Þjóðviljinn - 03.01.1953, Blaðsíða 8
Póstmenmir í Reykjavík afg
fyrir jóiin en nokkru sinni fyrr
Starfsmenn pósthússins hér í Reylijavík höt’ðii meira að gera
Dg afgrciddn méiri jóiapóst um síðustú jól en nokkru smni áð-
11 r eða á þriðja hundrað þúsund jólakort og bréf.
Fósthúsið er nú hráðum orðið 40 ára gamalt, byggt 1916,
en þá vóru íbúar Reykjavík'ur 17 þúsiinú en nú cru þeir orðn-
)ir um 60 þúsund og getur því hver sagt sér sjálfur hve þröngt
vinnupláss starfsman naiuia er og að því verður ekki sltoiið á
• frest öllu lengur að byggja nýtt pósthús.
Magnús Jochumson póstmeist-
ari skýrði blaðamönnum í gær
frá störfum póstmanna við að
ikoma jólapóstinum til viðtak-
énda.
Þegar verkfallinu lauk 20.
dosemí>er um morguninn, var
tekið til að skipa pósti i land
úr skipum þeim, sem lágu liér
og póstur hafði ekki fengizt úr
(Guilfoss, Dettifoss og Vatna-
jökull, sem tók póst þann, er
Dr. Alexandrine fór með, i
Færeyjum). Þessi póstur lenti í
jólaösinni og olli ýmsum erfið-
ieikum, einkum sakir ónógs
Éhusrýmis.
Pöstur sá, sem kom til með-
fenSar í Reykjavik (bréfapóst-
stofu, bögglapóststofu og toll-
póststofu) frá því skömmu fyr-
ír jól og til áramóta, hefur ver-
ið sem hér segir:
Frá útlöndum með flugvélum
og skipum:
Bréfapóstur 746 pokar 20.080,
5 kg.
iBögglapóstur 650 pokar 24.
751,2 kg.
Samtals 1396 poltar 44.831,7 kg.
Til útlanda með flugvélum og
s'kipum:
Bréfapóstur 171 poki 1.911,1
kg..
Bögglapóstiir 131 poki 3.724,9
kg.
Samtals 302 pokar 5.636 kg.
Innanlands:
AÓkominn póstur til Reykja-
víkur frá innlendum pósthús-
um:
Bréfapóstur 502 pokar 7.530 kg
Böglapóstu r 462 pokar 13.860
Samtals 964 pokar 21.390 kg.
Sent frá Reykjavík til inn-
lendra pósthúsa:
Bréíapóstur 810 pokar 12.243
kg.
Bögglapóstur 822 pokar 27.812
Samtals 1632 pokar 40.055 kg.
Jólapósturinn eða innanbæj-
arpósturinn í Reykjavík var og
allmikill. Þessum pósti var,
eins og venja. hefur verið, hald-
ið sér ef hann var merktur
orðinu „jól“ eða tilsvarandi, og
var hann borina út á aðfanga-
dag eins og tími vannst til og
maimafli gat annað, e.n afgang-
uri'E.n. á 3. dag jóla. Sundur-
lestar allan og röðun i hólf
annaðist starfslið stofuunarinn-
ar eitt að langmestu leyti en
við útburð um bæinn aðstoð-
uðu 124 manns og 2 bifreiðar
auk póstbifreiðanna þriggja. 85
menn á aðfangadag og 39 á 3.
dag jóla.
Póstmagn það, sem borið var
út þessa tvo daga var allt. veg-
ið og nam 2.237,3 kg. nettó. Af
því voru sem næzt 165.000
stykki jólakveðjur, kort og
bréf, úr borginni sjálfri, ea af-
gangurinn ca 50.000 aðkominn,
frá útlöndum og utan af landi.
Póstliúsið byg’gt fyrir 17
þúsund inanna bæ
Auk þess sem fólkinu hefur
fjöígað í bænum, úr 17 þús. í
60 þús. frá því pósthúsið var
byggt hefur starf póstmann-
anna stóraukizt einnig að öðru
leyti, því áður, meðan póst-
göngur voru strjálli, var t.d.
póstur austur yfir Fjali sendur
í einu íagi á póstafgreiðslu
þar og lesinn þar í sundur,
eins var gert með Norðurlands-
póst. Nú er þessi póstur allur
sendur með áætlunarbílum og
mjólkurbílum og verður því að
lesast í sundur hér til liinna
ýmsu viðkonnistaða svo bíl-
stjórarnir getið skilið þar eft-
ir þá poka sem þangað eiga að
fara.
Tvo daga nú í stað
eins áður
Pósthúsið hefur undanfarin
ár verið opið einn dag fyrir
jól til kl. 12 á miðnætti, en var
nú opið tvo daga.
Auk jólapóstsins voru fluttir
2-3000 pakkar til viðtakenda í
bænum. Var óhjákvæmilegt að
losna við þá þegar því rými til
að geyma allan póstinn var
ckki til.
Bréfberarnir hafa áreiðanlega
vel til jólahvíldarinnar unnið
því þeir unnu frá því kl. 8 á
þriðjudaginn til kl. 5 á aðfanga-
daginn án þess að fá tíma til
að sofa.
Verður eliki slegið
á frest
Blaðamenn litu inn í af-
greiðsluherbergi pósthússins og
sáu hin þröngu og algerlega ó-
fullnægjandi starfsslcilyrði sem
póstmennirnir verða nú að
starfa við. Er augljóst að því
Saraniiigar um sjómairaa-
kjör stóðu fram á nótt
lerkfall hófst á i’élbátafjotanum hér í Reykjavík og Hafn
ari’irði uni áramótin, þar sem samningar höfðu ékki tekizt.
Sáttasemjari boðaði deil'uaðila til fundar í gær og stóð sá
fund'ur enn þegar blaðið fór í pressuna.
Fyrir áramótin var aðeins
einn viðræðufundur með deilu-
aðilum og var fundurinn í gær,
sem hófst kl. 5 e.h., annar Við-
ræðnf undurinn.
Keflvíkingar sömdu á
gamlársdag.
Þjöðviljinn hafði í gær tal
af Ragnari Guðleifssyni, fðr-
tmanni Verkalýðs- og sjómanna
félags Keflavíkur og kvað hann
.Kefívikinga hafa samið um
sjócaanndkjörin a gamlársdag.
Helztu breytingarnar frá.
gamla samningnum eru þær að
aukahlutur stýrimanns, % hlut
ar, greiðir útgerðarmaður, í
stað þess að áður var hann
greiddur af óskiptum afla.
Tryggingin liækkar úr kr. 1732
í kr. 1830 og greiðist á hana
full vísitala eins og hún er
greidd á lægsta kaup. Þá verð-
ur einnig kdkkar á bátunum,
en mönnum sem vinna við skip-
ið iþó ekki fjölgað frá því sem
áður var. Orlofsfé vcrður 5%.
verður ekki skotið á frest að
liyggja nýtt pósthús sem full-
nægi þörfum tímans hvað snert-
ir rými og önnur starfsskilyrði.
Hr. Jón Jónsson
í Reykjavík
Vonandi er a'ð hafizt verði
handa um nýja pósthúsbygg-
ingu, og að valdhafarnir skilji
nauðsyn þess án þess að setja
þurfi ráðherra og alþingismenn
í afgreiðslu jólapóstsins svo
Framhald á 4. síðu.
Gama!! naður
Pétur Sumarliðason Lltla-
Skarði í Stafholtstungum fór
einn frá. 'Hvassafelíi sl. þríð.iu-
dagsmorgun á rjúpnaveiðar.
Þegar hann var ekki kominn
heim undir kvöld var farið að
leita hans og fannst liansi um
10 mínútna ganga frá Hreims-
stöðum. Var hann látinn og
liafði áverka á höfði eftir byltu.
Hann var á sjötugsaldri.
Þriðjudagur 3. janúar 1953 — 18. árgangur — 1. tölublað.
Gjafir í Sigfúsarsjéð til mimiiragar
um Katrínu
Kvenfélag sósíalista sendi
bömum Katrrnar Pálsdóttur
svofellda samúðarkveðju í gær:
„Kvenfélag sósíalista vott-
ar börnum og ástvinum Kat-
rínar Palsdóttur innilegustu
samuð í tilefni af andláti
hennar og hefur stjórn fé-
lagsins ákveðið að minnast
hennar nieð 500 kr. gjöf í
byggingarsjóð Sósíalista-
flokksins (Sigfúsarsjóð).
VTið munum ætíð minnast
Katrínar Pálsdóítur sem
hiiinar ástúðlegn góðu konu
og trygga félaga seni aldrei
spaijiði krafta sjna góðu
málefni til framgangs.
Islen/.k alþýða liefur með
Katrínu Pálsdóttur misst
einn af sínum glæsilegustu
Minmnprsjéðir Þorvalds Finnboga-
sonar stúdents
stoiraSur með 50 þús. kr. minningargjöí írá
íoreldrum hans
Prófessor Finnbogi R. Þorvaldsson og frú Sigríður Eiríks-
dóttir hafa afhent liáskólanum 50 þúsund krónur að gjöf. er.
verja skal til stofnunar sjóðs, seni nefnist MINNINGARSJÓÐ-
IIR ÞORVALDS FINNBOGASONAR STÉDENTS.
Þorsteinn S. Kjarval og kona hans Ingibjörg J. Guðm'unds-
dóttir atbentu Hákoni Ejarnasyni skógræktarstjóra hinn 9.
des. sl. kr. 25.000,00, er varið skal til skógræíktar hér á landi.
Sjóðurinn er stofnaður á af-
mælisdegi hans 21. des 1952.
Tilgangur sjóðsins er að
styrkja stúdenta til náms við
verkfræðideild háskólans eða
til framhaldsíiáms í verkfræði
við annan háskóla, að loknu
fyrra hluta prófi í verkfræði-
deild Háskóla íslands. Styrkn-
um verður útlilutað hverju
sinni án umsóknar. Fer út-
hiutun fram á afmælisdegi Þor-
valds sáluga.
Þessum sjóð hafa þegar
bætzt aðrar gjafir: Vigdís
Finnbogadóttir 50 kr., Krist-
mundur Breiðfjörð 200 kr.,
Ársæll Jónasson 500 kr., ó-
nefndir vinir 1000 kr.
Gjöf til stúdentagarðs.
Þá hefur fjölskylda próf.
Finnboga gefið og afhent há-
skólanum 10 þús. kr. til minn-
ingai'herbergis Þorvalds Finn-
bogasonar í stúdentagarði.
fulltríiuni og beztu vinmn. í
tuttngu ár liefur hún með
störfum sínum tengt nafn
sitt baráttusögu íslenzkrar
alþýðu svo ekki mun fyrn-
ast.
Við viljum taka til fyrir-
myndar í starfi okkai’ fórn-
ariund hennar og óeigingirni
og reymi á þann hátt að
fylla það skarð sem rófið
hefur verið í vuialiópiiin.
Lengi lifi minning hennar.
F. h. Kvenfélags sósíalista.
Hclga Rafnsdóttir.
(form.)“.
Sambandsstjóm Æskulýðs-
fylkingarinnar samþykkti á
fundi sínum í fyrradag að færa
Minningarsjóði Sigfúsar Sigur-
hjartarsonar 500 krónur að
gjöf í minningu Katrinar Páls-
dóttur.
ðtför Kafrínar
Pálsdóttur
fiölmenn
eS'
lítför Iíatrínar Pálsdóttur
fyrrverandi bæjarfulltrúa tor
fram frá Dómkirkjuniúi í gær
og var mjög fjölmenn.
í kir'kju báru kistuna bæjar-
fulltrúar Sósíalistaflokksins,
núverandi. og fyrrverandi. Sr.
Emil Björnsson flutti minning-
arræðuna. Auk kirkjukórs söng
Guðmundur Jónsson einsöng og
Þórarinn Guðmundsson lék ein-
lei'k á fiðlu. 1 kirkjugarð báru
syair hinnar látnu og ýmsir
vandamenn.
Fralcklan
mörg hundruð manna eltu!
Engm meiðsli urðu iþegar frá
■er talið að stúlka brenndist dá-
litið á fæti af skoteldi.
Framhald á 6. síðu.
FriSsamasta gamSárskvöld á götununi
en 50 atanns liandteknir ©g 20 geymdir í íangelsi
vegna ölvunar á skemmtunum og í heimahúsum
Gamlárskvöíd var nú eitt hið allra friðsamasta og ærsla
minnsta sem hér hefur nokkru sinni verið, að því er Erlingur
Pálsson yfirlögregluþjónn skýrði Þjóðvtljaniini frá í gær.
Hinsvegar var ölvun á skemmtistöðiim meiri en fyrr og hand-
tók lögreglan 50 inenn vegna ölvunar og varð að .geyma 20
þeirra í fangelsi á nýársnótt.
Lögreglan stóð fyrir tveim
stórum brennum, var önnur í
Vatnsmýrinni en hin á horni
Sigtúns og Laugarnessvegar.
Hafði lögreglan þar gjallar-
liorn og endurvarpaði músik
ríkisútvarpsins frá kl. 11 til 12,
Mun 4 þús. manns hafa verið
við hyora forennu og stöðugur
straumur híla var einnig milli
þessara stáða.
Ennfremur leyfði lögreglan
smærri brennur á 20 stöðum í
görðurn og á auðum svæðum.
Voru strákar mjög duglegir að
afla kassa og annars eldsneytis
og voru önnum kafnir við’þetta
verk, svo margir þcirra munu
engan tíma hafa haft til þess
að fara í sollinn í miðbænum.
Var fóllc hið ánægðasta með
brennur þessar og skemmti sér
vel.
1 miðbænum var mjög lítið
um ærsl og lítið um skoteida.
Einhverjir höfðu þó fundið
tunnu uppi í holti og veltu
henni niður á Austurvöll — og
Stjórnarkreppan í Frakklandi
hefur nú staðið í hálfan mán-
uð og leitar hinn íhaldssami
René Mayer úr flokki róttækra
nú fyrir sér um stliðning til
stjórnarmyndunar. Fær hann
svör þingflokkanna í dag. —
Kveðst Mayer muni biðja þing-
ið um heimild til að stjórna
með tilskipunum ef hann verði
forsætisráðherra og fara til
Washington í næsta mánuði til
að ræða við Eisenliower, sem
þá verður orðinn forseti, um
hervæðingu Vestur-Þýzkalands,
stríðið í Indó Kína og ástandið
í nýlendum Frakka í 'Norður-
Afríku.
Nýir samningáir \ erzlunsir-
mannaféiags Sieghjaríknr
Aðfaranótt gandársdags voru undirritaðir samniiigar um
kaup og kjör verzlunarfólíks niilli samninganefndar launþega-
deildar V.R. annarsvegar og Verzlunarráðs Islands, Sambands
smásöiuverzlana og KRON hinsvegar.
Samningarnir eru byggðir á
sama grundvelli og hinir nýju
samaingar verkalýðsfélaganna
og gilda frá 20. des. sl. En au'k
þess feng’u verzhmarmenn 10%
grunnkaupshækkun á byrjunar-
launum 3. flo/ks afgreiðslu-
■manna og 3% pftir árs starfs-
tíma. Að öðru leyti er grunn-
kaup óbreytt.
Sú breyting verður á sumar-
leyfum að verzlunarmenn fá 18
daga sumarfrí eftir 12 ára
starfstíma hjá sama fyrirtæki
í stífð 15 ára áður. Verzlunum
skal eftirleiðis lokað kl. 12 A
hádegi á gamlársdag í stað kl.
1 og felld er niður heimild til
að hafa verzlanir opnar til kl.
4 á aðfangadag og gamlársdag.
Sölubúðir skulu eftirleiðis opu-
aðar kl. 10 f.h. þriðja í jólum.
Gildistími samningsins er til 1.
júlí n.k. eða sami og hjá verka-
lýðsfélögunum.