Þjóðviljinn - 19.12.1952, Side 4
'4)' — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 19. desember 1952
Föstudagur 19. desember 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3
I939WIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósialistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ó'.afsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni: kr. 18
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Ráðamenn Framsóknarflokksins
Undanfarin ár hefur það komið æ skýrar 1 ljós að
afturhaldskurfarnir sem stjórna Framsóknarflokknum
hafa litið á það sem eitt meginverkefni sitt að fjand-
skapast við almenning bæjanna, ekki sízt alþýðuna í
Reykjavík. Þeir hafa hamazt gegn öllum framförum og
framkvæmdum til sjávar, barátta þeirra gegn nýsköp-
uninni og öllum þáttum hennar var ástríðuþrungin og
ofsafull, þeir kölluðu nýsköpunartogarana „gums“ og
töldu það hina verstu eyðslu að verja innistæðunum til
kaupa á framleiðsluta’kjum; gagntillaga þeirra var sú að
einhverjir erlendir auðmenn fengju féð að láni gegn
?águm vöxtum, en síðan mætti nota vextina til ein-
hverra framkværnda!
Sem betur fór höfðu afturhaldskurfar þessir ekki vald
til að fylgja kenningum sínum eftir þau árin, en síðan
hafa þeir öðlazt þetta vald. Frá því að Stefán Jóhann
Stefánsson myndaði stjórn sína í ársbyrjun 1947 hefur
stefnan í innanlandsmálum æ meir mótazt af stefnu
Framsóknar, en hún hefur fengið þröngsýnasta hluta
íhaldsins til fylgilags við sig. Gengur nú ekki hnífur á
milli Eysteins Jónssonar og Bjarna Benediktssonar ann-
arsvegar og Vilhjálms Þórs og Björns Ólafssonar hins-
/ vegar.
Það er þessi stefna sem nú hvilir á þjóðinni allri eins
og mara. Skattapíninaarstjórinn Eysteinn JÓnsson hefur
hamazt eins og óður við að leggja nýjar álögur á almenn-
ing, þannig að fyllilega hefur sannazt sú kenning að
hann telji hverja krónu, sem hann sér, vanskilafé í rík-
issjóð. Óbeinir skattar eru nú hærri hér en í flestum
öðrum löndum heims, og dýrtíðin hefur margfaldazt
hraöar en í nokkru öðru landi sem skýrslur geta um.
Nýsköpunarframkvæmdirnar allar hafa orðið fyrir ó-
skoruðum fjandskap, þeim hefur verið neitað um eðli-
legt rekstrarfé þannig að stórdregið hefur verið úr fram-
leiðslunni, pólitíakt oístæki og skammsýni hefur drottn-
að 1 rnarkaðsmálum. Þess hefur veriö sérstaklega gætt
að ger'a milliliðaokrurunum sem bezta aðstöðu, og þar
hafa Framsóknargæðingar verið leiddir í hásæti, en
þunginn af þeirri ósvífnu fjárplógsstarfsemi hvílir nú
- af ofurþunga á öllu atvinnulífi.
Allt er þetta stefna Framsóknarbroddanna, og þeir
hafa því sérstaklega tekið til sín uppreisn verkalýös-
hreyfingarinnar gegn hinum linnulausu árásum, víð-
tækustu verkföllin í sögu landsins. Og viðbrögð þeirra
hafa verið einkar lærdómsrík. Það hafa einkum og sér
í lagi verið ráðherrar Framsóknarflokksins sem staðiö
hafa gegn öllum samningum; afstaða þeirra hefur verið
sú ein að reyna aö kúga og svelta verkfallsmenn til
hlýðni. Forsætisráðherrann, Staingrímur Steinþórsson,
skýrði frá því við ríkissjóðsjötuna í upphafi verkfalls, að
hann vonáði að það stæði í tvo mánuöi. Þessir menn
sem á undanförnum árum hafa kastaö hundruðum millj-
■ óna á glæ meö þröngsýni og fjandsamlegri efnahags-
stefnu láta si.g engu skipta þótt fjölmörgum milljónum
cé sóað á hverjum degi í styrjöldina gegn alþýðu bæj-
anna. Og í blaði sínu reyna þeir á hverjum degi að skapa
hjá bændum andúð og reiði til bæjaalþýöunnar — þeirra
sem kaupa afurðír landbúnaðarins.
Framsóknarflokkurínn hefur langtum fleiri' menn á
þingi en hann á rétt til samkvæmt atkvæðatölu sinni.
Talsverður hluti atkvæðanna í siðustu kosningum kom
frá friálslýndu fólki sem hélt aö enn lifði í gömlum
stefnumálum Framsóknarflokksins og trúð'i á fagurgala
Tímans fyrir þær kosningar. En nú dylst engum aö
Fi amsoknarflokknum er stjórnað af þröngsýnustu og
búralegustu stjórnmálamönnum landsins, ábyrgðarlaus-
um valdastreitumönnum sem í engu skeyta um atvinnulíf-
ið eða lífskjör almennings. Framkoma þeirra í verkföllun-
um verður munuð 1 kosningunum næsta sumar; þá gefst
gott tækifæri til að heilsa eftirminnilega upp á þá ráð-
herra sem telja vopn skortsins sjálfsögðustu viðbrögö sín
• við nauðvörn almennings. »
► ! i » |
Lrtri in L
vötn ( væru
brennivíni. En
Matíjcll og reikningslist.
VERÐGILDI matar er tvenns-
konar. Annars vegar er mark-
aðsverð ólafa og benja-
mína, tölur í höfuðbók. Hins
vegar er gildi matar fyrir al-
þýðuna, sem miðast meir við
fjölda hitaeininga, eftir regl-
unni því meir því betra. Hinir
vísu hagfræðingar reikna mik
ið. Stundum ráða þeir ekkert
við tölurnar, hin mikla vís-
indagrein, stærðfræðin, skipt-
ir um sæti við þá, herrann
verður þrællinn. — Það kem-
ur á daginn að það er of mik-
ið af mat og ,,of mikið“ þýðir
sama og verðlækkun og þá
verður allt vitlaust í gullnum
höfuðbókum hins siðmenntaða
heims. Og þrælar visindagrein-
arinnar reikna og reikna,
anda tölum að sér og frá,
bilið milli steikar og grauts
á borði þeirra stenzt ekki á.
Og venjulega finna þeir lausn-
arsteininn. Það verður að
eýðileggja svo og svo mikið
til þess að halda verðinu
uppi. Það risa upp ný fjöll af
mat sem aðrir visindamenn
finna leiðir til þess að eyði-
leggja af þrotlausu hyggju-
viti mannsandans. Einu sinni
en mosi. Reyndust þar ærnar
birgðir af saltkjöti, og lá
næst fyrir að gá, hvort öll
ekki orðin að
ekki var svo
vel að landið væri orðið að
floti og smjöri, svo að loksins
hefði ræzt hinn glettnisfulli
draumur hungraðrar þjóðar
gegr.um aldirnar. Við eftir-
grenslan kom í ljós að mann-
legt huldufólk hafði verið á
ferð á laun að næturþeli og
orsökina til þessara birgða-
flutninga út í hraun mátti
rekja til höfuðbóka sambands
ins. Hver var sá vísi maður
sem hafði látið sér detta slíkt
snjallræði í hug án þess að
auglýsa það fyrir alþjóð. Þa'ð
hafðist um síðir upp á hon-
um þrátt fyrir hlédrægnina,
sjálfum forstjóra sambands-
ins. Það skipti engum togum,
slíkan mann varð óðar að
gera að bankastjóra, og í
bankastjórastól lýtur þjóðin
nú vizku hans.
M Á L G Ö G N vísindamanna
hafa hátt um þessar mundir.
„Kommúnistar hindra áð
blessuð bömin fái mjólk!“
Þau hafa aldrei haft mjög
ast á, höfuðbækurnar sýna hátt þótt sjórinn hafi orðið
hagnað og allir eru ánægðir livítur af mjólk á „normal
nema alþýðan. — Einu sinni tímum,“ heldur yppt öxlum
var maður á gangi í úfnu yfir eins og veðurfarinu: mjólk-
hrauni á íslandi. Eitthvað in selst bara ekki, — af
reyndist þar torkennilega hverju? — af því bara. Töi-
mjúkt undir fótum, öðru vísi urnar skulu standa!
lituðu þeir kartöfiufjöll blá.
Einu sinni gerðu þeir duft
af milljónum eggja og býggðu
síðan hús yfir duftið. Stund-
um leituðu þeir einfaldlega til
sjávar í trú á orðskviðinn að,
lengí taki sjórinn við.
HAGFRÆÐINGUM er klappað
óspart lof í lófa fyrir vísdóm
sinn og sumir eru herraðir.
Tölumar fara aftur að stand-
★ Um BÆKUR og anna'S ★
Ljóðasafn Breiðfjörðs — Úr bæ í borg — Iðunnarbækur
— Désirée
1 dag verðum vér að
breyta þessu málgagni erlendra
menntatiðinda í fréttablað inn-
lendra bóka, með þv: verkfallið
leggur undir sig mestallt frétta-
rúm blaðsins. Er fyrst frá því að
segja að nú er komið út fyrsta
bindið í Ljóðasafni Sigurðar Breið-
fjörðs. Er þetta bindi 272 síður,
og eru væntanleg 2 í viðbót. Er
ætlunin að koma nú á prent meiri
hluta þess sem Breiðfjörð orti i
bundnu máli, að undanskildum
rímum; en þó munu einnig verða
birtir kaflar úr einhverjum þeirra,
svó sem Númarimum. En náúð-
syn þessarar útgáfu sést bezt af
því að bráðum eru liðin 60 ár
síðan prentað var Úrval úr ljóð-
um skáidsins, og var það Einar
Benediktsson sem annaðist það
verk. — Sveinbjörn Sigurjónsson,
magister, sér um þessa útgáfu,
en hann er flestum mönnum
kunnugri kveðskap Sigurðar Breið-
fjörðs. Isafoldarprentsmiðja kost-
ar verkið.
á
i
ðunnarútgáfan gefur enn
sem" fyrr út allmargar bækur, og
skai hér fyrst nefnt síðara bindi
ævisögu séra Friðriks Eggerz Úr
fylgsnum fyrri aldar, en fyrra
bindið kom út í hitteðfyrra. Þetta
er mikið verk, um hálft fimmta
hundrað síður og fylgja geisimikl-
ar nafnaskrár sem umsjónarmað-
ur útgáfunnar, séra Jón Guðna-
son, hefur samið. Æivisaga þessi
er afarauðug bók að mannlýsing-
um og margskyns fróðleik, rituð
mjög harðvitugum penna; en
höfundurinn var mjög í stíl
fornra kappa og ójafnaðarmanna,
og stóð til dæmis í ævilöngum
málaferlum jafnhliða prestskapn-
um. Til eru þeir menn á voru
landi, og eigi ómerkir, sem töldu
fvrra bindi ævisögunnar merkustu
bók síns útkomuárs.
“á hefur Iðunnarútgáfan
gefið út 2. bindi ritsafnsins Brim
og boðar, frásagnir af sjóhrakn-
ingum og svaðilförum, Meðal
þeirra sem rita í þetta bindi eru
Þórbergur Þórðarson, Sigurður
Helgason rithöfundur, Gáiðmundur
Hagalín og Jónas Þorbergsson.
Allmargar myndir fylgja ritinu,
en Sigurður Helgason hefur safn-
að efninu. — Ævintýralegur flótti
nefnist þýdd bók, eftir Eric Will-
iams, og er kölluð á kápu „met-
sölubókin heimsfræga", og lýsir
hún „flótta tveggja brezkra liðs-
foringja úr þýzkum fangabúðum
á styrja'darárunum". Bókin er
röskar 300 blaðsíður, en Hersteinn
PálssoA ritstjóri þýddi.
Nc
lú lýkur henni Désirée í
útvarpinu í kvöld, enda kemur
það heim að sagan er komin út
í bók, á vegum Draupnisútgáf-
unnar. Þarf ekki að segja mönn-
um annað af henni en það, að
bókin er 316 síður í stóru broti,
búin einni mestu glæsikápu sem
hér hefur sézt, en kostar þó ekki
nema 65 lágar íslenzkar krónur.
Við skildum síðast um stjörnu-
bjarta nótt á verkfallsvaktinni
uppi hjá Hólmi. Það hefur lið-
ið eitt dægur þegar hér er kom-
ið. Við erum aftur stödd á
Hverfisgötu 21. Þegar ég kem
« inn er allþétt-
skipað inni og
það bætast stöð-
ugt fleiri í hóp-
inn, komnir til aðjeysa félaga
sína af verði. Ekki hafði ég
lengi inni verið' þegar inn vihd-
ur sér einbeittur maður, saögg-
ur í hreyfingum og tjáir vakt-
formanninum að þeir hafi stöðv-
að mann með benzíntunnu. Hafi
hann brugðizt hið versta við
og hóti að kæra fyrir lögregi-
unni.
„Hvar er hann?“
„Hann er hérna úti“.
„Látið hann ekki fara. Við
hringjum á lögregluna“.
Tuanueigandinn er nim>
spengilegasti piltur, ljóshærður
Óðamála, — hvernig hann lem-
ur orðir. út úr sér minnir á
vængjaslátt rjúpu se:n hrakin
er af hreiðri.
„ÞÚ HLlTUR AD HAFA
ÆTLAÐ í LANGFERГ.
Hinumegin á götunni er
vörubíll. Aftan á honum benzín-
tunnan umdeilda. Tunnueig-
andinn vill auðsjáanlega Ikom-
ast af stað, en það eru komnir
margir menn að bílnum.
„Ég læt ekki taka af mér
tunnuna!"
„Vertu rólegur, lögreglan er
að koma“.
Bíll tunnueigandans er G 911.
Svo þetta er þá nágranni okk-
ar Reykvíkinga.
„Hvaðan er hann?“
„Hann er frá Vallá“. Ein-
mitt það. Þegar Tíminn sikýrði
frá að tún eins bóndans í ná
grenni Reykjavílcur hefði allt
verið uppsporað eftir bilhjól
benzínþyrstra manna skildu all-
ir að þar var átt við Vállá á
Kjalamesi. Hvers virði er eitt
tún, ef hægt er að gera „mal-
arskrílnum“ bölvun?
„Hvers vegna ertu með þessa
tunnu góði?“
„Ég á tunnuna sjálfur".
„Já, við rengjum það ekki,
en hvers vegna ertu með tunn-
una afturá?“
„Ég ætla að nota benzínið“.
„Hvert ætlarðu að fara?“
„Ég var að fara í bæinn“
„Jæja, þú hlýtur að hafa
ætláð í langferð fyrst þú nest-
aðir þig með tunnu, eða hvað
tekur tankurinn hjá þér?“
Tunnueigandanum brást mál
snilldin. „Ég læt ekki ræna mig
tunnunni! Ég á tunnuna! Það
er lítið á tanknum. Ég ætlaði að
bæta því á.“
„Það ætlar enginn að ræna
þig tunnunni. En það er verk-
fall hér og afgreiðslubann á
benzíni. Þú getur fyllt
I bækistöð verkfallsmanna í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu — Fólkið sem slagsmálaliði er Ýafnað gegn.
(Ljósm. Sigurður Guðmundsson. Hann tók einnig myndina af Dagsbrúnarfundinum í blaðinu í gær).
Á VáKTlNNI
Þeir ætluðu að ræna af mér tunnunni!
SKRÍMSLI DAGSINS
Það voru 13ka sæskrímsli í
gamla daga á Vestfjörðum. Þau
eltu ríðandi menn, rifu óg slitu
hesta og menn unz hrossið datt
niður dautt af sárum rétt við
túngarðinn, cn mennimir sluppu
stimdum inn fyrir og til bæjar,
flakandi í sárum eftir kiær
skrímslisins.
Mér varð að hugsa: Eru
ekki þessar skrímslissögur
gamalla daga táknrænar?.
Heita skrímslin í dag fetkki okr-
arar, auðmenn og braskarar,
ríkisstjórn okraraana. Eru það
ekki einmitt þessir aðilar sem,
í nafni laganna er þingmeua
afturhaldsins setja, píaa alþýð-
una unz hún er að þrotum
komin?
1 gamla daga skutu þeir
skrimslin fyrir vestan með vígð-
um silfurhnöppum. Vopaið
gegn skrímsli auðvaldsþjóðfé-
lagsins heitir samheldni alþýð-
unnar.
tankinn og farið svo með tunn-
una heim til þín, —■ við skul-
um fylgja þér upp fyrir bæ-
inn. Annars tökum við benzínið
í geymslu þangað til verkfallið
er búið“.
„Það geri ég ekki. Ylkkur
varðar ekkert um tunnuna. Ég
á tuíinuna! Þið fylgið mér ekk-
ert!“
En nú renndi lögreglubíllinh
upp götuna og staðnæmdist, og
flestir þyrptust þangað.
Tunnueigandinn hóf nú máls:
„Þessir menn ætla að ræna af
mér benzíntunnu“.
„Uss, það mega þeir ekki“,
heyrðist mér vörður laganna
segja inni í Svörtu Maríu.
Var nú vaktformaðurinn til
Ikvaddur að flytja sitt mál. Var
málið um stund rætt frá báðum
hliðum, töluðu margir í senn,
allt fundarform farið í veður
og vind.
„Þú ætlaðir að selja benzín-
ið!“ sagði sá er tilkynnt hafði
töku benzíntunnunnar.
„Nei, cig ætla að nota það
sjálfur?11
„Hversvegna fórstu þá á af-
vikinn stað þegar þú sást okk-
ur ef þú hélzt ekki að við mynd-
um vilja kaupa benzín og þú
gætir selt það? Eða hélztu að
við værum verkfallsverðir, viss-
ir uppá þig sikömmina og ætl-
aðir að fela þig?“
„OG NU BIÐ ÉG YKKUR AÐ
AÐSTOÐA MIG SVO ÉG
VERÐI EKKI RÆNDUR!“
„Gerði hann það? Fór hann
á afvikinn stað þegar hann sá
ykkur?“ spurði vörður lagantia
inni í Svörtu Maríu.
„Já, vist gerði hann það“,
svaraði verkfallsvörðurinn.
„Já, en þið ætluðuð að ræna
af mér benzíntunmmni. Hefð-
uð rænt mig tunnunni ef ég
hefði ekki hringt á lögregluna“.
„Það var ég sem hringdi á
lögregluna ea ekki þú“, var
sagt í hópi verkfallsmanna.
Nú þurfti lögreglan eitthvað
frekar að ræða við verkfalls-
mennina. Ljóshærði tunnueig-
andinn fór að gá að tanmmni
sinni. Jón Rafnsson sem þama
var kominn fór nú að mann-
inum með blíðu.
„Já, en ég vil enga helvítis
ókurteisi", sagði tunnueigand-
inn.“
„Voru þeir ókurteisir?“
spurði Jón með samúðarfullri
röddu, „menn eiga að vera
kurteisir“. Það var sem hun-
ang drypi af vörum Jóns.
„Já, ég segi það“, sagði
tunnueigandinn. „Þeir ætluðu
að taka af mér tunnuna“.
„Já, mikil ósköp, menn eiga
að vera kurteisir. En þú mátt
ekki vera að flækjast með tunn-
utia hér niðri í bæ, það er e>kki
kurteisi í verkfaili", og nú
klappaði Jón manninum á herð-
arnar.
Tunnueigandfnn, sem rétt var
að byrja að brosa af því að
hafa hitt svona skilningsríkan
mann, harðnaði aftur á brún
við síðustu orðin og þaut að
lögreglubílnum.
„Er ekki lögreglan til að sjá
um að menn séu ekki rændir“,
spurði hann.
„Jú, jú“, var svarað inni í
svarta kassanum.
„Þá bið ég ykkur að aðstoða
mig svo að ég verði ekki rændur
tunnunni!" sagði ljóshærði pilt-
urinn.
Ég heyrði ekki betur en inni
í svarta kassanum væri svarað:
„Já, en það er verkfail góði
og við megum ek!ki skipta okk-
ur af verkföllum“.
Unga hraustlega andlitið á
tunnueigandanum var allt í einu
orðið gamalt þegar hann labb-
aði aftur með lögreglubílnum
eftir þetta svar.
Að nokkurri stundu liðinni
voru verkfailsverðir búair að út
vega tunnueigandanum slöngu
og farnir að hjálpa honum að
setja benzínið á bíltankinn. Nú
vildi hann það. Síðan var hinn
ijóshærði scaur bóndans á Vallá
farinn og allt var kyrrt um
stuad.
útlendan mælikvarða er
Reykjavik ofurlitill hafnarbær á
leiðinieg'um stað. 1 vorum augum
er hún stórborg sem gæðir skáld-
legu lífi jafnvel hraunin í ná-
grenninu. Nú hefur sá maður sem
um langt skeið átti einna drýgst-
an þátt í ýmsum framkvæmdum
í Reykjavík gefið út bók þar sem
lýst er í ýtarlegu máli aðdrag-
anda ’ þessara framkvæmda, bar-
áttunni fyrir þeim og hvernig þau
komust í höfn. Vér erum að ræða
hér um endurminningar Knuds|
Zimsens, fyrrum borgarstjóra, j
Úr bæ í borg, en þær eru einmitt
nýkomnar út í myndarlegri útgáfu
Helgafells, 400 síður í stóru broti,
auk fjölda mynda frá ýmsum tím-l
um bæjarins. Lúðvik Kristjánsson, j
ritstjóri hefur fært bókina í let-j
ur; en höfuðkaflar bókarinnar
heita svo: Svipmyndir úr byggð-
arsögu Reykjavikur, Vatn í bæinn
eða bæinn að vatni, Reykjavíkur-
höfn, Ljós og hiti, Þegar hus ná-
grannans brennur er mínu hætt
(um brunavarnir) og Hollusta og
heilsurækt. — Mörgum ætti að
leika forvitni á þessari bók.
Um kvöldið, er fyrstu stjörnurnar tendr-
uðust á grænum himninum, gekk Hodsja
Nasreddín með leirkrukku í 'hendinni i
áttina til varðanna er gættu dyranna að
kvennabúrinu.
Verðirnii veittu honum ekki athygli, en
voru önnum kafnir að horfa á stjörnuhrap
og ræddu um hvert hinar hrapandi stjörn-
ur færu. Þær detta sjálfsagt í sjóinn, sagði
einn.
Halló, hraustu hermenn, hrópaði Hodsja
Nasreddín inn í samtal þeirra: Kallið
þegar á kvennabúrsstjórann og segið honum
að nú sé ég kbminn hér með meðalið
handa sjúkú konunnú
Kvennabúrsstjórinn kom og tók virðingar-
fyllst við leirkrukkunni, en í henni var
ekki annað en vatn með uppleystum krít-
armola. Hodsja : Nasreddín útskýxði ná-
kvæmlega hvernig ætti að nota lyfið, ,
„EN ÉG LÁNA HANN EKKI!“
Mennirair á verkfallsverðin-
um eru bókstaflega talað
öllum landshlutum. Það eru líka
Kjalnesingar á vehkfallsvakt.
Því heyrði ég eftirfarandi þjóð-
sögu ofan af Kjalarnesi.
Bóndinn á Vallá á Kjalarnesi
kom frá Reykjavík á bíl. Hann
var fullur; ók út í skurð þegar
hann átti skammt ófarið heim.
Ndkkru síðar kom sonurinn þar
á öðrum bíl og staðnæmdist
þegar hann sá föðurinn húka úti
á skurðbakka.
„Á ég að kippa þér upp
pabbi?“ sagði sonurinn.
„Ha, kippa mér upp? — Já,
þú mátt það“, mælti faðirinn.
„Hefurðu spotta?“ spurði
sonurinn.
„Já, ég hef kaðal, — en ég
iána hann ekki“. Sonurinn ök
þegjandi heim. Faðirinu sat
eftir á skurðbakkanum.
Og nú hafði sonurinn verið
hér og þrásagt: ,Ég læt ekki
taka af mér tunnuna". Garpar
miklir, faðir og scnur.
ARNLJÓTUR Á R-277
Það er margt spjallað með-
an beðið er eftir vaktaskiptum.
Það hefur ýmislegt gerzt.
Maður er nefndur Arnljótur.
Hann ekur bílnum R-277. Verk-
fallsverðir stöðvuðu hann á leið
í bæinn. Opnuðu hurðina, buðu
gott kvöld, litu aftur í bílinn,
buðu góða nótt. Arnljótur hefur
í mesta lagi tafizt í 2 mínútur.
Stundu síðar kom lögreglan.
Arnljótur á R-277 .hafði kært!
Hann kvað vera ft'lagsmaður
í Bifreiðastjórafélaginu Hreyfli.
ÞAR SKERA ÞEIR
DRAUGANA
1 þetta sinn fer ég með varð-
mönnumun á Krýsuvíkurvegin-
um. Þessi engjavegur Émils
þótti nú koma í góðar þárfir
sem smyglbraut.
v 1 myrku hrauninu berst tal-
ið að draugasögum. Vestfirðing-
ur segir hverja draugasöguna
af annarri svo óhörðnuðiun
mönnum rennur kalt vatn milii
skinns og hörunds. Á ég að
segja ykkur hvað maðurinn
sagði: Það er ekki mannsaldur
síðan þeir skáru draugana á
háls fyrir vestan! Það er eog
inn leikur að vera draugur með
al Vestfirðinga.
ANDLIT UM DIMMA
VERFALLSN ÓTT
Timinn liður fljótt við rabb.
Það eru' komnir ■ menn til a5
leysa okkur af. Ulpuklæddir
menn líta inn til okkar og
heilsa. 1 daufu ljósinu í bílnum
sjáum við andlit undir slútandi
hettum. Einn talar kunnuglega
við mig, er svo farinn. „Hver
er þessi?“ spyr einn félagi
minn. „Þetta er hann B. B. hjá
Þjóðviljanum", svarar annar.
„Já, hann Bjarni frá Hofteigi,
íivort ég hef lesið greinarnar
hans!“ Þannig hittast lesentíur
og blaðamenn Þjóðviljans um
ur myrka verkfallsnótt.
EINNIG FYRIR ÞAU
Við ökum heim gegnum Hafn-
arfjörð sofandi. Nei, það voru
tvö heit og hress á tilhugalífs-
Framhald á T. síðu.
Hvað gerir stjóra
Bifreiðastjórafé-
lagsins Hreyfils?
Þannig spuming var í blað-
inu í gær, og þannig spuming
var á vörum margra manna í
gær. Það er ósköp létt að
svára þessari spurningu. Þa3
sem stjórn Hreyfils gerir er að
halda áfram að smygla benz-
íni og mjólk í bæinn og gæti
ég trúað að þeir úr stjórninni
sem ekki hafa ennþá farið í
þannig smyglferðalag eigi það
aðeins eftir. Ymsir bílstjórar
úr sjálfseignardeild Hreyfils
eru óstéttvísustu félagar sem
fyrirfinnast í þessum bæ, og
er merkilegt að ekki skuli vera
fyrir löngu búið að reka þá
úr launþegafélagi, því þar eiga
þeir ekki heima og hafa aldrsi
átt. Þeir fylgja yfirleitt at-
vinnurekendum að málum, enda
eru þeir frekár tiiheyrandi
þeim þar sem þeir eiga suœir
hverjir 3 bíia í atvinnu. Á ný-
afstöðnum fundi hjá þeim þar
sem þeir neituðu að hef ja sam-
úðarvinnustöðvun með öðrum
félögum og einni deild úr sínu
félagi, samþykktu 1S þessara
manna að verkfailið stæði sem
lengst og voru þeir flestir af
B. S. R.
Þaðan voru þeir einnig flest-
ir í umtalaðri smyglferð. Ef
nokkur dugur er í Aiþýðu-
sambandsstjórninni skora ég
á hana að hegna þessum
verkfallsbrjótum úr Hrcyfli.
Þeir eiga það fyililega skllið
mennirnir sem mata krókinn
þegar aðrir svelta.
En að stjórn Hreyfils geri
nokkuð, það þarf enginn að láta
sér detta í hug, til þess er hún
of duglaus og þá sérstak’ega
formaðurinn, enda voru tveir
stjóraai-meðlimir í þessarí
þokkalegu næturiðju.
Strætisvagnabílstjóri. Jj