Þjóðviljinn - 05.03.1953, Side 8
U%Si%V.%-JViV^W.W.V.v^^^w.".WAV‘.V.VAWAW.Vk^'VVV.W.-AVAW.W,
-S) — ÞJÓÐVILJINN— Fimmtudagur 5 marz 1953
Orðsending
frá Máli og menningu
Þeir, sem enn eiga ósóttar pantaðar bækur úr
kjörbókafiokki Máls og menningar, eru vinsamleg-
ast beðnir að vitja þeirra hið fyrsta í
Bókabúð Máls og menningar,
Laugaveg 19.
SKáÞlNG ÍSLENDINGA1153
hefst um 20. marz, keppt verður 1 öllum flokkum:
Landsliði — Meistaraflokki — I. og 2. flokki.
Þátttaka tilkynnist fyrir 15. marz til Skáksam-
bandsins:
Ólafur Friðriksson,
Laugaveg 134. Sími 5930
Baldur Möller, Jóhann G. Jóhannsson,
Sólvallag. 6 Ásvallagatu -59.
Aiistfirðingamótið
verður haldið föstudaginn 6. marz kl. 8 síðdegis.
(Húsið opnað kl. 7.30).
Dagskrá:
1. Minni Austurlands (sr. Jakob Jónsson).
2. Oktett syngur.
3. Karl Guðmundsson skemmtir.
4. Guðm. Jónsson, óperusöngvari syngur.
5. Svavar Lárusson og Jóhanna Óskars-
dóttir syngja með hljómsveitinni.
Aðgöngumiðar á kr. 35 seldir í dag í verzl.
Ljósafoss, Laugaveg 7 (sími 2303) og í Bækur og
ritföng, Austurstræti.
Stjórnin.
VÍTAKAST
Grein sú er hér fer á eftir í
láuslegri þýðingu, er eftir
danska handknattleiksmanninn,
knattspyrnumannin og íþrótta-
blaðamanninn Khud Lundberg,
sem oft vekur á sér athygli
fyrir góðar greinar um íþrótta-
mál. Þessi grein hans á vissu-
lega erindi til íslenzkra hand-
knattleiksmanna og þá sérstak-
lega dómaranna.
Hinar nýju reglur í hand-
knattleik hafa gert handknatt-
leikinn að betri leik. Á því er
enginn vafi. 'Ef þær verða þá
haidnar. Það verða dómararnir
áð sjá um en á þvl vill verða
misbrestur nú til dags. Von-
andi vegna þess hve reglurnar
eru nýjar. Það er erfitt að
sjá — sérstaklega fyrir þá
sem ekki hafa langa keppnis-
reynslu að baki — hvenær
leikmaður er hindraður ólög-
lega, hvenær hann er aðeins
A truflaður ólöglega og hvenær
hindrunin er lögleg.
Það kemur oft fyrir að brot
er falíð með vilja bak við
líkama þess er brýtur eða
mótherjans. 'Dómárin'n getur
aðeins séð viðburðina frá einni
hlið og bað er því miður ekki
nema einn dómari. Hann er
því tilneyddur til að dæma eft-
ir þeim afleiðingum sem brot-
ið veldur. Sérstaklega í þeim
kringumstæðum að sóknarmað-
ur sýnilega að ástæðulausu
tapar jafnvægi. Maður getur
ekki alltaf séð sjálft brotið.
Það værí fávíslegt að gera
ráð fyrir slíku. Það er erfitt
að upplýsa þau af afleiðing-
unum einum. Það krefst mikill-
ar þjálfunar og skilhings; það
síðasta hafa Sem betur fer
flestir dómarar okkar, og fyrra
atriðið læra þeir smátt og
smátt.
Það er þó ástæða til að vekja
áhuga þeirra á óheppilegri túlk-
un sem er í þann veginn að
festast: Þegar sóknarleikmað-
ur hefur komizt í frjálsa skot-
stöðu, hendir það mjög oft að
hann er truflaður alvarlega,
áberandi og ruddalega, af mót-
herja sem álítur, áð fyrst
sækjandinn er kominn í opna
skotstöðu geti þáð ekki gert
hættuna meiri þó hann fái á
sig vítakast.
Þessi ömurlegi hugsunarhátt-
ur hlýtur alltof oft laun, stund-
um aðeims nieð vítakasti sem
mistekst, án þess að aðvör-
un eða brottrekstur, sem rétt-
látt var, komi til. Enn þá
verra er þó að sækjandinn get-
ur truflazt svo mjög að hann
skjóti af þeirri ástæðu og -hið
opna tækifæri ónýtist. — Fari
knötturinn fram líjá marki eða
markmaður verji, skiptir dóm-
arinn sér næstum aldrei af því.
Þegar maður spyr þá hverju
það sæti, er svarað: sækjand-
inn getur ekki krafizt áð fá
tvö tækifæri!
Með öðrum orðum, liér höf-
um við eitt brot af þeim til-
fellum þar sem lögbrot borga
sig, tilfelli sém eyðileggja svo
mikið menningargildi íþrótta-
greinarinnar. Hinn „hyggni1.1
varnarleikmaður hindrar ekki
— með ólöglegri hindrun —
sækjandann í að skjóta. Hann
truflar skotið aðeins með því
að stjaka við eða halda hon-
um eða ýta við armi hans í
skotaugnablikinu. Það þarf ekki
svo mikið tii, en. aðferðin er
svo svínsleg, að henni ætti að
refsa mjög strangt. Menn gera
þá viliu að dæma aðstæðurnar
út frá sjónarmiði sækjandans.
Það má ekki „gefa honum tvö
tækifæri“, Það er rangt. Það
eru brot vamarleikmannsins
sem refsa ber, og þeim skal,
vegna handknattleiksmannsins,
refsað strangt.
Það skeður aðeins örsjaldan
að dómari nái að átta sig áður
en- skotið hefur verið fram-
kvæmt og örlög þess ráðin,
þannig á það líka að vera,
vegna hagnáðarreglunnar. Síð-
an á hann auðvelt með að úr-
skurða. Fari knötturinn í mark
er það mark, fari hann ekki
í mark er það vítakast, í báð-
um tilfcllum áminning eða
brottvikning. — Það varpar
nokkru Ijósi yfir þetta atriði,
að líta á hvernig farið er með
sama atriði í körfuknattleik.
Þar skiptir engu máli þetta
slúður með ,,hin tvö tækifæri*’.
Sé ráðizt að sækjanda ólög-
Lega við skottilraun fær hann,
ef hann skorar ekki, tvö víta-
köst, þar sem hvort gefur 1
stig ef þau fara í körfuna. Það
gefur tvö stig eins og þegar
skotað er í leik, en auk þess
er dæmt vítaliast.
Skyldi þetta ekki fljótt geta
komið á hreinni línu í þetta
atriði, ef handknattleiksmaður
sem er ólöglega hindraður um
leið og hann skorar fengi líka
dæmt vítakast auk marksins.
Ef vi’ð aðeins værum. öruggir
með að þessar hindranir gæfu
alltaf vítakast ef ekki er skorað
mundi mikið ávinnast.
IVWJWVUWMWA'/^^VJWVVVWWyWWWWWVWÍ.VVl
veiðar opnaður í Lisfamannaskálanum næstkomandi mánudag, 9. marz ©g sfendur úfsalan yfir í nokkra áaga.
Þar verða eins og sl. ár á boðstólum feiknar úrval bólca, sem lækkaðar hafa
verið stórlega í verði, sumar um allt að
M.a. verða á útsölunni allar bækur Sjómannaútgáfumiar, fjöldi barna- og ung-
ilingabóka, ferðasögur, ævisögur, bækur um þjóðleg fræði í tugatali, ljóðmæli,
fímur, leikrit og tímarit, svo að eitthvað sé nefnt. Síðar mun*svo verða birt
skrá yfir allar bækurnar í blöðunum.
Ódýri bókamarkaðnrinn hlaut miklar vinsældir hvarvetna um land, og ekki
sízt í Reykjavík á árinu 1952, vegna hins lága bókaverðs og mikla úrvals
góðra bóka, er hann hafði að bjóða. 1 ár verða ennþá fleiri bækur á útsölu
ókkar eða 4—500 og verðið svo hagstætt að enginn, sem vill eignast gcðar
og ódýrar bækur, má láta þetta tækifæri ganga sér úr greipum.
Munið Ódýra bókamarkaðinn í Lisiamannaskálanum 9. marz næsfkomandi.
ðdýri bókamarkaðurinn