Þjóðviljinn - 10.02.1953, Síða 8

Þjóðviljinn - 10.02.1953, Síða 8
B) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 10. febrúar 1953 ^ Heilbrigdur nvndur dvelur % hluta,ævi sinnar í ruminu. SkilyrSi þess, að manni líði vel, eru fyrst og fremst að sængurfötin séu hrein, létt og hlý. Fiður og dún úr sængurfötum þarf að þvo endr- um og eins, svo að þau hafi þessa ágætu kosti. VIÐ gufuþvott og þyrlun fiðursins fær þaö „NÝTT LÍF” um leiö og þaö sótt- hreinsast. [LÁTIÐ oss annast þetta og þér munuð komast aö raun um aö fiðurhreinsun er mikilverö þjónusta, sem .svarar tilkostnaði. Hreinsun sængur kostar frá krónum 25,00-—28,00, barnasængur frá krónum 15,00 —18,00, koddar og púðar frá krónum 10,00. Fiðiirhreinsim Hverfisgötu 52. Werðusfyrifsiofan efniir til s ror og sunmr KéSan lazið fiugleiðis með Flugfélagi íslands Ferðaskrifstofa ríkisins ætiar að ygangast fyrir a.m.k. þrem Spánarferðum á þessu ári, en sl. haust var farin ein slík ferð með sklpi. Ferðirnar í ár verða með flugvélum Flugfélags íslands, þar sem ekki reyndist unnt að fá skip til ferðanna. ' A r ÍÞRÓTTIR J RlTSTJÖRl: FRlMANN HELGASON gg K.R.-ingar vígja hús sitt Þorleifur Þórðarson, for- stjóri Ferðaskrifstofunnar skýrði blaðamönnum frá þessu í gær. Ferðir þessar eru ákveðn- ar í því trausti að íslenzk gjaldeyrisyfirvöld veiti nauð- sycileg leyfi. Fyrsta ferðin verður farin þ. 9. apríl. Tilhögun ferðarinnar mun verða þannig að héðan verð- ur í'logið til Parísar og dvalið þar í 2 sólarhringa. Verður það mark- verðasta í borginni skoðað og einnig verður fólki gefín kostur á að kynnast skemmtanalífi borg- arinnar. Meðal þeirra staða, er skoðaðir verða þar eru hið heims- fræga listasafn Louvre og Ver- salir. Um Spán í bílum. Frá París verður flogið til Bar- celona og dvalið þar í 3 daga. Síðan verður farið í góðum lang- ferðabifreiðum (Pullman) til Va- lencia, Alicante, Murcia, Grana- da og síðan til Madrid, þar senj dvalið verður í 5 daga. Meðan dvalið er í Madrid verður farið í stuttar ferðir til Toledo og kon- úngsborgarinnar Escorial. í Ma- drid mun fólki verða sýnt lista- safnið fræga Prado og þeim sem vilja verður gefinn kostur á að •sjá nauta-at. Frá Madrid yerður síðan flogið heim, gegnum Prest- vík. Næsti hópur mun hinsvegar fara frá París til Madrid og byrja ferðalögin á Spáni þar, en enda í Barcelona. Ferðaskrifstofa ríkisins hefur tryggt sér aðstoð beztu íerða- skrifstofa á Spáni og munu sér- stakar ráðstafanir gerðar til þess að fólk geti fengið svipaðar mái- tíðir og eru á Norðurlöndum. — Dvalið verði(r í fyrsta flokks gistihúsum. íslenzkur fararstjóri mun verða með hópnum allan tímann, en auk hans munu spánsk ir túlkar, sem tala eitt Norður- landamálanna verða með hverj- um hóp til aðstoðar. Áætlaður kostnaður við þátt- töku í þessum ferðalögum verður lcr. 6.500 á mann; þar í er inni- falinn allur kostnaður, svo sem flugfar fram og aftur, öll ferða- lög á Spáni, fæði og uppihald í París og á Spáni og aðgangseyrir að söfnum og þeim stöðum, er skoðaðir verða. ■ Ferðaáætlunin í fyrstu ferð- inni er sem hér segir: 9. apríl. Reykjavík-—París. Flog- ið til Parísar. Kvöldinu varið til þess að ganga um í borginni og skoða borgarlífið. — 10. apríl. Hafnbann á Kína Framhald af 1. síðu. algert hafnbann á Kína á alls- herjarþingi SÞ, þá væri hætta á að slíktmnmdPsplundra samtök- unum. Það væri líka athugandi, að ef Bandaríkjastjórn hygðist leysa Kóreuvandamálið með slík- um ráðstöfunum, þá myndi það verða til þess, að Sovétríkin skær- ust í leikinn og þá væru Banda- ríkin komin í styrjöld, sem Bi-ad- ley, herráðsforingi þeirra, teldi „ranga styrjöld, á röngum tíma, á röngum stað.“ — Það gefur þessum ummælum útvarpsfyrir- lesarans sérstaka þýðingu, að brezka útvarpið til útlanda er tal- ið túlka skoðanir utanríkisráðu- neytisins. Tveir helztu stjórnmálaleiðtog- ar brezka samveldislandsins Nýja Sjálands gáfu út yfirlýsingar í gær vegna ráðstöfunar Eisenho- wers. Holland forsætisráðhcrra sagðist þess fullviss, að Banda- ríkjastjórn væri ekki í neinum árásarhug gegn Kína, en Nash, leiðtogi sósíaldemókrata, sagði að með þessari ráðstöfun væri stigið skref á braut, sem gæti leitt til þess að styrjaldarbál yrði kveikt um alla Asíu. Hann sagðist vera ánægður með árangurinn af för sinni, og kvaðst þess fullviss að það væri fastur ásetningur stjórnmála- manna í -Vestur-Evrópu að ganga frá samningum um Evr- ópuher. Hinsvegar sagðist hann gera sér ljósa þá erfiðleika sem þeir hefðu við að stríða. Til- París. Borgin skoðuð fyrir og eft- ir hádegi. Kvöldið frjálst; e. t. v. farið á næturklúbba eða aðra skemmtistaði. — 11. apríl. París— Barcelona. Fyrir hádegi farið til Versailles. Kl. 16 flogið áfram til Barcelona, en þangað verður kom ið snemma kvölds. — 12. apríl. Barcelona. Borgin skoðuð. — 13. apríl. Barcelona. Dagurinn frjáls. — 14. apríl. Barcelona. Dagurinn frjáls. — 15. apríl. Barcelona—- Valencia. Lagt af stað frá Barce- lona í bílum snemma morguns. Ekið með Miðjarðarhafsströnd- inni um Tortosa til Valencia, en þangað verður komið að kvöldi. — 16. apríl. Valencia—Alicante. Fyrir hádegi verða skoðaðir merk ir staðir í Valencia, en eftir há- degi verður ferðinni haldið áfram til Alicante. 17. apríl. Alicante—Murcia. Lagt af stað frá Alicante fyrir hádegi, ekið til Murcia. Eftir hádegi verð- ur borgin skpðuð. — 18. apríl. Murcia—Granada. Haldið verður frá Murcia að morgni og ekið um Totana—Puerto Lumbreras til Granada, en þangað verður kom- ið að kvöldi. — 19. apríl. Granada. Deginum varið til að skoða borg- ina,- sem er ein <sérkennilegasta þorg gpánai^m. a. verður AJhanjj, bra-höllin skoðuð. — 20. apríl. Granada—Madrid. Lagt af stað snemma morguns og ekið til Ma- drid, en þangað verður komið að kvöldi. — 21. agríl. Madrid. Ekið um borgina og merkir staðir og byggingar skoðaðar. — 22. apríl. Madrid—Toledo—Escorial—Mad- rid. Ferðast til Toledo, borgin skoðuð, en þaðan farið til E1 Es- corial, sem einnig verður skoðuð. Komið aftur til Madrid að kvöldi. — 23. apríl. Madrid. Dagurinn frjáls. E. t. v. tækifæri til að sjá nautaat. — 24. apríl. Madrid. Dag- urinn frjáls. — 25. apríl. Madrid. Dagurinn frjáls. — 26. apríl. Ma- drid—Prestvík—Reykjavík. Flog- ið verður frá Madrid til Reykja- víkur með viðkomu í Prestvík. gangur ferðarinnar hefði verið sá, sagði Dulles, að komast að raun um hverjar líkur væru fyrir fullgildingu sámninganna í þingum aðildarríkjanna, því Bandaríkin gætu ekki ákveðið utanríkisstefnu sína nema þau vissu hvernig frá múlum yrði gengið í Vestur-Evrópu. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum mun K.R. s.l. laugardag hafa vígt hið nýja íþróttahús sitt sem verið hefur í, smíðum undanfarið. Eftir því 'sem bezt verður vitað var fréttamönnum ekki boðið að vera viðst'addir þá athöfn og sýnir það aðeins hve K.R.-ingar eru hlédrægir og af hjarta lítillátir. Eigi að siður verður aðeins vikið að þessari merkilegu húsbyggingu. Það er ekki langt síðan K.R.- ingar hófust handa um bygg- ingu þessa húss og kemur þar fram hinn gamli KR-kraftur að hafa komið því svo langt að liægt er að taka það í notkun. Fyrir KR og íþróttalífið hér í bæ er þetta merkilegur áfangi og sá áfangi sem er draumur allra félaga, að geta tryggt starfsemi sína í glæsilegum húsakynnum. Er ekki að efa að þetta gefur KR nýtt líf og ekki ólíklegt að önnur félög geti notið góðs af húsaæði þessu. Grunnflötur hússins mun vera 16X32 m eða nokkru stærri en Hálogaland (13X28). Trégólf er ekki í húsinu en þéttur og góður salli sem gott er að HandknattleiksmótiS heldur áíram í kvöld kl 8 I kvöld kl. 8 heldur meistara- mótið í handknattleik áfram. Kemur nú fyrsti leiþurinn í B- deild en þar keppa F.H. og Þróttur. Lið Þróttar lofaði að ýmsu leyti góðu í fyrra, en lítið er vitað hvernig þessi lið eru í ár. A-deildarleikurinn er milli Í.R. og Víkings. Eftir frammi- stöðu I.R.-inga í vetur gæti það orðið tvísýnn leikur. Kaupum gamlar bækur og tímarit. Einnig notuð íslenzk frímerki. Seljum bækur. Útveg- um ýmsar uppseldar bækur. Póstsendum. — Bókabazarinn, Traðarkotssundi 3. Sími 4663. Dfsaia Útsalan er ennþá í fullum gangi. Koniið meðan eitthvað er til Glasgowííúðin, Freyjugötu 1. Sími 2902 FoisæfisiáÖhe^sa faEÍnn uían Forsætisráðherra Steingrimur Steinþórsson og kona hans fóru flugleiðis til Káupmannahafnar í morgun og mun ráðherrann sitja fund Norðurlandaráðsins. Hermann Jónasson gegnir ráð- herrastörfum Steingríms Steinþórs- sonar í fjarveru hans. — tFrétt frá forsætisráðuneytinu). hlaupa á. Hús þetta kemur því í góðar þarfir þar sem mjög er skortur á sölum hér í bæ til íþróttaiðkana og stendur það allri íþróttastarfsemi mjög fyrir þrifum. Það er því ástæða til að óska KR til hamingju með þessa byggingu sem ætti að marka tímamót í sögu KR og reykvískra íþróttamanna. Unglingameistaramót Vestmannaeyja (19-20 ára) 100 m lilaup. Eiríkur Guðnason Tý 12.0 Þórður Magnússon Tý 12.1 £00 m hlaup. Eiríkur Guðnason Tý 55.9 Magnús Helgason Tý 69,0 3000 m hláup. Magnús Helgason Tý 10.07.7 Hástökk. Eiríkur Guðnason Tý 1.58 Guðmundur Magnússon Tý 1.51 Langstökk. Þórður Magnússon Tý 5.85 Guðmundur Magnússon Tý 5.74 Þrístökk. Eiríkur Guðnason Tý 12.36 Þórður Magnússon Tý 12.00 Stangarstökk. Þórður Magnússon Tý 2.76 Kúluvarp. Þórður MagnússÓn Tý 10.71 Guðm. Magnússon Tý 10.62 Kringlukast. Guðmundur Magnúss. Tý 34.93 Hafsteinn Hjartarson Þór 34.30 Spjótkast. Hafsteinn Hjartarson Þór 40.55 Sleggjukast. Þórður Magnússon Tý 25.88 Eiríkur Guðnason Tý 25.01 Þríþraut. Þórður Magnússon Tý 14,57 í list- hlaupi áskautum E.M. keppnin í listhlaupi á skautum fór nýlega fram í Dort- mund og vann England þar tvo sigra, annan í kvesmakeppninni óg hinn í tvenndarkeppninni. Enska stúlkan Valda Osborne vana eftir mjög jafna keppni við þýzku stúlkuna Gutidi Busch sem spáð hafði verið sigri. 1 tvenndarkeppninni urðu nr. 1 tvíburarnir John og Jennifer Nicks. Einmenningskeppni karla vann Carlo Fassi frá Milaao á Italíu en í annað sæti kom Frakkinn Alain Giletti sem var 10 árum yngri eða aðeins 13 ára! Úrslit urðu; Konur: 1. Valda Osborne Engl. 187.50 2. Gundi Buseh Þýzkal. 188.14 3. Erika Batclielor Engl. 178.64 Karlar: 1. Carlo Fassi Italía - 191.67 2. Alaia Giletti Frkkl. ????? 3. Freimuth Stein Þýzkal. 167.54 Tveindarkcppni: • 1. Jennifer og John Nicks England 10.87 stig 2. Marian og Lizzio Nagi Ung- verjaland 10.79 stig 3. Cissy Schwarts og Kurt Op- pelt Aausturríki 10.43 stig MSes rædéi viS. Eiseabower strax eftir heimkoEmieia Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til Was- hington í gær úr 10 daga skyndiför sinni til Vestur- Evrópu og átti, þegar tal viö Eisenhower. Hann ræddi viö fréttamenn á flugvellinum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.