Þjóðviljinn - 28.12.1952, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.12.1952, Blaðsíða 5
4) Ci?l>jÖftVllJlNN'-^ 'SiiiahUdá^«.,';-33,.i!aéSéöltíáííl952 þióoymiNN Útgefandi: Sameiningarfíokkur aiþýSu — Sósialistaf'okkurinn. Ritstjórar: MagnÚ3 Kjartans3on (áb.), Siguríur Guðrnundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Slgurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, GuSmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 1$ annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Alla tíö síöan Ster'án Jóhann Stefánsson myndaöi stjórn sína 1947 hefur hið opinbera stefnuski’áratriði allra stjórna verið eitt, aðeins eitt: að lækka dýrtíðina, draga úr verðbólgunni. Fleiri ræöur hafa ekki verið haldnar um nokkur önnur nauðsynjaverk, loforðin um tafarlausar athafni-r eru jafn óteljanleg og sandkorn á sjávarströndu. Og þótt stjórnmálamenn hjúpuðu önnur fyrirheit sín tvíræðum orðum, svo aö bakdyr svikanna stæðu jafnan ólæstar, voru loíorðin um lækkandi dýrtíð og minnkandi verðbólgu jafnan skýr og tvímælalaus. Og samt voru þau ailtaf svikin, hver e.'nasta ræða reyndist fals, sérhvert loforð varð hjóm. Fyrst kom fóiki þetta nokkuð á óvart, það hafði ekki fundið neina smugu í ræðunum, ekkert lát á fyrirheitunum, en senn fór þetta allt að verða hversdagslegasta kérfi: Og þar kom að allir vissu að þegar haldin var ræða um dýrtíðina myndu ein- hverjar vörutegundir hækka næsta dag og þegar komu fyrirheit um að draga úr verðbólgunni myndu iagðir á nýir tollar og skatiar við fyrsta hentugt tækifæri. Stað- reyndirnar birtust einfaldlega með þvi áð smúa ræðum ráðamannanna við og finna þveröfuga merkingu fyrir- heitanna. Af þessum ástæðum er árangurinn af verkfalli alþýðu- samtakanna einstæður ósigur rikisstjómarinnar. Sjálfur rauði þráðurinn í stefnu hennar hefur verið slitinn með samtökum alþýounnar. Það hefur allt í einu verið neydd merking 1 ræð'ur og fyrirheit stjórnarliösins, ráðherrarn- ir hafa verið kvaldir til að framkvæma sín eigin „stefnu- mál“! Mennirnir sem ár eftir ár og síöast á þinginu ‘í haust fsildu allar tillögur sósíalista um lækkun á dýrtíö og hagsbætur handa vinnandi: fólki, neyddust til að slaka. á andstöðu sinni eftir 19 daga verkfall og framkvæma að nokkm .leyti tillögur þær sem þeir voru að ljúka við að fella. Af þessum ástæðum hafa úrslit verkfailsins oröið jafn pólitísk og verkfallið sjálft, uppreisn þjóðarinnar gegn rikisstjórninni. Venjulegast eru verkföll ágreiningur laun- þega og atvinnurekenda, en ríkisstjórnin stendur utan og ofan við sjálf ágreinimgsmálin, a. m. k. formlega. En í þetta sinn varð ríkisstjórnin beinn aðili að verkfallinu, og hún bognaði að lok'um, þótt hún hefði fengið að beygja sig dýpra ef ekki hefðu komið til svik á úrslitastund. Og öll þjóðin fagnaði ósigri1 ríkisstjórnarinnar og jþakkaði verkalýðssamtökunum baráttu þeirra. Svo rík var samúð allra stétta með ysrkfallsmönnum og baráttu þeirra að eftirmæli stjórnarblaðanna hafa orðið msð allt öðrum blæ en venjulega.1 Ævinlega undanfar'ö hafa afturhaldsblöðin reynt að leiða verkamönnum fyrir sjónir eftir á Iiversu fánýt barátta þeirra hafi verið, hversu miklu þeir hafj fómaö o. s. frv. En nú kveður viö nýjan tón. Nú flaðra stjómarblöðin eins og vel baröir rakkar og flytja stanzlaus þakkarávörp: Þakka ykkur fyrir að þið kúguöuð okkur meö 19 daga allshsrjarverkfalii og leidd- uð okkur á rétta braut; það liggur við að ráðherrarnir sárbæni um að verða barðir meir. Og þsir munu verða barðir meir. Eins og sýnt liefur ver.'Ö fram á hér í blaðinu eru öll atriði hinna nýju kjara- samninga þingmál og þau 'hafa meira ao segja öll veriö borin fram af sósí'aiistum á þiiiginu í haust. Ef meiri:- hluti þings hefði verið skipaður full.trúum alþýðunnar eöa a. m. k. mönnum. sem töldu sér ráðlegast að taka tillit til almonnings heföi'Ýer'ö hsegt'að samþykkja alla samningana á einm dagstund á-þing:': án þess að til nokk- urra átaka hefði komið. Þess vegna verður vérkfalls- baráttaa einkar Ijós sönnun þess aö kjarabarátta og stjórnmá'abarátta eru hliðstæður að næsta sumar gefst tækífæri, til að halda verkfallsbaráttunni áfrsm cg beygja stjórnarflokkana enn betur en nú voru töfe.á. Sunnudagur ;28. d.esember 1952,p* ÞJÓÐVILJINN — (5 Kóngar og ráðherrar ÞAÐ var endur fyrir löngu, að einhverjum snjöllum ná- unga datt það í hug, að leiðin til þess að þekkja dýr væri sú að hafa þau í stofunni hjá sér. Þannig urðu til hin- ir ,,útstoppuðu“ fuglshamir sem við þekkjum svo vel úr skólastofunum. Enn öðrum náunga datt það einhvemtlma í hug að gera nafn sitt ódauðlegt með því að fá einhvern þjóðhaga til þess að festa ásjónu sína á myndflöt eða í stein. Þannig hafa mörg meistaraverk orð- ið til, svo að hégómagirnd hefur ekki alitaf orðið til einskis. ★ EN svo varð það löngu seinna að einhverjum datt í hug, lí'k- lega með tilliti til hinna út- stoppuðu fugla, að teiknuð bílæti gerðu ekki sómasam- lega skil ásjónu merkra manna. Hvað skyldi nú gera, ekki var vel hægt að fara út og skjóta konunga, ráð- herra og fræga glæpamenn til þess að ná af þeim hamn- um og stoppa hann út, þótt þetta væri kannski mögulegt með glæpamennina. En hug- vitssemi hins vestræna kúltúrs lét ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn. Að gera myndir úr vaxi var næstum eins gott og að ná af mönnum bjórn- um, og hin frægu vaxmynda- söfn urðu til og njóta mikilla vinsælda, svo mikilla, að nær hvarvetna eru þau miklu bet- ur sótt heldur en söfn þar sem myr.dir eru gerðar með gömlu aðferðinni, að teikna og mála bílæti af einhverri óþarfri sköpunargleði. Nútím- inn krefst raunsæis, útstopp- aður hamur af fugli er betri en máiaður fugl. Að vísu var það haft eftir kunnum lækni í Reykjavík að líkönin af þjóðkunnum mönn- um í safni þjóðarinnar minntu sig á 10 aaga gömul lík, en líklega hefur hann ekki verið nógu raunsær. ★ ÞAÐ er haft fyrir satt að fyr- ir andvirði vax þess sem þeg- ar er komið í Þjóðminjasafn- ið héfði einu sínni mátt fá all nokkuð safn af radering- um eftir Rembrandt. Nú geng- ur sá or'ðrómur að það eigi að f jolga í líkhúsinu. Er tímar líða verður and- virði vaxins kannski nóg til þess að kaupa málverk eftir Rembrandt, en enginri skyldi þó ætla sér þá dul að selja það jafn dýrt og það var keypt. ★ HJÁ Madame Tussaud í Lon- don hafa þeir það fyrir sið að bræða- ráðherra og kór.ga jafnskjótt og þeir eru gleymd- ir og gera af vaxi þeirra nýja ráðherra og kónga. Vonandi verður sú aðferð tekin hér. B.B. SKRIFAR: Einhver geð- illur fauskur sem þykir viss- ara að kalla sig konu, og meira. segja „Sveitakonu“, tekur til máls í Bæjarpóstin- um nýlega út af útvarpssög- unni Désirée; og þykist ná sér heldur betur niðri með því að skrifa nafnið Dieriéié- i-é. Það er óvenju velheppn- uð réttritun! Annars leikur honum sýnilega hugur að slá sér upp í menningarlegu til- liti með þyí að sparka í sög- una ,og ma vel vera að hon- um veiti ekki af einhverri menningarlegri upplyftingu. Vegna vinnu minnar gat ég ekki hlustað nema örsjaldan á flutning sögunnar í útvarp- inu, en mér þótti gott að hlusta í þau fáu skipti sem ég gat komið því við. Auk þess var hún prýðilega fiutt, og þurfti ekki lengi að hlusta til að finna að bæði málið og stíllinn á sögunni er með menningarblæ. Þar að auki hef ég nýlega flett henni í bók. Ég hygg að sjaldan hafi Framhald á 2. síðu. * Um BÆKUR og annaS * Rivera gengur aftur í Kommúnistaflokk Mexíkó. Nikolaéva skrifar grein um ísland. Diego Rivera D iego Rivera, Mexikan- inn, einn mesti listmálari þessarar aldar hefur sótt um inntöku í Kommúnistaflokk Mexíkós. Hahn var áður féiagi í flokknum en sagði skílið við hann á árunum fyrir styrjöldina og gekk i lið með Trotskí. 1 yfirlýsingu sem hann hefur sent blöðum Mexíkó harmar hann þau mistök sin og skorar á alla „menntamenn í Mexíkó og öllum heiminum að ganga í þar.n eina flokk, sem herst fyrir mannréttindum og sigri sósíalismans og friðarins". 1 mikill fengur að þeirri góðu land- kynningu, sem felst í greinum Nikójaévu og annarra þeirra ágœtu sovétlistamanna, sem hér hafa verið á vegum MÍR. Iræðslu-, visinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, virðist varla munu lifa af þann álitshnekki, sem stofnunin varð fyrir, þegar fulltrúar hinna vestrænu stór- veida opnuðu dyrnar fyrir Francó- fasistum. Enginn, sem heldur full- um sönsum í þeim tryllta áróð- ursdansi sem nú er stiginn á Vesturlöndum, getur skilið hvar sambandið er milli menningar og fasisma. Ríki sósíalismans hafa af þeim ástæðum sagt sig úr stofn- uninni. Fjöldi fulitrúa Vestur- Evrópulanda hjá henni hefur sagt af sér störfum sínum. Frá Noregi berst t. d. sú frétt, að dr. Ellen G'.editsch, rithöfundurinn Hans Heiberg og Einar Skavlan, rit- stjóri Dagbiadets í Osló hafi beð- ið um lausn frá þátttöku í lands- nefnd UNESCO í Noregi vegna upptöku Spánar. Ht in víðkunna sinfóníu- hljómsveit danska ríkisútvarpsins er nýkomin heim til Danmerkur eftir að hafa ferðazt þvert og endilangt um Bandaríkin og hald- ið þar hljómleika. Hljómsveitinni var, einsog við mátti búast, hvar- vetna ágætlega tekið. Hitt kom hljómsveitarmönnum nokkuð spánskt (hér ætti bandarískt bet- ur við) fyrir sjónir, að þeir máttu ekki leika fyrir fólk af ættum Afríkumanna, Alls staðar í Suð- urríkjunum var dökku fólki bann- aður aðgangur að hijómleikasöl- unum. Hinir dönsku músikantar kunnu þó ráð við þvi, kvartett úr hljómsveitinni hélt í fristund-' um hljómleika fyrir það fólk, sem hefur bjárgað bandarísku þjóðinni frá þeirri einstæðu smán að standa uppi tónlistarlaus og verða þannig að viðundri í augum heimsins. Þessir dönsku menn fara heldur ekki dult með, hvar þeir fengu beztu viðtökurnar. Án þekkingar þráfsl enginn félagsskapur - án félagsskapar er lífið undirlægjulíf Fyrir réttum fjörutíu árum —' sunnudaginn milli jóla og nýárs 1912 — flutti Þorsteinn Erlingsson skáld hina kunnu ræðu sína um verkamannasam- tökin á fundi í verkamannafé- lagieiu Dagsbrún. Eins og al- kunnugt er var Þorsteinn einn af fyrstu brautryðjendum verkalýðshreyflngarinnar hér á landi og studdi hana með ráð- um og dáð meðaia honum vannst aldur til. Ræða hans í Dagsbrún sýnir vel hug hans. Hún er heit hvatning til auk- innar samvinnu og samheldni og eindregin áskorun til verka- manna að efla menntun sína og þekkingu. Þjóðviljanum þykir rétt að minnast þessa merka atburðar í sögu Dagsbrúnar með því að birta kafla úr ræðu Þorsteins, en boðkkapur hans á enn erindi til Dagsbrúnar og alþýðusamtakanna. Hann hóf máls á þessa leið: „I þingfrjálsu löndunum hugsa iðnaðarmenn og alþýða nú orðið hátt, þótt íslenzku blöðin geti ekki um það. Jafn- aðarmetm úr öllum ríkjurn Norðurálfunnar áttu nýlega fund í Basel í Sviss. Og fund- arefnið var eigi minna en það, að leita úrræða til þess að fá enda á Balkanstríðið, sem um tíma leit út fyrir að mundi kveikja í stórveldmium. Þetta sýnist nú nægilegt fundarefni og hátt siglt, en þó hugsuðu þessir menn hærra. Þeir réðu ráðum sínum um það í fullri alvöru, að koma í veg fyrir öll stríð framvegis. Þá er í mi'kið ráðizt, og vera má að ýmsum hafi þótt þetta bros- legt, og telji það aðeins bama- skap fyrir félitla mena og lít- ilmagna, að ætla sér að halda höndum á þjóðhöfðingjum og stjórngörpum Norðurálfu, með 10 þús. milljóna fjármagni til herbúnaðar að baki sér. En þjóðveldismenn í Sviss brostu ekki. Þessum mönnum var fagnað þar, sem alvarleg- um erindrekum mannúðar og menningar. Þessum jafnaðar- mönnum, sem andstæðir eru allri lögbundinni trú, og telja sig naumast kristna menn margir þeirra, var boðin dóm- kirkjan í Basel — fornheilagt musteri — til að halda fund sinn í. Og litið svo á, að þeir væri að hlaða það vígi, sem Jesús frá Nazaret ætlaði sínum mönnum að byggja og verja. En kristnin hefur ýmist látið það vaðast út í hirðuleysi, horft á aðgerðalaus að brot- ið væri og oft hjálpað til sjálf að rífa niður í fávizJku sinni, — eða til að þóknast húsbænd,- um sinum. — En er þetta ekki allt þýð- ingarlaust tleipur og mest i muaninum, eins og fundir okk- ar hér flestir, svo að stjórnir og höícingjar fari sínu fram eftir sem áður? Nei, þá tækju ekki merkir alvörumenn við þeim með feg- inleik og fögnuði, eins og bjarg ráðamönnum, þegar slík hörm- ungamótt var að færast yfir, sem í væudum virtist. Þeir vita það vel sjálfir jafn- aðarmennirnir — daglauna- beitt lengi og kunna vel með að fara, en það er kosningar- réttur þeirra. Hann er dýrasta eignin, það vita þeir vel, ecida meta þeir hann beztan í eigu sinni, næstan lífinu. Og þess eru ekki fá dæmi, að menn hafa svipt sjálfa sig lífiou, þegar þeir gátu ekki unnið fé- lögum sínum gagn með kosn- ingarréttinum, en nutu styiks frá þeim. Um það get ég sjálf- ur borið vitni, og gæti nefnt dæmi, sem gerðist nálægt mér. Með þessu vopni hafa þeir unn- ið margan frægan sigur og konungar og keisarar óttast nú ekkert annað meira en að þeir vinni undan sér löndin og þjóðirnar". armálum líka. Ég man ekki eft- ir ueinni hugsjón, sem hún hafi barizt fyrir eða styrkt til sigurs, eða fyl'kt sér um nokk- ur málefni, svo að þess hafi sér nokkurn stað. Ég hef aftur á móti séð föringja stjórnmála- flokkanna tefla verkamönnum, sjómönnum, lausamcnnum og smábændum fram eins og peð- um. Ekki til þess að máta neinn ykkar óvin, heldur aðeins til þess að máta þann óvin, sem þeir voru að keppa við í þanri svipinn, og vildu fella, ekki ykkar vegna, heldur vegna sjálfra s'o. Og svo tvístraðir hafið þið verið hér í höfuð- staðnum, að nálega enginn flokkur hefur tekið til ykkar, Boðskapur Þorsteins Erlingssonar, skálck sgslírimarmanna árið 1912 Þorsteinn Erlingsson menn, iðnaðarmenn og sjómenn — að þeir eiga tvö sverð og bíta hvorttveggju vel. Þeir eru svo meantaðir og svo vel að sér, að fjöldi hefur bundizt föstum samtökum í iöndunum um að standa saman eins og bræður til verndar hag sínum, hvaðan sem háska er von. Og þeir hafa jafnvel tengt bönd milli ríkjanna, ti-1 þess að koma í veg fyrir blóðugar styrjaldir, sem sprottnar eru af metnað- arhug stjórnmálamanna ' og herstjóra, og taumlausri fjár- muna- og valdagræðgi hinna ráðandi stétta. Þær troða al- múgann undir fótum, og banna þeim rúm við borð náttúrunn- ar — jörðina. Félagsskapur og samvinna eru því fjTStu aðaivopn al- múgamaiana gegn þessum að- förum og órótti. Ríkisstjómir og ráðandi stéttir þjóðanna vita þetta og óttast aðfarir al- þýðu sins eigin lands, engu síður en vopn og liðsveitir ó- vina sinna. Nú viroist mest hætta á, að þjóðirnar hleypi til skipbrots upp á líf og dauða, áður en jafnaðamienn ná full- um yfirtökum — að valdsmenn og hernaðarvargar viiji svala þorstaaum og taka úr sér glímuskjálftann, áður en hinir geta flett þá vopnum. Jafnaðarmenn eiga ennfrem- ur annað vopa, sem þeir hafa Næst vék Þorsteinn að ís- lanai og benti á að hér væri að mörgu leyti góð aðstaða til að tryggja baráttu alþýðunn- ar sem mestan framgang. Hann hélt áfram: „Þótt við værum nú ekki jafnokar þessara manna að ýmsu leyti, þá stöndum við á margan hátt þeim mun betur að vígi en þeir, að við alþýðu- menn — verkameno, iðnaðar- menn og sjómenn —• ættum að vera að öllu einráðir í bæjar- stjórhum öllum og víðast í sveitarstjórnum. Langsterkasti flokkurion í þinginu, og ein- valdir þar að öllu leyti, ef við hefðum hagað okkur eitthvao svipað og þeir. Landstjórn og flokkaforingjar kæmi þar engu. fram, nema að fá til þess sam- þykki fulltrúa alþýðunnar. Og það sem alþýðuflokkurinn væri búinn að ræða, undirbúa og samþykkja til þess að láta full- trúana flytja — það hefði allt framgang og flest viðstöðu- laust. Þeir mundu læra af reynslunni, verða svo víðsýnir að hafa hag alls landsins engu síður fyrir augum en sinn eig- iri. Og þjóðin í heild sinni (öll alþýðan) mund vænta þaðan hygginda og réttlætis. Líta vonglÖð og örugg til framtið- arinnár með alþýðufulltrúana í fararbroddi — og væntalega síðar með stjómartauma i höndum. En þessu er r.ú ekki hér að heilsa; því er ver og iriiður. I stjórnmálum og landsmál- um hefur alþýðu — verka- manna, iðnaðar- og sjómanna — lítið gætt, og jafnvel í bæj- atjana Nikolaéva, lista- konan góða, sem var hér á ferð í haust á vegum MÍR hefur skrif- að grein um -ferðina í liið viö- lesna sovéttímarit Nýir tímar, sem gefið er út á öilum helztu! þjóðtungum. Hún ber Is'andi og'i Islendingum mjög vel söguna, hún! hefur hrifizt bæði af vinalegu við-{ móti fólkins og stórbrotinni feg- urð landsins. Nokkurra smávægi- iegra. missagna gætir í greininni, einsog verða vill, þegar fljótt er farið yfir og líti'l timi er til að kynnast neinu nema yfir- borðinu. Þær skipta ekki máii, hinsvegar er okkur Islendingum en látið ykkur elta sig simi í hverja áttina, og hver um sig búizt við einhverju hrafli af ykkur á eftir sér. Ég get búizt við, að þessi ummæli mín þyki móðgandi, og þætti mér leitt, ef að þau meinuðu ykkur að hafa það litla gagn af orðum mínum, sem þig gætuð annars haft. En óg tel það ósamboðið virðingu minni og ykkar, að standa hér frammi fyrir ykkur og þegja um höfuðatriði málsins, eða segja það hér, sem við vitum allir að ekki er satt“. Þá vék Þorsteinn að ýmsum verkefnum sem alþýðumenn ættu að sameinast um og tryggja framgang. Nefndi hann sem dæmi ellistyrk, slvsatrvgg- ingar, veikindatryggingar og atvinnuleysistryggingar. Þvi næst spyr hann hvers vegna Islendingar séu eins miklir eft- irbátar annarra’ þjóða í þessari baráttu og raun sanni og svar- ar neitandi spurningum um hvort það sé viljaleysi, heimska., ófélagslyndi, fátækt eða fámenni. Síðan helaur hann áfram: „En fyrst það er hvorki skortur á félagslyndi, heimska né féleysi, sem hrindir okkur niður í vesaldóminn fremur en hinum — hvað í ósköpunum er það þá? Ég fullyrði ekki að óg hitti á rétta svarið Ea ég skal segja ykkur það samt. Fyrir mér er það ékkert vafamál — það er skortur á menntun, sem mest ber á milli — beinlínis skortur á þekkingu. Talið þið við verkamenn og iðnaðarmenn í Daamörku eða á Englandi. Það þarf ekki langt að leita til þess að finna þá menn þar, sem eru betur að sér í félagsfræði og skilja at- vinnu- og viðs'kiptalífið stórum betur en þeir menn flestir hér á landi, sem lærðir eru kallað- ir (Einn ólærðan mann gæti ég undanskilið, Benedikt frá Auðnum í Þingeyjarsýslu, og fleiri samherja hans í því hér- aði). Og hvernig ætti annað að vera? Erlendis hafa verka- menn blöð sín og tímarit til- tölulega góð og ódýr og fjölda smábæklinga, sem fræða þá og koma þeim í skilning um orsak- ir þess, sem gerist í kringum þá á félagslífs- og vi'ðskipta- sviðinu — hvað veldur dýr- leika á nauðsynjum þeirra, gróðafýka og samtökum auð- manna og óframsýni og sam- takaleysi á hinu leitinú-. Fræða þá um hvað veldur at- vinnuleysi o. s. frv. Það eru jafnan sömu meinsemdirsiar. Fólkið lærir því að skilja, að þesskonar geti ekki lagazt fyrr en alþýðan sjálf só orðin svo menntuð að hún geti tekið að sér alla framleiðslu og vöru- skipti, og hafi fyrir augum allsherjargagn, en ekki gróða- græðgi eiastakra manna. Að þessu stefna þeir — að mennta Framhald á 6. síðu. Hvað er að gerast....? Verðirnir skriðu fram og aftur um stétt- ina, önnum lcafnir við að safna silfrinu. Hodsja Nasreddín kastaði enn einni har.d- fylli, og- smaug síðan óséður gegnum hiiðin. Hin persr.esltu teppi, skóhljóð hans — gæz þykk og rnjúk, doyfðu Gu'lsjana heilsaði horiuni með heitum kossi, umennirnir sváfu allir. 0g þrýsti líkama sínum þétt að Jionum. Það gerist svo margt í þessu okkar kæra landi uppá síðkast- ið sem við, þú og ég, vitum lítið um. Þú hefur kannski veitt því athygli að á hverjum morgni koma tveir menn ókunnugir i eitt af stóru húsum ríkisins og hverfa inní eitt af herbergj- um hússins, þar sem þeir sitja niðursokknir í línurit allan daginn. Það fer ekki mikið fyrir þeim, það mega þeir eiga mannagreyin. Og það gegnir næstum furðu ef þú rekst á þá, jafnvel þó að þú vinnir í sama húsi, nema ef vera kynni á morgnana og kvöldin þegar þeir koma og fara. Og hverjir eru svo þessir tveir menn? Það vinna svo margir í þessu húsi, að þú veit- ir því varla athygli þó að ný andlit séu á gangi. Og þessir menn eru ekki á teljandi hátt frábrugcnir hverjum öðrum i klæðaburði eða hátterni. Þeir eru að mestu óaðfinnanlegir ' í framkomu og hvcrsdngsum- gengni allri. En leggðu nú heilann í bleyti og 'réyndu að j m.una. HefurSu okki séð þess: ! andlit áður? Jú, ekki er þa ' fráieitt, en hv.ar? Eitt kvöldið, þegar þú geng- ur frá vinriu mætirðu þeim á göngunum. Og þig hefur lengj lángað að gefa þig á tal við þá, og. þú segir alveg óhugsað; Getið þér: sagt mér hvað klukk- . O A- What dit you say? Þér fellur allur ketill í eld. Er maðurinn að gera grín að þér, eða þykist hann hafa lært svo mikið í öðrum málum að hann hafi efni á að gleyma sínu eigin? Eða hvað ? Er orcið tvíbýli í þessu stóra húsi ríkisins? Og allt í eiriu rennur ljós upp fyrir þér. Það var dag nokkurn í haust eða sumar að þú sást þessa sömu menn hér í þessu húsi, þá ekki í fötum eins og þú og ég göngum í daglega. Nei, þá voru þeir í hinum fyrirmanniegu herbún- ingum, nú hafa þeir skipt um kiæði, en eru eigi að siður að vinna sín þýðingarmiklu störf, fyrir sitt ríki í húsi okkar rik- is. Og þú segir við sjálfan. þig: Þeir eru aðeins tveir í dag. En eiga þeir ekki eftir að verða fjölmennari? Og hvað eru þeir að gera? Þú veigrar þér við að spyrja þá sjálfa, því að þér finnst þú eigir þetta hús, en þ'g grunar að einhverji:; a!rir, sem einn'g þykjast eíga þctta hús 'hafi þpðlð útlendingunum verustað hér. Eftir miklar -vífilengjur ' og útúrsnúninga færðu ao vita hjá einhverjum þjóðhollum staris- mannl oickar rikis, að h. mr tveir útlendu menn r/'v. aðe:n3 a'ð vinna úr línurlti.ri rsni okkar starfskraftar leggja upþí hendurnár á þUrn. Það

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.