Þjóðviljinn - 11.02.1953, Side 12

Þjóðviljinn - 11.02.1953, Side 12
Bændur íá enn að kynnast Eysteinseymdinni: minnKar Skýrsla lakobs Frímannssonar á félagsráðsíundi KEA Kaupfélag Eyfirðinga (KEA) hélt félagsráðsfund sinn 2. þ. m. og skýrði Jakob Frímannsson framkvæmdastjóri þar frá því að mjólkurframleiðslan í Eyjafirði hefði aukizt um 9.1% á s. 1. árli, en mjólkursalan samtímis minnkað um 117 þús. lítra. Rjómasalan hafði einnig minnkað, en smjörframleiðsl- an aukizt — en óseldar smjörbirgðir um áramót voru þó meirli en aukningunni nam. ; Alls var á s. 1. ári tekið á móti 8 millj. 227 þús. 875 ltr. af mjóllc og var það 744 615 lítrum meira en árið áður. Samtímis þessari aukning mjólkurframleiðslunnar hafði mjólkursalan minnkað um 117 000 lítra frá árinu áður. Rjómasala minnkar — Smjörið selzt ekki. Rjómasalan hafði einnig minnk- að um 39 þús. lítra, en smjörfram- leiðslan aukizt um 60 000 kg. Óseldar smjörbirgðir KEA' um áramótin voru um 80 tonn, en smjörframleiðslan hafði aukizt á árinu um 60 000 kg. og voru ó- seldar smjörbirgðir 43 þús. kg. meiri um síðustu áramót en árið áður. Fitumagn hækkar. Fitumagn mjólkurinnar hafði hækkað, var 3,56% árið 1951, en 3,589% árið 1952. 97,3 prósent mjólkurinn fóru í 1. og II. fl., en aðeins 2,7% í III. og IV. flokk. Sama sagan. Sama sagan endurtekur sig fyrir norðan eins og gerzt hef- ur hér sunnanlands. Það óbreyt- anlega stefnuskráratriði Fram- sóknar að þrengja kost alþýðunn Bonnstjórnin leysir upp leyni- Það var tilkynnt í gær í Bonn, að leyst heföu verið upp leynisamtök gamalla nazistaforingja, sem heföu unnið aö því aö taka völdin í Vesturþýzkalandi. Leynisa'mtökin sem bönnuð voru nefndust Freikorps Deutsch- land og Bruderschaft, og voru meðlimir þeirra fyrrverandi for- ingjar í þýzka hernum og storm- sveitum nazista. I tilkynningu Bonnstjórnarinnar var sagt, að stefnuskrá þeirra hefði að öllu lej'ti verið samhljóða ktefnuskrá nazista og þieir hefðu talið sig bundna af hollustueiði sínum við Hitler og álitu Doenitz flotafor- ingja, sem dæmdur var fyrir stríðsglæpi í Núrnberg, réttmæt- an arftaka hans. Tveir leiddir fyrir rétt Brezka hernámsstjórnin í Vest- urþýzkalandi tilkynnti í gær, að hún mundi bráðlega leiða fyrir rétt tvo af þeim sjö nazistafor- ingjum, sem hún lét handtaka fyr ir nokkru. Það eru Neuman, sem í erfðaskrá Hitlers var nefndur sem arftaki Göbbels og Zimmer- mann, sem hafði yfirstjórn fanga- búða á hendi á veldisdögum naz- istal Notað sem tilefni Jafnframt þessum fréttum um handtökur nazistaforingja bárust í gær fréttir um fjölda- handtökur æskumanna, sem ’hafa verið félagar í Freie Deut- sche Jugend (FDJ), en þann félagsskap hefur Bonnstjórnin ■bannað vegna baráttu hans gegn styrjaldarundirbúningi hennar. 28 voru handteknir í Réttarhöld í Ploesti 1 gær hófust réttarhöld yfir 23 mönnum í rúmenska olíu- bænum Ploesti, og eru þeir sak- aðir um áð hafa unnið skemmd- arverk í olíunámunum að und- irlagi brezku og bandarísku leyniþjónustunnar og þeirra auðhringa sem „áttu“ námurn- ar áður en alþýðustjórnin þjóð- nýtti þær. Meðal sakborninga er einn fyrrverandi fjármála- ráðlierra Rúmeníu, Alexandrini. Allir sakbomingarnir hafa ját- áð sekt sína. \ Beyern og ónefndur fjö-ldi í Koblenz og lögreglan skýrir frá því að hún hafi gert hús- rannsóknir og fundið þar skjöl um starfsemi FDJ. Enginn vafi er talinn á því, að handtökur nazistaleiðtoganna séu geröar til að villa fólki sýn. Vitað er, að Bonnstjórnin hefur lengi verfð með ráðagerðir um að banna Kommúnistaflokk Vest- urþýzkalands sem hún álítur hættulegasta andstæðinginn gegn stríðsfyrirætlunum henn- ar. Með því að láta líta svo út á yfirborðjnu að hún höggvi jafnt ti) hægri og vinstri ætl- ar hún að fá stuðning milli- flokka og sósfaldemokrata til banns á kommúnistaflokknum. ÆFH Fundur verður haldinn í Strand- götu 41 i kvöld. — Haukur Helgason flytur erindi. JMætum öll. — Stjórnin. ar við sjóinn sem mest hefur þær afleiðingar að sala á framleiðslu bændanna minnkar. Eysteins ■ eymdin er alstaðar eins. Mikili áhugi í Nes- kaupslað fyrir síldarsöitun Neskaupstaður. Frá fréttarritara Þjóðviljans. Allmikill áhugi er fyrir að hefja síldarsöltun á næsta sumri og hafa þrjú fyrirtæki hér í Nes- kaupstað sótt um að fá aðstöðu til söltunar við höfnina. Byrjað er á að steypa vegg milli bæjarbrýggjuna og verður þar gerð 3000 fermetra uppfylling. Er ætlunin að reyna að ljúka því verki fyrir næstu síldarvertíð. Eftir reynsluna s. 1. sumar hafa Austfirðingar töluverða trú á að síld verði söltuð á Austfjörðum og er einnig í undirbúningi að koma upp síldarsöltun í Seyðis- firði. gur kraiiz fimmtugiir Guðlaugur Rósinkranz þjóð- leikhússtjóri er fimtugur í dag. Guðlaugur Rósinkranz hefur í meir en tuttugu ár verið einn aðalmaðurinn í stjórn Norræna félagsins. Hann var yfirkennari Samvinnuskólans frá 1931 og um skeið skólastjóri. Þjóðleik- hússtjóri hefur hann verið frá því Þjóðleikhúsið tók til starfa. þJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. febrúar 1953 — 18. árgangur — 34. tölublað Póiverjinn dr. Marek Wajsblnm gestur íslenzkra esperantista Á fyrsta áratugi aldarinnar notuðu pólskir æsku- lýðsleiðtogar íordæmi íslendinga til að alæða elda pólskrar sjálístæðis- og menningarbaráttu. Á uppvaxtarárum Marek Wajsblum, pólska esperantistans, sem kom til Reykjavikur um helgina, var oft vitnað til Islands í pólskum æskulýðsblöðum. Póllandi var þá skipt milli Rússlands, Þýzkalands og Austurríkis. Notuðu pólskir æskulýðsleiðtogar oft nafn íslands og sögu því til sönnunar að smáþjóð gæti við hin örðugustu skilyrði og erlenda undirokun varðveitt menningu sína og þjóðerni. Greinar þessar þóttu sumar svo uppreisnargjarn- ar að ritskoðun keisarastjórnarinnar bannaði þær. En þetta varð til þess að ísland varð vinsælt meðal pólskra æskumansia. Frá þessu skýrði dr. Wajs- blum í viðtali sem hann og Ártii Bpðvarsson, formaður Esperantistafélagsins í Rvík., höfðu við fréttamenn í gær. Pólverjar hafa lengi kunnað að meta íslesizkar bókmenntir, sagði dr.. Wajsblum. Snemma á 19. öld voru þýdd á pólsku úr latínu og þýzku á annan tug íslenzkra fornrita, heil eða 5 brotum, og höfðu fornbók- menntir Islendinga drjúg áhrif á pólskar bókmenntir 19. aldar, eins og bókmenntir fleiri megin- landaþjóða. Af nútímaritum hafa m. a. nokkrar skáldsögur Gunnars Gunnarssonar verið þýddar á pólsku. Frá 17. öld eiga Pólverjar fræga ferðalýs- ingu af Islandi, ritáða af Daniel Vetter. Síðasta bókin um Island sem út hefur komið á pólsku kom út 1946, en er slæm uag- lingabók, byggð á ónákvæmum of gömlum og úreltum heim- ildum. Dr. Wajsblum og Árni skýrðu svo frá, að Samband íslenzkra esperantista og Almenna Esp- erantosambandið (K. E. A.) stæðu að íslandsför dr.. Wajs- blums, en félögin Auroro í Rvík og La verda insulo í Vestm,- eyjum önnuðust móttökurnar. Er ætlun dr.. Wajsblums að dvelja í Reykjavík um tveggja mánaða skeið og halda liér esp- erantonámskeið og fyrirlestra, bæði fyrir esperantista og aðra áheyrendur. Að því loknu mun hann dvelja um mánaðarskeið í Vestmannaeyjum. Er ekki full- ráðið hvert efni fyrirlestraniaa verður, og verður það auglýst síðar. Erindin verða sennilega flutt á esperanto en túlkuð á ís- . lenzku. Dr. Wajsblum lagði áherzlu á að hann hyggðist nota ferðina engu síður til að kynna sér ís- lenzka þjóðfélagshætti og menci- ingu. I Austurlöndum væri siður að nefna Gyðinga bókaþjóðina, en ætti nokkur þjóð þá nafn- gift skilið væru það íslending- ,ar. Bókaormur eins og hann gæti ekki annað en fyllst áhuga fyrir þjóð, sem mæti bækur jafn mikilg og íslendingar og hefði skapað svo fagrar bókmenntir. Dr. .Marek Wajsblum er fæddur í Varsjá 1903 og er sagnfræðingur að menntun. Að- alrit lians fjalla um kirkjusögu Póllands. Hann liefur átt heima í London frá 1947. Esperanto lærði hann á ungiingaárum og \telur sór það álíka tamt og móð- urmál sitt. Félag íslenzkra síúdenta í Noregi skorar á IsMinga al veita nýlenduþjóðanum fyllsta stnðning á vettvangi Samemnðu þjóðanna Osló, 2. 2. 1953. Eftirfarandi var samþykkt á fundi í Félagi íslenzkra stúd- enta í Noregi, höldnum 23. 1. 1953 í Osló: • „Félag íslenzkra stúdenta í Noregi lýsir samúð sinni með Túnisbúum og öðrum nýlendu- þjóðum í frelsisbaráttu þeirra og hvetur ríkisstjóra íslands til að veita þeim stuðning á alþjóðavettvangi. — Félagið harmar jafnframt, að islenzk stjórnarvöld hafa dregizt á að veita Frökkum siðferðilegan stuðning í deilum þeirra í Indó Kína. Að miklu leyti eiga Frakkar sjálfir sök á, hvernig þar er komið. Deilurnar hófust í upphafi vegna tregðu þeirra á að veita nýlenduþjóðinni meira frelsi og sjálfstjórn. I Túnis og Marokkó reyna Frakkar á sama hátt að kúga 'andsmenn til undirgefni. íslendingar hafa um aldir í'úið við erlenda undii-okun og iiafa orðið að heyja harða bar- áttu fyrir nýfengnu frelsi. Um íslendinga var sagt, að þeir megnuðu ekki að stýra málum sínum sjálfir. Sama sagam er nú endurtekin um aðrar ný- lenduþjóðir. Það skýtur því skökku við, að íslenzk stjórnarvöld leggi Frökkum lið í nýlendumálum þeirra. í mati íslendinga hljóta réttmætar sjálfstjórnarkröfur og frelsisþrá undirokaðra þjóða að vega margfalt meira en óheilbrigt þjóffarstolt og fjárgróffavon stórvelda. Félag íslenzkra stúdenta í Noregi skorar því á íslendinga aff veita nýlenduþjóðunum fyllsta stuðning á vettvangi Sameinuðu þjóffanna og ella, þegar tækifæri gefst.“ gerSa natiiæfa „Fundur haldinn í U.M.F. Reynir á Heílissandi 25. jan. 1953 samþy k!r.ir að skora á Hafnarnefnd Rifshafnar, að hún sjái um, að á komandi sumri verði framlcvæmdum við bygg- ingu hafnarinnar hagað svo, að hœgt verði á næsta vetri að hefja þaðan bátaútgerð". Furðu löng leið Útvarpið skýrði frá þvi í gær- kvöldi að þeir 62 bandarísku Kaiserbilar, sem atvinnubil- stjórar eiga að fá keypta, hafi lagt af stað frá .Haifa í Israel í gær og eigi þeir að fara til Antwerpen og þaðan hingað heim. Guðmundur f rá Miðdal “ fær Ijónskross Finnlandsforseti hefur sæmt Guðmund Einarsson frá Miðdal ljónsorðunni af fyrstu gráðu. Guðmundur frá Miðdal dvald- ist s. 1. sumar í Finnlandi og hefur hann um mörg ár unnið að' gagnkvæmum menningar- kynnum Islendinga og Finna. 10 skippnnd Keflavík. Frá fréttaritara Þjóðviljans. I gær var ekki gott sjóveður, en afli bátanna var frá 10 til 16 skippund. Smári var hæst- ur með 16 skippund.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.