Þjóðviljinn - 11.02.1953, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 11.02.1953, Qupperneq 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Miðviku'dagur 11. febrúar 1953 HeimagerS rennifjöld Það er hægt að draga fyrir glugga á margan hátt, með sól tjöldum, basttjöldum, venju- Iegum gluggatjöldum og renni- tjaldi. Rennitjaldið getur verið 'með mörgu móti, allt frá hin um algengu gulgráu tjöldum og upp í mynstruð og skreytt tjöld. I nýju hefti af timarit- inu Form er fólki bent á að búa sjálft til rennitjöldin. Þá er hægt að velja efni sem fer Rafmagnstakmörkun miövikud. 11. febr. id. 10.45-13.30 Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðar- árhoitið, Túnin, Teigarnir. íbúðar- hverfi við Laugarnesveg að Klepps- vegi og svæðið þar norðaustur af. Og, ef þörf krefur: Vesturbærinn frá Aðalstræti. Tjarnargötu og Bjarkargötu. Mel- arnir, Grimsstaðaholtið með flug- vallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarn- arnes. ==5S5==: Effcir hádegi (kl. 18,15-19.15) Hafnarfjörður og nágrenni. — Reykjanes. Maturinn a morgun , Þorskrúilur, hrærðar kartöflur, Hrísgrjónavatnsgrautur, saft. •k I Þorskrúllur (H.S. Matur og drykkur). 1 kg þorsk- eða' ' ýsuflök eru skorin í geira. —, Flökin klofin ef þau eru mjög1 þykk. Stráð salti og kryddsíld- arbiti (gaffalbitar) látinn á' (hvern fiskgeira. Vafið saman, (velt upp úr eggjahvítu eða' I mjólk og brauðmylsnu, raðað i í eldtraustmót, þannig að sí- ( I valningárnir séu upp á end- i ann. Smjörlíkisbitar látnir yfir. I Brúnað efst í ofninum, flutt neðar og Kí 1 heitri mjólk hellt, • yfir, bakað áfram í 5—10 min. ' Borðað með hrærðum kartöfl- 1 um og jafningnum, sem verð-' ' ur á fiskinum. vel við herbergið í heild. Hægt er að hafa rennitjaldið einlitt — og það er fallegtast ef hlið- artjöldin eru mynstruð. En annars er hægt að búa til köfl- ótt tjald. Ennfremur er hægt að nota efni með þrykkta ab- strakt eða annars konar mynstri, þá getur tjaldið sjálft verið til prýði. En þá þarf að velja efnið með kostgæfr.i og gæta þess að tjaldið fari vel við það umhverfi, sem á að nota það í. Efnið á að vera þunnt og vel íborið bómullarefni. Ef engin steining er í efninu verður maður að bera í það sjálfur. Einnig er hægt að nota þétt og þunnt léreft, en aftur á móti ekki þykkari efni. Hafið bandið ekki lengra en nauðsyn krefur. Og ef til vill er betra að hafa band sitt hyoru megin en ekki í miðjunni, því að það fýkur oft út, þegar gluggi er opnaður. Dtsala Seljum tilbúinn fatnað, stór- lega niðursett. Ýmis metra- vara með ágætisverði. Verzlunin Fram Klappastíg 37 'Nevil Shute: stund “. Hann gekk að litla drengnum og sagði við hann: ,,Viltu koma með okkur? Við erum öll að fara til Montargis“. Ekkert svar, ekkert merki þess að drengurinn hefði heyrt til hans. Andaríak var Howard á báðum áttum; svo tók hann um hönd drengsins. Þennan heita dag var litla v.öndin köld og rök. „Af stað, af stað“, sagði hanri einbeittur og þó þýðri röddu, „við erur.i að fara til Montargis‘. Hann lagði af stað eft'r veginum; gráklæddi drengurinn gekk auðsveipar áfram við hlið hans. Gamli maður- inn leiddi sitt bamið við hvora hlið, á eftir honum komu hin börnin og héldu á töskunum. Fleiri bílar óku framhjá þeim og nú var meirihlutj herbílar. Það voru ekki aðeins ó- breyttir borgarar sem héldu í vesturátt; mikið af hermönnum virtist fara sömu leið. Það ýskraði og skrölti í flutningavögnunum, sum- ir þeirra voru fornlegir og höfðu ugglaust staðið ónotaðir síðan í fyrri heimsstyrjöld. Rykið var börnunum til mikilla óþæginda. Hitinn og tilbreytingalaus gangan dró þrek úr bömunum; Ronni kvartaði yfir því, að taskan meiddi hann, Sheila var þyrst, en mjólkin var búin. Rósa sagði að • sér væri illt í fótunum. Gráklæddi snáðinn var hinn eini sem kvartaði ekki. Howard gerði það sem honum var unnt til að uppörva þau, en þau voru bersýnilega farin að þreytas't. Það var bóndabær ekki mjög langt undan; hann beygði úr leið og spurði gömlu konuna sem kom til dyra, hvort hún gæti selt þeim mjólk. Hún sagði, að engia mjólk væri til og þá bað hann um vatn handa börnunum. Hún vísaði þeim á brunn skammt frá haugnum, og dró fötima upp fyrir þau; Howard vísaði öllhm þrifnaðarhugleiðingum á bug og þau fengu sér öll að drekka. Þau hvíldu sig um stund hjá brunminum. 1 hlöðunni sem stóð opin var gamall léttivagn með brotnu hjóli, sem bersýnilega var löngu hætt að nota. Hjá vagninum var hrúga af ým- is .konar rusli og í þessu rusli var. eitthvað sem líktist barnavagni. - , Hann gekk nær til að athuga þetta mánar og gamla konan virti hann fráneyg fyrir sér. Þetta var reyndar barnavagn, fjörutíu eða fimmtíu ára gamall, þakinn óhreinindum og með brotna fjöður. .En það var barnavagn engu að síður. Hann gekk aftur til gömlu konutnnar og falaði vagninn af henni, Eftir tíu mínútur var hann kominn í hans eigu fyrir huadrað og fimmtíu franka. í kaup- bæti lét hún hann hafa gamla kaðalhönk, sem hann hnýtti utan um brotnu fjöðrina. Hænsni höfðu leikið sér í vagninum og dritað hann all- an út; hanm lét Ronna og Rósu reita gras til að þurfka vagninn með.. Þegar þau voru búin að því, virti hann vagninn ánægjulega fyrir sér. Að vísu var hann óhreinn eim og ekki var hamn gefinn, en hann leysti mörg aðkallandi vanda- mál. Hann keypti brauð af gömlu konunni og setti það í baraavagninn ásamt farangrinum. Honum til undrunar vildi ekkert barnanna sitja í vagninum; þau vildu öll ýta honum áfram; hann varð að sjá um að ekkert þeirra yrði af- skipt. „Yngsta bamið fyrst,“ sagði liann „Sheila má ýta honum fyrst.“ Rósa sagði: „Má ég fara úr skónum? Þeir meiða mig.“ Hann var í vafa og velti þessu fyrir sér. ,,Ég er ekki viss um að það sé góð hugmynd," sagði hann. „Það verður vont fyrir þig að ganga á veginum." Hún sagði: „En monsieur, það er enginn í skóm nema í Dijon.“ Það kom í ljós að hún var alvön að ganga berfætt. Eftir nokkurt hik samþykkti hann að 35. leyfa henni að reyna og hún gekk. léttfætt yf- ir allar ójöfnur. Hann setti skóna hennar og sokkana í barnavagninn og í næsta stundar- fjórðuiig átti hamn í miklu orðastappi við ensku börnin, sem vildu fara að dæmi hennar. Brátt varð Sheila þreytt á að ýta. Rósa sagði: „Nú er komið að Pétri.“ Hún sneri sér að litla gráklædda drengnum. „Jæja, Pétur. Svona áttu að gera“. Hún leiddi hann að vagn- inum, fölan og daufan, setti hendur hans á skrámað handfangið og hjálpaði honum að ýta. Howard sagði: „Hvernig veiztu að hann heit- ir Pótur?“ Hún starði á hann. „Hann sagði það sjálfur — hjá sveitabænum." Gamli maðurinn hafði ekki heyrt dremginn segja neitt; hann hafði verið farinn að óttast að hann gæti ekki talað. Enn einu sinni fór liann að hugsa um hið óbrúanlega bil sem var á milli hans og baraanna, bilið milli æsku og elli. Það var betra að láta hin börnin fást við litla dreng- inn en hræða hann með heimskulegri, eriendri samúð og spurningum. Hann virti börnin fyrir sér meðan þau ýttu vagninum áfram. Rósa virtist strax komin í eitthvert samband við litla drenginn. Hún spjallaði við hann um alla heima og geima á hálfgerðu barnamáli Þegar hún hljóp með vagn- inn, þá hljóp hann líka; þegar hún gekk, geklc hann líka, en að öðru leyti virtist hann alveg sljór. Undrunarsvipurinn hvarf aldrei af and- liti hans. Ronni sagði: „Af hverju segir hann ekki neitt, herra Howard. Mikið er hann skrýtinn." Sheila bergmálaði: „Af hverju segir hann ekkert?“ Howard sagði: „Hann hefur átt bágt. Þið verðið að vera mjög góð við hann.“ Þau þögðu nokkra stund. Svo sagði Sheila: „Átt þú líka að vera góður við hann?“ „Auðvitað," sagði hann. „Allir verða að vera góðir við hann. Hún sagði umbúðalaust á frönsku: „Af hverju býrðu ,þá ekki til handa honum flautu, eins og þú fojóst til handa okkur?“ Rósa leit upp. „Flautu?“ Roemi sagði á frönsku: „Ifann getur búið til ægilega fínar hljóðpípur úr trjágrein. Hann gerði það fyrir okkur í Cidoton.“ Hún hoppaði af kæti „Heyrirðu það, Pétur,“ sagði hún. „Monsieur ætlar að búa til hljóð- pípu handa þér.“ Þau einblíndu öll á hann í ofvæni. Það var augljóst, að í augum þeirra var hljóðpípa allra meina bót, örugg lækning við andlegum mein- CiLiHt Ofc CftMWil Gömul fátæk kona, sem gerði hreint hjá Kjarval, prjónaði peysu og gaf honum. í þakkarskyni bauð listamaðurinn gömlu konunni að velja hverja sem hún k'ysi af myndum hans, að launum fyrir peysuna. Hittist þá svo á að hún valdi sér mynd þá er Kjarval hafði daginn áður selt Seheving Thorsteinsson, og fór hún síðan með gjöf- ina. Kjarval fór í peysuna og labbaði sig yfir í Reykjavíkurapótek og segir við lyf- salann: Sjáðu Seheving, er þetta ekki fal- leg peysa? Jú, sagði Scheving. Það er líka heimsins dýrasta peysa, sagði Kjarval —• og þú borgaðir hana. ' ★ Sjúklingur: Læknir, mig vantar eitthvað sem hitar mér í hamsi, eitthvað sem setur mig í baráttuskap og gerir mig öran — er nokkuð slíkt á lyfseðlinum? Læknir: Nei, en það verður á reikningn- um.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.