Þjóðviljinn - 10.02.1953, Page 1

Þjóðviljinn - 10.02.1953, Page 1
f>riðjudag'ur 10. febrúat 1953 — 18. árgangur — 33. tölublað hefst þáttur Gunnars Bene- diktssonar um útvarpið. Birt- ist þátturinn eftirleiðis viliu- lega á þriðjudög-um. — Fylgizt með frá byrjun. Kosningafundur Ðagsbrúnar, sem haidiiin var í Iðnó í gærkvöld var fjölmennur og kom þar fram mik- ill og eindreginn áhugi verliamanna fyrir því að gera sigur Dagsbrúnarlistans, A-listans, sem glæsilegastan í stjórnarkjörinu um næstu helgi. Eðvarð Sigurðsson, ritari Dagsbrúnar, hafði fram- sögu af hálfu A-listans og rakti ítarlega baráttu Dags- brúnar að undanförnu, eliki sízt í sambandi \ið hina umfangsmildu vimiudeilu í desember og verkfallið. Sýndi Eðvarð fram á hver áhrif stefna ríkisstjórnar- innar, sífelld aukning dýrtíðar og skatta og skipulagt atvinnuleysi hefði á afkomu alþýðunnar. Þá rakti hann einnig ítarlega sviksemi Alþýðusambandsstjórnar í kaupgjaldsmálunum og sýndi fram á samstöðu hennar og þeirra manna sem nú standa að B-listanum í Dags- brún. Auk Eðvarðs höfðu talað af hálfu sameiningar- manna þegar blaðið fór í prentun þessir menn: Sigurð- ur Guðnason, Jón Vigfússon, Guðm. J. Guðmundsson, Ólafur Guðbi-andsson, Hannes M. Stephensen o. fl. Framsögu af hálfu klofningslistans hafði Albert Ims- land og var skraf hans ekkert annað en endurtekning og upplestur á rógi AB-blaðsins um Dagsbrún og for- ystu heimar. Auk Alberts töluðu með B-Iistanum Jón Hjálmarsson frá Fjósum, Jón Stefánsson og Sveinn Sveinsson (Mó-Sveinn) fyrrv. formannsefni íhaldsins í Dagsbrún, sem nú er kominn yf ir í annað stéttarf élag! Fengu þeir engar imdirtektir fundarmanna, en verka- menn létu óspart í ljós andúð sína á klofningsbrölti þeirra og sundrungarstarfsemi í félaginu. Þjóðviljinn mun skýra ítarlega frá fimdinum á morg- Fyrsfu myndsrnar of flóðunum miklu Fjöldi dýra fórst í flóSuivum miklu í Hollandi og Englandi. Myndin sýnir eyju fyrir Englandsströnd, sem er næstum sokkin í Sjjó. Kindurnar hafa hnappazt sainan efst á eynni. Bátur er á leið þeim til bjargar. — Önnur mynd af flóðunum er á 5. síöu. ÞráSáfur orirémur um að Bandarikin ætll að knýja fram hafnbann á Kína Fyriríesarí brezka úfvarpsins segir Formésuráðsföfun Eisenhowers gagnsiausa nema fyfgf sé efíír með hafnhanni og loffárásum á Kína Unnið dag og nótf að við- gerðum á flóðgörðum Mikil hætta á að aftur flæði yfir ef vindur verður óhagstæður á næsta stórstraumsflóði 14. febrúar Unnið’ er dag og nótt að því í Englandi og Hollandi að fylla í þau skörð sem flóðin brutu í varnargarða land- anna. Er verkinu hraðaö einsog frekast er unnt, því mik- ill uggur er í mönnum vegna stórstraumsflóðsins um næstu helgi. Verði vindáttin óhagstæö seinni part vik- unnar óttast menn um að aftur muni flæöa yfir þau svæði, þar sem flóðiö hefur nú sjatnað. Nú liefur verið gerð bráða- birgðaathugun á því tjóni, sem flóðin hafa valdið í Hollandi. Er talið, að um 140 iþús. hús séu á því svæði, þar sem flóð- in fóru fyrir. Enm hefur ekki tekizt að afla nákvæmra frétta um skemmdir á þeim. En í hér- aðinu Zeeland er talið að 1500 hús hafi gereyðilagzt og 3000 skemmzt, og í Brabant hafi 8300 bús orðið fyrir skemmdum og mörg þeirra gereyðilagzt. Símaleiðslur bæði í sjó og á landi slitnuðu og er tjónið á þeim einum talið nema milljón- um gyllina. í gær hófust í París viðræður milli frönsku stjórnarinnar og sendinefndar frá Saarhéraði und- ir forystu forsætisráðherra Saars, Hoffmanna. , **<*. ,k.i í Hollandi hafa nú 80.000 marnis verið flutt burt af flóða- svæðunum. Flugvélar varpa nið- ur sandpokum og gummístíg- vélum til þeirra, sem vinna að viðgerðum á varnargörðunum. Hilversum-útvarpið sagði í gær, að vel gengi að fylla í skörðin í flóðgörðunum, en það hefur háð þeim sem' við það vinna nokkuð, að mikið fannkynngi hefur verið í Hollandi síðasta sólarhringinn. I gærkvöld höfðu fundist 1395 lík í Hol- landi og 283 í CBretlandi, en í báðum löndunum er óttast um. afdrif f jölda manna. Mörg þúsund manns vinna að því að treysta vamargarðana í Bretlandi og varpa flugvélar niður sandpokum til þeirra, Meira en 2 milljónir sandpoka hafa verið notaðir til að fylla upp í skörðin í flóðgörðunum. Fréttaritarar segja þann orðróm þrálátan í Washing;- ton, að Bandaríkjastjórn muni ætla að knýja fram al- gert hafnbann á meginland Kína. Það staðfestir þennan orðróm, að Róbert Taft, leiötogi republikana 1 öldunga- deildinni og einn mesti áhrifamaöur þeirra, lýsti yfir í gær, að hann teldi algert hafnbann á Kína æskilegt, ef ekki hlytust af því of miklar flækjur í alþjóðamálum. Fréttaritari brezka blaðsins Times í Washington segir í skeyti til blaðs síns, að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun í bandarísku stjórninni um algert hafnbann á Kína, og segir það ósennilegt, að Bandaríkjastjórn muni stíga það skref, án þess að hafa fullt sam- ráð við bandalagsríki sín. Hins vegar séu margir þeirrar skoðun- ar, að Bandaríkin muni leggja til- iögu um þetta fyrir, allsherjar- þing SÞ, sem hefst áftur í New York 24. þ. m. eftir tveggja mán- aða hlé. Breíar hafa ekkert heyrt. Talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær, að Bandaríkjastjórn hefði ekki lagt til við brezku stjórnina að sett yrði hafnbann á Kína. Talsmað- urinn minnti á, að Eden utanríkis- ráðherra hefði lýst yfir því í brezka þinginu, að það væri álit þrezku stjórnarinnar, að ekki kæmi til mála að hefja árásir á meginland Kína, og það væri skoðun utanríkisráðuneytisins, að Bandaríkjastjórn væri á sama máli. Fyrirlesari þrezka útvarpsins til Evrópu sagði í gær, að sú ráð- stöfun Bandaríkjastjórnar að gefa Sjang Kajsék frjálsar hendur um innrás á meginland Kína, hefði aðeins orðið til þess að sundra vinaríkjum Bandaríkjanna, en þjappa óvinum þeirra fastar sam- an. Ráðstöfunin hefði komið sér vel fyrir áróðursmenn kommún- ista, ekki sízt í Kína. Hafnbann og loftárásir. Hann bætti því við, að jafnvel þeir sem væru fylgjandi þessari ráðstöfun, viðurkenndu, að hún ein gæti ekki orðið til þess að „knýja Pekingstjórnina til sam- ^komulags í Kóreu“. Ef eitthvað gagn ætti að hljótast af henni, yrðu aðrar ráðstafanir að fylgja á effir, og þær væru nú til athug- unar í Washington. Þar væri ekki um annað að ræða, en í fyrsta lagi algert hafnbann á meginland Kína og í öðru lagi loftárásir á samgöngumiðstöðvar og vopna- verksmiðjur í Norðaustur-Kína (Mansjúríu). SÞ sundraff. Fyrirlesarinn minnti á, að 45 þjóðir hafa þegar fallizt á þau fyrirmæli Bandarikjanna að flytja ekki hernaðarlega mikil- vægar vörur til Kína. En ef Banda ríkjastjórn reyndi að knýja fram Framhald á 8. siðu. Churchill minntur é kosninga- loforð í brezka þinginu Einn af þingmönnum Verkamannaflokksins spurði Churchill um það í neðri málstofu brezka þingsins í gær, hvort hann myndi beita sér fyrir fundi milli hans sjálfs, Stalíns og Eisen- howers. Þingmaðurinn minnti Churchill á, að hann hefði í síðustu kosn- ingabaráttu gert mikið úr því, að hann mundi beita sér fyrir fu'ndi æðstu valdamanna Bretlands, Ðandaríkjanna og Sovétríkjanna, ef íhaldsflokkurinn fengi stjórn- artaumana aftur. Churchill sagðist jafnan hafa viljað beita sér fyrir slíkum um- ræðum til að draga úr spennunni í heimsmálum, en hann áliti litlar líkur á að hægt yrði að koma á slíkum fundi nú. Það hefði verið miklu auðveldara fyrir tveim ár- um. \

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.