Þjóðviljinn - 03.01.1953, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.01.1953, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 3. janúar 1953 árgángur — 1. tölublað. Hver verður iitvarpsstjóri? Jónas Þorbergsson úÞvárþs- stjóri sagði starfi s'jui lausu í fyrravetur með eins árs fyrir- vara. Starf útvarpsstjóra Iiefur nú verið auglýst laust til umsókn- ar og er umsóknarfrestur til 20. þ.m., en starfið veitist frá 1. febr. n.'k. Ný bandarisk fyrirmœli birf um áramóf: j FRAMSÓKN OG ÍHALDIÐ BOÐA STÉTTARHER TIL ÞESS AÐ BEITA GEGN VERKALYBSSAMTOKUNUM Hermanti Jónasson játar að það átti að beita lögregðunni gegn verkfallsmönnum Þau tíðindi gerðust nú um áramótin að bæði Hermann Jónasson íormaður Framsóknarílokksins og Bjarni Benediktsson varaformaður Sjálfstæðis- ílokksins boðuðu stofnun innlends herliðs, og sér- staklega Hermann Jónasson fóí ekki dult með það að þetta ætti að vera stéttarher sem hægt væri að beita gegn verkalýðssamtökunum og baráttu þeirra fyrir mannsæmandi kjörum. Ein helzta röksemd Hermanns er sú að ríkisstjórnin hafi glatað virðingu og trausti meðal ,,erlendra þjóða" í desemberverk- föllunum, þannig að augljóst er hvaðan hugmyndin er komin. Bjarni talar um Rússa Ummæli Bjarua ÍBenedikts- sonar eru sama eðlis og fyrri ummæli sem birzt bafa í ræð- tun þingmanna stjórnarinnar og blöðum þeiri’a: það þurfi að stofna lier gegn Rússum. Hann segir orðrétt: „Hitt er annað mál, að fleiri og íleiri eru að komast á þá skoðun, að okklir sæmi e'kki að treysta éingöngu á aðra um varnir landsins, ef við viijum í raun og sanníeika vera sjállstæð þjóð“. Síðan tekur Bjarni sérstaklega fram að það sé ekki til þess ætlazt ,,af öðrurn“ að íslendingar stofni her, og vita þeir sem þekkja aðferð Bjarna mætavel livernig á að lesa úr þeirri yf- irlýsingu, enda kemur það glöggt fram í ummælum Her- manns Jónassonar. Að lokum ikemur Bjarni svo með þá 'kyn- legu sagnfræðilegu skýringu <að Islendingar liafi glatað sjálf- stæði sínu ,,á söguöldinni“ (!) vegna Skorts á hervaldi. — en Hermann talar um verkföllin Hermann Jónasson hefur sérstakan kafla í áramótagrein sinni sem hann nefnir Vald, og fjallar þar ura verkföllin. Seg- ir hamn þar að verkföllin hafi verið „lögbrot og ofbeldi, sem 'hvergi mundi þolað í nálægum löndum". Það sé unnið mai’k- visst að því „að venja þjóðina við að liún sé beitt ofbcldi í ríkara og ríkara mæli, færa sig smám satnan upp á skaí'tið, slæfa liugi manna svo að þeir láti sér allt lynda. — Og ef menn, einn og einn, reyna að verja sig (þ.e. gerast vehkfallsbrjótar) eru nöfn þeirra hirt og þeir stimpl- aðir sem þjóðhættulegir menn! — Síðasta verkfall er talamli dæml um allt þetta um leið og það sýnir okkur það, sem sum- ir mundu leyfa sér að kalla hálfgerða skopmynd af þjóðfé- lagi“. Og enn segir formaður Framsóknarflokksins að verk- föllin hafi verið háð á„þanr. v©g að villimcnska ráði liér ríkjum. Það er næsta óvíst, að við verðum lengi í tölu sjálf- stæðra þjóða, ef við ekki skilj- um þetta. Því þótt ýmsir Iæpist niður fyrir ofbeldi, og hafi oft verið nauðugur sá kostur einn, þá er því þó svo varið, að menn eru ekki það mikið aum- ari en önnur dýr, að þeir ekki snúist til varnar“. ,,Sérstakt bjóðvamarlið" Síðan kemur álýktun Fram- sóknarformannsins: „Vald í þessu þjóðfélagi er óhjáikvæmi- legt að hafa eins og í öðrum iýðfrjálsum lömrum. Við Is- lendingar erum elcki fullkomn- ari menn en þeir sem önnur Framhald á 3. síðu. Ujariii BeiBediktsson viSl iryggfa flialdiiiu einrædi med nýJunsL kosningaloguni Um þessi áramót boöa stjórnarflokkarnir ekki aöeins stofnun islenzks hers til þess aö beita verkalýössam- tökin ofbeldi, heldur einnig afnám lýoræöis í kosning- um. Hefur breytt kjördæmaskipulag veriö rætt mjög mikiö undanfariö innan stjórnarflokkanna — og eng- inn þarf aö efa hvaöan fyrirmælin koma. í öllum Atlantshafsbandalagslöndum þar sem sósíalistískir flokkar eru sterkir hefur kosningaskipulagi veriö breytt á undánförnum árum og lýöréttindi stórlega skert. Hafa Bándarikin víöa borið fram opinská fyrir- mæli um þessar aögeröir og hótaö aö öörum kosti viö- urlögum, t. d. í Grikklandi fyrir skemmstu. Nú er röðin sem sagt komhi að Islandi. I áramótagrein sinni birtir Bjarni Benedikts- son hin nýju fyrirmæli. Fyrst minnist liann á þann mögu- leika að skipta landinu öllu í nokkur stór kjördæmi. en seg- ir síðan orðrétt: „Hin leiftin, og sú sein ég hygg miklu far- sælli, er sú, að skipta öllu landimi í einmenningskjördæmi, jiannig að hin gamla kjör- mannaskipun haldist í höfuðat- riðum, svo að þingmaður verði ekki tekinn frá neinu byggðar- lagi frá því sem nú er, en einmenningskjördæmi verði alls- staðar, þ. á. m. í Keylijavík, sem þá muudi skiptast í 16 eða 17 slík kjördæmi. .. Ef þessi háttur hefði verið á liafður og einmenningskjör- dæmum haldið en hóflega verið bætt við í þéttbýlinu, eftir því sem byggðin færðist til, þá mundi mörgum ófarnáði í ís- lenzkum stjórnmálum liafa ver- ið afstýrt á undanförnum ára- tugum ... IJm framt'ðina er erfitt að spá, en allt beiulir til þess, að reynsla fortíðarinuar verði jiar bezti leiðarvísirnn. Víst er um það, að slík einmenningskjör- dæmi eru öruggasta ráðið til þess að tryggja styrka stjórn í landinu, koma í veg fyrir of- f jölguu flokka og þar með standa gegn upplausn og óár- an í mannfólkinu.“ Steínu AB-flokksíns verður alls ekki kaggað! Það varpar skýru ljósi á valdaaðstöðu innan AB- flokksins að hinn nýkjörni formaður, Hanníbal Valdi- marsson, fær ekki einn að skrifa áramótagrein í flokks bláðið, heldur birtist við hlið hans önnur slík grein eftir Stefán Jóhann Stefánsson, manninn sem var sparkað á síðasta flokksþingi fyrir þrýsting neðan frá og á ekki einu sinni sæti í mið- stjórn flokksins! Og Stefán Jóhaim iýsir yfir því í grein sinni með mjög ákveðnu orðalagi að stefnu flokksins verði ekki liaggað um einn þumlung, það sé nú tryggt! Hann segir orðrétt: var þar málefnalega séð eng- in undantekning. Fráfarandi miðstjórn undrbjó og samdi skýra og ákvéðna stefnu- skrá í dægurmálum, í beinu framhaldi og fullu samræmi við stefnu og starfsaðferðir miðstjórnar og þingflokks á liðnu kjörtímabili. Þessi stefnuskrá fráfarandi stjórn ar var síðan lögð fyrir „Hvert Alþýðuflokksþing af öðru hefur mótað stefnu og starfsaðferðirnar' í dæg- urmálunum, á skiptandi og oft erfioum tímum, jafnt í utanríkis- sem innanlands- málum, en þó alltaf eftir fastri meginreglu og ákveð- inni óbrotinni línu. „Síðasta þing Alþýðu- flokksins, nú í lok 'ársins, flokksþingið og samþykkt þar án nokkurrar efnis- breytingar eða mótatkvæða. „Þannig mótaði síðasta Alþýðuflokksþing áframhald andi óbreytta stefnu flolíks- ins bæði í alþjóða og innan- landsmálum. Á þann veg lagði þingið fullt og óskorað samþykki sitt á stefnu þá og starfsaðferðir, er fylgt hefur verið og var ákveðið í einu liljóði, að henni skyldi áfram haldið óbreyttri. „Lagði flokksþingið síð- asta þannig skýrar og á- kveðnar línur í höfuðatrið- um, um baráttu Alþýðu- flokksins og afstöðu, er fylgja ber á milli ílokks- þinga. Mun þess að sjálf- sögðu verða vel gætt, að eigi \erði frá þeim ákvörð- unuin kvikað.“ Þessi digurbarkalegu um- mæli liins fallna formanns sem enn hefur vald yfir öll- um eignum flokksins — og skuldum — þarfnast ekki skýringa, en þau ættu að geta oróið ýmsum lærdóms- rík. Hægt að svipta nær helming þjóðarinuar lýðréttindum. Áformin eru því þau áð skipta öllu landinu í einmenn- ingskjördæmi og afnema með öllu uppbótarsæti. Með þessu móti er auðvelt að koma því þannig fyrir, t. d. með flokka- samsteypum, að lireinan meiri- hluta þurfi í hverju kjördæmi til að koma manni á þing. Þá gæti vel svo farið að uppundir helmingur þjóðarinnar liefði engan fulltrúa á þingi! Sér- staklega er ætlunin að svipta þann fimmtung þjóðarinnar sem fylgt liefur Sósíalistaflokknum að málum öllum lýðréttindum. Og sömu leið ætti Alþýðuflokk- urinn að fara, ef hann tæki ekki hverju því sem að honum væri rétt. Einræðisva’.íd íhaldsins er markmiðið. Ráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins segjast með þessu móti ætla að koma á tveggja flokka kerfi samkvæmt bandarískri fyrirmynd. þannig að Fram- sókn og Ihaldið skiptist á um að hafa meirihluta og’ fara meö stjórn! En undir niðri er ætl- unin sú, að tryggja ein-æðis- vald llialdsins, tryggja honum sem mimnhlutaflokki yfirráð yfir þjóðmálunum öl'um og bannig endanlegt umboð Bnnda ríkjanna á Islandi. Væntanlega hugsa Framsóknarforsorakk- arnir sig tvívegis um áður en þeir gleypa við þessum áform- um — þrátt fyrir fyrirmælin að vestan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.