Þjóðviljinn - 31.03.1953, Síða 6
— ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 31. marz 1953
flIÓOVIUiNN
Crtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Biaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig.
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Blöð hernámsliSsins
Þeir dagar eiTX nú liönir aö hemámsblöðin fliki virö-
ingu sinni fyrir mahnlífinu. Hafa þau þó lýst þessari
virðingu af miklum innileik nú um langt skeiö og aö-
standendur blaðanna hafa rakiö hana í mörgum ræöum
á mannfundum og í útvarpi, en tilefniö var sem kunnugt
er þaö aö 11 menn voru sviptir lífi í Tékkóslóvakíu í
vetur. Þessir menn höföu aö vísu reynzt sekir um hin
aivarlegustu afbrot og játaö sekt sína, en engu aö síöur
töldu aöstandendur hemámsblaöanna einsætt aö þeir
fengjtt aö halda lífi sínu, og er þaö vissulega fögur um-
hyggjussmi, þótt ýmsum virtist raunar aö næsta fáir
yrðu hemiar aönjótandi í heimi sem mótast fremur af
ööru en virðingu fyrir mannlegu lífi.
En nú er þessari umhyggjusemi sem sagt lokiö, ein-
mitt þegar þess h^cði mátt vænta að hún næöi hámarki.
X>au tíðindi hafa gerzt að íslenzkur maöur hefur verið
sviptur lífi á íslandi; ekki uppvís sakamáður, heldur
aldraður sjó'maður sem ekkert haföi til saka unnið
annáö en veröa á vegi erlends vígamanns. En nú ger-
ast þau undur að hernámsblööin láta sér nægja áö'
birta fátæklegustu fregnir af mólsatvikum; þau hafa
ekkert til málanna áö leggja frá sínu eigin brjósti; þau
virðast ekki sjá neitt varhugavert við þennan geigvæn-
lega atburö; gleymd er nú hin heilaga vandlæting og
virðing fyrir mannlegu lífi.
Þetta er þeim mun kynlegra sem við íslendingar erum
fámenn þjóö og megum sízt við því aö glata nokkrum
einstaklingi. Einn maður á íslandi samsvarar því aö um
90 deyi í Tékkóslóvakíu. Viö vitum hversu sárt hernáms-
blöðin tekur þegar 11 menn eru sviptir lífi í Tékkóslóvak-
iu; en hvemig má þá vera að þau láti sig engu skipta
áttfalt stærri mannfórn sem gerist hér á landi, í næstu
návist okkar, án nokkurra saka?
En jafnvel þótt öllum slíkum samjöfnuöi sé sleppt er
þetta háttemi hemámsblaöanna svo lærdómsríkt að vert
er nánari athugunar. Ekkert væri eðlilegra en aö íslenzk
blöð geröu þennán hörmulega atburö ýtarlega áö um-
talsefni, reyndu aö grafast fyrir rætur hans og benda
s ráö til að koma í veg fyrir aö slík skelfingartíöindi end-
urtaki sig. Ekkert virtist sjálfsagðara en aö íslenzk blöö
létu hið erlenda liö finna hug sinn skýrt og skilmerkilega
því það sem nú hefur gerzt er ekkert einangrað atvik,
heldur rökrétt áframhald af öllu framferði hernáms-
Iiðsins síðan þaö steig hér á lánd. Ekkert virtist sjálf-
gefnara en aö íslenzk yfirvöld gerðu þetta ömurlega
morð að tilefni þess aö setja hernámsliöinu hinar ströng-
ustu reglur um vistina hér á landi og samskipti viö
íslendinga, í samræmi við tillögur þær sem sósíalistar
fiuttu á Alþingi í vetur.
En eklcert slíkt hefur gerzt. Og skýringin á því er ofur
augljós. Hernámsblööin líta ekki á sig sem íslenzk blöð.
og þau telja þaö ekki verkefni sitt að halda fram ís-
lenzkum málstaö þegar hin verstu ótíðindi gerast í viö-
skiptum setuliðsins við íslendinga. Þau lita á sig sem
málgögn hernámsliðsins, og frá þeim sjónarhóli séö er
þögn þeirra skiljanleg; smánarleg þögn að vísu, en þó
sá kostur sem skárstur er. Þetta eru erlend blöð, ekki ís-
lenzk. Og alveg eama máli gegnir um íslenzk stjórnar-
völd; þau eru samsek bandaríska vígamanninum sem
barði aldraðan íslenzkan sjómann til bana; málstaöur
útlendingsins er málstaður þeiiTa.
Þessi skelfingaratburður varpar skýru ijósi á ömurlegar
rtaöreyndir. ÞaÖ er ekki neins að vænta af hernáms-
flokkunum þremur og blöðUm þeirra. Þjóðin veröur
sjálf aö taka í taumana ef spilling og siðleysi hernámsins
ó ekki aö fá að eitra þjóðlífiö allt. HeiÖarlegir íslending-
ar veröa aö bindast einhuga samtökum til varnar ís-
ienzkum málstaö gegn hernámsliöinu, og þeim sam-
tökum veröa þeir að beita hvar sem því verður víð komiö.
IÐNAÐARFRAMLEIÐSLA PÓLLANDS
Mhiiða írami&iir eínahagsiíísins tryggja pólsku þjóðiimi ört
batnandi lífskjör
Jólverjar hófu áætlunar-
bundna viðreisn landsins
úr styrjaldarrústum með
þriggja ára áætlun, árin 1947,
194« og 1949. Fá lcnd urðu
ver úti af völdum styrjaldar-
innar, enda voru viðreisnar-
verkefnin gífurleg. Það er
dómur manna jafnt vestan
Póllatids og austan að í við-
reisn Póllands hafi þjóðin unn-
ið kraftaverk, menn sem
komu til rústaborgarinnar
Varsjár í styrjaldarlok eru
furðu lostnir að sjá hana eins
og hún er orðin nú. Sama
gildir um aðrar stríðshrjáðar
borgir landsins.
Að lokinni framkvæmd
þriggja ára áætlunarímiar
gerðu Pólverjar sex ára á-
ætlua um þróun efnahagslífs-
ins. Helmingur þess tímabils
er nú liðinn og hefur þessi
stórliuga áætlun verið fram-
kværad í öllum aðalatriðum
eins og til stóð fyrri þrjú ár-
in.
jjrið sem leið, 1952, skilaði
hinn samvirki iðnaður Pól-
lands fimmtungi meiri fram-
leiðslu en árið áður. Þjóðar-
tekjur Pólverja urðu það ár
tvöfalt meiri en siðasta árið
fyrir strið, og þrefáldar á við
þjóðartekjurnar 1946, fyrsta
árið eftir stríð.
Þessar staðreyndir sem á-
ætlunaraefnd ríkisins hefur
nýlega birt, sýna hve hraðfara
iþróun er að verða í efnahags-
lífi Póllands. Þær eru áþreif-
anlegt vitni þess að sósíalist-
ískur áætlunarbÚ3kapur gefur
fyrirheit um síbatnandi lífs-
kjör fólksins, sem þannig býr.
^að er athyglisverð stað-
reynd, að jafr.t vinir sem
óvinir alþýðuríkjanna eru
farnir að telja það öruggt að
þjóðir þeirra framkvæmi á-
ætlanir sínar um efnahags-
málin. Óspart er hamrað á því
af andstæðingum alþýðuríkj-
anna ef einhver grein atvinnu-
lífsins nær ekki alveg 100%
áætlunarafköstum, en hitt er
látið liggja í þagaargildi að
áætlunarmörkin eru sett svo
hátt, að framkvæmd þeirra
þættu draumórar einir í lönd-
um utan heims sórialismans.
Hver sem kynnir sér skýrsl-
ur áætlunarnefndar pólska
ríkisins um framkvæmdirnar í
einstökum greinum fær hug-
boð um hve stórkostlegt
skipulagsafrek þarf til þes^
að ná slíkum árangri. Hver
þáttur efnahagslífsins er öðr-
um háður. Framfarirnar í
námugreftri, raforkuvinnslu
og járniðnaði byggir á skipu-
lagðri framleiðslu véla. Ná-
kvæma skipulagningu bygg-
ingariðnaðarins þarf til a'
hvergi vanti efnivörur til á-
ætlaðra byggmga nýi'ra bæja
verksmiðja, skóla o.s. frv.
k ukning matvælaframleiðsl-
umnar er háð framleiðslu
dráttarvéla, uppskeruvéla og
margvíslegra véla annarra, og
samtímis þarf iðnaður lands-
ins á hverjum manni að halda
sem aukin vélvæðing landbún-
aðarins getur losað frá sveita-
vinnunni. Þaeinig krefst sam-
hengi atviimulifsins skipulagn
ingar, sem hvergi má bresta.
'Eili skipulagaingin í eirihverri
grein at.vinnulífsins getur
framkvæmd áætlunarinnar
einnig í öðrum greimun orðið
í hættu.
E r l e n d
tíðindi
Skýrsla pólsku áætlunar-
nefndarinnar sýnir ekki ein-
ungis alnliða framför efua-
hagsllfsins og bætt lífskjör
þjóðarinnar. heldur gefur hún
einnig fyrirheit um samskon-
ar framfarir þau þrjú ár sem
eftir eni af sex ára á-Ktlun-
inni. Og að henni lokinni cr
lagður grunnur að cun hrað-
ari framförum.
Qkýrslan sýnir að framleiðsla
^ allra hráefna, og þó eink-
um járns, stálss kola, olíu ög
áburðar, var mun meiri 1952
en árið áður, enda þótt clcD 1“
unin væri ekki alyeg fram-
kvæmd í sumum greimurt.
Vélaframleiðslan jókst veru-
lega. Dráttarvélaframleiðsl:i n
jókst um 45% á áriuu r.g
framleiðsla þreskivéla um
18%. Vélsmíðar — und'rstað-
an að allri aukningu iðnaðar-
ins — skiluðu 12% meiri ár-
angri.
Ef reynt er að gera sér í
hugarlund hvað þessar þurru
tölur þýða fjTÍr líf fólksins,
verður auðskilið hvers vegna
verkamean alþýðuríkjanna
ganga af slíkum eldmoði. til
starfs og raun ber vitni. Hver
verkamaður finnur að hann
er þátttakandi í ævintýri,
hann er ábyrgur aoili sem
byggir upp efnahagslíf -þjóð-
ar sinnar til hagsbóta fyrir
sjálfan sig og allt vinnandi
fólk landsins jafnframt. Ein-
mitt sú persónulega ábyrgð-
artilfinning verður til þess að
virkja hæfileika þúsunda
verkamanna, sem áður höfðu
gengið að starfi sínu sem
þrældómsoki. í skýrslunni
um framkvæmd efnahagsáætl-
unar Póllands 1952 er skýrt
frá því hve verkamenn hafi
aukið framleiðsluna með
frumkvæði að betri nýtingu
véila og bættri vinmitilhögun.
Af sömu orsökum hefur
verulega dregið úr óþarfa-
eyðslu liráefna. Allár tillögur
frá verkamönnunum um ný-
ungar í vinnutilhögun og véla.
notkun eru vandlega athug-
aðar og eftir þeim farið ef
þær reynast heilbrigðar. Árið
1952 voru hvorki. meira né
minna en um 60 þúsund slík-
ar uppgötvanir og endurbóta-
tillögur frá pólskum alþýðu-
mönnum í fjarskyldustu at-
vinnugreinum framkvæmdar.
’n hvað þýða hinar miklu
framfarir fyrir .venjulega
borgara hins nýja Póllands?
Ekki sízt það, að þjóðin öll
hefur öðlazt traust til fram-
tíðarinnar. Fólkið hefur verið
leyst undau óttanum við at-
vinnuleysi og ótta við afkomu
elliáranna, martröð fátæktar-
Framh. á 11. síðu.
Viðreisn Varsjárborgar er kraítaverki líkust. —
Myndirnar eru af Nowy Swiat-stræti í stríðslok
og fímm árum síðar, 1950