Þjóðviljinn - 09.01.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.01.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 9. janúar 1953 -Föstudagur 9. janúar 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (5 ])JÓf>VIUINN Útgefandi^. Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigrurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði i Reykjavík og nágrennl; kr. 18 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Líkt o % élíkt Frystihúsaeigendur og útvegsmenn gera nú kröfu til þess aö fá hjá ríkisstjórninni örugga vitneskju um þaö hverju fiskveröi megi reikna með á vetrarvertíð. Til þess að svara því segist ríkisstjórnin þurfa aö láta framkvæma ýmsar athuganir og útreikninga, væntanlega á „greiðslu- getu ríkissjóðs og gjaldþoli atvinnuveganna" — og á með- an mælir stjórnin svo fyrir að bátaflotinn skuli bundinn við landfestar, og hefði þó vertíð getað hafizt þegar um áramót á sumum stöðum. Fyrir hálfum mánuði geröu verkalýðssamtökin kröfu til þess að fá nokkra leiðréttingu á misrétti því sem verka- lýður landsins hefur verið beittur á undanförnum árum. Ríkisstjórnin svaraði því þá að hún yrði að láta fram- kvæma ýmsar athuganir og útreikninga á „greiöslugetu ríkissjóðs og gjaldþoli atvinnuveganna“ — og hún mælti svo fyrir að enga samninga mætti gera um kröfur verka- lýðssamtakanna fyrr en þeim útreikningum væz’i lokið. Riksstjórnin er þannig 1 mjög svipaðri aðstöðu nú og fyrir hálfum öðrum mánuði. En samt er einn megin- munur. Hvorki ráðherrarnir né blöð þeirra láta eitt einasta styggðaryrði falla um eigendur frystihúsanna eða út- vegsmenn og samtök þeirra. Það sjást engar greinar í Morgunblaðinu eða Tímanum um að þetta séu skemmd- arverkamenn og ábyrgðarlaus kröfulýður. Það heyrast engar ræður í útvarpinu um það að allt atferli þeirra lúti fyrirskipunum frá Moskvu. Það heyrist enginn mæla að þeir eigi að gera út upp á vonina af væntanlegum útreikn- ingum ríkisstjórnarinnar. Og engir stjómmálaforsprakk- ar hafa enn skrifað greinar um nauðsyn þess að stofna innlendan her til þess að berja frystihúsaeigendur og út- vegsmenn. Það skiptir sannarlega nokki’u hverjar þær stéttir eru sem reka réttar sins í þjóðfélaginu, og viðbrögð valda- mannanna eru misjöfn. En þótt þelið sé gerólíkt eru sjálf vinnubrögðin söm við sig. Ríkisstjórnin vissi fullvel að koma myndi til víð- tækustu stöðvunar í sögu landsins 1. des. s. 1. Þó lét hún eins og kæmi álfur úr hól þegar öll vinna lagöist niður og hafði ekkert gert. Sama er að segja um útgerð báta- flotans. Það vissi hver maöur í landinu að það yrði að liggja ljóst fyrir um áramót hvert fiskverð yrði á vetrar- vertíöinni, en ríkisstjórnin hafði enn sem fyrr ekkert gert. Og þaö eru allar horfur á að hún æt.li að stöðva báta- flotann, þá framleiðslugrein sem mests gjaldeyris aflar, um langt skeið énn. Óstjómin kostar þjóðina miklar upphæðir dag hvern. Er ekki mál að linni? Danslið eða herlið — Nælonsokkar ÞÁ ER YÍST engum blöðum um það að fletta lengur, að ' ríkisstjórnin álítur það tíma- bært að fara í hermannaleik. Upphrópunarmerkjaskrifari Moggaiis hefur lagt stund á sagtifræði um skeið og niður- staðan er að Jón Sigurðsson hafi á öldinni sem leið, fundið nauð- syn þess aðj vopna svakagæjá á þessari öld-j Engin furða er að sagnfræðing- urinn láti sér ekki nægja minna en tvö upphróp- unarmerki eftir hverja setn- ingu í jafn merkilegum leið- ara. Ut með brjóstið, inn með kýrvömbina einn. — tveir, — þrír, hupp! í þetta sinn ætla þeir sér einum of mikið. Það stofnar enginn her af dans- liði Heimdallar í Holstein, þvi að í sambandi við það mun hinn friðsami Hjálpræðisher reynast hinn sigurstrangleg- asti. Hver veit nema stríðs- öskur þessara nýbökuðu kokk- teil-generala Bjarna og Her- manns eigi eftir að snúast uppí einhvern þann ferlegasta hlátur sem heyrzt hefur í hernaðarsögu hins vestræna heims. Pressan er kannske þung að vestan en axlaskúfun- um væri betra að bíða enn um sinn. Hingað til hefur það reyuzt heldur illa að fá menn til þess að drepa. meðbræður sína með því að þrýsta vopni í hendur þeirra nauðugrum. Þótt hægt væri að stofna her af nokkrum tugum háifvita neðan úr Holstein er hætt við að sú legíó mundi stráfalla á blóðvelli hlátursins. Þeir kónglegrar majestatis byssu- skyttur í Eisenhowers þjón- ustu, Bjarni og Hermana eiga eftir að ala að minnsta kosti eina kynslóð frá blautu bams- beini í „the American way of life“, án afskipta íslenzkra mæðra áður en áform þeirra má takast. RÓSA SKRIFAR: Það er grínlaust að vera kvenmaður. og þurfa að ganga i nælon- sokkurn nú á tímum. Elkki hefði það þótt mikið, að •þurfa að borga 30-50 krónur fyrir scfeka fyrir nokkrum árum síðan. Þá. entust nælon- sokkar gjarnan 6 mánuði jafnvel árið með góðri með- ferð. En nú er öldin önnur og sokkarnir. Kvenfólkið verður að taka því að dýrmætustu sokkar séu orðnir ónýtir eftir 3 daga án þess að nokkuð sér- stakt slys hendi þá, enda fjölgar þeim sem hafa gefizt upp, fle;ri og fleiri sjást með lykkjuföll og verða nauðug- ar viljugar að kæra sig ikoll- óttar. Fæstar höfum við ráð á því að kaupa nælonsokka vikulega. Hvernig stendur á að nælonso&kar eru orðnir þetta skitti? FRÍÐA skrifar: Einn ágætur menntamaöur stakk upp á því nýlega að við fæmm að kalla biðstöðvar strætisvagnanna stopp. Því miður virðist ekki öllum vera Ijóst að biðstöð heitir biðstöð en ekki stoppe- sted eða stoppsted eða stopp, og nota því margir þessi und- arlegu heiti komin frá Dan- mörku, og er það líkast því að við hættum að kalla sólina því heiti sem hún hefur borið hér á landi síðan það byggð- ist, en nefndum hana eitthvað í líkingu við orðið sann," eða helios að hætti einnar fom- þjóðar. Þaí þykist ég vita með vissu að menntamaðurinn hefði ekki til einskis borið fram tiilög- una urn að kalla biðstöðvar stopp ef hann hefði gert það fyrir svo sem 40 árum, eða fyrr. og hefði þetta orðið ai- raenningi tilefni til að gefa Framhald á 7. síðu. * Um BÆHCUH og annaS ★ Sýning á franskri nútímalist. — Sovétríkj unum. Gamanleikir í Sýndarundiflha Eins og rakið var i blaðinu í gær hefur Tímanum tekizt að gleypa ofan í sig á einni viku áramótaboðskap Hermanns Jónassonar. Og nú er röðin komin að Morgunblaðinu. Það segir í forustugrein í gær: „Þeirri spurningu iiefur fyrst og fremst verið varpað fram, hvort við gætum ekki sparað okkur þau cþægindi, sem leiða af dvöl erlends varnarliðs í landinu, með því að annast sjálfir þá vai-ðgæzlu, sem auðvelt er að leysa af höndum með fámennu varðliði við einn eða tvo flugvelli. Þetta er að sjálfsögðu mjög mi'kið álitamál og skal enginn dómur lagður á það hér“. Nú er sem só kominn mjög hógvær vangaveltusvipur á mál- gögn þeirra stjórmálamanna sem kotrosknastir voru um ára- mót. Enginn skyldi þó ætla að þetta stafi af nokkurri hugar- farsbreytingu; þetta er aðeins undanhald á yfirborðinu fyrir hinni almennu andstöðu þjóðarinnar. Síðan er ætlunin að fara krókaleiðir að marki þvi sem Hermann og Bjarni boðuðu í greinum sínum. En það er hægt að breyta þessu undanhaldi í al- geran flótta ef þjóðia er nægilega árvökul og lætur ekki blekkja sig einu sinni enn með sýndarsvardögum og fláræði. Á sýningu þeirri sem haldin var í Kaupmannahöfn á síöasta ári af listmunum sem danskir menn höfðu flutt heim til Danmerivur hvaðanæva úr heiminum og við höfum áður sagt frá hér í þætt- inum var þessi gripur, hringla gerö af Indiána í Noröur-Ameríku A --------- I LISTVINASALNUM við Freyjugötu verður á næstunni opnuð sýning á verkum r.úlifandi frahskra listamanna, þarámeðal Picasso, Braque, Leger, Estéve Erbin, Laurens og eftilvill Mat- isse. Alls verða sýndar myndir eftir 20-30 iistamenn, og verða myndirnar jafnmargar. Þetta eru nær eingöngu litógrafiur, en þó einstaka koparstunga og álíms- mynd. Myndirnar eru ýmist fengn- ar að láni hjá listamönnunum sjálfum eða hjá íslenzkum eig- endum þeirra. Þessi sýaing verð- ur merkur viðburður og er að. vona að ménn iáti eltki þetta einstaka tækifæri til að kynnast merkilegri hlið franskrar nútima- listar sér úr greipum ganga. S’JÁLGAGN ung kommún- Lsta í Sovét Konsomolskaja Pravda spurði rithöfundinn Kon- stantin Símonoff að þvi nýlega, hvernig honum gengi að semja gamanleik, ssm hann hefur haft í smíðum síðan í fyrra. 1 svari sínu beinir Símonoff nokkrum velvöldum orðum til sovétrithöf- unda og gagnrýnir mjög þá gam- anieiki sem fram hafa komið í Sovétríkjunum undanfarin ár. 1 ræðu Malenikoffs á 19. .þingi kommúnistaflokksins var einmitt drepið á þetta sama atriði, Mal- enkoff Iagði ríkt að sovétrithöf- undunum að hvessa penna sína, auka og einkum bæta háðið og ádeiluna á allt það sem miður færi í lífi sovétþjóðanna. Við þurfum að eignast nýjan Gogoi, nýjan Stédrin, sagði Malenkoff. 5i IMONOFF segir að all- ir séu sískrafandi um, hve mikii þörf sé á að „skrifaðir séu nýir gamanleikir og rithöfundarnir deiia af auðsærri ánægju og mikl- um glæsileik" um verk annarra, en gefa. sér ekki tíma til að sinna sínu eigin starfi. (Þeim sem þetta ritar virðist sem rit- höfundarnir muni þá ekki þurfa að leita langt að uppi- stöð.u í góðan gamanleik og hvassa ádeilu). Símonoff bénd- ir á að aHtaf sé fullt hús x „Á- deiluleikhúsinu" þótt langt sé frá því, að leikirnir sem þar eru sýndir séu allir jafngóðir, og hann bætir við áð hann hafi fuilan hug á að bæta úr skortinum á vönduðum gaman'eikjum. ás. Simonov # % Á meðan við sungum jólin hefur mörgum orðið hugsað til hjóna að nafni Ethel og Júlíus Rósenberg sem nú biða dauða síns í hinu fræga Sing Sing fangelsi í Bandaríkjum Norð- urameríku. Þessi hjón eru ekki eina fóikið sem telur sekúnd- urnar í dýflissum heimsins. Sér- staða þeirra felst ekki í því að vera gyðingaættar, og ekki heldur í hinu að hljóta án saka dauðadóm fyrir vætti Ijúgvitna. Og jafnvel ekki í því heldur að allir vissu frá því mál þeirra hófst að þau voru saklaus, ekkj sizt dómari sá sem kvað upp daúðadóminn. Það líkist kann- ski öfugmæli að segja að sér- staða þeirra er í því fólgin að verá venjulegir óbreyttir borg- arar úr hópi þeirra 150 millj- óna sem byggja Bandaríkin. í þeirra sporum gæti staðið næst- um hvaða venjulegur Banda- ríkjamaður sem er Ef höfund- ur þessarar greinar eða les- endur hennar væru Bandaríkja- menn gæti einhver þeirra stað- ið í sporum Rósenbergshjón- anna nú. Ástæðan til þessa er sú aó yfir þessa ágætu þjóð hefur gengið ein plági öðr- um meiri. Stjóm landsins framdi glæp sem hún getur ekki misst, og þjóðin veit sig hafa orðið samseka. Þessi glæpur var sá að varpa kjam- orkusprengjunni á Hírósíma og Nagas.'kí. Sprengju þessari var ekki fyrst og fremst beint að óvini sem kominn var áð falli, heldur að bandamanni sem bar höfuðið of hátt. Og úr því að bandamaðurinn gafst ekki upp skilyrðislaust fyrir eig- anda kjarnorkuleyndarmálsins, þá hlaut hann að hafa komizt að því. Og úr því að hann komst að því, hver gat þá hafa sagt honum þáð nema Banda- ríkjamenn sjálfir, hinir einu sem vissu það. Síðan hafa allir Bandá’íkjamenn legið undir grun. þar á meðal Trúman for- seti sjáifur, að ég tali nú ekki um Eósvelt heitinn. Og af þvi allir vissu sig undir niðri seka um aðalglæpinn hefur furðu mörgum reynzt auðvelt að bæta við sig smáglæp eins og njósn- um og trúa slíku á nágranna sína, frænduir og vini Við þekkjum þetta allt mjög vel úr okkar eigin galdramálasögu, og þarf ekki að orðlengja það. Menn sem krotuðu fáeina rúna- stafi öfuga á blað gengu á bálið sannfærðir um eigin sekt. Nú víkur sögunni að máii Rósenbergshjónanna. Hér skai stuttiega drepið á nokkrar stað- reyndir, en ef satt skal segja hef ég ekki hirt um að leggja á minnið alsem ég hef um Ponmldur Pómrinsson: Mál Rósenhergshjónanna það lesið því að mér hefur eig- inlega aldrei dottið í hug í alvöru fyrr en nú að ríkis- stjórn Bandaríkjanna væri svo forhert eða fávis að fram- kvæma dauðadóminn. Þess vegna styðst ég aðallega við nýlega grein eftir enska lög- fræðingirm D. N. Pritt, en hún birtist í bandarisku blaði 20. nóvember s 1. Ákjæruskjalið gegn hjónun- um var birt 31. jan. 1951, og ásamt þeim voru ákærðir Davíð Grínglass, bróðir Ethelar (og mágur Júlíusar), Morton Só- bell og Jakovlév nokkur, en mál ið gegn honum féll niöur. Da- víð játaði sig sekan, en hjónin og Morton kváðust saklaus. Þessi fjögur voru nú sótt til sektar í sama málinu. Þeim var öllum gefin að sök hlutdeiid i samsæri með Harrý Góld og Rut Grínglass ,,og öðrum ó- hinn ákærði sé sekur. Efrir það getur dómarinn kveðið upp eíns piungan dóm og hcnum sýnist, eða honum finnst kjós- endur og „almenning3álitið“ lcrefjast. Menn verða að hafa hugfast að í Bandaríkjunum eru dómarar yfirleitt kosnir til stutts tíma í pólitískum kosningum, og þar eins og hér fá ekki aðrir að vera í kjöri en þeir sem láta vel að stjóm flokksforystunnar, eða þeirra sem kosta flokkinn. Til þess að girða fýrir mis- beitingu ákæruvaldsins í „sam- særismálum" og til að reyna að forða hinum illræmdu og tíðu tilfinningaúrskurðum kvið- dómanna er þess yfirleitt kraf- j l>A>AYlON us Ruth fá einhverja peninga í New York. Sama dag fór Ruth með járn- brautarlest frá New York til Mexíkó. Þrem vikum seinna fór Júlí- us inn í liús t New York. Sama dag fékk Júlíus blað frá Ruth sem á voru ritaðar upplýsingar. 5. jauúar 1915, eða um það leyti, töluðu Ethel og Július við Ruth og Davíð Grínglass í New York. Þann dag lét Ruth Júlíus fá dálítið stykki úr hiið á pappa- kassa undan „Jelio". Fimm dögum selnna kynnti Júiíus Davíð Grínglass fyrir manni í New York. kunnum mönnum“, og hafi þetta samsæri staðið frá 6. júní 1944 til 18. júní 1950. „Bandaríkin hafi þá átt í styrj- öld. og hafi samsærismennirn- ir bæði ætlað og mátt vita að starf þeirra var til framdrátt- ar útlendri þjóð, sem sé Ráð- stjómarríkjunum, og að skila, fTfhenda og senda útlendri rík- issfjóm, það er ráðstjórninni, fuiitrúum hennar og umboðs- mönrjum, beint og óbeint, skjöl, skilríki, teikningar, minnis- greiear og upplýsingar um landvarair Bandaríkja Norður- ameríku“, eins og komizt er að orði í ákæruskjaíiau Ailvr sem eitthvað þekkja til kviðdóma og vita hvaða töframáttur til múgsefjunar fyigir orðinu ,,samsæri“ í Bandaríkjunum tnunu vita að ekki er spurt um styrk eða gildi sönnunar- gagna, heidur er niðurstaða kviðdómsins alltof oft sú að izt þar sem engiisaxneskt rétt- arfar rikir, þar á meðal fjmir sambandsdómstólum Banda- ríkjanna, að hinir ákærðu séu staðnir að tilteknum verkum er sýni samsærið og að þessi verk séu borin þeim á brýn í ákærunni og þau síðan sönn- uð í málinu. Siður er að þetta sé allgreinilegt og sundurliðað til þess að hinir ákærðu viti fyrir vist við hváð þeir eiga að etja, og svo að almenningur viti um hvað málið snýst og hversu veigamikið það er. Þenn- an þátt ákærannar gegn Rósen- bergshjónunum mætti draga saman í eftirfarandi tólf liðum: • Júlíus Rósenberg kom í hús nokkurt í Washington, D. <■., 6. júní 1914 eða þar uin bil. •. Ethel og Júlíus Rósenberg töl- uöu við Rut Grínglass 15. nóv. 1944 eöa því sem næst. • Fimm dögum seinna lét Júlí- Bandaríkjaforseta hafa borizt hundruð póst- poka með tugþúsundum bréfa hvaðanæva úr heiminum með mótmælum gegn dauðadómin- um yfir Rósenberglijónunum. Til vinstri er mynd af Ethel og Júlíusi Rósenberg. Tveim dögum eftir þetta tal- aöi Júlíus viö Davíö. Þann dag fékk Júlíus hjá Davíð blað (eða ritling) sem hafði að geyma uppdrátt af tilraunum þeim sem fóru fram í Los Alamos. Tveim dögum eftlr það fór Davíð með lest frá New York tll New Mexico. ^ ■ mm 295. dagur m “ . vm“ i' <—■ r\—/— nmrm *—: Hodsja Nasreddín hljóp jettilega niður brattan steinstigann — mót frelsinu. Hon- um virtist hann, ferðamaðurinn káti, hefði dvalizt of lengi í hinu gyilta . búri, og að heiminum leiddist án hans. En við hallarh iðið varð hann þegar íyrir ægilegu áfalli. Hann nam staðar og studd- ist að veggnunt, föiur og titrandi, því hér mætti hann Vinum sínum föngnum, með hendur fyrir aftan bak, í umsjá vopnaðra varða. ■ Hann lcom þegar auga a i<ouuj.ui.u oijas, veitingamanninn Ali, Júsúp smið og marga fleiri — hér voru beir-a!Ur lt.ociiiir. sem eitt sinn höfðu svaiað þorsta hans, satt hungur hans, fóðrað asna hans, já hér voru þeir allir. ArsxanDeitK geKit siOastur, á eftir þessum dapurlega flokki. Þegar Hodsja Nasreddin áttaði sig var búið að loka hliðiuu, garð- urinn var auður, vinir hans. allir höfðu verið færðir til neðanjarðarfangelsisins. Sóbell og Jakovlév voru ekki nefndir á nafn. Engan furðar þvi þótt Sóbell gerðist forvit- vitinn um það fyrir hvað hann væri ákærður, og fékk hann loks þær fregnir hjá dómstóln- um undir rekstri málsins að hann hefði talað við JúJíus í fimm mismunandi mánuðum ár- in 1946, 1947 og 1948, en gerzt aðili að samsærinu 15. jxiní 1944 eða þar um bil. Þetta verður látið nægja um hann. II. Aldrei sannaðist neitt refsi- vert á Rósenbergshjónin, enda varð ekki það ris á ákæruvald- inu sem lofað hafði verið. Dóm- arinn hét Irving R. Kaufman og fyrir löngu orðinn alræmd- ur fyrir rekstur málsins, dóm sinn og síðari framkomu alla. Réttarhöldin stóðu í hálfan mánuð i marz 1951. Ákærand- inn þóttist ætla að leiða 112 vitni. Af þeim komu aðein [ 22 og eitt þar fyrir utan. Ilann lofaði að leiða sem vitni h.inn heimsfræga kjarnorkufræðing og Nóbelsverðlaunamann dr (Harold C. Urey, en sveik það (Dr. Urey lét hafa það eftir sár í New York Times árið 1946 að fu’lkomnar upp- iýsingar um kjarnorkusprengj- una mundu ekki rúmast í minna en 80-90 þéttprentuðum bind- um sem aðeins vísindamenn eða verkfræðingar gætu lesið. — Það væri miklu fljótlegTa fyrir njósnara sem gætu aflað allra þessara upplýsinga að sitja kyrrir heima hjá sér og vinna í sínum eigin rannsóknarstof- um“.) Þessi ummæli eins al- fremsta kjarnorkufræðings Bandaríkjanna er rétt að hafa í huga þegar metinn er vitnis- burður og leyndarmál Davíð3 Grínglass. Davíð þessi var aðalvitnið gegn systur sinni og mági. Það kann að vera að hann hafi verið sekur um njósnir sjálf- ur, að minnsta kosti er víst að hann átti líf sitt áð verja í þessu máli, eftir að hafa játað á sig njósnir. Hins vegar gat hann vonast eftir miskxmn ef hann gæti sannað sök á hina meðákærðu. Hann reyndi allt hvað hann var fær um, og fékk þó 15 ára fangelsi. Meðal annars dró hann upp fyrir dóm- arann og kviðinn myndir þær sem hann kvaðst hafa látið Júlíus fá, óg ritaði upp eftir minni bæklinginn, allt eftir minni fjórum eða fimm árum eftir að atburðirnir áttu að hafa skeð. Þessu var o.tað að kviðdómurunum, en sérfræðing- ar voru ekki látnir um það f jalla. Þó var Davíð þessi eng- inn sérfræðingur í kjamorku- vísindum, heldur lítið menntað- ur vélamaður sem af tilviljun hafði starfað í Los Alamos. Alveg er fráleitt að hann gæti komið áleiðis leyndarmáli kjarn- orkusprengjunnar. Hann hefði ekki skilið neitt í því sjálfur. Hitt er rétt, að það sem hann segist hafa tjáð systur sinni og mági átti að vera leynilegt. Verk hans var því refsivert sem njósnir. En það sannaðist ekki í þessu máli af atvikum eða með framburði hlutlausra vitna að slík vitneskja hefði nokkurntíma komizt í hendur Rósenbergshjónanna. Sjálf við- urkenndu þau aldrei neitt af þessu. Aðeins tvö vitni með nokkra sérþekkingu á kjarn- orkumálum voru leidd, en lítið er aþ græða á framburði þeirra. Annað, dr. Koski, telur að sér- fræðingur hefði átt að geta ráðið af því sem Davíð þóttist hafa séð „hvað um var að vera í Los Alamos“. Þess verður að geta, að aldrei kom fram í réttinum hvað Davíð þóttist hafa látið Júlíus vita, heldur aðeins það sem hann ,,minnti“ fimm árum seinna. Hitt „sér- fróða" vitnið, hr. Derrý, sagði að teikning og lýsing Davíðs „eigi við kjarnorkusprengjuna sem var í smíðum árið 1945“. Skyldi vera óhætt að skjóta því inn í að margir vissu ým- islegt um kjarnorkusprengjuna í marz árið 1951, og að Davið þarf ekki að hafa verið mikill snillingur í höndunum til þess að geta á þeim tíma sem liðin.n var hafa lært að teikna eitt- hvað sem vitnum ákæruvaldsins og ófróðum kviðdómurum þótti geta „átt við“ sprengjima Hr. Derrý bætti því við framburð sinn að uþplýsingar um kjara- orkusprengjuna hefðu verið taldar mest allra leyndarmáia, ennfremur gat hann þess að „teikning Davíðs sýndi fuli- greinilega lögmál þau sem kjarnorkusprengjan lyti, og að sérfræðingur gæti að verulegti leyti ráðið af þessum upplýs- ingum hverníg sprengjan væri gerð“. Frámhurður Ruthar var mjög í sama anda, allur til að játa sem mest á sig og mann sinn og be~a sem flestar sak’r á venzlafó'k sitt. Ehginn heil- vitamaður tekur neitt mark á framburðx þeirra Davlðs cg Ruthar n.ð því er varðar . hlut- deild“ Júlíusar og Ethelar í „samsærinu". III. Hin átján vitnin koma litið við mál Rósenbergshjpnanna. Maður að nafni Max Elitcher, Framh. á 6. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.