Þjóðviljinn - 19.03.1953, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 19. marz 1953
þJÓÐVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson iáb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
19. — Sími 7500 (3 linur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Frentsmiðja Þjóðviljane h.f.
Upplausn í hernámsflokkunum
Þaö er langt síðan annaö eins los hefur veriö á
skoöunum fólks og nú. Þaö hriktir og brakar í her-
námsflokkunum öllum, ný blöö eru gefin út og nýir
flokkar stofnaðir. í forsetakosningunum síöastliöiö sum-
ar réðu stjórnarflokkarnir ekki viö neitt, slíkir þver-
orestir urðu t. d. aö viö' lá aö Sjálfstæöisflokkurinn
klofnaði cg er engan veginn gróið um heilt síöan. í
haust gerðust svo þau tíöindi aö forusta AB-flokksins
hrapaöi úr valdastólum sínum í einu vetfangi. og þótt
hún hafi síóan tryggt sér aöstööuna aftur með öörum
aðferöum má enn vænta mikilla sviptinga á næstunni
og ekki ólíklegt aö flokkurinn klofni einnig formlega.
í Framsókn er búizt við harövítugum átökum á flokks-
þinginu sem hefst nú í vikunni. Þaö er á allra vitoröi
að fjölmargar þúsundir kjósenda sem undanfarið hafa
kosiö hernámsflokkana hafa nú snúiö við þeim baki ög
eru aö velta fyrir sér hvernig atkvæöin veröi bezt hag-
nýtt í kosningunum í sumar.
Það er Sósíalistaflokkurinn einn sem gengur nú til
kosninga sterkari og öruggari en nokkiu s.mni fyn.
Enda er þaö árangur af baráttu og stefnu Sósíalista-
ílokksins aö uppreisnin magnast í herbúöum heináms-
flokkanna. Þaö er árangur af baráttu Sósíalistaflokks-
ins að Stefán Jóhann og klíka hans ultu úr miðstjórn
A.B-flokksins á þinginu í haust. Það er barátta Sósíal-
istaflokksins sem veldur því aö misklíðin magnast í Sjálf-
stæöisflokknum og æ flsiri snúa viö honum baki. Þaö
stafar af baráttu Sósíalistaflokksins að ráðamenn Fram-
sóknar sjá fram á stórfellt fylgishrun í kosningunum í
sumar, ekki sízt í bæjunum. Það er sókn Sósíalista-
flokksins sem veldur því að' ný stjórnmálablöö spretta
upp og nýir flokkar eru ‘stofnaðir. Svo víðtækan árangur
hefur sókn Sósíalistaflokksins borið frá þvi hernáms-
íiokkarnir mynduöu stjórn sína 1947.
Stefna sú sem Sósíalistaflokkurinn hefur markaö hef-
ur staöizt próf reynslunnar alla tíð. Allt frá því fyrsta
hefur Sósíalistaflokurinn varaö við afleiðingum banda-
rískrar ágsngni og barizt haröri baráttu um hvern nýjan
áfanga. Sósíalistaflokkurinn hefur sagt nákvæmlega fyr-
ir hver þróunin myndi verða, og það hefur allt ásannazt,
einnig þaö sem ýmsum þótti ótrúlegast í upphafi. Á sama
hátt hefur Sósíalistaflokkurinn sagt fyrir hver yröi þró-
unin í efnahagsmálum, rakið sundur þættina og sýnt
fram á afleiöingar þær sem nú blasa við hverjum manni.
Þessi stefna hefur ekki. alltaf mætt fullum skilningi, en
nú blandast engum hugur um aö hún var hárrétt og í
fvHsta samræmi við hagsmuni þjóöarinnar.
Sósíalistaflokkurinn gengur þannig til kosninganna í
sumar sem sigurvegari; hann hefur boöað rétta stefnu
í málefnum þjóðarinnar og fleiri en nokkru sinni fyrr
hafa nú risiö til andstöðu viö hernámsflokkana og
störf þeirra. En það er ekkj þar meö sagt aö þær þús-
undir sem snúið hafa baki við hsrnámsflokkunum og
fallizt í verki á baráttu Sósíalistaflokksins hafi aö-
hyllzt sósíalisma sem lífsskoöun. Einmitt þess vegna eru
ýmsir að leita fyrir sér um stofnun nýrra flokka. En þaö
er þessi staöreynd sem hernámsflokkarnir hugsa sér aö
hagnýta. Ef þeim tekst að sundra andstööunni, fá t. d.
íram klofningsframboð þar sem fjölda atkvæöa væri
kastaö á glæ, telja þeir sig hafa unnið varnarsigur ssm
geri þeim fært að halda áfram sömu stefnu í' lands-
málunum.
Sósíali'Staflokkurinn hefur einnig tekiö tillit til þess-
ara aöstæöna og sýnt fram á hvernig hægt er aö sam-
cina alla andstæöinga hernámsstefnunnar, þrátt fyrir
skoðanaágreining um önnur mál. Ávarp flokksins, sem
birt var fyrir nokkrum dögum, rekur hvsrnig hægt er
aö tiyggja slíka einingu í kosningunum í sumar. Hefur
ávarp flokksins vakiö mjög mikla athygli; og umtal, og
enn aukiö þann geig sem hernámsflokkarnir eru gagn-
teknir af.
Er Rödd Ameríku hjárómaP
McCarfhy veldur fjaSrafoki i upplýs-
ingadeild utanrikisráSuneytisins
í róðursþjónusta Bandaríkja-
•**■ stjórnar, hin svonefnda
Rödd Ameríku, hefur unnið að
því sleitulaust síðan. hún var
stofnuð fyrir nokkrum árum
að grafa undan áliti og utan-
ríkisstefnu Bandaríkjanna
um alla jarðarkringluna, eða
það fullyrðir að minnsta kosii
Joseph R. McCarthy, öldung-
ardeildarmaður frá Wisconsin-
fylki og formaður Föstu rann-
sóknarnefndarinnar í öldunga-
deildinni. Undanfarnar þrjár
vikur hefur McCarthy unnið
ötullega að því að finna orð-
um sínum stað með þeim ár-
angri að stjórnandi upplýs-
ingadeildar bandaríska utan-
ríkisi’áðuneytisins hefur verið
knúinn til að segja af sér,
öll starfsemi ráðuneytisins og
þó einkum upplýsingadeiidai-
inoar er gengin úr skorðum
og einn starfsmaður Raddar
Ameriku hefur framið sjálfs-
morð.
bent á að nafn hans væri vel
þekkt í löndum Austur-Ev-
rópu. Ekki hafði McCarthy
fyrr sleppt orðinu en Dulles
utanríkisráðherra nam úr
gildi fyrirmælin um að nota
efni úr verkum ,,umdeildra“
höfunda í útvarpi Raddar Am.
eríku, hann gekk meira að
segja lengra og lagði blátt
E r l e n d
tíðindi |
bann við því að nota efni eft-
ir „kommúnista, áhangendur
kommúnista og umdeilda rit-
höfunda". Til að fullnægja
réttlætinu út í yztu æsar voru
síðan öllum bókasöfnum
bandarísku upplýsingaþjónust-
unnar erlendis sead fyrirmæli
um að taka niður af hillum
sínum sérhverja bók eftir
sönnunargögn McCarthys fyr-
ir að óamerísk öfl liefðu bú-
ið um sig í stjórn Raddar
Ameríku. I stóru skotin var
notað sterkara púður en það.
Til dæmis var ungfrú Nancy
Lenkeith, do'ktor að nafnbót,
ekkert blávatn. Hún bar það
frammi fyrir sjónvarpsmynda-
vélunum í fundarherbergi
Föstu rannsóknarnefndarinn-
ar að hún hefði verið rekin
frá ■ störfum hjá Rödd Am-
eríku fyrir að vera andkomm-
únisfcísk. Auk þess hefði að-
stoðardeildarstjórinn í Frakk-
laadsdeildinni, þar sem hún.
vann, skýrt sér frá því fyrsta
starfsdaginn að hann hefði
mikinn áhuga á stofnun sam-
eignarhópa þar sem börn
fengju félagsuppeldi. ,,Ég
sagði honum að ég ætti eng-
in. Haan sagði, að hægt væri
að bæta úr því. Þá sagði ég
að ég ætti engan eiginmann.
Hann sagði að það gerði ekk-
ert til, það vær hægt að bæta
úr því .... Ég spurði hann,
liverskonar fólk hann vildi
hafa þarna .... og hann
sagði mér .... fólk með eng-
ar rótgrónar trúarskoðanir".
Slíkur vitnisburður, þar sem
lauslæti og guðleysi var sam-
tvinnað, tryggði auðvitað ung-
frú Lenkeith og þá ekki síð-
ur McCarthy riflegt rúm á
forsíðum blaðanna um öll
iBandaríkin. Minna fór fvrir
yfirlýsingu aðstoðardeildar-
stjórans um áð sérhvert orð
henna.r væri lj'gi og rógur.
Joseph McCarthy lætur það
ekki liggja i láginni að hann
sé guðrækinn kaþólskur mað-
ur og ekki leið á löngu að
hann lét nefnd sína grennsl-
ast betur eftir guðléysi starfs-
mana Raddar Ameríku. Þar
kom fram önnur kona, frú
Shephard, sem skýrði frá því
í sjónvarpaðri yfirheyrslu að
hún hefði verið með Roger
Lyons, stjórnanda trúmála í
dágskrá Raddarinnar, fyrir
nokkrum árum og það væri af
og frá að hann hefði trúað þá á
guð. Lyons flýtti sér að mót-
mæla og færði það fram til
sannindamerkis um trúarvissu
sína að hann hefði ekki alls
fyrir löngu gefið tíu dollara
til kirkju Lútherstrúarmanna
í Engelwood í New Jersy.
\Jið þessa vitnisburði bættust
* ásakanir manna, sem
kvörtuðu yfir breytingum á
handritum sínum fyrir Rödd
Amerí.tu, og aðdróttanir um
skemmdarverk á dagskrá'.ium
til Suðu^-Ameríku og ísraels
og fleira og fleira, sem hér
er ekki rúm til að rekja. En
áhrifin af skrípaleiknum í
fundarsal Föstu rannsöknar-
nefndarinnar létu ekki á sér
standa. Dr. Wilson Compton
sagði af sár stjórn upplýs-
ingardeildar utanrr'cisráðuneyt
isins. Bandarísk blöð skýrðu
frá því, að starfsmenn í utan-
ríkisráðuneytinu héfðu orðið
Framh. á 11. siðu
C*tarfsaðferðir McCarthys og
^ aðstaða hans í stjórnar-
kerfi Bandaríkjanna eru þann-
ig, að ekki er furða þótt
starfsmenn utanríkisráðuneyt-
isins verði taugabilaðir o'g af-
kastalitlir af einni saman vitn-
eskjunni um að liann kann
hvenær sem er að stefna þeim
fyrir sig til yfirheyrslu. Sjón-
varpað er frá fundum Föstu-
rannsóknarnefndarinnar um
öll Bandaríkin auk þess sem
fundarsalurinn er jafnan troð-
fullur af fréttamönnum og ó-
breyttum áheyrendum og oft-
ast biðröð við dyrnar. Enginn
embættismaður, seu; Mc-
Carthy hefur tekið í sig að
leggja í einelti, hefur átt sér
uppreisnar von. Alitaf finnast
nóg vitni til að sverja upp a
þá kommúnisma og þá er ekki
að sö'kum að spyrja, brott-
rekstur úr starfi fylgir og
hlutaðeigandi er þaðan í frá
i settur utangarðs í baadarísku
þjóðlífi, hann er kominn á
svarta listann, óalandi, óferj-
andi og óráðandi ölium biarg-
ráðum, einli af skógarmönn-
um nútímans.
| Tpphafið á hreinsun Mc-
Carthys í Rödd Ameríku
var yfirlýsing lians á fundi
Föstu rannsóknarnefndarmnar
um að ,,það eru nokkrir ná-
ungar í Rödd Ameríau, sem
hefur orðið frekar vel ágengf
í því að fremja skemmdarverk
gegn utanríkisgtefau Dulles og
Eisenhowers“. Auk þess hefði
þar verið um „gífurlega. sóun
að ræða, svo riemur tugum
milljóna". Um „undirróðurinn
og skemmdarverkin" gat. hanr,
þegar nefnt hróplegt dæmi:
Fyrirmæli höfðu verið send
yfirstjórn Raddar Ameríku til
starfsmanaanna um að það
myndi vera hentugt að nota
viðeigandi glefsur úr verkum
róttækra, bandarískra rithöf-
unda í dagskrám, sem ætluð
væri að hafa áhrif í sósíalisk-
um löndum. Sérst.aklega var
tilnefndur Howard Fast og
„kommúnista, áhangendur
kommúnista og umdeilda rit-
höfunda“.
IT'yrsta lota var því frægur
* sigur fyrir kappann Mc-
Carthy og styrkti hann auð-
vitað til ciýrra dáða. Þeirra
var líka ekki langt að bíða.
Hann skáut nú af öllum fall-
byssum í einu og þegar reyk-
urinn greiddist í sundur var
Rödd Ameríku svo gott sem
óstarfhæf. Hinsvegar hefur
þess ekki orðið vart að einn
einasti „óþjóðhollur undir-
róðursmaður“, sem allt átti
að mora þar af, hafi fallið fyr
ir liríðinni. Vitni ‘báru það að
2 öflugum útvarpsstöðvum
Raddar Ameríku hefði verið
valinn staður þar sem loft-
truflanir myndu fara verst
mcð secidingar þeirra. Fram-
kvæmdum við byggingu stöðv.
anna var þegar í stað hætt.
Lýst var ferlegum upptöku-
vagni, sem smíðaður hafði
verið eftir pöntun fyrir Rödd-
ina. Vagninn, sem skýrt var
frá að hefði kostað milljón
króna, fór sína fyrstu og síð-
ustu upptökuferð fyrir tveim
árum. Eftir hana þurfti að
gera við hann fyrir hálfa
milljóu og síðan hefur honum
verið lagt.
ýr mistök af þessu tagi
voru þó eklri öflugustu