Þjóðviljinn - 03.03.1953, Síða 10
10)'— ÞJÓÐVILJINN — Þrfðjúdagur 3. marz 1953
m ©T3 m
Tyrkneskf skal þaS vera
Á ameríska tízku er nú kom-
inn mjög svo tyrkneskur blær,
og það er eftirtektarvert að
þessi ást á öllu tyrknesku
kviknaði skyndilega irm leið og
Tyrkland gekk í Atlanzhafs-
bandalagið. Hér kemur bún-
ingur með tyrknesku sniði og
hann er einkum eftirtektarverð-
ur vegna þess að hann sýnir
greinilega ^ambandið milli
stjórnmála og tízku. Tizka með
spönskum og japönskum blæ
hefur látið á sér bera og nú
er röðin komin að hinu t.vrk-
neska. Þessi búningur kallast
heimabúningur (við erum
reyndar ekki vanar að spóka
okkur í svona búningi heima
við, þegar við þvoum gólf eða
þurrkum ryk) og hann er með
víðum buxnaskálmum, eins og
konur í tyrkneskum kvenna-
búrum nota. Sloppurinn sem
borinn er yfir þessu, er rönd-
óttur, rauður og gylltur og
ilskórnir eru gylltir og með
rana. Skór með rana á tánni
eru að ryðja sér til rúms sem
inniskór og strandskór, og þeg-
ar þeir fara að birtast í búð-
argluggunum hér í bænum er
ágætt að vita hvað þessi tízka
táknar og hvers vegna tnjn
hefur orðið til.
Þegar börnin missa allf úf
úr höndunum
Mörg börn eru klaufaleg í
höndunum. Þau missa það sem
þau halda á, geta a'ldrei bund-
ið skóreimamar sínar, ferst
uppþvotturinn óhönduglega o.
s.frv.
Hvað' er hægt að gera. við
því? Fyrst og fremst má aldr-
ei skammast eða beita stríðni,
skrifar Anne-Sofie Thiberg í
grein í „Börn“ og heldur áfram
á þessa leið:
—- Hættið gagnrýni um tíma
og reynið að dylja gremjuna
eða kætina yfir óhöppunum.
Verið vingjamleg og reynið að
stofna til þjálfunar eða sam-
vinnu við barnið, sem getur
komið sér vel fyrir báða aðila.
Oft eru eldhússtörf vel til
þess fal'lin og ef þið leyfið
barni að taka þátt í þeim ein-
hvern daginn, barni sem snýr
.öllu öfugt, má vera að þið
Rafmagnstakmörkun
Þríðjudagur 3. marz
KI. 10.45-12.30-
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár-
ho'tið, Túnin, Teigarnir, ípúðar-
hverfi við Laugarnesv. að Klepps-
vegi og svæðið þar norðaustur af.
Og, ef þöri krefur
Vesturbærinn frá Aðalstr., Tjarn-
argötu ag Bjarkargötu. Melarnir,
Grímsstaðaholtið með flugva’iar-
svæðinu, Vesturhöfnin með Örfir-
isey, Kapiaskjól og Seltjarnarnes
franr eftir.
•
Kl. 18.15-19.15:
Hafnarfþ og nágrenni, Reykjanes.
iðrist þess að hafa ekki byrj-
að fræðsluna fyrir löngu. Hvert
smáatriði getur verið baminu
óskiljanlegt vandamál, þótt við
tökum alls ekki eftir því í
okkar starfi. Klaufalega barn-
i'ð þarf einkum að læra að
iáta augu og hendur vinna sam-
an.
Það verður að læra að horfa
á það sem hendumar gera og
hugsa sig lengi um fyrir at-
hafnir sem öðrum eru eðli-
legar. Það er ekki hægt að
'hellt mjólk í bolla og horfa
út um gluggann um lei'ð, og
ýmislegt annað er na.uðsynlegt
að læra — hreyfingar, setja
hlutina á sinn stað, halda rétt
um áhöld og nota þau á rétt-
an hátt. Fullorðna fólkið verð-
ur að sýna þolinmæði og jafn-
Ivndi.
En þegar dóttir yðar missir
hnífinn í gólfið í fimmta skipti,
ráðlegg ég yður að hætta við
áv.ícumar sem komnar eru fram
á varir yðar og segja telpunni
þess í stað, að þér hafið líka
misst hnífinn þegar þér voruð
lítil. Það hefur róandi áhrif
á barn og verkfæri.
EF MAÐUR hreinsar skóna sina
áð innan öðru hverju með klút
vættum í spritti, fjai-lægir maður
eina af ástæðunum til hins hvim-
leiða fótraka. Einkum er gott að.
nota spritt blandað formalíni.
Nevíl Sbiité;.
r
- HSióðeípusmiðurínn
Hún brosti. „Verið óhræddur, kæri mónsieur
tloward," sagði hún.' „Ég kann ekkert í ensku.
Aðeins nokkrar setningar.“ Hún hugsaði sig um
aridartak og sagði síðan á ensku: ,,Sín ögnin af
hverju setur meltinguna í lag.“ Svo bætti hún
við á frcnsku: „Er þetta ekki sagt um hanastél
fyrir mat?“
„Jú“, sagði hann. _ Hann starði undrandi á
hana. . • ■ ...
Hún tók ekkert éftir því.'„Og þegar einhver
er ávitaður þá er „talað við hann með tveim
hrútshornum". Ég ikann ekki annað í ensku
en þetta, monsieur. Börnunum er óhætt hjá
mór“.
Hann sagði lágt og gamall sársauki gagntók
hann: „Hver kenndi yður þessar setningar,
ungfrú ? Þær eru ekki mjög algengar". .
Hún sneri sér undan. „Ég veit það ekki“,
sagði hún vandræðalega. „Ef til vill hef ég
lesið þær í.bók“.
Hann fór með hemni fram í stofuna og lijálp-
aði henni að útbúa börnin og horfði síðan á
eftir þeim niður stigann. Svo fór hann aftur
inn í íbúðina; frúin sást hvergi og hann fór
iian í baðherbergið og rakaði sig. Svo sofnaði
hann í einu sófahorninu í stofunni og svaf
órólega í um það bil tvær stundir.
Börnin vöktu hann um leið og þau komu
inn aftur. Ronni þaut til hans. „Við sáiun
sprengjuflugvélar“, sagði hann í hrifningu. „Al-
vöru þýzkar flugvélar, voðalega stórar, og þeir
sýndu mér sprengjurnar og leyfðu mér að
koma við þær“.
Sheila sagði: „Ég kom líka við þær“.
Ronni sagði: ,,Og við sáiun flugvélarnar
fljúga, takast á loft og lenda, og þær ætluðu
að kasta sprengjum í skip. Það var voðalega
spennandi".
Hann sagAi: ,,Ég vona að þið hafið þakkað
ungfrú Rougeron fyrir þessa. skemmtilegu
gönguferð".
Þau þutu til hennar. „Þakka þér lcærlega fyr-
ir, ungfrú Rougeron", sögðu þau.
Hann sneri sér að henni. „Þetta hefur verið
skemmtilegur dagur fyrir þau“, sagði hann.
„Hvert fóruð þér með þau?“
Hún sagði: ,,Á flugvöllinn, monsieur". Hún
þagnaði. ,,Ég hefði ekki farið, ef ég hefði gert
mór ljóst .... En þau skilja þetta ekki, krakka
angarnir"..
„Nei“, sagði hasin. „Þeim finnst þetta allt
eins og ævintýri".
Hann leit aftur á hana. „Voru sprengju-'
flugvélar 'þar?“
„Sextíu eða sjötíu. Jafnvel enn fleiri“.
„Og ætluðu að fara að sprengja ensk skip/
í loft upp?“ sagði hann lágt.
Hún kinkaði kolli. „Ég hefði ekki farið
þa.ngað með þau, ef ég hefði vitað það“, sagði
hún aftur.
Han.-a brosti. ,,Jæja“, pagði hann. „Við get-
um víst lítið gert til að koma í veg fyrir }>að“.
<Frúin birtist aftur; klukkan var langt geng-
in sex. Hún hafði matreitt súpu handa börn-
unum og hún var búin að búa um telpumar
inni hjá sér. Drengirnir þrír áttu að sofa í rúmi
sem hún hafði útbúið á gólfitiu í ganginum;
Howard átti að sofa einn í herbergi. Hann
þakkaði henni fyrir alla fyrirhöfnina.
„Fyrst verðum við að hátta börnin“, sagði
hún. „Svo getum við talað saman og ráðið ráð-
um okkar“.
Eftir klukkustund voru þau öll búin að
borða, búið var að þvo þeim og koma þeim í
rúmið. Howard settist að borðum með konun-
um tveim og borðaði þykka kjötsúpu, brauð og
ost og drakk rauðvim blandað vatni. Hann hjálp
aði þeim að bera fram af borðinu og þáði
skrýtinn, mjóan, þurran og svartan vindil úr
vindlakassa húsbóndans.
Svo tók hann til máls: „Ég lief verið að
lmgsa málið í dag, frú“, sagði hann. ,,Ég held
ég reyni ekki að komast aftur til Sviss. Ég
held ég ætti fre'kar að reyna að komast til
Spánar". 2 r- . .
Kcnan sagði: „Það er óraleið". Þau ræddu
fram og aftur um þetta. Erfiðleikarnir voru
augljósir; það var engan veginn víst, að hann
kæmist yfir landamærin.
Stúlkan sagði: ,,Ég hef líka verið að hugsa“.
Hún sneri sér að móður sinni. „Jón Hinrik
Guinevec", sagði hún.
Frúin sagði rólega: ,,Jón Hinrik er ef til vill
farinn, væna mín.
Höward sagði: „Hver er hann?“
Stúlkan sagði. „Hann er sjómaður í Le Con-
quet. Hann á afbragðs bát. Hann er mikill vin-
ur pabba, monsieur“.
Þær sögðu honum frá þessum manni. I þrjá-
tíu ár hafði herforinginn haft þann sið að
fara til Bretaníu á hverju sumri. Honum geðj-
aðist vel að grýttu, hrjóstrugu landslaginu og
sjávarseltan og rokið hressti hann. Kona hans
og dóttir höfðu farið með honum til litlu sjáv-
arþorpanna á hverju ári. Þær höfðu búið á
litlum gistihúsum og farið í tilbreytingarlaus-
ar gönguferðir, meðan herforinginn fór út á
hafið með sjómönnunum eða sat og rabbaði við
þá á kaffihúsunum.
„Það var ekki sérlega gaman“, sagði stúlkan.
„Eitt árið fórum við til Paris-Plage, en árið
eftir fórum við aftur til Bretaníu".
Hún hafði kynnzt sjómönnunum smám sam-
an. „Jón Hinrik myndi áreiðanlega gera það
fjT-ir okkur að hjálpa monsieur Howard“, sagði
húíi. „Hann á stóran og góðan bát, sem hann
getur siglt á til Englands".
Þetta vakti atliygli Howards. Hann kannaðist
við ýmsa ^jómenn í Bretaníu. Þegar hann hafði
starfað sem lögfræðingur í Exeter, hafði hann
stundum átt viðskipti við þá. Stundum höfðu
þeir gerzt sekir um landhelgisbrot. Stundum
leituðu þeir skjóls í vondu veðri í Torbay. Þeir
voru yfirleitt vinsælir í Devon; stórir, tilkomu-
miklir mesin í stórum og tilkomumiklum skóm;
afbragðs sjómenn, sem töluðu mál sem Mrales-
búar gátu stundum skilið.
Þau töluðú um þetta fram og aftur; þetta
vírtist vænlegra en að reyna að komast til
Spánar. „En þetta er löng leið“, sagði hann
dálítið angurvær. Milli Chartres og Brest eru
um það bil tvö hundruð mílur. ,,Ef til vill gæti
ég farið með lest“.
aw oc cftwwa
Formaðui- úthlutunarneíndar listaiúannalauna,
Þorsteinn Þorsteinsson; íorseti sameinaSs AI-
J)in?is, Jón l’álniason, off Skúli Guðmundsson,
alþm., ræddust við uin fornbókmenntir í þing-
sal.
Þorstelnn: Þegar sagt er í fornsögum, Jón, að
maður hafi riðið við þriðja niann, er þá ekki
meiningin að þeir iiafi verið 4?
Jón: Ja, inér hefur alltaf skilizt að þeir iiafi
ekkl veríð nema 2 samtals.
Nei, ætli þeir hafi elcki verið þrír í allt, sagði
Skúli þá og hrosti við.
*
Kvikmyndastjarnan (nýg-ift); Og er þetta nú
nýja heimilið oklcar?
Bruðgumi: Já, er það ekki dásamlegt?
Stjarnan: Það kemur mér eitthvað svo kunn-
uglega fyrir — heyrðu, ertu viss um að við
höfum ekki verið gift einhverntíma áður?
★
Kvikmyndastjóri: Ógift? ;
Umsækjandi: Já, tvisyai'. . ,