Þjóðviljinn - 25.10.1952, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 25. október 1952 -
Iheimilisþáttur
Fá em þau leikföng', sem börnin hafa meira yndi af en trékubbar, og
samiast þar að það dýrasta er ekki alltaf það be/.ta. Oft er það svo,
að þó bömin girnist marglit og dýr ieikföng, þá verða þau fljótt
Ieið á þeim, eftir nokkra daga liafa þau aiveg misst áhugann og
Iíta . ekki á þau framar. Öðm máii gegnir með trékubbana. I’t'gar
börnuiium læiist að setja þá saman og byggja úr þeim brýr, turna
-ða hús geta þau unað við þá s.tundum saman. Og þó þeir séu ekki
sérlega vandaðir, örva þeir alltaf ímyndunarafl barnsins og hafa
þannig uppeldislegt gUdi i jákvæða átt. Ef foreldramir em hand-
lagnir og hafa aðstöðu «1, mundu þeir sjálfir geta smíðað kubbana
og málað. I*að myndi spara drjúgan skiiding, og börain yrðu áreiðan-
lega ekki svikin.
Þjó5fé!agsS dœmisf eftir viS-
horfirm til barnanrsa
1 fyrsta Heimilisþættinum var
stutt grein, þar sem bent var á
gildi mjólkurinnar framyfir aðrar
fæðutegundir, sérstaklega var lögð
á það áherzia, að mjólkin væri
lífsnauðsyn börnum og unglingum,
sem eru að vaxa. Það var sagt
afdráttaiiaust, að ef vel ætti að
Tóuíeikm• í
Austurhmjítr-
hmt
Korski harmonikusniningurinn
Toralf Tollefsen lék í Austurbæj-
arbíói á fimmtudagskvö’.dið var
fyrir yfirfullu húsi og var list
hans vel tekið af áheyrendum.
Þessi ungi maður er óumdeilan-
legur meistari á hljóðfæri sitt en
hefur máske fullríkan metnað fyr-
ir það, því að óneitanlega eru
því takmörk sett sem konsert-
hljóðfæri. Það kom raunar g’öggt
fram í glæsilegum búningi, er
hann hafði sjálfur sniðið ýmsum
sígildum verkum, er hann lék, að
honum eru þær takmarkanir Ijós-
ar ekki síður en möguleikarnir
(undantekning: Mendelssohns-and-
antin, þar • sem iaglínan, sem
pianóleikari til dæmis hefði getað
styrkt, hvarf í skuggann í veik-
um leik). Eigi að síður urðu hin-
ar fjölmörgu umskriftir hinna
klassísku verka á efnisskiánni
(saminni á ensku, hvað sern veld-
ur) dálítið þreytandi. Áheyrandinn
fékk ekki varizt þeirri tilfinn-
ingu, að þau hefðu sett mjög
ofan, alkunn sem þau voru í
upphaflegu og eðli sinu samkvæm-
ara gerfi. Og maður hlaut að
óska þess, að í stað þeirra sumra
hefðu komið verlc, samin fyrir
þetta hljóðfæri frá upphafi vega,
eða meir við hæfi. Þannig urðu
Hka t.d. Runnbrenneren (Bolstad-
Tollefsen), Lífið í Finnskógunum
o. fl. slík, óskalögin á þessum tón-
leikum, sem áheyrendur fögnuðu
svo að allt ætlaði um koll að
keyra. Þörfin fyrir h'jómmagnan
í hinum stóra sal varð þar ekki
tilfinnanleg eins og annars varð
raun á, þar sem harmonikan lék
hlutverk hljómsveitarinnar — hve
furðulega sem hún er því ann-
ars vaxin í höndum þessa afburðar
leikna og gáfaða unga manns.
Þ. Valil.
vera, yrðu börnin að fá einn
mjó’.kurlítra á dag, fullorðnir hálf-
an. Engar brigður verða bornar á
þessa staðhæfingu, en það er jafn-
framt nauðsynlegt að gera sér
grein fyrir, hvað slík mjólkurkaup
kosta venjulega fjölskyldu.
Reikna má með að í hverri fjöl-
skyldu séu að jafnaði fjórir-fimm,
tveir fullorðnir, þrjú börn. Mjólk-
in kostar nú 3,40 1. af flöskumjólk,
en 3,25 af brúsamjólk. Sé reiknað
með flöskumjólk, einsog gert var
í greininni mundi mjólk handa
slíkrí fjö'skyldu kosta 13,60 á dag,
eða fjögur hundruð lcrónur á mán-
uði. Það þarf ekki mikla reikni-
gáfu til að sjá, að slík mjó'kur-
kaup mega heita a'gerlega ofvax-
in flestum barnafjolskyldum, ekki
sízt þegar tekið er tillit til, að
mjólkina má uðeins skoða sem
nauðsynlega viðbót við fjölbreytta
fæðu. Þetta Jæmi verður því átak-
anlegra, þegar reiknað er með
fjöIskyhSum, sem hafa fleiri en
2—3 N>rn á framfæri, 4 og fleiri.
Þá «r augljóst, að ekkl er hægt
að hUa það ganga upp.
Það sem hér hefur verið sagt
breytir engu um það, að börnin
«lga skilyrðislausa kröfu á nægri
tujólk, og það á að vera skylda
þjóðfélagsins að sjá um, að slík
vara fáist á verði, sem ekki er of-
viða fátækustu þegnunum.
Siðað þjóðfélag má þekkja á
þvi hvernig það býr í haginn fyrir
nina uppvaxandi kyns’óð. Það
þjóðfélag sem ann ekki börnum
sínum nægrar mjólkur er siðlaust.
Og það er því miður reynsla síð-
Ustu ára, að mjólkurkaup hafa
minnkað stórlega á þessu landi,
jafnframt þvi sem börnum hefur
fjölgað. Efnahagsóáranin bitnar
þannig á börnunum, og það er
siðleysi.
Á Alþingi liggur nú fyrir til-
laga um að auðvelda barnafjöl-
skyldum bæjanna mjólkurkaup
með afslætti sem nemur 50 aurum
á mjólkurlítra á barn á dag. 1
þessu felst nokkur úrbót, óg það
er siðferði’eg skylda alþingis að
veita hana. Bæjarstjórn hefur
lengi haft til meðferðar tillögu um
að mjólkurgjafir verði aftur upp
teknar í skólum, og sú tillaga
liggur enn fyrir. Framkvæmd
þessarar til'ögu er cinnig skýlaus
skylda bæjarstjórnar.
Húsmæður ættu að fylgjast vel
með þessum málum.
ás.
MATURINN
MORGUN.
Hvítkálsúpa — Steikt hjörtu /
— Kartöflur — Gulrætur — )
Melónur og Vínber.
□
Hvítkálssúpa: 300 g hvítkál, 1
matsk. rífinn laukur, 50 g
smjörlíki, 1% 1. grænmetis- eða
kartöflusoð, 1—2 súputeningar,
Salt og pipar. Með þessari súpu
er mjög gott að hafa bakað
ostbrauð. Súpan: Kálið skorið
smátt. Smjörl. brætt í potti.
') Kál og laukur látið sjatna í
/ því. Soðinu hellt í, súputening-
) ar látnir út í Soðið kryddað.
/ Stelkt hjörtu: 1 kg kinda- eða
kálfshjörtu, 25 g sveskjur, 50
g þ. epli, 100 g smjörlíki, % 1.
heitt vatn; 1 dl. kalt vatn 40 g
hveiti, sósulitur, krydd. Vz kg
gulrætur, 1% kg kartöflur. —
Þá er skorið í hjörtun og
þau þvegin vel. — Hólfin
fyllt með sveskjum og eplum.
Saumað fyrir, stráð salti. Brún-
að í smjörl., tólg eða palmíni
í potti eða á pönnu. Heitu
'( vatni hellt á, soðið við lítinn
I hita i 1—1 !i klukkustund eða
( þangað til kjötið er meyrt. Soð-
( ið jafnað með hveitijafningi.
Sósulitur og krydd. Heilar gul-
rætur soðnar með síðustu 20
mínúturnar.
□
Hjörtu þrædd reyktri svíns-
síðu (bacon) eins og rjúpur
eru mjög góð. Þá má sleppa
ávöxtunum.
□
1 melóna, Vz kg vinber. Melón-
an er þvegin, klofin langsum,
kjarnarnir teknir burtu, aldin-
kjötið spænt upp með mat-
skeið í 'skál eða melónu.
□ )
í KVÖLD:
Grænkál oþ, ostsósa.
2 bt grænkál, 25 g smjörlíki, 2
matsk. hveiti, 3 dl. mjólk, !4—1
tesk. salt, 1 tesk. sykur. 4 mat-
sk. rifinn mjó’kurostur; G heil-
hveitibrauðsnéiðar. Rífið oSt
sem farinn er að harðna. Ríf-
ið kálið af leggjunum og þvoið
úr köldu vatni. Skerið smátt.
Búið til mjólkurjafninginn, tak-
ið af eldinum og hrærið ostin-
um út í. Sjóðið grænkálið í ör-
litlu saltvatni. Glóðið brauðið.
Snerpið á jafningnum og hrær-
ið í. Raðið brauðinu á matar-
’dískana eða í djúpt fat, skammt-
ið kúfaða matsk. ag grænkáli
á hverja sneið og jafnið ost-
sósunni yfir. Skreytið með
tómatbátum og rifnum osti.
KAFFIKAKA.
Kakan: 200 g hveiti, 2 tesk.
lyftid., 100 g smjörlíki. 100 g syk-
ur, 1 egg, 1 dl. mjólk. Ofan á
kökuna: 100 g hafragrjón, 50 g
smjörliki, 50 g sykur. Bræðið
smjörlíkið á pönnu. Blandið hafra-
grjónum og sykri, hitið i smjör-
likinu og hrærið i, þangað
til grjónin verða stökk. —
Þau eiga ekki að brúnast. Kælið
á umbúðapappir og hrærið í öðru
hverju. Sáldrið hveiti og lyftidufti
í skál, myljið smjörlíkið í og
blandið sykrinum saman við. Þeyt-
ið egg og mjólk saman og hrærið
út í deigið. Það á að verða þykkt
og samfellt. Látið S djúp tertu-
mót, stráið hafragrjónunum yfir
og þjappið þeim lauslega niður
með sleikjunni. Bakið við meðal-
hita í 30—40 mín. Kælið kökuna.
kljúfið og leggið saman aftur með
eggjakremi eða a’dinmauki, Kak-
an er þó ágæt nýbökuð án þess.
THEODORE DREISER:
BANDARÍSK HARMSAGA
288. DAGUR
Eln hann hafði verið of fljótur á sér. Og hann vissi ekki, að
bátavörðurinn beið þess að koma fram sem vitni og vinna eið
að því, að hann hefði alls ekki spurt um leiguna á bátnum. Og
Mason hélt áfram:
„Jæja, einmitt það? Sagði bátavörðurinn það?“
„Já.“
„En munið þér ekki að þér spurðuð bátavörðinn aldrei um
það? Hann kostaði nefnilega ekki þrjátíu og fimm sent heldur
íimmtíu sent um tímann. En auðvitað vitið þér það ekki, því
að yður lá svo mikið á út á vatnið, og þér gerðuð alls ekki ráð
fyrir að koma aftur í land. og greiða bátsleiguna. Og þess vegna
spurðuð þér alls ekki um leiguna, skiljið þér það? Skiljið þér það?
Munið þér það núna?“ Og nú tók Mason upp miða, sem báta-
v'örðurinn hafði látið hann fá og veifaði honum framan í Clyde.
„Hann kostaði fimmtíu sent um tímann," endurtók liann. „Það
var dýrara en við Grasavatn. En mér þætti gaman að vita,
hvernig á því stendm', að yður er ókunnugt um þessa tölu en
vitið allt um önnur útgjöld? Hugsuðuð þér ekikert um hvað það
kostaði að róa með hana úti á vatni frá hádegi til kvölds?"
Árásin var svo snögg og óvænt að Clyde varð undir eins ringl-
aður. Hann sneri sér undan og fór allur hjá sér, tók andköf, leit
niður fyrir sig og skammaðist sin fyrir að líta á Jephson, sem af
einhverjum ástæðum hafði láðst að athuga þetta atriði með hon-
um.
„Jæja,“ þrumaði Mason. „Hvernig ætlið þér að útskýra þetta?
Finnst yður það ekki imdarlegt, að þér munið eftir liverjum
einasta útgjaldalið nema þessum?“ Nú voru allir kviðdómendur
orðnir eftirvæntingarfullir og teygðu úr sér. Clyde tók eftir
forvitni þeirra, áhuga og tortryggni og svaraði nú:
„Ég skil ekki, hvernig ég hef getað gleymt því.“
„Nei, auðvitað skiljið þór það ekki,“ sagði Mason og hnuss-
aði. „Maður sem áformar að myrða konu úti á afskekktu vatni,
hefur um margt að hugsa, og það er ekki að undra þótt
þér gleymið einhverju. En þér gleymduð víst ekki að spyrja
um verðið á farmiðanum til Sharon, þegar þér komuð til Three
Mrle Bay?“
„Það man ég ekki.“
„En það er annar sem man það. Hann vottaði það í réttinum.
Og þér gerðuð yður eirniig það ómak að spj'rja um verðið á her-
berginu við Grasavatn. Þér spurðuð um verðið á bátnum þar.
‘Eft hvrrð það var-leiðinlegt, að þér skylduð giejma að spyrja um
leiguna á bátnum við Big Bittern? Þá væruð þér ekld svona
taugaóstyrkur núua.“ Og nú leit Mason á kriðdómendur, eins og
hann vildi segja: Þama sjáið þið!
„Ég athugaði það vist ekki,“ sagði Clyd.(?.
,,Já, þetta er mjög fullnægjandi skýring,“ hcilt Mason áfram
hæðnislega. Og svo flýtti hann sér að segja: ,„En ekki vænti
gð þér munið eftir amiarri uppþæð,.þrettán dplhu’um og tuttuj-iy
sentum, sem var greidd fyrir hádegisverð á Kasínóinu hinn ní-
unda júlí — daginn eftir dauða Róbertu — munið þér eftir henni
eða ekki?“ Mason var röskur og einbeittur, gaf honúm livorlii
tíma til að hugsa né anda.
Oyde hrökk við. Hann var svo undrandi yfir spurningunni.
þvi að hann grunaði ekki að Mason hefði haft upp á þessu. „Og
munið þér,“ hélt Mason áfram, „að það fundust á yður meira
en áttatíu dollarar, þegar þér vóruð handtekinn?“
„Já, nú man ég það,“ svaraði hann.
En hann hafði verið búinn að gleyma þessum áttatíu dollur-
um. Og hann sagði ekkert, því að hann vissi ekki, hvað hann átti
að segja.
„Hvaðan koma {lessir peningar?" hélt Mason áfram einbeitt-
ur og gramur. „Ef l>ér hafið aðeins átt fimmtíu dollara liegar þér
fónið frá Lycurgus, en meira en áttatíu dollara, þegar þór vor-
uð handtekinn, og samt höfðuð þér eytt tuttugu og fjórum
dollurum og sextiu og fimm sentum, að viðbættum þrettán
dollurum fyrir hádegisverð, — hvaðan fenguð þér þá alla þessa
peninga?"
„Því get ég ekki svarað nú,“ svaraði Clyde gremjulega, því að
hann fann að hann hafði verið veiddur í gildru. Þetta voru pen-
ingar Sondru, og enginn gæti veitt upp úr honum, hvaðan hann
hefði fengið þá.
„Hvers vegna getið þér ekki svarað því?“ hrópaði Mason.
„Hvar haldið þér eiginlega að þér séuð staddur? Og til hvers
baldið þér að við séum hér? Til þess að þér getið sagt það sem
yður sýnist og neitað að svara þegar yður sýnist, eða livað ? Þér
eruð ákærður fyrir morð. Lif yðar liggur við. Glcymið því ekki.
Lögin láta ekki að sér hæða, þótt þér Ijúgið miskunnarlaust að
mér. Þér standið frammi fyrir þessum tólf mönnum og þeir vilja
fá að vita hvemig i læssu liggur. Jæja, hvað hafið þér að scgja?
Hvaðan fenguð þér peningana?"
„Kunningi minn léði mér þá.“
„Hvaða kunningi? Hvað hét hann?"
„Ég vil ekki segja það.“