Þjóðviljinn - 04.03.1953, Side 3
Miðvikudagur 4. marz 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Þetta er gúmmí-
bjargbáturinn, er
skipverjarnir 4 á
Guðrúnu björguð-
ust á. — í fyrra
björguðust 7 sjó-
menn frá Vest-
maimaeyjum í
sams konar báti.
I^eiébelnlsisíai9 frá nmboðs>
manml
Björgun sjómannanna á Guðrúnu hefur mjög verið rædd og
eiiikum hafa sjómenn mikinn áhuga fyrir gúmmibjörgunar bátun-
um, en þeir félagar, sem björguðust af Guðrúnu, fullyrða að þeir
hefðu alls ekki getað haldið sér á floti í venjulegum trébáti og
alls ekki komizt gegnum brimgarðinn nema í gúmmíbátnum.
í viðtaii við Þjóðviljann lögðu
sjómennirnir á Guðrúnu mikla
áherzlu á að sjómönnum væri
kennd meðferð gúmmíbáta, því
ýmislegt hefði verið sem þeir
vissu ekki lum eða kunnu ekki
á. Hafa sjómennirnir þarna vak-
ið lathygli á mjög þýðingarmiklu
latriði sem þörf er að gefa
<gaum, — og verður vonandi gert.
lEitt af því sem sjómennirnir
ræddu um var að leiðbeinin.gar
á íslenzku fylgdu bátunum og
ennfremur .að áletranir á bátun-
um, til leiðbeiningar þeim' er
þurfa að notia þá, vapru settar á
íslenzku.
Þjóðvjljinn hefur nú fengið
þáer upplýsingar hjá. Lárusi Ósk-
■arssyni, sem hefur aðalumboð
fyrir gúmmíbátana hér á landi,
;að Ieiðarvisir á íslenzku sé lát-
inn fylgja hverjum báti sem
hann selji, og hafi einnig fylgt
ibátnum sem sjómennirnir 'af
'Guðrúnu björguðust á Kemur
þá að því, iað ekki ér nóg þótt
útgerðarmeTmirnir fái slí'kar leið-
beiningar í hendur ef áhafnirn-
ar sem bátar þessir eiga að
verða til bjargar — og hafa tví-
vegis orðið til bjargar i Vest-
mannaeyjum — vita ekki um
þær eða kunna skil á þeim.
Vegna áhuga sjómanna á þessu
máli, og í þeirri von að það
megi verða þeim að einhverjum
n'otum, birtir Þjóðviljinn hér
þær upplýsingar og leiðbeining-
nr um gúmmíbjörgunarbátinn
sem umboðsmaðurinn, Lárus
Óskarsson, hefur góðfúslega ’lát-
ið í té:
Gúmmíbjargbáturinn er pakk
iaður í ipoka úr flotstriga. Á
öðrurn enda pokans er lítið hólf
sem lokað er með smellum. Þeg-
ar nota skal bátinn er hólfið
oþnað og nylon-snúr.a, sem er
uppsett í því, dregin út. Haldið
er fast í isnúruna, eða hún er
bundin í skipið, cg bátnum síð-
■an fleygt í sjóinn. Strekkjast
þarf á nylon-snúrunni, og þenst
‘bóturinn þá út á ca. einni mín-
útu og opnar jafnframt umbúð-
irnar sjálfur. Þegar einu sinni
er toúið ,að þenja bátinn þannig
út, þarf. að hlaða á ný kolsýru-
'hylki, sem fylgir honum. Hleðslá
á kolsýruhylkinu kostar nú lcr.
50,00 :hér.
Ef leki skyldi koma að bátn-
um í notkun þá er ætlazt til að
loftdælan sé notuð til að halda
við nægilegu lofti i’ bátnum og
Safnaðarfundur Langholtssóknar:
Safnaöarfundur Langholtssóknar var haldinn sunnu-
daginn 22. febrúar sl. kl. 5 e.h. aS aflokinni guðsþjónustu
sóknarprestsins séra Árelíusar Níelssonar í Lauganes-
kirkju.
er þá dælt í hann eins og þegar
hann er reyndur.
iNauðsynlegt er að blása bát
inn út að minnsta kosti einu
„sinni á 6 mánaða fresti, og er
það gert með loftdælu, sem fylg-
ir toátnum. Loftventlar þeir, sem
eru notaðir, eru 2 sömu megin
á bátnum og einn á þóf.tunni.
Loftinu er hleypt úr ‘bátnum
með því að opnaðir eru ventlar,
og til þess að ná öllu loftinu úr
bátnum áður en honum er pakk-
að aftur, þarf að nota sog, t. d.
úr so.ggrein á bifreiðarmótor. —
Síðan er ventlunum vandlega
lokáð, og 'gæta þarf þess að
setja toátinn í ‘umbúðirnar eins
og bann var áður. T. d. er nauð-
synlegt, að ny.lqp-snúran geti
auðveldlega náð að hreyfast
þannig, að hún geti tekið í kol-
sýruflöskuhaUsinn, sem hleypir
loftinu í bátinn.
Bátnum fylgir:
1 stk. kolsýruflaska.
1 stk. loftdæla.
2 sett tappar til stöðvunar á
leka.
1 sett viðgerðarefni.
1 par árar.
1 stk. fiskiáhald.
1 stk. drifankeri.
Heppilegast þykir að koma
bjar,gbátnum fyxir í vönduðum
kassa á þaki stýrishússins. —
Nauðsynlegt er vitanlega, að auð
gert sé að ná bátnum úr kass-
anum.
Áríðandi er að gæta þess að
binda toálinn strax fastan eftir
að honum hefur veiúð kastað
fyrir toorð; hnífur er í bjarg-
bátnum til að skera á línuna.
■Ath'Ugið 'að alllöng flotlína með
hring á endanum er í bátnum.
Þverbitann ber að blása út hið
allra fyrsta með pumpunni. —
Nauðsynlegt er að lathuga, að
drifankerið sé virkt, er það fest
með snúru í annan enda toátsins
og má draga inn eftir vild utan
frá. .
Formaður safnaðarnefndar
Helgi Þorláksson setti fundinn,
fór liann nokkrum orðum um
þá erfiðleilia, sem hinn nýstofn-
aoi söfnuður á við að etja þar
eð haun hefði engan samastað
til guðþjónustuhalda innaa
sóknarinnar. Við svo búið mætti
ekki standa, því að söfnuður-
inn þyrfti nauðsynlega að eign-
ast sína eigin kirkju og það
sem aílra fyrst, þar sem allt
kristilegt starl' innan sóknar-
innar færi fram í, bæði guð-
þjónustur og bamastarf.
Margir fundarmenn stóou
upp og töluðu um hina rniklu
þörf á því að byggja kirkju
og helzt að hef jast þegar handa
á sumri komandá. Eindreginn
áhugi safnaðarmanna í þessn
efni var ótvíræður. Enda hefur
þegar vérið sfofnuð 15 raanna
fjáröfluaarnefnd vegna hinnar
væntanlegu kirkjubyggingar.
Formaður þeirrar nefndar er
Vilhjálmur Bjarnason forstj.
Laúfskálum við Engjaveg. Mun
hann ásamt gjaldkera saínað-
arnefndarinnar Sveinbirni Finap
syni hagfr. Barðqv. 36 taka á
móti peningagiöfum rg éha't-
um sem fólk vildi koma á fram-
færi til hinnar væntanlegu
Langholtskirkju, sem sennilega
mun verða valinn staður -við Há
logaland. Presti safnaðarins
síra Árelíusi Níelssyni
Aflabrögð í verstöðvunum 16.-28. febr.
Snekkjuv. 15, hafa þegar verið
afhentar rúmar sex þúsund
krónur í kirkjubyggingarsjóð.
Hann mun einnig veita fjár-
framlögum viðtöku.
Safnaðarfundurinti heitir á alla
þá er unna kristni og kirkju
hér á landi að bregðast nú
vel og drengilega við og leggja
máli þessu lið. Að lokum sam-
þykkti þessi fjölmenni fundur
eftirfarandi tillögu:
„Almennur safnaðarfundur
Langholtsprestakalls haldina
22. febr. 1953 samþykkir ein-
róma að hefja sem fvrst bygg-
ingu safnaðarkirkju.
Fundurinn felur fjáröflunar-
nefnd prestakallsins að hefja
þegar almenna söfnun fjár- og
vinnuloforða, og heitir á alla
sóktiarbúa að leggja málinu
fyllsta lið. Jafnframt vonar
fundurinn að bæjaryfirvöld
veiti málefninu skjó'tan'og góð-
an stuðning, meðal annars með
sem ríflegastri fjárveitingu.
Söfnuðurinn treystir 'því að
fjárfestingarleyfi fáist svo
fljótt að hægt verði að hefja
byggingu strax, þegar fé er
fyrir hendi og teikning gerð“.
Fundarstjóri var Örnólfur
Valdimarsson. Safnaðamefnd
Langholtsprestakalls skipa:
Form. Helgi Þorláksson kenn-
ari Nökkvav. 21; Magnús Jóns-
sca alþm. frá Mel Langholtsv.
53; Sveinbjörn Finnsson hagfr.
Barðav. 36; Helgi Elíasson
húsg.b. Kambsv. 35 og Örnólf-
ur Valdimarsson útgm. Lang-
holtsv. 20.
Hér fer á eftir niðurlagið
á skýrslu Fiskifélagsins
um aflabrögðin:
Keflavík.
Þaðan róia 25 bátar með línu,
en 10 toátar með net. Gæftir
hafa verið fremur stirðar og
hafa flest verið farnir 8 róðrar.
Afli hefur verið allsæmilegur á
línu að jafnaði, en afar rýr hjá
netjabátum. Mestur afli í róðri
varð 11-5 'smál. á línuna. Afla-
hæstu toátar frá vertíðarbyrjun
eru Hilmir með 224 smál. í 39
róðrum og fBiörgvín með 224
smál. í 38 róðrum. Afli bátanna
yfir tímabilið er 3166 smál. í
510 róðrum. Heildaraflinn frá
vertíðartoyrjun er 4657 smál. í
921 róðri. Á sama tíma í fyrra
var heildaraflinn 3237 smál. í
691 róðri. Veiðarfæratjón hefur
verið lítið til þessa.
Grindavík.
Þaðan róa 17 bátar, þar af
hafa 2 bátar róið með línu, en
15 hafa veitt í net á tímabilinu.
’Gæftir voru mjög stirðar, voru
flest farnir 8 róðrar. Afli var
allgóður á línuna, en .afli netja-
bátanna var mjög rýr að jafn-
aði. Veiðarfæratjón hefur verið
rnjög mikið að undahíörnu, eink-
um á netjum. Mestan alla á
tímabilinu á línu hafði Von, 50.5
smál. í 7 róðrum, en mestan afla
í net hafði Ársæll Sigurðsson,
30,3 smál. í 8 lögnum. Afli bát-
anna á tímabilinu varð 355 smál.
í 97 róðrum.
Heildariafli frá vertíðarbyrjun
er 1575 smál. í 354 róðrum. Á
sam.a tím>a í fyrr-a nam heildar-
aflinn 1065 smá.1. í 247 róðrum.
Sandgerði.
Þaðan hafa róið 18 bátar með
Mnu. Gæftir liafa verið í lakara
liagi og hafa flest verið fai-nir _8
róðrar. Mestan afla í róðri höfðu
:hin.n 21. 2. Murnmi 14 smál. og
Guð.björg 12.2 smál. Aflahæstu
bátar yfir tímabilið er.u Mumný
með 81.2 smál. í 8 róðrum og
Hrönn með 72.0 smál. í 8 róðr-
um. Afli bátanna yfir tímabilið
.er 858 smál. í 140 róðr.um.
Heildarafli frá vertíðarbyrjun er
2624 smál. í 502 róðrum. Á saraa
tíma í fyrra nam heildaraflinn
3058 smál. í 824 róðrum, þá
reru 21 bátur frá Sandgerði.
Hafnarf jörður.
Þaðan róa 7 bátar með linu, 5
bátar crii á útilegu með línu og
5 bátar veiða í net. Gæftir hafa
verið fremur stirðar, flest hafa
verið farnir 8 róðrar. Afli 'hefur
verið fremiur rýr og mjög lítil.1
hjá netjaibátum. Hins vegar er
veiðarfæratjón varla teljandi
það sem af er vertið. Mikill
hluti aflans er hértur, hitt er
saltað og frýst.
Stykkisliölmur.
. Þaðan róa 2 bátar með línu,
en 3 bátar eru á útilegu með
línu. Afli róðrarbátanna yfir
tímabilið er 57 smál. í 12 róðr-
um, en afli útilegubátanna 158
smál. í 6 veiðiferðum samtals.
Gæftir hafa verið nokkuð stop-
ular.
Reykjavík.
Þaðan eru igerðir út 6 bátar
sem róa með línu, 12 bátar sem
eru á útilegu með línu og 5 bát-
ar sem veiða í net. Gæftir hafa
verið f.remur stirðar, en afli línu-
báta mjög sæmilegur eða að
jafnaði 5—6 smál. í róðri. Flest
hafa verið farnir 8 róðrar. Afli
netjabátanma er hins vegar mjög
rýr og haf.a þeir orðið fyrir all-
verulegu veiðarfæratjóni af völd-
um óhagstæðrar veðráttu.
Aflinn er aðallega frvstur og
hertur, en nokkuð er þó saltað.
Akranes.
Þaðan eru gerðir út 18 bátar,
sem .allir róa með línu. Gæftir
hafa verið lallsæmilegar og afli
allgóður. Mestur afli í róðri varð
13.2 smál. Mestan afla frá ver-
tíðarbyrjun hafa Ásmundur, 221
'smál. í 28 róðrum og Fram með
_2i>2 smál. í 31 róðri. Heildar-
aflinn frá vertíðarby.rjún er
2725.6 smál. í 450 róðrum. Á
sama tíma í fyrra nam heildar-
aflinn 2115.3 smál. í 468 róðr-
Ekkl vantar þjóðarstoltiö hjá
Tímanum! Þegar hami skýrir frá
því að amerískir liundingjar á
Keflavíkurflugvrili lcjaftsliöggvi ts-
lendinga og þeir fái ekki leiðrétt-
ingu mála sinna, þá er tónninn í
frásögninni nokkurnveglnn þessi:
Elsku Ameríkanar! Farið þið
gætiiega í að kjaftshöggva Is-
lendingana. Það stórhættulegt. Það
gieti verið að ótætis Islendingarnir
risu upp — og hvar s.töndum við
þá?
ui
■ið
*ia hraðfrystur, en mjög lit-
r saltað.
um.
Aflinn er svo til eingöngu hert
Þorlákshöfn.
Þaðan eru gerðir út 5 bátar
með línu og auk þess einn úti-
legubátur. Gafeftir hafa verið
mjög slæmar á þessu tímabili,
en afli sæmilegur þegar gefið
hefur á sjó. Mestan afla frá ver-
tíðarbýrjun hefur Þorlákur, 103.7
smál. í 27 róðrum. Heildarafli
frá vertíðarbýrjun er 538 smál.
i 155 róðrum. Á s-ama tíma í
fyrra nam heildaraflinn 258.6
smál. i 107 róðrum. Aflinn er
mestmegnis saltaður, ~en þó er
einnig nokkuð hert og hraðfryst.