Þjóðviljinn - 20.02.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.02.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 20. febrúar 1953 Gott róð gegn kvefi Oft verða læknar fyrir því, að einhver segir meinfýsnis- lega við þá: Já, þessi visindi eru sjálfsagt ágæt — en venju- legt kvef getið þið ekki lækn- að! Og það er nokkuð til i þessu, viðurkennir læknir einn í nýútkomnu blaði. Þótt kvef sé allra sjúkdóma algengast, getur verið býsna erfitt að aðeins að rétta iyfið er enn ó- fundið. Sumum batnar við það að borða kalktöflur, aðrir taka inn joðdropa. Sumir láta sér nægja aspirin, aðrir kamillute og enn aðrir kjósa helzt rauð- vínstoddv Sumir fara í rúmið í nokkra daga, aðrir eru á fót- um. Upp á síðkastið er farið að nota nefdropa með bakteríu- TAIÍTU tillit til annarra þegar þú ert kvefaður. Haitu vasaklút fyrir munninum, þegar þú hóstar og hnerrar og veifaðu ekiil vasaklútnum ivaman í annað fólk. finna ráð við því. Hér fylgja 'á eftir nokkur heilræði handa fólki sem er kvefað eða er hrætt um að veróa það: Þegar heyrnin dofnar Oft dofnar heyrnin á öðru eða báðum eyrum hjá kvef- uðu fólki. Þá hefur bólgan í nefinu breiðzt út í innri eyrna- göngin. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta með því að snýta sér ekki of hraustlega — og blása aöeins úr annarri nös- inni í einu. Hei.Iræðin mörgu Öil heilræðin við kvefi sýna Rafmagnstakmörkun Föstud. 20. febr. kl. 10.45-12.30: Nágrenni Reykjavikur, umhverfi Eliiðaánna vestur að marka'ínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og það- an til sjávar við Nauthó'svík í Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og- Kjal- arnes, Árnes- og Rangárvallasýslur. Og, ef þörf krefur Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar- götu, Bjarkargötu að vestan og Hringbrautar að sunnan. í kvöld kl„. 18.15-19.15: Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn- argötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugva’lar- svæðinu, Vesturhöfnin með Örfir- isey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. MATURINN Á MORGUN Gulrófumjt Ik, blóðmör, lifrar- pylsa, nýtt eða súrt og súr- matur annar, ef til er. ★ Súpan er búin til á þann hátt, i að gulrófusneiðar um 1 cm á þykkt, eru soðnar í mjólkinni ( 1 þangað tii þær eru meyrar, þá ' J er saltað. Ef gulrófur eru ekki ( ( til. mætti hafa venjulegan hris- I grjónavelling með súrmatnum 1 °S gefa appeisínur á eftir. ( drepandi efnum og stundum dugar það. En um allar þessar aðferðtr er það að segja, að það verður að beita þeim strax og maður finnur aö kvefið er á leiðinni. Ér liægt að koma í veg fyrir kvef ? Fyrst og fremst ber að fara eftir hinum almennu reglum að verða ekki votur í fæturna. láta sér ekki verða kalt að óþörfu, en því miður geta ekki allir farið eftir þessum ráðum. Sumir læknar álíta að hægt sé að koma í veg fyrir kvef með því að gefa A, D og C vítamínsprautur. Önnur aðferð er að auka mótstöáuaflið með ijósböðum. Sumir telja sig hafa fengið bót á þann hátt. Loks má nefna bólusetningu við kvefii ’ Mé3 *þvr ' að dæla sérstöku bóluefni, þar sem not- aðar eru algengustu kvefbakt- eríur, inn í fólk, getur mynd- azt móteitur í líkamanum. Það er tilvinnandi að reyna þetta, ef fólk er kvefsækið. Það hjálp- ar sumum, en á marga hefur það engin áhrif. Varizt fylgikvillana Flestir lækna sjá’fir sitt eig- ið kvef. Þess ber þó að gæta að sakleysislegasta kvef get.ur snúizt upp i alvarlegri veikindi. Margir barnasjúkdómar, eink- um mislingar, byrja með nef- kvefi. Ef blóð finnst í nefslím- inu er sjálfsagt að leita læknis, því þá getur verið um eitt- hvað alvarlegt að ræða. Aðrir fy’gikvil'ar kvefs eru kinnholu- þrautir og ennisholubólga. Þær lýsa sér með höfuðþyngslum, miklum höfuðverk og hita. — (Ennfremur verður nefslímið gulleitt eða grænleitt og kem- ur í klessum. Undir þeim kring- umstæðum ber einnig að leita læknis. Takið tillit Loks verður eftirfarandi aldr- ei endurtekið of oft: Hinn kvef- aði á að gæta sín þegar hann hóstar og hnerrar. Hann á ekki að veifa vasaklútnum, sem morar af bakteríum, þeg- ar annað fólk er viðstatt. Hann á áð reyna að forðast að smita meðbræður sína. Nevil Shute: Hljóðpípusmiðurinn ----- Það var andartaks þögn. Gamli Englending- urinn starði fram fyrir sig á svín sem rótaði í sorpinu, á vaggandi alifugla. Nú var hringurinn að þrengjast. „Hafa þeir verið þar lengi?“ spurði hann lágri röddu. „Síðan í morgun. Þeir komu að noroan“. Það var til lítils að ræða það frekar. „Eigið þér berisín? Ég skal kaupa af yður bensín fyrir það verð sem iþér setjið upp“. Það kom glampi í augu bóndans. ,,Hundrað franka fyrir lítrann". „Hvað eigið þér mikið?“ Maðurinn icit á bensínmælinn. „Sjö lítra. Sjö hundruð franka“. Tæplega hálft annað gallon af bensíni hafoi lítið að segja fyrir tíu tonna Leyland. Howard gekk að bílnum aftur. „Slæmar fréttir, því miour“, sagði hann. „Það eru Þjóðverjar í Angerville.“ Það varð dálítil Þögn. „Djöfullinn sjálfur“, sagði liðþjálfinn loks. Hann talaði lágt eins og haiifa væri skyndilega orðinn dauðþreyttur. „Hvað eru þeir margir7“ Hovvard spurði bóndann. ,,Heil herdeild", sagði hann. „Sennilega um þúsund menn“. „Og koma að norðan", sagði bílstjórinn. Fleiri orð voru tilgangslaus. Gamli maður- inn sagði þeim frá bensíninu. „Sú ögn breytir engu til nó frá“. Hann sneri sér að bílstjóran- um. „Lítum á kortskrattann". Þeir rýndu báðir í kortið; gamli maðurinn fór upp í bílinn til þeirra. Engin þvergata var á milli þeirra og borgapinnar; að baki þeirra -lá engin gata til suðurs langa leið. „Rétt er nú það“, sagði. bílstjórinn. „Enga þvergötu sá ég á leiðinni". Liðþjálfinn sagði lágt: ,,Og þótt við færum til baka, þá lentum við beint í flasið á Þjóðverj- unum“.. . „Áreiðanlega", sagði bílstjórinn. Liðþjálfinn sagði: „Áttu rettu?“ Bílstjórinn dró upp sígarettu; liðþjálfinn kveikti í henni og blés út úr sér stóru. reyik- skýi. „Jæja“, sagði hann ioks. „Þetta fyllir mæl- km“ Hi íir mennimir þögðu. ,,Ég ætlaði að komast heim með slípivélina", sagði liðþjálíinn. „Mig langaði meira til þess en nokkurs annars“. Hann sneri sér að Howard „Svei mér þá. En mér tekst það ekki“. Gamli maðurinn sagði: „Mér þykir það mjög leitt“ Maðurinn hristi sig. „Manni tekst það ekki alltaf sem imann langar mest til“. Hann fór að ókyrrast. „Jæja, ekki dugar þetta hangs“. Hann fór niður úr bílnum. „Hvað ætlið þið að gera?“ spurði Howard. „Ég skal sýna yður það“. Hann gekk að hlið- inni á bílnum. Þar var dálítil sveif, máluð eld- rauð „Ég ætla að snúa þessari sveif og hlaupa burt í spret'dnum". „Eyðilegging“, sagði bílstjórinn. „Hann spring- ur í loft upp“. Liðbjálfinn sagði: „Jæja þá. Náið í krakka- ormana Mér þykir leitt að geta ekki komið yður lengra. lagsi, en það er ekkert við þessu að gera“ Howard sagði: „Hvað ætlið þið sjálfir að gera?“ Liðþjálfinn sagði: „Ætli við röltum ekki suð- ur á bóginn í von um að rekast ekki á Þjóð- verjana". Hann hikaði. „Yður er óhætt“, sagði hann dálítið vandræðalega. „Þeir gera yður elok- ert með alla þessa krakka". Gamli maðurinn sagði: „Hafið engar áhyggj- ur af okkur. Reyrnið bara að koma ykkur heim“. „Fyrst verðum við að komast undan Þjóð- verjasvínunum“. ■i—mn.i—- i 43. Þeir hjálpuðust að því að ná bömunum niður úr bílnum; svo sóttu þeir barnavagninn upp á þak. Iioward tíndi saman eigur þeirra og setti þær í barnavagtninn, fékk heimilisfang liðþjálf- ans í Englandi og lét hann fá sitt í staðinn. Það er ekki eftir neinu að bíða. „Bless, lagsi“, sagði liðþjálfinn. „Sjáumst ein- hvern tíma“. Gamli maðurinn sagði: „Verið þið blessaðir". Hann kallaði bömín til sín og lagði af stað með þau eftir veginum í áttina til Angerville., Fyrst varð noklcurt þref um það, hver ætti að ýta vagninum fyrsta spölinn; loks varð það að samkomulagi að Sheila ýtti honum með aðstoð Ronna. Við hlið þeirra gekk Rósa og leiddi Pétur; óhreini snáðinn í skrýtnu mussunni rölti á efíir þeim. Howard gerði sér ljóst að með ein- hverjum ráðum þurfti að koma drengnum í bað. Hann var ekki einungis lúsugur og óhreinn, heldur var hálsinn á honum og fötin útötuð í storknuðu blóði úr sárinu. Þau gengu hægt eins og' venjulega. Öðru hverju leit Howard um öxl; mennimir virtust vera að tína saman eigur sínar Svo lagði bíl- stjórinn af stað yfir akrana með dálítinn pink- il. Hinn maðurinn var að bjástra eitthvað við bílinn. Svo spratt hann á fætur og hljóp í áttina til bílstjórans. Hann hljóp klunnalega og hrasaði oft; þegar bann hafði hlaupið nokkum spöl, varð sprenging. Logatungur stóðu út úr bílnum. Hlutir úr honum þeyttust upp í loftið og féllu aftur niður á veginn og akrana. Það sem eftir var stóð í björtu báli. Ronni sagði: „Hæ, sprakk hann í loft upp?“ Sheila bergmálaði: „Sprakk hann sjálfur?“ ,,Já“, sagði hann þunglega“. Það var .nú það“. Þykkur, svartur reykur steig upp úr hrúgunni á veginum. Hann sneri sér undan. „Við skulum ekki hugsa meira um þetta“. Frumundan sá hann þökin í Angérville. Nú var hann að festast í netinu. Þungum skrefum gekk hann með börnunum áleiðis til borgar- innar. SJÖTTI KAFLI ' Ég greip fram í fynr honum og sagði dá- lítið skjálfraddaður: „Þessi var mjög nærri“. Við sátum í stólnum okkar fyrir framan ar- ininn og hlustuðum í ofvæni á hvininn í sprengj- unni. Hún sprakk einhvers staðar mjög nærri og gegnum hávaðann af hrynjandi múrveggjum heyrðum við hvin í annarri sprengju enn nær. Við sátum grafkyrrir meðan húsið skalf og nötraði gluggarúðurnar sprungu og hvinurinn í þriðju sprengjunni lærðist nær. Hún féll hinum megir. við húsið. „Komin framhjá“, sagði Howard gamli og rauf þögnina. „Okkur er' óhætt“. ( Þér ’ljúgið svo ótrúlega, sagði dómarinn við á- ( kærða, að ég mundi ráðleggja yður að tá yður ) lögfræðing. ( • / / ( Einu sinni er Oscar Wilde heyrði óvenjusmeilið > svar eftir ónafngreindum manni, sagði hann: ( Ég vildi óska að ég hefði sagt þetta. ( Einn viðstaddur gall við: Állt í lagi, vinur; þú ( átt það eftir. ( • ( Þú ert aldrei ástúðleg nema þegar þig vantar ( peninga. ( Og er það ekl(l nógu oft? ( Konan mín hefur sagt að ef ég hætti ekki að ) leika golf fari hún frá mér fyrir fullt og ailt. ) Veslings þú, það eru harðir kostir. ) Já, ég mun sakna hennar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.