Þjóðviljinn - 04.03.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.03.1953, Blaðsíða 6
6) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 4 marz 1953 tilÓfiiyíUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviijanc h.f. íslendingar smánaðir Frétí sú sem Þjóðviljinn birti s.l. laugardag hefur að vonum vakið m.kla athygli. Ólafur Thórs hefur gefið út reglugerð ,:um eftirlit með iskipum og öryggi þeirra“ og er ætlazt: til að reglugerð þessi hafi lagagildi. í Í95 grein þesarar reglugerðar er komizt svo að orði: ..Ef á skipi eru saman að staðaldri hvítir menn og menn af öðrum kynstoínum, skulu, ef ástæða þykir til, vera sérstakir svefnkler'ar handa hvorum, einnig skulu þeir vera sér um salcrni. Ef þeir sem ekki eru hvítir mat- reiða fyrir sig sjálfir skal þem ætlaö sérstakt eldhús“. * Og það er ekki að undra þótt þessi frásögn Þjóðviljans nafi vakið miklo athygli. íslendingar hafa alla tíð haft sérsíaka andstyggð á kynþáttaofsóknum og hafa ævin- iega talið þaö aðalsmerki sitt að berjast gegn því sið- leysi, þar sem þeir hafa haft aðstööu til. Og svo er allt í einu komið inn, í reglugerð með laga- gildi ákvæði um meöferð á „annarra kynstofna fólki“ og hún er greinilega samin eftir ákvæðum þeim sem tíðkast í Bandaríkjunum og vakið hafa viðbjóð allra siðaðra manna. Það er augljóst mál að ákvæði þetta er þannig til komið að Ólafur Thórs og samstarfsmenn hans hafa gert sér hægt um vik þegar þeir þurftu að fjalla um „eftirlit með skipum og öryggi þeirra“ og þýtt bandarískan lagabálk um sama efni. Hitt er þó fráleit kenning að þessi grein . um kynjþáttakúgunina hafi villzt með; þótt vinnubrögð kunni stundum aö vera kynleg í stjórnarráðinu hljótá einhverjir skynibornir menn að lesa yfir reglugerðir áður en þær eru sendar út. Greinin hlýtur því aö Vera höfð með í reglugerðinni af yfirlögðu ráði. Ástæðurnar til þessa eru auðsjáanlega tvennar: 1. Bandaríkin eru jafnt og þétt, dag frá degi, að vinna að því að breyta íslandi í bandaríska nýlendu. Einn liður í þeirri sókn er aö sjálfsögðu aö breyta íslenzku stjórnar- fari 1 þá átt, sníða íslenzk lög og reglur eftir bandarísk- um fyrirmyndum. Hitt lítur herraþjóðin á sem algera móðgun ef agentar hennar hér fella niður lagagreinar sem eru taldar hafa að geyma einn meginkjarnann í bandarískri lífsskoöun — the american way of life. Og hver er Ólafur Thórs að hann veki reiöi yfirboðara sinna a bann hátt. 2. Það virðist ekki fyrirsjáanlegt á næstunni að erlend- ?.r sjómenn veröi ráðnir á íslenzk skip og því ekki líkur á að ákvæði þetta komi til framkvæmda á þann hátt um sinn. Hins vegar eru Bandaríkin, svo sem alkunnugt er, að sölsa undir sig æ víötækari_ yfirráð yfir öllu efnahagslífi íslendinga, og eru nú m.a. að ráögera aö koma hér upp stóriðju. í sambandi viö það er mjög líklegt að þeir láti 'skrá skip sin hér á landi til þess að annast flutninga í sam bandi við þessar framkvæmdir. Og þá þurfa íslenzk lög og reglugeröir að vera í samræmi við vilja þeirra og þarfir. Þetta er eitt dæmi af mörgnm um alveg furðulegan undirlægjuhátt íslenzkra stjórnarvalda fyrir bandarískum vaidboðum. íslenzkir ráðherrar virðast líta á sig sem lið- ugustu sendla og þeim virðist ekki ofbjóða neitt. Það hafa að vísu gerzt langtum stórfelldari atburðir í þeirri ömur- legu sögn en þetta reglugerðarákvæði Ólafs Thórs, en þó er fátt sem sýnir eins fullkomlega algera niðurlægingu stjómarvaldanna. Islendingar hrukku við þegar Þjóðviljinn birtir fréttina um kynþáttaákvæðiö. En það er ekki nóg að hrökkva við. Nú þarf að hefja nýja samstillta sókn gegn niðurlæging- unni og smáninni. Tækifærið 'er framundan, kosningarn- ar í voi>: ‘En' tikþess að ná árangri sem um munar þurfa allir þeii’ sem ekki vilja láta erlendan her og erlenda ráða- menn vaða uppi á íslandi að sameina,st í eina fylkingu til varnar heiðri íslands og frelsi þjóðarinnar. Allir heiðar- legir menn verða að taka höndum saman og snúast gegn þeiiri hættu sem er öllum öðrum meiri og afdrifaríkari lyrir þjóðina. Á innlendum slóðum Sunnudagur vfð höfnlnei Á aðra viku hefur látlaust verið unnið að uppskipun við Reykjavíkurhöfn. Matvælum, bygígingarefni, vörubílum, alls- konar vélum og einhverjum af- ardýrmætum varningi, sem ekki ósjaldan er merktur „high explosive'V hefur verið lyft upp á bafnarbakkann úr mikl- um og glæsilegum hafskipum. UNÐARLEGT FÓLK, ÍSLENDINiGAR Síðustu viku hafa reykvískir verkamenn yfirleitt ekki þurft að eyða tímanum við seigdrep- andi rölt um hafnarbakkann í leit að vinnu. Dag eftir dag núg að gera við að skipa upp vörum. Hvílíkir gleðidagar hljótá þetta að hafa verið! Og þó 'hefur furðumargur verka- ■maðilrinn verið undarlega ókát- ur á svipinn. Undarlegt fólk, íslendingar. HVAÐ ÆTTI AÐ VERA FEGURRA? Já, þeir hljóta að hafa verið undarlega gerðir verkamenn- irnir, isem ekki hló bugur í torjósti við að handleika dag eftir dag allt það byggingar- efni sem lyft var úr lestum skipanna fraimmi Undan Eim- skipafélagshúsinu. Það margir þeirra eiga heima í lékgum vistarverum víðsvegar um toæ- ,inn. Sumir búa í brcggum, iaðr- ’ir í skúrum. Hvað skyldi vera íegurra í augum húsnæðisiauss manns en byggingarefni? Næst því að sjá iglæsilegar íbúðir rísa af grunni. Loks myndi draumurinn um mannsæmandi íbúð rætast! MYND FYRIR RIT- ■STJÓRA DAGS Hvílík gleði hlýtur að háfa gripið öll þau hundruð manna sem dreymir um að byggja sér ,,smáíbúð“ þegar þeir fréttu um allt þetta byggingarefni. Sunnu- daginn 22. febr. kom ég í smá- rbýðahverf ið. Það voru öðru hvoru útsynningsél, en þar voru m. a. tvær konur klædd- ar vinnubuxum að moldarverk- um við hlið karlmanna. Þann dag handléku þær skóflur en ekki saumnál, hjólbörur í /stað útsaums. Hve dásamlega mynd hefði ég ekki getað sent rit- stjóra Dags á Akureyri Hann ■hefði ekki þurft an.nað en setja undir hana að myndin sýndi hve imiskunnarlaus væri þræl- dómur ikonunnar í Sovétríkj- unum, þrældómur, sem ekki þekktist á vesturlöndum! EKKI í SMÁÍBÚÐIRNAR iNÉ NÁTTÚRUGRIPA- SAFNIÐ Stundum gleymum við því að við búum ekki einir í þessu landi og höldum því að allar vörur sem skipað er á land í Reykjavík séu ætlaðar okkur. En það er fánýtt að fagna 'by'ggingarefninu sem skipað var upp frammi undan Eim- 'skipafélagshúsinu í vikunni sem leið: Það átti ekki að fara í smáiþúðii nar, ekki heldur náttúrug'i'ipasafn íslenzka ríkis- ins né .ráðhús höfuðborgarinn- ar. Þetta byggingarefni var flutt jafnóðum burt úr toæn- um, suður með sjó og inn fyrir gaddavírsgirðinguna i Miðnes- heiðinni, þar sem erlendir varð- menn standa með marghleypu á huppnum. ■ SÓLSKIN OG HVÍLD VIÐ KÖFNINA ,En nú er sunnudagur, sól- skiiþ — og vafalaust hvíld við höfnina. Lítill snáði hefur tog- ;• aði mig niður á Amarhólstún. Það er svo gaman að hnoða meyran snjóinn. Hurðin undir Ingólfi feílur ekki að stöfum og út um rifuna berst ómur af einum þessara fösjtu sunnudags- funda. Sundin eru tola, Esjan hvít, Innan frá AKraíjalli ligg'ur dökkur skýjastrengur lárétt yf- ir grábláan himininn unz hann ihverfur í óendanleikann í 'vestri. Fyrir neðan Arnar- hólstúnið blikar á þök Hreyf- ilsbíla sem bíða eftir farþeg'- um, er koma tregt. Og það er margt flutninigaskipa í höfn- inni; svo margt að stóru flutn- ingaskipi hefur verið lagt utan á annað meðan það bíður eftir plássi. FEDUR OG SYNIR Það er jafnfallinn snjór á Amarhólstúninu, kramur af sólskini, hrein gullnáma fyrir þann aldursflokk mannsævinn- ar sem telur snjóbolta eina stærstu gleði lífsins. Snáðinn sem dró mig hingað er tekinn til óspilitra málanna. Og það eru fleiri slíkir komnir til að hnoða snjó. Þeir eru flestir á þeim .aldri þegar þeim er ekki slepp.t fylgdarlausum. Einhverra ' hluta vegna virðast eintómir feður stunda bamaigæzlu hér í dag. Aumingja feðurnir. Þarna istan.da þeir óþolinmóðir, tví- stíigandi og fýldir meðan syn- ir.nir hnoða snjó og ljóma jaf ihaimingju! Loks kemur ■ kona. Hún er með hóp með sér. Og ■af því það situr karlmaður á suðurbekknurev tekur hún sér stöðu við hornið á norður- bekknum. SVIPURINN ÞEGAR MENN SNERTA 1 ÓÞVERRA , Kliður gláðra bama sem hnoða snjó ýfirgnæfir nú bíla- skröltið niðri á Hverfisgötunni. Það er .gott að hlusta stundar- korn á þennan vorþyt mann- lífsins — og láta sig dreyma þegar maður var líka uingur og hnoðaði isnjó. Allt í einu er þessi bjarti kliður rofinn af dimmri röddu: „Wbat is this?“ Að baki mér standa þrír „civil“ klæddir menn og teygja álk- urnar móti spanskgrænni á- sýnd Ingólfs Amarsonar. Þeir ganga norður fyrir styttuna, jórtrandi. Konan sem hafði tekið sér stöðu á norðurhorn- inu kemur-nú skyndilega suður fyrir. iHún er á svipinn ein.s og fólk verður oft þegar það verður fyrir því slýsi áð koma við óþverra. „Komið þið, krakk- ár“, segir hún. En einn snáðinn hennar ihorfir dolfallinn upp í mennina sem glápa á Ingólf Arnarson. Hann skilur jafnlítið hvað þeir eru að segja og þeir skilja lítið hvað Ingólfur Arn- arson er. „Komdu strax!“ skip- ar konan, og er höst. KVEÐJUSTUND Það eru mörg skip í 'höfn- inni. Og sináðinn sem teymdi mig niður á Arnarhólstún tog- ar mig nú niðiur að höfn, — „til þess að sjá skipin“. Framiandi áherzlur, tungu- mál talað út um nefið, fær mig til að líta til hliðar í Try.ggva- götunni. Það situr ung stúlka inni í b'íl, en tveir menn standa fyrir utan og kappræða eitt- Framhald á 11. sí'öu. . Þessi mynd er frá því er birgðaflutningar til bandaríska liersins liófust. í síðustu viku kon#u þrju slík bandarísk birgðaskip, — auk Tröllafoss er flutti sprengjur og skotfæri til hersins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.