Þjóðviljinn - 03.05.1953, Side 4
4)
ÞJÓÐVILJINN — Suntaudagur 3. maí 1953
ÞJÓÐAREINING GEGN HER í LANDI
VGnmngarorð uni íormanu
Lögmannafélags íslands
o <o
járnir spítalanaa liafa em ekki
faliizt á að halda saiíininp wið sté
Tvö biéf
Það er upphaf -þessa máls,
að undirbúningsnefnd þjóðar
ráðstefnunnar 5.-7. maí n.k.
sendi Lögmannafél. Islands
ávarp um þjóðareiningu
gegn her á íslandi og jafn-
framt boðsbréf um að senda
fulltrúa á ráðstefnuna. For-
maður Lögmannafélagsins
Lárus Jóhannesson, fyrrver-
andi alþitngismaður, sveikst
um að láta félag sitt vita
um bréfið. En eftir liádegis-
blundinn þ. 26. apríl s.l. sett-
ist hann við hlið vélritunar-
stúlku sinnar og las henni
fyrir skammabréf og níð um
þá, er undirrituðu ávarpið,
og sendi mér. Jafnframt lét
hann trúverðugan bílstjóra
færa mér að gjöf bókitna:
„Ég kaus frelsið“, sem hann
sjálfur rembdist við að þýða
og hefur auglýst af miklu
þreki. Þar eð ég tel, með
gildum rökum, að bréf Lár-
usar til mín sé ekki einka-
bréf, heldur bréf frá for-
manni félags til virðulegrar
andspyrnuhreyfingar gegn
her á Islandi, þá álít ég mér
skylt að birta það opinber-
lega, svo að allur lýður megi
sjá, hversu helstefna hernað-
aring leikur forsvarsmenn
sína kaldranalega og grátt.
Þetta er sem sé bréf til ís-
lenzku þjóðarinnar, þúsund-
anna, sem leynt og ljóst hafa
verið í andófi gegn helstefn-
unni, en sameinast nú í vold-
ugri og vaxandi fylkingu til
þess að hrinda af sér ánauð
hernaðarins. Ég skrifaði
Lárusi svarbréf, sem ég birti
hér einnig.
Bréf formanns Lögmanna-
félagsins er svohljóðandi:
„Reykjavík 26. 4. 1953.
Hr. G. M. Magnúss.
Pósthólf 1063, Reykjavík.
Með ódagsettu bréfi (Inn-
skot G.M.M.: Þetta er ekki
rétt, Lárus, ávarpið er dag-
sett 8. apríl 1953 og boðs-
bréfið fylgdi ávarpinu), sem
barst mér sem formanni Lög-
mannafélags Islands í fyrra-
dag, hafið þér sent ávarp
nokkurra manna um þjóðar-
einingu gegn her á Islandi og
farið ,,vinsamlega“ fram á,
að Lögmannafélagið sendi
fulltrúa á svonefnda þjóðar-
ráðstefnu, sem halda á hér
í bænum 5.-7. maí m.k.
Ávarpið er undirritað af
nokkrum kommúnistaspraut-
um og mönnum, sem eru al-
þekkt handbendi þeirra, og
hafa leyft þeim að nota nöfn
sín sér til skammar og þeim,
sem er persónulega vel við
þá, til skapraunar.
Þar sem málatilbúnaður er
þannig, segir það sig sjálft,
að ekki er hægt að skoða
málaleitun yðar anmað en
hreina móðgun við félagið
eða þá sem frábærilegan
barnaskap.
Alveg án tillits til þess,
hvernig menn líta á liersetu
hér eða íslenzkan her, svo
og samband hinna erlendu
hermanna og íslendinga, seg-
ir það sig sjálft, að útsend-
arar mesta herveldis og
morðveldis sögunnar ,sem
leika það hlutverk meira eða
minna vitandi vits, að svæfa
varúðar- og sjáifstæðistil-
finningu þjóðarinnar, þó að
þeir taki á sig gerfi föður-
landsvinanna, samkvæmt
skipun frá Moskvu, verða
ekki teknir alvarlega af fé-
lagi eins og Lögmannafélagi
Islands, og að enginn al-
mennilegur maður vill hafa
samflot með slíku fólki.
hversu mikill friðarsinni,
sem hann kann annars að
vera.
Mér dettur því ekki í liug
að sýna, hvorki meðstjórn-
endum mínum né félagsfundi
þá lítilsvirðingu að leggja
þessi ómerkilegu plögg fyrir
þá.
Til sálarbóta fyrir sjálfan
yður sendi ég yður hér með
..vinsamlega" eitt eintak af
himni heimsfrægu bók. „Ég
kaus frelsið", sem ég hef
þýtt, því yður veitir sannar-
lega ekki af að lesa hana.
Með viðeigandi virðingu.
Lárus Jóhannesson.“
Svarbréfið er á þessa lund:
„Reykjavík 2. maí 1953.
Formaður Lögmannafé-
lags Islands, hr. Lárus Jó-
hannesson.
Eg hef ekki opnað bók
yðar: „Ég kaus frelsið“, sem
þér segist senda mér „til
sálarbóta". Þér hafið haft
ummæli eftir þekktum
manni og sjálfur auglýst
fyrir peninga, að honum
hafi þótt bókin svo leiðin-
leg, að hann hafi gefizt upp
eftir 80 blaðsíðna lestur.
Ekki veit ég, hvort þér hafið
gert þessa „heimsfrægu
bók“ (sem þér nefnið svo),
svona leiðinlega með þýð-
ingu yðar, en hitt þykir
mér sennilegt, að „heims-
frægð“ bókarinnar í nokkr-
um kapitalískum löndum
stafi ekki af skemmtileg-
heitum, heldur af því, að
þar mun vera meira níð um
fyrsta verkalýðsríki verald-
ar en flestum öðrum. hefur
tekizt að koma saman, og
nokkuð er ræpan löng, því
að ærið virðist bókin þykk.
Ég myndi taka á móti and-
virði bókarinnar frá yður í
peningum og verja þeim aur-
um til þess að kaupa eitt-
hvert rit, sem flytti sann-
leika um vini okkar í ríki
sósíalismans, sem þér skjálf-
ið fyrir, eins og margir
rýrnandi máttarviðir auð-
valdsins. Ég endursendi yð-
ur því bókina og lagði hana
í póst fyrir hádegi 1. maí.
I bréfi, sem þér, herra
hæstaréttarlögmaður formað
ur Lögmannafélags Islands,
sendið mér með bók yðar,
hafið þér verið óheppinn í
orðum og framsetningu og
misvitur sem lögfræðingur
Það fólk, sem undirritaði á-
varp um þjóðareiningu gegn
her á Islandi kallið þér m.a.
„útsendara mesta hcrveldis
og morðveldis sögunnar,
sem leika það hlutverk
meira eða minna vitandi vits
að svæfa varúðar- og sjálf-
stæðistilfinningu þjóðarinn-
ar“. Svona ódrengileg og
rakalaus orð setja ekki blett
á það fólk sem þér viljið
níða, lieldur yður sjálfan.
Það má sanna mhð skýrum
röljum að öll störf alls þess
fólks, sem undirritaði ávarp-
ið, hafa verið unnin með
heill lands og þjóðar fyrir
augum, og með ávarpinu
viljum við hvetja þjóðina til
að vinna að endurheimt
sjálfstæðis landsins.
En aftur á móti hafið þér
svikið málstað Islands. Þér
svikuð kjósendur yðar á
Seyðisfirði, því að þér höfð-
uð ekkert umboð á Alþingi
til þess að samþykkja að
bandarískur her tæki ból-
fesetu á Islandi;—þér létuð
sneypa yður til þess að sam-
þykkja komu hersins, sem
nú varpar skugga á atvinnu-
vegi landsmanna, fjármála-
líf, sjálfstæðismálin, utanrík-
ismálin, og seilist nú eftir
kverkataki á þjóolífinu í
heild. Fyrir þenna verknað
yðar ber Seyðfirðingum að
dæma yður úr leik í kosn-
ingunum í sumar og lofa
yður að „kjósa frelsið".
Þér segið um bréfið, sem
Lögmannafélag Islands fékk
frá okkur: „Mér dettur ekki
í hug að sýna, hvorki með-
stjórnendum mínum né fé-
lagsfundi þá lítilsvirðingu að
leggja þessi ómerkilegu
plögg fyrir þá“.
Þar sem þér skrifið bréf-
ið sem formaður Lögmanna-
félags íslands vil ég benda
yður á, að þér hafið brugð-
izt almennum félagslögum,
trúnaði og skyldum, svo fá-
heyrt mun vera á Islandi.
Þessi trúnaðarbrot skjalfest-
ið þér og staðfestið með
undirskrift yðar. Eg full-
yrði, ef sá háttur, sem þér
hér hafið upp tekið, yrði
framkvæmdur í félagssam-
tökum þjóðarinnar yfirleitt,
myndi það hafa örlagaríkar
og illar afleiðingar, það
myndi svæfa siðgæðisvitund
manna, setja sorámark á fé-
lagslíf og samtök fólksins,
eitra og tortryggja sam-
vinnu manna og sambýli og
næra hinar lægri hvatir.
Ég mun ekki þurfa að
benda Lögmannafélagi Is-
lands á félagslegar aðgerðir
í sambandi við þessa fram-
komu yðar, en ekki tel ég
ósennilegt, að með þessu
séuð þér fallinn í valinn sem
formaður Lögmannafélags-
ins hvað sem á eftir kann
að fara. Þetta bréf ,sem ég
birti opinberlega, má því
skoðast sem upphaf að
minningarorðum um yður
sem formann hins virðulega
félags, en það mun sjálft
gera yður betri skil, svo sem
verðugt er.
Verið þér sælir.
G.M.M.
isg siar
Sékn snýr sér íil Mþýðusambasidsiiss
um málsböfðmt fyrir félagsdómi
vsgsta sarsraingsrofannfí.
Trúnaðaririannaráð samþykkir að sagt skuli
upp samningum.
I deilunni milli Starfsstúlkna-
félagsins Sóknar og stjórna
spítalanna hefur það gerzt nýtt,
að félagsfundur Sóknar 24. þm.
samþykkti með yfirgnæfandi
meirihluta að stefna stjórn
Ríkisspítalanna fyrir félagsdóm
(} vegna samningsbrota. Trúnað-
') armannaráðsfundur félagsins í
fyrrakvöld samþykkti ennfrem.
ur að sagt skyldi upp gildandi
kjarasamningi, en ekki- er vit-
• að á hvaða forsendum það var
gert. ,
• Eins og kunnugt er hafa
starfsstúlkur á Kleppi haldið
fram kröfumii um íið þcer
stúlkur sem þess óskuðu fengju
keyptar einstakar máltíðir á
vinnustað eins og 3. gr. kjara-
samnings gefur þeim rétt til
og tíðkast á öðrum spítölum,
svo sem Landsspítalanum. —■
Hins vegar hafa forráðamenn
spítalanna boðið fram nokkra
tilslökun á verði fæðis ofl. sem
hér um ræðir, en ekki fengizt
til að viðurkenna ákvæði 3.
greinarinnar um rétt stúlkn-
anna til að kaupa fæði utan
spítalanna að einhverju eða
öllu leyti, ef þeim falla ekki
þeir kostir, sem vinnuveitand-
icm býður hvað verð fæðis ofl.
snertir. — Þennan samnings-
lega rétt til að velja og hafna
vilja stúlkurnar ekki láta af
hendi, og ‘skyldi enginn )á
þeim það.
Til leigubílsijóranna. — Bókmenntakynning ungu
skáidanna. — Listvinasalurinn. — Áuglýsingar.
— Kaldalónskviða. — Vísa 7 ára telpu
UNG OG FALLEG stúlka bið-
ur Bæjarpóstinn að skila því
allra vinsamlegast til leigu-
bílstjóra bæjarins að taka upp
þann sið að bíða ofurlítið
lengur en þeir gera fyrir
framan húsin, þegar bílar eru
pantaðir frá stöðvunum. „Þeir
eru lagðir af stað aftur, áður
en maður er kominn í káp-
una“, segir hún — og er það
vitanlega mesti ósómi af
hálfu bílstjóranna, en enginn
efast um, að stúlkan hefur
mikið til 'síns máls. — Sem-
sagt, leigubílstjórar góðir,
hafið þetta á bak við eyrað ..
ATHYGLI SKAL vakin hér á
tvennu, sem menn geta gert
sér til skemmtunar yfir þessa
helgi. Það fyrra er bók-
menntakynning Helgafells,
sem haldin er í Austurbæjar-
bíói klukkan eitt í dag. Bú-
' ast má við, að mikil aðsókn
verði að kynningunéi, því hér
koma fram ung skáld og rit-
höfundar, sem ekki hafa kom-
ið fram á bókmenntakynning-
um: áður, og er því ráðlegt að
köupa aðgöngumiða fyrr en
síðar; en aðgöngumiðasalan
héfú't kl. 11, og er við suður-
dýf hússins. — Eins og sjá
má á auglýsingum koma
þarna fram eftirtaldir menn:
Elías Mar, sem le.s kafla úr
nýrri skáldsögu, Ei.nar Bragi
Sigurðsson, sem les Ijóð; Jón
Óskar les nýja smásögu,
Stefán Hörður Grímsson ljóð,
Indriði G. Þorsteinsson kafla
úr -óprentaðri sögu og loks
Ásta Sigurðardóttir eina af
sínum athyglisverðu smásög-
um ,sem ekki hefur birzt áð-
ur. — Óvist er, hvort bók-
menntakynningin verður. end-
urtekin. Aðgangur er 10 kr.
Svo skal einnig minnzt á yfir-
standandi sýningu í Listvina-
salmum við Freyjugötu. ■—
Þar eru sýndar fjölmargar
prentanir lieimsfrægra mál-
verka eftir málara eins og
van Gogh, Cézánne, Renoir,
Dufy, Gaugin, Rouault, de
Utrillo ofl. — Myndirnar eru
listavel prentaðar, og verði
þeirra mjög í hóf stillt, kosta
frá 50-150 krónur. Aðgangur
á sýninguna er aðeins fimm
krónur, og hún er vel þess
virði að sjá hana, þótt menn
fari ekki með þeim ásetnieigi
að kaupa. — Opið ef aðeins
til kl. 10 í kvöld, því þá verð-
ur farið að undirbúa aðra
sýningu, sem opnuð verður
seinna í vikunni.
B.S. SEGIR: — „Mér finnst
nokkuð andkannalegt, hvern-
ig menti og fyrirtæki komast
stundum að orði í auglýsing-
um, einkum hvað menn hota
mikiö sama venjubundna
orðalagið, þar sem hver tygg-
ur upp eftir öðrum, stundum
hálfgerða vitleysu. Hvaða
þörf er t.d. á því, að menn
taki það beinlínis fram, að
þeir hafi rétt. til að „taka
hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum“? — Liggur það
ekki í augum. uppi, að svo
er?“
JÓN Þórarinsson liefur sent
eftirfarandi ' athugasemd: „1
bréfi frá ,Austfirðingi‘ í ,Bæj-
arpóstinum' 1. þm. segir m.
a.: Ríkisútvarpi'ð flutti, ekki
alls ,f.yrir löngu, Kaldalóns-
lcyilðu eftir Jón Þórarinsson.