Þjóðviljinn - 10.02.1953, Blaðsíða 2
2) — ÞJÖÐVTLJINí'J — Þriðjudagur 10. febrúar 1953
Kíkisskip
Hekla er væntanleg til Reykjavík-
ur árdegis í dag að vestan úr
hringferð. Esja fer frá Rvík í
kvöld vestur um land í hring-
ferð. Herðubreið fer frá Rvík á
morgun austur um land til Bakka-
fjarðar. Þyriil er norðanlands.
Helgi Helgason fer frá Rvik í
dag til Vestmannaeyja. Baldur
fór frá Rvík í gærkvöld til Salt-
hólmavíkur, Króksf jarðarncss og
Búðardals.
Eimsklp
Brúa.rfoss er í Leith. Dettifoss
fór frá Rvik 4. þm. til New York.
Goðafoss fór frá Gdynia 8. þm. til
Álaborgar, Gautaborgar og Hull.
Guhfoss fer frá Rvík kl. 17 í dag
til Leith, Gautaborgar og Khafn-
ar. Lagarfoss er í Antverpen.
Reykjafoss fór frá Rotterdam 7.
þm. tii Hamborgar. Selfoss fór
frá Leith 7. þm. til Norðurlands-
ins. Tröllafoss er i Npw York.
Sambandsskip
Hvassafeil er á Akureyri. Arn-
arfell er í Rvík. Jökulfell lestar'
frösinn fisk á Austfjörðum.
GENGXSSKRÁNING (Sölugengi):
1 bandarískur dollar kr. 16Í32
1 kanadiskur doliar kr. 16,79
1 enskt pund kr. 45,70
100 danskar kr. kr. 236 30
100 norskar kr. kr. 228,50
100 sænskar kr. kr. 315,50
100 fínsk mörk kr. 7,00
100 belgískir frankar kr. 32,67
10000 franskir frankar kr. 46,63
100 svissn. frankar kr. 373,70
100 tékkn. kcs. kr. 32,64
100 gyllini kr. 429,90
10000 lirur kr. 26,12
Þjóðdansafélagið.
Nýlega er lokið hjá Þjóðdansa-
félagi Reykjavíkur öðru nám-
skeiði á þessum vetri í þjóðdöns-
um og gömlum dönsum og í til-
efni þess efnir félagið til sameigin
legrar skemmtunar fyrir félaga
og gesti þeirra í Skátaheimilinu
við Snorrabraut kl. 20 í kvöld. —
Verða þar. m.. a. dansaðir, jþjó.ðí-,
dansar og gamlir dansar.
Söfnin eru opin:
Landsbókasafnlð: kl. 10—12
13—19, 20—22 alla virka dagí
nema laugard. kl. 10—12, 13—19
Þjóðminjasafnlð: kl. 13—16 í
sunhúdögum; kl. 13—15 þriðju
daga og fimmtudaga.
. Listasafn Einars Jónssonar: kl
13.30—15.30 á sunnudögum.
Náttúrugripasafnið: kl. 13.30—
15 á sunnudögum; kl. 14—lt
þriðjudaga og fimmtudaga.
Kl. 8:00 Morgun-
útvarp. 9:10 Veð-
urfregnir. 12:10 Há-
degisútvarp. 15:30
Miðdegisútvarp. —
16:30 Veðurfregnir. 17:30 Ensku-
kennsla. 18:00 Dönskukennsla. —
18:25 Veðurfr. 18:30 Frámburðar-
kennsla í ensku og dönsku. 19:00
Þingfréttir. 19:20 Daglegt mál.
19:25 Tónleikar (pl. j 19:45 Aug-
lýsingar. 20:00 Fréttir. 20:30 Er-
indi: Ekkert er nýtt undir sólúnni
(Guðmundur Thoröddsen próf.)
20:55 Undir ljúfum lögum: Carl
Billich ofl. flytja létt hljómsveitar-
lög. 21:25 Gamlir tónsnillingar;
III. Girolamo Frescobaldi. Páll Is-
ólfsson talar um Frescobaldi og
leikur orgelverk eftir hann. 22:00
Fréttir og veðurfr. 22:10 Passíu-
sálmur (8.) 22:20 Kammertónleik-
ar (pl.): a) Duo nr. 1 fyrir fiðlu
og víólu (K423) eftir Mozart (Szy-
mon Goldberg og Frederick Riddle
leika). b) Kvintett í A-dúr ((581)
eftir Mozart (Reginald Kell og
philharmonískur strengjakvartett
leika. Dagskrárlok eru kl. 23:10.
Afmælisfagnaður Fram
í tilefni 45 ára- afmælisins efnir
Knattspyrnufélagið Fram til fagn-
aðar í Sjálfstæðishúsinu á laugar-
daginn. Sjá nánar í aUglýsingu.
Aðalfundur
fiskimatsveinadeildar SMF verð-
ur ha’dinn annaðkvöld kl. 9, að
Hverfisgötu 21. Nánar auglýst í
blaðinu á morgUn.
Lesstofa Itvenréttindafélagsins
Skálholtsstíg 7, er opin i kvöld.
Ný blöð.
\V'V
Hjónunum Kristínu
BjarnádóttUr og
Birni Jónssyni lög-
regluþjóni, Boha-
götu 10 fæddist
sonur í gser.
Hjónunum Erlu Guðmundsdóttur
og Ólafi EgUssyni, Stangarholti 16,
fædðist sönur í gáer.
Til íþróttamannsins kr. 100.00 frá
B. Si.
Sextug;
er í dag frú Guðrún Guðlaugs-
dóttir, varafulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í bæjarstjórn Reykja-
víkur. Hún
hefur um
margra ára
skeið verið
.þátttakandi í
félagsmálum
ísl. kvenna og
haft nokkur
afskipti af
stjórnímálum.
' Frú Guðrúri
liggur nú á Landspítalanum og á
við vanheilsu að stríða. í dag flyt
ég henni kærar afmæliskveðjur og
óskir um góðan bata. Himinn og
haf er á milli okkar í pólitískum
skoðunum og sjaldan höfum við
verið sammála í bæjarstjórninni,
en þó hef ég kynnzt þeim kostum
frú Guðrúnar sem ég met að verð-
leikum.
Ingi R. Helgason.
Krossgáta nr. 4.
Lárétt: 1 sveit 4 málfr, skámmst.
Sh- röð 7 ótta 9- missir -10 :hin 11
skaut 13 rugga 15 titill 16 hundur
Lóðrétt 1 málfr. skammst. 2 end-
ing 3 til 4 tákn 6 kveðskapur 7
ofar 8 hávaði 12 bæn 14 dýr 15
frumefni
Lausn á krossgátu nr. 3
Lárétt: 1 Júpíter 7 ól 8 sáta 9 afl
11 Rut 12 of 14 ra 15 sker 17
vá 18 lóa 20 vitlaus
Lóðrétt: 1 jóar 2 úlf 3 ís 4 tár 5
etur 6 ratar 10 lok 13 fell 15 sái
Það voru víst engir aðrir en
Grikkir sem fundu það út fyrir
2300 árum að ekkert væri nýtt
undir sólinni. Síðan hefur þó
margt komið á daginn sem til
nýlundu mætti teljast, og eru þó
væntanlega ekki öll kurl komin
enn til grafar. í kvöld flytur Guð-
mundur prófessor Thoroddsen er-
indi í útvarpið er hann nefnir
Ekkert er nýtt undir só’lunni, og
þó vér föllumst ekki á það án
fyrirvara þykir oss líklegt að
hlustendum gefist hér kostur að
hlýða skemmtilegu erindi. Guð-
mundur hefur oft komið fram í
útvarpi, og jafnan verið manna
skemmtilegastur, enda margfróð-
Danslagakeppni SKT
Frestur til að skila handritum í
danslagakeppni SKT 1953 rennur
út á sunnudaginn kemur, 15. þrn.
Pósthólf keppninnar er 501.
Aumingja
Gröndal gerð-
■jst angurvær
á kratafundin-
um í Stjörnu-
bíói á sunnu-
daginn. „Hugs-
ið ykkur", sagði hann, „hugsið
ykkur, hvað Alþýðuflokkurinn
gæti verið stór væri enginn Sósíal-
istaflokkur til á íslandi". Fundar-
menn brostu og minntust orða
VSV eftir kosningarnar 1934: „Nú
er Alþýðuflokkurinn orðinn stór
flokkur, nú verður Alþýðuflokkur-
inn aldrei lítill flokkur framar".
Og þó varð Vaffsi fyrir vonbrigð-
um strax í næstu kosningum. Ó,
ef þær væru ekki að flækjast fyr-
ir manni þessar ólukkans stað-
reyndir.
Hollandssöfnunin
1 gær söfnuðust 12521 kr. Er þá
söfnunin komin upp í 35686 kr.,
og verður þenni haldið áfram enn
um hríð. , Skrifstofa Rauðakross-
ins, sehi ■ veitir gjöfum móttöku,
er^ir^da^lep. W. 10-12 ogÁ-7. ^
Hersteinn frændi
minn heldur enn
áfram að hafa upp-
lýsingár um fjár-
hag Þjóðviljans eft-
ir „góðum heimildum". 1 gær hef-
ur þessi margvísi frændi minn það
„eftir góðum heimildum" að söfn-
unin í stækkunarsjóðinn okkar
hafi ekki numið % þess sem upp
var gefið. Ekki vitum vér hvernig
frændi hefur dottið ofan á þessa
tölu, nema ef hún skyldi hafa set-
ið föst í kollinum á honum frá út-
reiknlngum varðándi kaupendatölu
Vísis. Þjóðviljinn hefur það semsé
„eftir góðum heimildum" að um
miðjan ágúst í sumar muni kaup-
endatala Vísis hafa lækkað niður
í % þess sem hún var 5. febr. sl.
Guðmundur Thoroddsen.
ur og kíminn vel. Það þarf víst
ekki að taka fram að ævistarf
Guðmundar Thoroddsen hefur
verið kennsla í læknisfræði við
Háskólann, auk þess sem hann
var um áratugi yfirlæknir á Land
spítalarium. Prófessor Guðmund-
ur er sonur Theódóru og Skúlá
Thoroddseris, en þau munu 'allir
íslendingar þekkja.
. Hið árlega Verzl-
unarskójablað hef-
ur borizt Þjóðvilj-
anum. Er það mik-
, jð rit, eða röskar
70 síður í stóru broti, mörgum
myndum prýtt og allfjölbreytt að
efni; áreiðanlega eitt myndarleg-
asta skólablað sem hér hefur sézt.
Af efni blaðsins skal þetta nefnt;
Skólastjórinn V. Þ. G. skrifar
greinina Próf — þekking og
vinna. Árni Grétar Finnsson, nem
andi, • ritar um Akranes. Jón Gísla
son: Skólinn er æskunnar skjóh
Ólafur Björnsson ritar ferðasögu:
Á háfjöllum Noregs. Nokkrir nem
endur láta í ljós skoðun sína á
efninu: Laun karla og kvenna.
Sverrir Bergmann, nem., skrifar
um ísland ögrum skorið. Þá er
löng frásögn um félagslífið í skól-
anum — og er þá margt ótalið.
Læknavarðstofan Austurbæjar-
skólanum. — Sími 5030.
322. dagur.
Það er aldrei tíma sem þeir eru að sækja
peningana! sagði vörðurinn. — Þeir fela
þá áreiðanlega einhversstaðar, og sækja
svo sjálfir allt saman á morgun, svaraði
Hodsja Nasreddín. Vörðurinn stirðnaði
UPP, og síðan fór hann að andvarpa með
þungum stn"*<m.
En verðinum hafði ekki hugsazt að fóta-
tak hans mundi bergmála svo hátt og lengí.
Fyrst gekk hann hægt, síðan heyrði Hodsja
Násreddín ótt fótatak — og vörðurinn hljóp
í átt til kirkjugarðsins. Sekkurinn með
Hodsja Nasreddín var einn og yfirgcfinn.
Ef ég heyrði nú cinhverja uppbyggilegá
sögu áður en ég dey, sagði Hodsja Nas-
reddín í pokanum. Getur þú sagt mér ein-
hverja, góði vafðmaður? — Nei, hreytti
vörðurinn út úr sér, þar að auki er ég
þreyttur og ætla að leggja mig hérna í
grasið.
Nu var stund framtaksins runnin.
Nasreddíh • reyndi að rífa pökarin utan af
sér, spyrhti við og'Vélti sér á ýmsa enda,
en árangurslaust. — Einn mann sem á
leið framhjáj bað Hodsja Nasreddín. Ó,
örlög, getið þið ekki látið einhvern ganga
hér um?