Þjóðviljinn - 19.02.1953, Qupperneq 6
E) — ÞJÓÐVILJINN — Fknmtudagur 19. febrúar 1953
þióoyiuiNN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurínn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Biaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljanc h.f.
Úrslitin í Dagsbrín
Dagsbrúnarmenn hafa einu sinni enn rekið af höndum ser
sundrungardraug afturhaldsins, sem að þessu sinni birtist þeim
j mynd AB-klíkunnar, sláandi um sig með róttækum slagorðum,
en með það eitt í huga að sundra röðum reykvískra verkamanna
og lama Dagsbrún, forustufélag verkalýðshreyfingarinnar og
öflugasta vígi vinnandi stéttanna í landinu.
★
Úrslit Dagsbrúnarkosninganna sýna hve traustum fótum fylgi
verkamanna við stefnu stéttarlegrar einingar í verkalýðsmálum
stendur innan iþessa öndvegisfélags. Þrátt fyrir lævísan undirróð
ur og margra mánaða skipulagðan róg um stjórn félagsins stend-
ur hún eftir þær sterkari og með öruggara fylgi að baki en
oftast áður. Séu síðustu kosningar í félaginu teknar til saman-
burðar kemur í ljós að fylgi stjórnarinnar hefur aukizt úr 63.4%
gildra atkvæða 1952 í 66.3% í kosningunum nú. Vegtna minnk-
andi kjörsóknar, sem stafar af fjarveru verkamanna úr bæn-
cm, var þátttaka nú 187 atkv. minni en í fyrra. Við það lækkaði
stkvæðamagn A-listans um 66 atkv. en andstæðinganna um 121.
★
Þetta eru staðreyndir um úrslit Dagsbrúnarkosninganna. En
það eru til menn sem eiga erfitt með að viðurkenna þær og
f-ætta sig Við orðinn hlut. Það eru AB-mennirnir, sem að þessu
sinni voru látnir bera merkið fyrir klofningsbröltinu. Dag eftir
dag birtast í AB-blaðinu skrúðmálgar frásagnir um ,,sigra“ og
. .straumhvörf“ sem orðið hafi í Dagsbrún. Þó hefur AB-blaðið
tnn ekki gefið út opinbera tilkynningu um að það hafi svift
sameiningarmenn málfrelsi á fundum Dagsbrúnar en það var eitt
of kosningaloforðum klíkunnar meðan henni svall mestur móður
í . brjósti. Ber þetta vott um óskiljanlega hógværð og tillitsemi
eftir „sigurinn“ og straumhvörfin", sem AB er svo tiðrætt um'
þessa dagana.
★
Það sýnir glöggt þroska og stéttvísi Dagsbrúnarmanna hve
cirugglega ;þeir skipa sér um fbrustu sína eti vísa skemmdaröfl-
unum á bug. Væri AB-blaðinu og aðstandendum þess áreiðanlega
boliast. gð gera sér ljóst að þessi forustusveit íslenzkra verka-
ananna er nú ráðnari i því en nokkru sinni fyrr að veita þeim
aldrei aðstöðu til að leika Dagsbrún á sama hátt og 1941, þegar
þeir leiddu smánarlegan ósigur yfir félagið og skildu við fjár-
bag þess í rústum. Verkamenn hafa ekki gleymt þeirri niður-
lægingu sem þeir urðu að þola þá fyrir svik og spellvirki AB-
broddanna. Það sýna m. a. úrslit stjómarkjörsins nú.
★
AB-menn hafa í frammi tilburði til að gera hlut sinn betri en
hann raunverulega er, með því að afneita stuðningi Ihaldsins.
Hins vegar hefur ekki að þeim hvarflað að bera af sér atfylgi
Framsóknarforustunnar! Eru tilraunir þeirra til að breiða yfir
stuðning Ihaldsins allar hinar broslegustu og „rekur eitt sig á
annars horn“. T. d. heldur AB-blaðið þvi fram í fyrradag að
aðeins 7% íhaldsmanna hafi ikosið. 1952 fékk íhaldslistinn 392
stkv. og ættu þá 27 ihaldsverkam. að hafa kosið nú. Vita allir
sem með kosningunni fylgdust að þetta er staðleysa sem á sér
enga stoð 1 veruleikanum. Þátttaka íhaldsverkamanna var fast
að því jafn mikil og í fyrra og enginn sem til þekkir efast um
að flestir þeirra hafa skilað sér á klofningslistann.
★
I dálkum sínum í AJB-blaðinu í gær kemst svo verkalýðsmála-
térfræðingur AB-flokksins að nokkuð annarri niðurstöðu. Kveð-
ur hann 250 íhaldsmenn hafa setið heima. Ættu samkvæmt þvi
142 að hafa kosið. Hefur talan þannig hækkað nokkuð á annað
hundrað á einum degi. Þannig er samræmið i frásögnum og mál-
fiutningi AB-klíkunnar.
★
Eitt snjallasta kímniskáld þjóðarinnar kvað eitt sinn svo um
vestfirzkan bónda og alþingismann, sem þótti drýgri með sig
og meir á lofti en eftii stóðu til: „karlinn er hrifinn af sjálf-
i.m sér og sýnist hann vera stærri en hann er ....“. Á þessi
Jýsing vissulega vel við AB-flokkinu eins og málflutningi hans
er nú háttað.
Ung hfón andspænis dauðamim
Dómurinn yfir Rosenberghjonunum á sér
ekkert fordœmi og hvílir á fortryggi-
legum forsendum
"K'yrir aldarfjórðungi hreif
mál tveggja bandarískra
alþýðumanna til sin athygli
alls heimsins. Dómstólar Mass-
aehusettsfylkis höfðu dæmt
ítölsku innflytjendurna Nicola
Saeco og Bartolomeo Vanzetti
til dauða. Þeir neituðu stað-
fastlega sekt sinni og það var
fyrir löngu augljóst að þeir
sína og spurði: „Mamma, ertu
sek eða saklaus?“ Ethei svar-
aði: ,,Við erum saklaus, ann-
ars myndum við ekki þjást
eins og við gerum“.
að er ægileg staðreynd, að
hefðu Rosenberghjónin
játað sakargiftunum, sem á
þau eru bornar, væri þeim
Ethel og Julíus Rosenberg á leið í fangelsið
eftir dómsuppkvaðninguna.
voru hafðir fyrir rangri sök.
Glæpur þ-eirra var sá að vera
stjórnleysingjar, andstæðir
þjóðskipulagi Bandaríkjanna.
I öllum menningarlöndum reis
hreyfing til að bjarga lífi Sac-
co og Vanzetti. En yfirvöld-
iri' i Massachusetts skelltu
skolleyrum við öllum bænar-
skrám og áskorunum. Um
óttubil 23. ágúst 1927 voru
hinir dæmdu menn leiddir í
rafmagnsstólinn og raf-
straumnum hlejpt í gegnum
líkami þeirra. Nú er það við-
urkennt af öllum að þarna
var framið dómsmorð. Thayer
dómari, sem kvað upp dauða-
dóminn yfir Sacco og Vanz-
etti, er einhver fyrirlitnasta
persóna í bandarískri réttar-
sögu. Aftaka þeirra er nú
skoðuð hámark ofsóknaröld-
imnar gegn öllum róttækum
hreyfingum í ^Bandaríkjunum
eftir heimsstyrjöldina fyrri.
ú stendur yfir lokaþáttur
annars bandarísks réttar-
farshannleiks, jafnvel enn á-
takanlegri þeim er settur var
á svið í Boston fyrir 25 árum.
Eisenhower forseti hefur hafn-
að beiðni hjónamta Edit.h og
Julius Rosenberg um náðun
og Irving Kaufmari dómari
hafði ákveðið að þau skyldu
láta Hfið í rafmagnsstóhrum
í Sing Sing fangelsinu í vik-
unni sem hefst 9 marz. en
áfrýjunarréttu- hefur nú
framlengt þann frest ti'. 30.
marz. Þeim fyrirmælum verð-
ur framfylgt nema forsetir.n
taki afstöðu sína til endur-
skoðunar eða Hæstiréttur
Bandaríkjanna leyfi endur-
uppt.öku málsins. — Emanuel
Bloch verjandi hjónanna fékk
að fara með syni þeirra VIic-
hael níu ára gamlan og Ronn-
ie fimm ára. í tveggja klukku-
stunda heimsókn til foreidra
sinna í klefa dauðadæm.tra í
Sing Sing á laugardap.inn.
Þegar leið að lokum samveru-
stundarinnar leit Michael. sem
veit hvað vófir ‘yfir, á móður
tryggt líf. Kaufman dómari
og Eisenhower forseti hafa
báðir lýst yfir að meginástæð-
an fyrir því að ekki komi til
mála að þyrma lífi þeirra sé
að þau „sýna ekki nein iðr-
unarmerki". — Hjónin voru
dæmd til dauða fyrir ,,sam-
særi um að fremja njósnir í
Erlend
| tíðin di |
þágu Sovétríkjanna“. Ekki
eitt einasta sönnunargagn
gegn þeim var lagt fram í
réttinum. Dómurinn hvílir al-
gerlega á framburði vitna,
sem sjálf áttu dóm eða á-
kæru yfir höfði sér en sluppu
með milda dóma eða viö máls-
höfðun fyrir vitnisburð sinn
gegn hjónunum. Þau eru: Max
Elitcher. Hann var uppvís að
meinsæri en hefur ekki verið
ákærður. Hjónin Ruth og Da-
vid Greenglass. David er bróð-
ir Ethel Rosenberg. Milli
Greenglasshjónanna og Rosen-
berglijónanna var fullur fjand-
skapur út af peningamálum
áður en njósnamálið kom upp.
Greenglasshjónin hafa bæði
iátað á sig njósnir. David var
dæmdur í 15 ára fangelsi
(má eiga von á að verða lát-
inn laus eftir að hafa setið
inni í átta ár) og Ruth var
ekki einu sinni ákærð. Af sjö
manneskjum, sem dregnar
hafa verið fyrir lög og dóm
fyrir aðild að þessu kjarn-
orkunjósnasamsæri hafa þau
fimtn sem játuðu s'oppið með
fangelsisdóma eia a’ls ekki
verið ákæró. Rosenberghjón-
in. sem alltaf hafa haldið
f nm saldevsi sinu. eiga líf-
lát fyrir höndum.
Jgkki er nóg með það að
vitnin gegn Ethel og Juli-
us Rosenberg séu tortryggi-
leg, svo ekki sé tfekið dýpra í
árinni. Vitnisburð þeirra hafa
sérfræðingar nefnt fáránleg-
an. Kjarnorkufræðingar í USA
og Bretlandi hafa gefið vott-
orð um að frásagnir David
Greenglass af „kjarnorku-
leyndarmálum", sem hann
segist hafa afhent Rosenberg-
hjónunum. séu fjarri öllum
sanni, að svo miklu leyti sem
þau eru ekki fjarstæður sé
ekki um að ræða leyndarmál
heldur vitneskju, sem verið
hefur á vitorði allra kjarn-
eðlisfræíinga í heiminum áz--
um saman.
®é þetta haft í huga verða
orí Kaufmans dómara er
hann kvað upp dauðadóminn
yfir hjónunum enn fjarstæðu-
kenndari en ella og er þó
varla á bætandi. Hann mælti
úr dómarasætinu: „Glæpur
ykkar er verri en morð. Ö-
mengað, yfirvegað rnorð,
framið að yfirlögðu ráði, er
sem ekkert í samanburði við
þann glæp, sem þið hafið
framið.... Eg álít að sú
hegðun ýkkar að fá Rússum
kjarnorkusprengjuna í hend-
ur. . . . hafi þegar valdið árás
kommúnista í Kóreu, sem af
hafa þegar hlotizt bani eða
meiðsli 50.000 Bandaríkja-
manna.... Á því er enginn
efi að með svikum ykkar haf-
ið þið breytt rás mannkyns-
sögunnar landi ykkar í óhag..
. . Ég álít að ég verði að
kveöa upp yfir aðal mönnun-
um í þessu djöfullega sam-
særi um að koma guðhræddri
þjóð á ka’dan klaka dóm, sem
sýni í eitt skipti fyrir öll að
öryggi þessarar þjóíar má
ekki skerða“.
W"'~:
’TVyllingsleg ræða dómarans
® ber það með sér. að hér
er ekki um að ræða dóm kveð-
inn úpp að vel yfirveguðu
máli. Þetta er ógnardómur,
byggður á vafasömum for-
sendum og jafnvel þótt þær
væru óvéfengjazilegar rétt-
læta þær ekki þunga refsing-
arinnar. Fjarstæður Ka,uf-.
mans dómara um að sending
uDplýsinga, sem viðurkennt er
að standa í öllum nýrri fræði-
ritum, bafi valdið Kóreustrzð-
iniv liggja í augum uppi. En
};nð er ekki einu sizini sannað
að Ethel og Julius Rosen-
berg hafi átt neinn þátt i að
senda þessar upplýsingar. Jer-
ome Fra-zk, dómarí i áfrýpm-
arrétti sakamála í Bandaríkj-
unum, viðurkennir þetta í úr-
sknrði sínum. Hann segir:
..Hefði réttur þessi vald til
bess (að bi'evta dómnum)
kvnni hann að taka tillit til
þess að sönnunai'gögnin um
atfez'li Rosenbe"ghjónarma. . .
koma næstum eingöngu úr
vitnisburði samsekra“.
Ak sínum tima voru Sacco
og Vanzetti fómarlömb
ofsóknarmðís geg>z fólki, sem
'nr andvígt stjórnskipan
Bandarílcjanon. Þe«su er eins
farið. með Rosenberghjónip.
Ö’’ i'tn er k'mnugt hvemig
fó'k, sem aðhy’list róttækar
skoðanir. hefio- verið huridelt
í Bandaríkjunum undanfarin
ár. Rosenberghjónin eru einu
sakbomingarnir í kjamorku-
njósnamálinu sem enz rót-
Framhald á 9. síðu