Þjóðviljinn - 10.02.1953, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.02.1953, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1.0.: c-t»VÚar 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (3 HerSisbrelS emqönga M I TiIIaga Asœmndas Sigiiiðssosiar @g Lúðvsks Jósps- sonar var samþvkkí á Snemma á síðasta þingi fluttu Ásmundur Sigurðsson og Lxið- vik Jósefsson þingsályktun þess efnis að Alþingi skyltli fela rík- isstjórninni að sjá svo uin að Herðubreið yrði eingöngu höfð í strandferðum austur um iand á svæðinu frá Reykjavík til Siglu- f jarðar. Á fundi sameinaðs Alþingis tveinx dögum fyrir þingslit var till. þessi saniþykkt og ætti nú að mega vænta þess, að fólk sem býr á austurhluta landsins fái samgöngur sínar bættar hvað þetta snertir. Mjög mikij óánægja hefur verið ríkjandi á Austurlandi út af því hvernig Skipaútgerð rík- isins 'hefur hagað ferðum strandferðaskipsins Herðu- breiðar. Þegar hin nýju skip Herðubreið, Skjaldbreið og Hekla voru keypt var gert ráð fyrir þvi, að hin minni skipin tvö yrðu eingöngu notuð fyrir hinar smærri hafnir. og hefði annað ferð austur en hitt vest- ur um land frá Reykjavík. Á þessu hefur þó orðið mjög mik- ill misbrestur i framkvæmd. T. d. var reynslan sú árið 1951 að vesturferðir beggja skip anna urðu samtals 82 en aust- urferðir aðeins 45. Árið 1952 voru vesturferðir beggja skip- anna 52 en austurferðir aðeins 28. Kom þetta sér sem kunn- ugt er afarilla fyrir þá staði á Nýftt bílsfjóraíélag: NEISTI Síffastliðinn sunnudag var stofn- aff nýtt bifreiffastjórafélag', Bif- reiffastjórafélagiff Neisti. Stofn- endur voru 30, en búizt er viff aff félagsmenn verffi bráfflega um 50. Neisti er félag bílstjóra er aka sendiferðabílum, en þrjár sendi- bílastöðvar eru nú starfandi í bænum, Sendibílastöðin h.f. í Ing- ólfsstræti, sem er elzt, Nýja sendi bílastöðin í Aðalstræti og Sendi- bílastöðin Þór við Faxagötu. — Tvær fyrri stöðvarnar eru eign bílstjóranna sjálfra, en sú síðast- nefnda einkafyrirtæki. I stjórn Neista voru kosnir: Kristján Guðmundsson formaður, Karl_ Finnbogason ritari, Pétur Björnsson gjaídkeri, Kristján BýlVer'íússóri ' méðstjórnandiV óg Jón Jónsson varaformaður. Fé- lagið mun sækja um upptöku í Alþýðusamband íslands. austurhluta landsins, sem ekki njóta viðkomu hinna stærri skipa. Má hér einkum nefna Homaf jörð. ungiir Knattspyrnufélag Revkjavík- ,úr efnir þessa dagana til skyndi- happdrættis og eru vinningar alls 30 að tölu, en hver happ- drættismiði kostar 2 krónur. Vinningarnir eru eingöngu leik- föng, ma. 20 brúður, þar af 10 brúffur með hátalara, bruna- bílar, strætisvagnar, skip ofl. Happdrætti þessu er þannig fyrir k,omið, að nú þegar hefur verið dregið um vinningsnúmer- in og eru þau birt þar sem happdrættið er til húsa í Bíó- búðinni við Lækjargötu og geta Framhald á 11. síðu Saiiikeppnlssýiting á heimilisiðnaði Árið 1949 efndi Ferðaskrifstofa ríkisins og Heimilisiðnaðar- félag Isiands til samkeppnissýningar á íslenzátum minjagripum í því skyni að auka fjölbreytni í minjagripaiðnaðinum. Voru undirtektir mjög góðar og sýnt þótti, að hér var ærið verkefni fyrir hendi. . Önnur samkeppnissýning verður opnuð í Baðstofunni um miðjan aprílmánuð. í framhaldi af þessu samstarfi Ferðaskrifstofunnar og Heimilis- iðnaðarfélags íslands stofnuðu þessir aðilar fyrirtækið íslenzkur heimilisiðnaður og hefur jafn- framt á hendi leiðbeiningar varð- andi framleiðsluna. Hefur fyrir- tækið komið sér upp sérstöku vörumerki, er tryggja á gæði vör- unnar. Sala fariff vaxandi. Sumarið 1951 opnaði svo Ferða- skrifstofa ríkisins heimilisiðnað- ar- og minjagripaverzlun í húsa- kynnum sínum, Baðstofunni. Er, búðin í þjóðlegum stíl, eins og nafnið bendir til. Sala hefur ver- ið góð og farið vaxandi. Þá hefur og aðstaða til verzlunar verið bætt á Keflavíkurflugvelli og sala einnig aukizt þar. Enn má geta þess, að síðast á árinu stofnaði frk. Nanna Þ. Gíslason verzlun í Þingholtsstræti 17, og hefur hún m. a. á boðstólum vörur frá í. H. Má segja, að vel horfi fyrir fyrir- tækinu og nú þegar hafi góðum áföngum verið náð. Affeins vel gerffir munir koma til greina. Samkeppnissýning, sem boðuð var 1951 komst því miður ekki á, I áramótaskýrslu Norðurkóreuhersins var skýrt frá því, að hörðustu orustur hefðu síðasta ár geisað á þeim hluta Kumhiva- vígstöðvanna, sem kenndar eru við Sangkumryung. Orusturnar stóðu óslitið frá þ\í 14. októþer til nóvemberloka. Bandaríkja- menn áttu upptökin og var ætlun þeirra að þoka víglínunni til ixorð'urs. Það tókst ekki, alþýðuherinn stóð ]>étt f.yrir, en Banda- ríkjamenn og málalið þeirra beið herfilegan ósignr, missti 25.000 manns, fallna, særða og liertekna. Loftvarnasveitír alþýðtiliers- ins skutu niður eða skenmidu 258 óvinaflugvélar. Myndin sýn- ir menn úr alþýðuhernum gera gagnáhlaup. en nú er það aftur á móti ætlun í. .H. að hefjast handa og köma á sölu- og samkeppnissýningu í Baðstofu F. r. um miðjan apríl n. k. og verða verðlaun veitt fyr- ir bezt gerða muni og einnig fyr- ir snjallar hugmjmdir um minja- gripi. Aðeins vel gerðir munir koma til greina og æskilegt væri. að framleiðendur miðuðu jöfnum höndum við samkeppni og sölu. Tillögur um verð hlutanna þurfa að fylgja og jafnframt þarf að láta í. H. vita, hversu mikils magns má vænta af hverri teg- und. Margs konar vörur koma til greina. Innlend efni — innlendar fyrirmyndir. Fjölbreytt prjónles, útsaumur tíg vefnaður úr innlendu og er-, lendu efni, en þó sem allra mest úr innlendu og eftir íslenzkum fyrirmyndum. Skinnavara, t. d. hanzkar, inniskór, veski, skór, með íleppum og svo leikföng Smíðisgripir bæði tegldir og renndir úr.horni, beini, birki, og öðrum viði. Samkeppni um þelband. Sömuleiðis efnir í. H. til sam- keppni um bezt unnið þelband hvítt og mislitt. Verðlaun verða veitt fyrir bezta band hverrar tegundar. Bandið þarf að vera mismunandi gróft. Fínt band Framhald á 11. síðu ir i kikvalh , I sambandi við fjárhagsáætlun Reykjavíkur flutti Ingi R. Helgason éftirfarandi tillögu um leikvallamál: ,,Bæ,jarstjórnÍ!! telur að stór- auka þurfi framkvæmdir við barnaleikveili bæjarins á þessu árj og felur bæjarráði og.Ieik- vallanefnd að sjá um að svo verði gert. Mest aðkallandi er að girða þau svæði í úthverfun- um, sem þegar hafa verið ætl- uð fyrir leikvelli, setja þar upj) ný leiktæki og byggja leikskýli. Mega þessar byggingarfram- kvæmdir ekki bíða lengur á eft- irtöklum leikvöllum úthverf- anna: við Kleppsveg, Fálka- götu, Sunnutorg, Cainp Knox, Hálogaland, Sigtún og Engihlíð, svo og við Bollagötu. Einnig felur bæjarstjórn bæj- arráði og leikvallanefnd að korna upp á næsta ári leikvöll- um í Bústaða- og smáíbúða- hverfum samkvæmt skipulags- uppdráttum." íhaldið sannafft einu sinni enn skilningsleysi sitt á þörf- inni fyrir fleiri og betri leik- velli með því að vísa tillögunni frá — til leikvallanefndar —- með sínum 8 atkv. gegn 5 atkv. sósíalista og Þórðar Björnsson- ar. Fulltrúar AB-flokksins voru á'hugalausir og sátxx með hend- ur í skauti. Sjáifk'jörin Einingarstjárn Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Aðalfundur Verkakvennafélags- ins Einingar var haldinn í gær, og var hann mjög fjölsóttur. í stjórn voru kjörnar einróma: El- ísabet Eiríksdóttir formaður, Margrét Magnúsdóttir varaform., Guðrún Guðvarðsdóttir ritari, Vilborg Guðjónsdóttir gjaldkeri, Lísbet Tryggvadóttir meðstjóm- andi. Félagskonur eru nú alls 248, og er hagur félagsins góður. TrúboSinn á kassanum kve&ur „Vald djöíulsins mikið meðal mannaxma" Fjölmargir Reykvíkingar og affrir, sem dvaiizt hafa í höfuð- borgiimi lengri eða skemmri tíma, kannast við gamlan mann skölj- óttann, sem um margra ára skeið hefur aff Staðaldri boðaff bæjar- búum fagnaffax-erindiff á fjölíörn- ustu gatnamótum bæjarins, Lækj- artorgi. Þessi maffnr er Sigurður Sveinbjörnsson trúboffi, oft kall- affur ,,karlinn á kassanum“, einn af þeim mönnum, sem sett hafa svip sinn á bæinn á undanförnum árum. Þeir sem leið áttu um miðbæinn s. 1. sunnudag laust fyrir kl. 5 e h. og gáfu sér tíma til að hlusta á gamla manninn voru vitni að merkum atburði í sög'u bæjarins. Sigurður á kassanum var að kveðja Lækjartorg og söfnuð sinn þar. — Gamli maðurinn var að vanda óspar á kjarnyrðin og' varði talsverðum tíma af kveðjuræðu sinni til að sannfæra áheyrendur sína um að til væri persónulegur djöfull og vald hans'væri mikið meðal mannanna. Þá gat hann þess einnig, að hann hefði frels- azt í Ameríku hinn 7. júlí 1914 íslenzkir málarar rænni Norræn myndlistarsýning verður opnuð í Bergen í marznxánuði og taka íslenzkir málarar þátt í henni. Sýning þessi er á vegum Nor- ræna listamannasambandsins, en iþað var stofnað árið 1946, með þátttöku allra norðurlanda þjóðanna. Hefur það efrit til norrænna myndlistarsýninga, og var hin síðasta lialdin í Finn landi. Nú hefur verið kosin nefnd til að velja rnyndir ís- lendinga á sýninguna, og skipa hana þessir menn: Frá málur- um: Þorvaldur Skúlason, Sig- urður Sigurðsson, Kristján Da- víðsson, Hörður Ágústsson, Hjörleifur Sigurðsson. Frá myndhöggvurum: Ásmundur Sveinsson, Sigurjón Ölafsson og Tove Ólafsson. Aðalfundur Félags íslenzkra myndlistarmanna var haldinn s. 1. sunnudag. Á fundinum var samþykkt áð bjóða þremur málurum' inngöngu í félagið, aaMím'i þeim Eiríki Smith, Benedikt Gunnarssyni og Karli Kvaran. — Helztu verkefni sem félagiff réðst í á liðnu árí var samsýn- ing á verkum þeirra Jóns Stef- ánssonar, Kjarvals og Ásgríms, í Stokkhólmi; ennfremur sýn- ing á verkum Snorra Arin- bjarnar vegna fimmtugsafmælig hans í marz s. 1. Formaður félagsins næsta starfsár var kosinn Þorvaldur Skúlason. Aðrir í stjórn erxi: Kjartan Guð jónsson, ritari; Valtýr Pétursson, gjaldkeri. — Varamenn eru Ásm. Sveinsson og Sigurður Sigurðsson. — Full trúar félagsins á aðalfund Bandalags ísl. listamanna vorxx kosnir: Ásm. Sveinsson, Jó- hannes Jóhannesson, Þorvald- ur Skúlason, Sigurjón Ólafsson og Kjartan Gxxðjónsson. kl. um 7 að kvöldi eftir Winnipeg- tíma og síðan hafi hann helgað sig einvörðungu trúboðs- og pré- dikunarstörfum, en 18 ár væru nú liðin síðan hann tók fyrst til máls á Lækjartorgi. Sigurður verður 78 ára 1. apríl n. k., en hann er fæddur að Giljum í Hálsasveit í Borgarfirði 1875. Getraunaúrslit Beztj árangurinn í getraun- um síðustu vikxi reyndist 11 réttir, en 2 þátttakendum tókst að ná því. Annar er Akureyr- ingur, sem hafði aðeins eina ranga ágizkun í einfaldri i*öð. Hinn er Reykvíkingur, sem hafði 11 rétta á kerfisseðli, sem gefur 619 kr. Vinningar skiptust þannig: 1. vinningur 403 kr. fyrir 11 rétta (2). 2. vinningur 62 kr. fyrir 10 rétta (13). 3. vinningur 10 kr. fyrir 9 rétta (9). Ætkí að kaupa kornmyliu Nýlega var stofnað Náttúru- lækningafélag á Blönduósi með 22 félagsmönnum. í stjórn eru: Björn Bergmann kennari, Stein- grímur Davíðsson skólastjóri og Sólveig Sövík, frú. Félagið hefur ákveðið að kaupa kornmyllu til starfrækslu á Blönduósi. II' 111 í kvöld kl. 20 efnir Tennis- og Badmintonfélag Reykjavíkur til sýnmgarkepprti í badminton' í íþróttahúsi háskólans við Mela- veg. Meðal keppenda vei'ður danski þjálfarinn Jöi-gen Bach, sem dvalizt hefur hér nokkurn tíma, og mun hann keppa við Wagner Walbom, íslandsmeistara í einliðaleik karla. Auk þess fer fram tvímenningskeppni, þar sem saman leika Wagner Walbom og Þorvaldur Ásgeirsson gegn Jör- gen Bach og Einari Jónssyni. u-sasia

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.