanar, stofuskápar, klæða-1* nkápar (sundurteknir), rúm- >'atakassar, borðstofuborð og(’< stólar. — ASBKÚ, Grettisgötu 54. Daglega ný egg, )io0in og fcrá. — Kaffisalan'í Hafnarstræti 16. Þau lifðu fegurstu ár sín sa ■ a n KENNSLA Nýja sendibílasíöðin h.f. l> áðalstræti 16. — Sími 1395.1 Sendibílastöðin h.f. (ingólfsstræti 11.—Sími 5113. iOpin fré kl. 7.30—22. Helgi- Jiaga frá kl. 9—20. Kranabílar laftaní-vagnar dag og nótt./ pHúsflutningur, bátaflutning-J )ur. — VAKA, sími 81850. Lögfræðingar: lÁki Jakobsson og Kristján/ fEiriksson, Laugarveg 27 1. ^ |hæð. Sími 1453. Innrömmun i1 málverk, ljósmyndir o. fl./ ^ASBRÚ. Grettisgötu 54/ ígm } Trúlofuuarhringar * (teinhringar, hálsmen, arm- hönd o. fl. — Sendum gegný ) aóstkröf u. Gullsmiðir Steinþór og Jóhannes, Laugaveg 47. Kennsla fyrir byrjendur fiðlu, píanó og í hljóm- ffræði. Sigursveinn D. Itristinsson Mávahlíð 18. Sími 80300 ^Kaupum gamlar hækur og| (tímarit. Ennfremur notuð ís-2 ílenzk frímerki. Seljum skáld-) [sögur, ódýrt. Útvegum ýmsar) fsjaldgæfar bækur. Sendum) pgegn póstkröfu. BÓKABAZARINN jTraðarkotssundi 3. Sími 4663 Auglýsið í Þ/óðW//onum Framhald af 5. síðu 16 ÁRA ER ÉG FÓR FYRST í FESTI Friðrik missti föður sinn þeg- ar hann var 17 ára. Hann fórst við að síga í Ritnum. Bróðir Friðriks var á brún þegar faðir þeirra fórst. Friðrik hætti þó ekki bjargferðum. Hann hefur sigið! bæði í Hoinhjarg og Hælavíkurbjarg. —- Ég mun hafa verið 16 ám þegar ég fór fyrst í festi, segir hann. Það var í fugla- tekju. Var lofthræddur í fyrsta skipti. Það er ónotalegt að sleppa sér framaf, en það er bara fyrst. SIGIÐ SEXTUGT EFTIR EGGJUM — 100—120 FAÐMA EFTIR FUGLI Og Friðrik lýsir fyrir mér bjargsiginu. Oftast var sigið 50 faðma niður á langhillu og úr henni í handvað niður á svokal'aðan Steinpall og þaðan gengið út á nef og snasir. Ann- ars er ókleift að lýsa krókastig- um bjargsins í stuttu máli. Eftir eggjum var víst lengst sígið 60 faðma, en eftir fugli allt að 120 fað-ma. FUGLA- OG EGGJATEKJA AÐALLÍFSBJÖRGIN Friðrik lýsir einu sigi: — Það var ekki hægt að taka fuglinn upp í festinni mann- laust því það var hrifsingur, á leiðinni, það er berg- laga- eða hillumót, og fugl- inn hefði því slitnað af. Ég var f'enginn til þess að fygla upp. Ég hafði 25 fugla í kippu. Ég setti hálsstykk á kippuna svo þungi hennar hvíldi að mestu á festinni. Það voru 50 faðmar upp og það voru mai’g- ar ferðir yfir daginn Ég var víst á sautjánda eða átjánda ári þegar þetta var og ég var orðinn þréyttur úm kvöldið. Þá löbbuðum við til Hælavíkur. Rafmagns- takmorkun Álagstakmörkun dagana 19. til 26. okt írá kl. 10.45 til 12.15: Sunnudag 19. okt... 5. hluti Mánudag 20. okt.... 1. hluti Þrið'judag 21. okt. 2. hluti Miövikudag 22. okt. 3. hluti Fimmtudag 23. okt.. 4. hluti Föstudag 24. ökt. 5. hluti Laugardag 25. okt. 1. hluti Straumurinn verður roíinn samkvæmt þessu þegar og að svo miklu leyti sem þörf krefur. Sogsvirkjunin. HÚSGÖGN Ódýrir, fallegir klæðaskápar, margar stærðir fyrirliggjandi. Hásgagnaverzlun Guðmundar Guðmundssonar, Laugavegi 166. Þetta var að úreldast hjá olckur Aðalvíkingmn. Hjá fólk- inu sem bjó fyrir norðan hélzt þetta við. Hjá því va.r fugla- og eggjatekja aðallífsbjörgin. Þetta var of langt frá okkur. Það voru oft rigningar og kaf- aldshríð yfir eggjatímann. Fólk- ið fyrir norðan gat ekki hýst fjölda af aðkomufólki, og svo lagðist þetta niður. ÞEGAR KASTAÐ VAR I FJÖRU — Hvemig’ var fuglinn veidd- ur? — Fuglinn var snaraður með 7 áma langri stöng með hval- skíðissprota fremst og snöru á endanum. Skil ekki hvers- vegna menn fyrir vestan gátu aldrei lært. af Færeyingum að veiða hann í háf. Færeyingar voru þó þarna Oft, segir Frið- rik, ■ — Þegar kastað var niður (þ.e. fuglinum fleygt niður í stáð þess að fara með hann í festi uppá bjargbrún) urðu sér- stakir menn að fara á bátum til að hirða hann. Væru 2 bát- ar voru venjulega 8 menn. Það var helzt reynt að fara í Hæla- víkurbjarg í austanátt, en þó var alltaf sjógangur. Báturinn mátti ekki verða landfastur vegna niðurfalls úr berginu. Menn urðu að vaða í land til þess að kippa fuglinn og koma honum út í bátinn. — Þeir urðu að vaða í mitti. — Það var hyllzt til að leggja að þar sem var minnst steinkast úr berginu Alltaf mátti þó búast við dauðanum á hverri stundu. Fuglinn var síðan fluttur til Hælavíkur. Þar var honum skipt í hluti. Hlutimir merktir. Þá var eftir að flytja hann til Aðalvíkur. FUGL í TUNNIJM — EGG I SKYRI Þórunni spyr ég hvað við hafi tekið þegar fuglinn hafði verið fluttur til Aðalvíkur. — Þegar heim var komið, BÓKAtiTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSUVS árbok iþróiiamaiHÍá 1952 hr komin út, gefin út að til-j ^hlutan ÍSl. — Höfuðþæt.tirj pennar nefnast: ÍSl, badmin-j (ton, frjálsar íþróttir, glíma, ^golf, handknattleikur, hnefa- (leikur, knattspyrna, skauta- (iþróttin, skíðaiþróttin og** isund. Enn fremur flyturl íbókin, sem er prýdd fjöldaj ^mynda, metskrár, crlendarj Jíþróttafréttir o.fl. — Verðj ^fyrir áskrifendur kr. 38,00/ rh kr. 2,50 hluti af burðar-, (gjaldi); lausasöluverð krJ (48,00. — Aðrar íþróttaár-j (bækur: Árbóldn 1951 kr.i ?50,00 (áskriftarverð). Ár-J Ibækur 1942—’'48 lcr. 105,00 t fallar bækurnar. Gerizt áskrifendur að’J (íþróttabókinni. Hún er ó-\ Vmissandi fyrir alla íþrótta- (menn og íþróttaunnendur. Hýjar íþróiiareglnr: ^Golfreglur kr. 25,00 ib.,] ÍHandknattleiks- og körfu- /i'ínattleiksreglur ÍSÍ kr. 10,00'( pg Glímidög ÍSl kr. 5,00. — (Höfuni einnig til sölu hina á- (gætu íþróttahandbók. Frjáls-( (ar íþróttir (kr. 45,00 ib.) og^ /ýmsar leikreglur ÍSl. - /Sendum gegn póstkröfu. - Oókabúð að Hverfisgötu 21' svarar hún, þurfti að þurrka hann, þ>vi auðvitað var hann allur sjóblautur, svo að plokka hann og svíða — í hióðum í frammieldhúsi —, svo var hann. krafinn og þá þurfti að koma honum í sa!t. Það var oft hálfsmánaðarverk fyrir kon- umar að plokka. Þetta var erfitt verk. Fuglinn var saltað- ur í tunnur. Það voru oft 300 til 400 fuglar í hlut í Hælavík og hjá þeim sem tóku 2—3 hluti var þáð mikið verk að koma því í mat. Venjulega var soðinn fugl á sunnudögum og miðvikudögum. Fugl var líka látinn i súr, eink- um sá fugl er kramdist á leið niður í fjöruna. Egg voru líka soðin, tekin af þeim skurnin og þau svo geymd í skyri. Þeim kemur báðum saman iim að súr fugl hafi ekki verið góður, nema ungar. Oft fellur mikxð af ungum niður fyrir björgin. Hann var alltaf látinn í súr. VETUR LANGIR og SNJÖÞUNGT Þau Þómnn og Friðrik fóru frá Aðalvík 1942, þá til Akur- eyrar. Voru í Glerárþorpi einn vetur, fluttust til Keflavíkur 17. júní vorið eftir; liafa verið þar síðan. — Þáð var ekki hægt að vera þarna lengur, segir Frið- rik. — Ég var farinn að eldast, börnin farin frá mér, strákarn- ir flestir hingað suður, og ég gat ekki stundað róðra lengur á víkinni. Dragnótabátamir eyðilögðu miðin. — Hvernig var búskapuriim í landi? —- Veturnir voru langir og snjóbungir, en jörðin kom ó- skemrnd undan snjónum. Það voru vandræði að fá jarðnæði. Þegar ég var að alast upp þótti gott að hafa 20 kindur, eina belju og hest. Eftir að farið var að bæta túnin höfðu menn uijpundir 20 kindur hver bóndi 2—3 kýr og 1—2 hesta. ÞAÐ VAR GOTT AÐ ÞAÐ FÖR Talið berst að því að nú hafí allt fóllc farið ftá Aðalvík. j' '— Það var gott að það fórf segir Friðrik. Það var or'ðið, ógemingur að vera þar. Það vantaði -frystihús og. samgöng- Vr- .. ... Væri það í lági væri sízt verra að lifa þar en annarstað- ar ef friðun fiskimiðanna helzt, því Aðaivik er fisksælust á Vestfjörðum. Víkin er 12—15 faðma djúp. Það er kúfiskur á botninum. Fiskurinn tekur ekki nema kú- fisk á víkinni, síld ekki fyrr en á 30 faðma dýpi. Hann eltir trönusíli inn á víkina. Það er mjög sjaldan að þangað komi hafsíld. En di’agnótabátamir eyðilögðu alla veiði fyrir öðr- um bátum. ÁLITLEGUR HÓPUR Þótt Friðrik sé 73 ára geng- ur hann enn til vinnu. — Ég hef aldrei kunnað illa við mig þegai’ ég hef haft eitthvað að gera. segir hami, en lcvíðir þvi helzt að verða ekki vinnufær. Þau hjónin áttu 17 börn. 14 komust upp, 7 stúlkur, 7 pilt- ar. Eínn sonur þeima lézt upp- kominn. Fórst með Sæborginni frá Hrísey á stríðsárunum. Hún var í flutningum fyrir herinn. — Það var mörg andvöku- nóttin þegar veikindi voru, ekki hlaupið í næsta hús til að sækja lækninn. Oft lítið í kotinu. En nú er þessi hópur orðið fullorðið fólk og Þórunn og B’riðrik eiga 58 barnabörn ■— og Jriu eiga þegar 15 börn. Það er álitlegur hópur. Það verður áreiðanlega gestkvæmt hjá þeim og glatt á hjalla í dag. — J. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.