Þjóðviljinn - 08.04.1953, Blaðsíða 10
10) — Í>JÓÐVILJINN — Miðvikudagur 8. apríl 1953
Flanelsbelti
í tízkn
Stútnrinn
á tekatfliiaum
Nú eru breið flauelsbelti að
taka við af breiðu teygjube! tun-
um. Flauelsbeltin eru mjög
svipuð teygjubeltunum, einkum
vegna þess að samskonar
spennur eru notaðar við þau.
Flauelsbeltin eru notuð í öll-
um mögulegum litum, en þó
eru svört sjálfsagt fallegust.
Þau hafa þann kost, að hægt
er að sauma þau heima og
spara með þvi drjúgan skild-
ing. Það verða sjáifsagt gerð-
ar margar tilraunir til að koma
með eitthvað í staö teygjubelt-
anna, en þótt margir séu farn-
ir að þreytast á hinum eilífu
teygjubeltum, þa er e'kki ólík-
legt, að þau haldi vinsældum
sínum enn um hríð. Það hefur
verið skemmtilegt að fylgjast
með útbreiðslu teygjubeltanna.
Upphaflega kom tízkan frá
París, en þáð er tiltölulega
stutt síðan þau náðu verulegri
útbreiðsiu hér á landi.
Raímagnsíakznörkmi
Kl. 10.45-12.30
Aliðvjkudagur 8. apríl.
Austurbærinn og miðbærinn milli
Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar-
götu, Bjarkargötu að vestan og
Hringbraut að sunnan.
Steiktur blóðmör, kartöflur í
jafningi. Skyrhræringur .
Ef dropar leka í sífel’u úr
stútnum á tekatlihum þínum, •
þá kemur héma ráð við, þvi. Þú
skalt smyrja ögn, af fitu undir
stútinn á katlinum; það er
betra en flestir dropaveiðarar,
sem fást í búðum, og þetta er '
ósýnilegt og þarf ekki að ó-
prýða teketilinn hið allra
minnsta. Máður tefeur ögn af
smjöri, smjörlíkí. eða, annarri
fitu á fingurgóminn og strýkur .
honum variega undir stútinn á .
tekatlinum.
Séú í flrarna-'
flierflBergi
I bamalierbergi sáum við ný-
lega eftirfarandi: Stór kross-
viðarplata var fest upp á .vegg-
inn bak við bamarúmið. Á
plötima voru límdar myndir af
ýmsu, sem barnið hafði sér-
stakan áhuga á, og 'áðalkost-
urinn er sá, áð auðvelt er
að skipta um myndir. Hvað
eftir annað má líma yfir
gömlu myndimar og þegar lag-
ið er orðiö of þykkt er hægt
að þvo alia myndahrúguna af
og byrja á nýjan leik. Nota
má myndir úr dagblöðum, viku-
blöðiun og verðlistum. Platán
hlífir veggnum um leið, en
veggur við barnarúm lætur
fijótt á sjá. Því miður eru ekki
allir svo lánsamir að ráða 5rfir
sérstöku barnaherbergi, en
þessa liugmynd er hægt að not-
færa sér í venjulegu svefnher-
bergi.
Pramh. iaf 1. síðu.
Zelenin, B. S. Preobraséíiski,
N. A. Popova, V. V. Zakússoff,
V. A. Zéréséskí og læknirinn
G. I. Majoroff, sem voru ákærð-'
ir- í þessu máli, voru handtekn-
ir af öryggismálaráðuneyti
Sovétríkjanna, sem nú hefur
verið lagt niður, á röngum for-
sendum og án heimildar í lög-
um.
Rannsóknia hefur leitt í Ijós
að sakargiftir þær sem bornar
vom á fyrrnefnda menn, voru
rangar og að þau skjalagögn,
sem lágu til grundvallar fyrir
rannsókninni, fá ekki staðizt.
KÓREA
Framhald af 1. s:ðu.
ILagar hans voru hvattir fil nð
eækja hann oig þeim lofað, að
ekki yrði skotið úr byssum fy.rr
en hann væri kominn heilu og
höldnu að baki víglínunnar. Þeir
hrópuðu til hans og hann reyndi
að rísa á faetur, en féll aftur- til
jarðar, rétt við fjöldagröf kín-
versJcra iiermanna. Fjórir félag-
lar liians fóru að ná í hann og
hætti öll skothríð á meðan. Búið
hafði verið -um sár hans og {
vösum hans fundust áróðurs-
þæklingar fyrir friði í Kóreu.
Það hefur komið í ljós, að játn-
ingar sakbominganna, sem áttu
að sarma réttmæti ákærunnar,
liafa verið fengnar af starfs-
mönuum í rannsóknardeild í
hinu fyrrverandi öryggismála-
ráðuneyti með beitiagu óleyfi-
legra rannsóknaraðferða, sem
eru stranglega bannaðar í lög-
gjöf Sovétríkjanna.
Með hliðsjón af þeirri nið-
urstöðu, sem rannsóknarnefad
sú, sem sérstaklega var skipuð
af innanríkisráðuneyti Sovét-
ríkjanna til að athuga þetta
mál, hefur komizt að, hafa sak-
borningamir Vovsí, Vinograd-
off, Kogan, Kogan, Égoroff,
Feldman, Etinger, \rasilenko,
Grinstein, Zelenin, Preobras-
én3kí, Popova, Zakússbff, Zé-
résélcí og Majoroff ög aðrir
sem ákærðir voru íáþessu máli,
verið hreinsaðir af öllum á-
kæmm og sýknaðir óg í sam-
ræmi við 4. grein, 5. atriði hegn-
i igarlaga hins rússneska sovét-
lýðveld:s látnir lausir. "
Þeir menn, sem gerðu sig seka
um rangar aðferðir við máls-
rannsóknina, hafa -veríð hand-
teknir og munú verða látnir
sæta ábyrgð fy.rir gerðir fánar
í samræmi við ákvæði, xefsi-
laganna".
Nevil Shttte:
Hlióðpípusmiðurinn
-----~tii - - nn-imrnrTiwnT.....
sagði Diessen. „Ætlið þér ekid að segja neitt til
að bjarga lífi hans?“
Gamli maðurinn hristi höfuðið.
Liðsforinginn í garðinum leit upp í gluggann
til þeirra. Diessen rétti upp höndina og lét
hana því næst síga aftur. Liðsforiaginn sneri
sér við, rétti úr sér og gaf fyrirskipun. Óreglu-
legir skotsmellir kváðu við. Gamli maðurinn sá
að líkaminn við plómutréð féll til jarðar, kippt-
ist dálítið tU og lá síðan grafkyrr.
Hann sneri sér undan og honum leið illa.
Diessen gekk inn í mitt herbergið. Vörðurinn
stóð enn hreyfingarlaus við dymar.
„Eg veit ekkí hvort ég á að trúa orðum yðar
eða ekki,“ sagði Þjóðverjino þungur á brúnina.
„Ef þér emð njósnari, þá emð 'þér afar slyng-
ur.“
Howard sagði: „Eg er ekld njósnari.“
„Hvað emð þér þá að gera hér? Hvers vegna
ferðizt þér um landið, dulbúinn sem franskur
bóndi ?“
„Eg er búinn að segja yður iþað,“ sagði gamli
maðurinn þreytiulega. „Oft og mörgum sinnum.
Eg hef verið að reyna að koma iþessum ibömum
til Englands og síðan ætla ég að sesida nokk-
ur þeirra til Ameríku."
Þjóðverjinn hreytti út úr sér: „Lygar — lyg-
ar! Alltaf sömu lygamar. Englendingar em
alltaf samir við sig. Þrjózkir eins og múlásnar!“
Hann færði sig nær honum. „Þið emð eintómir
glæpamenn." Haian benti út í garðinn. „Þér
hefðuð getað komið í veg fyrir þetta, en þér
vilduð það ekki.“
„Eg hefði ekki getað komið í veg fyrir dráp
unga mannsins. Þér bámð einn ábyrgð á því.“
Gestapóforinginn sagði þungbúinn: „Eg vild.i
ekki svipta hann lífi. Hana neyddi mig til þess,
ogþið báðir í sameiningu. Þið berið báðir ábyrgð
á aftöku hans. Eg gat ekkert annað gert.“
Það varð þögn. Svo sagði Þjóðverjinn. „Þið
ljúgið í sífellu og vinnið á móti okkur. Þessi
Churchill ykkar og lians líkar æstu okkur upp
í styrjöld. Þér eruð enn einn hrappurkm."
Gamli maðurinn svaraði engu.
Þjóðverjinn rétti úr sér, gekk þvert yfir her-
bergið og settist niður við borð. „Þessi saga
yðar um að senda bömin til Ameríku," sagði
hann, „er býsna ótrúleg."
Gamli maðurinn var orðian mjög þreyttur.
Hann sagði kæruleysislega: ,,Eg get ekki að
því gert. Samt ætlaði ég að senda þau þangað.“
,,Og haldið þér 'því enn fram, að þcr liefðuð
sent þau til dóttur yðar?“
„Já.“
„Hvar á hún heima í Ameríu ?“
„á stað, sem kallaður er Coates Harbour á
Long Island.“
„Long Island. Þar býr ríka fólkið. Er dóttir
yðar mjög rík?
Gamli maðurinn sagði: „Hún er gift banda-
rískum kaupsýslumamii. Já, þau eru vel efn-
um búin.“
Þjóðverjinn sagði með vantrú í rómnum:
„Ætlizt þér til að ég trúi því, að forrík kona
færi að taka þessa flækingskrakka inn á heim-
ili sitt og annast þau?“
Hov.'ard sagði: „Hún gerir það áieiðanlega.11
Hann þagnaði og bætti síðan við: „Þér skiljið
þetta ek-ki. Fólkið þama fyrir haadan vill hjálpa
ökkur. Því fkmst það gera gagn með því að taka
að sér flóttaböm frá Evrópu.“
Þjóðverjinn horfði á hann undarlegu áugna-
ráði. „Hafið þér ferðazt um Bandaríkin ?“
„Dálítið."
„Kannizt þér við borg sejn . heitir White
Falls?" -
Howard hristi höfuðið. „Nafnið gæti verið
...* 79.
algengt, en ég kem því ekki fyrir mig. í hvaða
fylki er það?“
„1 Minnesota. Er það langt frá Long Island ?“
„Það er inni í miðju landi. Það er á að gizka
þúsund mílur þangað,“ Gamla manninum fannst
samtalið vera að taka undarlega stefnu.
Þjóðverjinn sagði.: „Hvað um ungfrúna? Ætl-
uðuð þér líka að senda hana til Ameríku ? Er
hún ef til vill ein úr baraahópnum yðar ,eða
hvað ?“
Gamli maðurinn hristi liöfuðið. „Eg hefði
helzt viljað að hún færi þangað," svaraði hann.
„En hún vill ekki faiu frá Frakklandi,. Faðir
hennar er fangi ykkar; móðir hennar er al-
ein í Chartres. Eg hef reynt að hvetja hana til
að koma með okkur til Englands, en hún fæst
ekki til þess. Hún hefur ekkerf brotið af sér.
Maðurinn yppti öxlum: „Það er nú svo. Hún
hefur aðstoðað yður í starfsemi yðar."
Gamli maðurinn sagði þreytulega: „Enn einu
sinni segi ég yður, að ég hef ekki stuadað neina
leynistarfsemi. Eg veit að þér trúið mér ekki.“
Hann þagði við. „Eina starfsemi mín undan-
faraar tvær vikur hefur yerið að reyna að koma
þessum bömum í ömgga höfn.“
Það varð alllöng þögn.
„Leyfið þeim að komast til Englands," sagði
hann lágt. „Leyfið unga manninum, Focquet,
að sigla með þau til Plymouth í bátnum sínum
og leyfið ungfrú R-ougeron að fara með þeim til
Ameríku. Ef þér gerið það, skal ég játa ailt sem
þér viljið.“
Gestpóforinginn starði reiðilega á liann.
„Hvaða þvættingur er þetta," svaraði hann.
„Þér hafið móðgað þýzku bjóðina með þessum
orðum yðar. Haldið þér að við séum einhver
ítússasvín?"
Howard þagði.
Þjóðverjihh reis á fætur og gekk út að glugg-
anum. „Eg botna ekkert í yður,“ sagði liann
loks. „Þér virðist býsna hugrakkur að tala
svona.“
Howard brosti' ‘dauflega. „Eg er ekki hug-
rakkur," sagði hann. „Eg er aðeins gamall
maður. Það er ekki hægt að taka neitt frá mér,
því að mér hefur hlotnazt það allt.“
Þjóðverjinn svaraði honum ekki. Hann ávarp-
aði YÖrðinn á móðurmáli sínu, og hann fór með
Howard aftur í fangaklefann.
ELLEFTI KAFLI
Nicole var mjög fegin að sjá hann. Henni
hafði liðið mjög illa og hún hafði haft hmeði-
legar áhyggjur háns vegna. Hún sagði: „Hvað
var gert?“
Hann sagði þreytulega: „Ungi maðurinn,
Charenton, var skotinn. Auk þess var ég yf-
irheyrður enn einu sinni."
Hún sagði blíðlega: „Seztu niður og hvíldu
I xrrrvm-TJK'f-TnZT*
\ Þú átt að elska óvini þína, sagði trúboðinn
( við Indíánann. I>að er einmitt það sem ég geri.
r sagði Indíáninn: ég elska i-omm, viskí, tóbak og .
• k konur.
\ Vinur minn, berðu það traust til mín ,að
\ vilja lána mér tíka’l?
f Já, ég hef nóg traust, en hinsvegar ,hef ég
h éngan tikall.
\ ■ Hvernig er jörðin í Inginu? spurði kennarinn
\ Jónsa litla.
p Hnöttótt, svaraði Jón.
f Hvernig veiztu það? spurði kennarinn.
) Jœja, hún er þá f'öt, svaraði Jónsi, ég nenni
V ekki að vera að rífast út af því.
p Hvérnig gengur það með svefnleysið,? .
h Verr og verr. Nú get ég ekki einu sinni soía-
i að þegar ég á að fara á fætur, ^