Þjóðviljinn - 20.03.1953, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.03.1953, Blaðsíða 1
Föst'udagur 20. marz 1953 18. árgangur 66. tölublað Fulltrúar langferðabílstjóra víðsvegar að úr Noregi sátu á fundi í Osló í igær og ræddu verkfall sitt. Hefur stjórn Al- þýðusambands Noregs fordæmt það og yfirvöidin lýst það ólög- Jeigt. _ Bílstjórarnir samþykktu að ekki væri hægt að aflétta verk- fallinu nema atvinnurekendur og stjórnarvöldin hættu að hundsa sanngjamar kaupkröfur þeirra. Tító rmðir rið ChurchiM Tírtó, fo,rseti JúgósHavíu, og Popovich utanríkisráðherra sátu í allan gærdag á fundi í London með Churchill forsætisráðherra og Eden utanríkisráðherra. Chur- chill og Eden þáðu miðdegis- verðarboð af Tító, en hann var gestur þingmanng við kvöldverð í brezka þinginu. Ý sovéttiilcigei um afvopnun gengur til móts við V-veldin Stórveldin minnki herbúnaS, múgdrápsvopn verSi bönnuS, strangt a/jb/óð/eg/ eftirlit Fulltrúi Sovétríkjanna bar í gær fram nýja tillögu um alþjóðaafvopnun. Er þar gengið til móts viö helztu mótbáru Vesturveldanna gegn fyrri afvopnunartillögum sovétstj órnarinnar. Umræður um afvopnunarmál- in hófust í stjómmálanefnd þings SÞ í gærmorgun og í gær- kvöld tók f.ulltrúi Sovétríkjanna til máls og iagði fram fyrir hönd stjórnar sinnar nýja til- lögu. Verkefni afvopnunar- nefndarinnar. Aðalefni tillögunnar er það að afvopnunarnefnd SÞ, sem í eiga sæti sömu riki og fulltrúa eiga í öryggisráðinu auk Kanada, skuli falið. -að hefja þegar -athugun á raunhæfum afvopnunarráðstöfun Gottwald jarðaður í nýjum þjóðargrafreit í Fraha Klement Gottwald, forseti Tékkóslóvakíu, var jarðsett- ur í Praha í gær með mikilli viðhöfn. .'---------------------- Siroky varaforsætisráðherra þlÓÐVIUIHN Heimilisþáttur Þjóðviljans er algert nýmæli í íslenzkri biaðamennsku og hefur hann hlotið miklar vinsæld- ir. I>ar eru hirtar daglegar greinar um ýmis áhugamál kvenna og dagleg viðfangs- efnl þeirra á heimilunum. Það er mjög algengt að þátt- ur þessi sé klipptur út og geymdur og eignast konur þá á stuttum tíma einskon- ar handbók með góðum ráð- leggingum. Þessi þáttur er eitt af mörgu sem stuðlar aö dag- vaxandl útbreiðslu Þjóðvilj- ans, en varanleg stækkun blaðsins er háð því að 500 nýir kaupendur bætist við og 500 greiði 10 kr. aukagjald á mánuði. Miðar nú vel á- fram í jíeirri sókn, og ef nægilega margir leggjast á eitt er auðvelt að ná mark- inu á skömmum tíma. — Áskriftarsíminn er 1500. hélt .ræðu áður en kista Gott- walds var hafin út úr spanska salnum í konungshöllinni fornu í Praha, þar sem líkið hefur legið á viðhafn'arbörum í fimm daga. Kvað hann þjóðina myndi láta minningu hins látna forseta verða sér hvöt til enn frekari afreka við uppbyg-gingu sósíal- isrna í Tékkóslóvakíu. Zapotocky og Búlganín. Á Vencelastorgi fór önnur at- höfn fram og töluðu þar Zapo- tocky forsætisráðherra og Búl- ganín, hermáflaráðherra Sovét- ríkj-anna og fulltrúi sovétstjórn- arinnar við útförina. Zapotocky hét á þjóðina að'fylkja sér sem fastast um ríkisstjómina og kommúnistaflokkinn. Gottwald var valinn legstaður í nýjum þjóðargfeifreit Tékkó- slóvakíu á hæð, sem gnæfir yfir Praha. Er h.ann sá fyrsti, sem þar er greftraður. um og gefa skýrslu fyrir júní- lok í sumar. Lagt er til að nefndinni verði sett það markmið -að vinna að því að síórveldin fimm, Ðanda- ríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Sovétríkin dragi úr herbúnaði sínum. Einnig að böpnuð verði skilyrðislaust notkun og fram- leiðsla kjamorkuvopna, sýkla- vopna og annarra múgdráps- vopna. Loks að gerð verði á- ætlun um strangt, alþjóðlegt eft- irlitskerfi með framkvæmd af- vopnunarinnar og bannsins við múgdráps vopn um. Ekki tiltekinn niður- skurður: Tillaga þessi er aðallega frá- brugðin fyrri afvopnunartillög- um Sovétrikjanna í því að ekki er tekið fram hve mikil afvopn- un stórveldanna skuli vera. í fyrri tiHögum sinum hefur sov- étstjómin lagt til að stórveldin skeri niður herafla sinn og vopnabúnað um einn þriðja. — Hefur það atriði verið igagnrýnt mjög af fulltrúum Vesturveld- anna, sem segja það ívilna Sovét- ríkjunum og Kína á sinn kostn- að. Ávallt reiðubúinn. í gærdag svaraði Eisenhower Baridaríkjaforseti spurningum blaðamanna um afstöðu hans til yfiriýsingar Malénkoffs, forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, um ,að öll deilumál Sovétríkjanna og Framh. á 8. síðu Þetta er Stanislaw Skrzeszetpski, utam-íkisráðherra Póllands, sem, Sovétríkin styðja í kosningunni um næsta aíalritara SÞ. Engar líkur eru taldar á að hann hljótii stöðuna. Haimsókn árásarmálsins að Ijúka Ekkert nýtt komið fram Bandaríkjamanninum og fsiendingnum sieppð úr I gæzluvarðhaldina í gær Rannsókn árásarmálsins í Keflavík er nú að mestu lokið og ekkert nýtt upplýstist I málinu í gær. Dómi mun frestað þar til séð verður hvernig Ólafi Ottesen reiðir af en læknar telja óvíst nema hann verði örkumlamaður það sem hann á eftir ólifað. Bæjarfógetinn í Keflavík skýrði Þjóðviljanum frá því í gærkvöldi að yfirheyrslum yfir Bandaríkjamanninum og ís- lenzka piltinum, sem er 17 ára, væri nú lokið. Ekki h’efur ean fengizt upp- lýst hver hafi veitt Ólafi á- verkann á hálsinn, en íslenzki pilturinn var sá eini er hafði hníf. Ekki er heldur fyllilega sannað að áverkinn hafi verið veittur með hníf, en réttar- skýrslur verða inú teknar af læiknunum sem gerðu að sár- iuu Ólafs, og upplýsist þá e.t.v. eitthvað um með hverjum hætti. Ólafur hafi hlotið sárið. Rannsóknardómarinn mun að rannsókn lokinni senda dóms- málaráðherra málið til ákvörð- unar, en dómi muti sennilega frestað iþar til séð vérður hver heilsa Ólafs verður, en eins og er treystast læknar ekki til að fullyrða neitt um hvort og þá að hve riiiklu leyti honiun muni batna, og getur svo farið að hann verði örkumlamaður til dauðadags. Hunðiriflð Éssliii liafe fsarizí í JærðskJáifta í Tyrklaaidi Óttazt er aö allt að fjögur hundruð manna hafi farizt í jarðskjálfta í Tyrklandi. Jarðskjálftinn skall yfir í fyrradag. og varð hans vart á jarðskjálftamælum víðsvegar um heim, meðal annars hér í Reykja vík. Mest hefur tjónið orðið í tveim héruðum í 'Litlu-Asíu vestan- verðri. Þar hafa heil þorp hrun- ið í rúst. Fréttir eru óljósar frá þeim stöðum, sem verst hafa orðið úti. Vitað er að yfir 40 lík eru fundin og áætla fréttaritar- ar tölu látinna 300 til 400. Celal Bayar, forseti Tyrklands og fleiri valdamenn, fóru í gær til jarðskjálfíasvæðisins. onnþingíi ræðir V-Evrópuher bakvið svírsgirðingar og lögreglukjifur NeSri deildin fullgildir hersamninginn en úr- slit eru tvisýn i efri deildinni Gaddavírsgiröingar og kylfubúiö lögregluliö umkringdu vestur-þýzka þinghúsiö í Bonn í gær, er þriöja umræöa um fullgildingu samninganna um stofnun Vestur- Evrópuhers fór fram. Var viðbúnaður þessi merki um það, hve ríkisstjórn Vestur- Þýzkalands er vel ljóst að samn- ingarnir, sem snúast um endur- hervæðingu Vestur-Þýzkalands innan Vestur-Evrópuhers, eru ó- vinsælir meðal vesturþýzks al- mennings. Margir menn særðir. Þegar þúsundir manna fóru mótmælagöngu gegn samningun- um til þinghússins réðist lög- reglan á fólkið og hlutu imai'gir menn meiðsli. Var hópnum dreift en hann safnaðist saman aftur og var göngunni haldið áfram um næstu götur utan gaddavírs- girðingarinnar. Löng töf. Tíu mánuðir eru nú liðnir síð- an samningamir um Vestur-Ev- rópuher voru undirritaðir, en ekkert sex aðildarríkja hefur enn fullgilt þá. Adenauer forsætisráðherra hafði framsögu á þinginu í Bonn í gær. Kvað hann 210 herdeildir Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra þtalnda Við landamæjri Vestur-Þýzkalands, sem mætti heita berskjaldað. Dauði Stalíns hlyti að verða til þess að við sjar í heiminum ykjust. Vestur- Evrópuher væri því brýnni nú1 en nokkru sinni fyrr. Stjórnlagadómstóllinn. Ollenhauer, foringi sósíaldemó krata, sagði að fullgilding samn- inganna myndi útiloka friðsam- lega sameiningu ÞýzkaLands. —• Flokkur sinn myndi krefjast þessi að stjórnlagadómstóllinn úrskurð aði, hvort þeir væru samrýman- legir stjórnarskránni. Fullgild- ingarfrumvarpið var síðan af- igreitt frá deildinni með 224 at- kvæðum gegn 165. Fer það nú til efri deildarinnar, sem ekki mun ræða það fyrr en eftir páska. Ekki er talin nein leið að spá um afdrif þess þar, því ,að heita >uá að deildarmenn; skiptist jafnt milli stjómarsinna Og stjómarandstæðinga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.